Morgunblaðið - 07.04.1932, Síða 6

Morgunblaðið - 07.04.1932, Síða 6
r M O R G V N B L A Ð I Ð * s> s >0 e 3 n I R> >1 » e o» ÍS ENSKA VIKAN: ISLENSKA VIKAN: D.lkakjöt spaðsaltað; einnig stórhöggið. Saltkjöt af fullorðnu fje úr Borgarfirði. Dilkakjöt niðursoðið í 1/1 og 1/2 dósura. Kartöflur, Fiskimjöl, Riklingur, Sundmagi, Smjör, Tólg, Egg, Síld. Kanpið það sem íslenskt er. * —« •o e 3 <í 3 «• 9T » e 3» Þjóðræakir íslendinyar, styðja íslenskan iðnað. Notið smekkbætis-(krydd)-vörur til matargerðar og kökugerðar, þar á meðal Lillugerduft — Lillueggjaduft — Lilludropa og Soyu frá H.f. Efnagerð Reykjavíknr. Húsgagnaverslnn og vinnnstoia. Frlðriks Þorsieinssonar. Skólavörðustíg 12, hefir fyrirliggjandi allskonar húsgögn í svefn- herbergi, dagstofur, borðstofur og skrifstofur — póleruð, bónuð og máluð. Allskonar húsgögn einnig smíðuð eftir pöntun. Áhersla lögð á vandaðan frágang. Hafnflrðlngar I Hjer með tilkynnist að Trjesmiðafjelag Hafnarfjarð- ar hefir myndað innan síns fjelags sölusamlag á hús- gögnum, og verður þar á boðstólum alls konar húsgögn innan lítils tíma. Einnig verða smíðaðar allar tegundir húsgagna eftir pöntunum. Allar upplýsingar þessu viðvíkjandi gefur hr. trjesm. Davíð Kristjánsson, Austurgötu 47, Hafnarfirði. Virðingarfylst, Stfðrn Trjesmiðafjelags Hafnarfjarðar. Húsgögn. Svefnherbergis- og borðstofuhúsgögn fyrirliggjandi í miklu úrvali, smíða eftir pöntunum við allra hæfi. Borðstofuborð og stólar, margar gerðir. Lítið á innlendu munina í búðargluggum mínum, sem unnir eru á vinnustofu minni. Húsgagnaverslun Kristjáns Siggeirssonar. Laugaveg 13. boga fyrir erl. skuldum, að satt að segja er svo komið, að menn veigra sjer við að horfast í augu við staðreyndir og gera sjer Ijóst, hverjar afleiðingar þessi ráðsmenska getur haft. 1924 lagði þáverandi stjórn nýjar, þungar skattabyrðar á þjóðina. Þessir nýju skattar og góðærið 1924 og 1925 fleytti fjenu í stríðum straumum í rík- issjóðinn, langt umfram vonir bjartsýnustu stjórnmálamanna. En ríkisstjórnin stóðst freist- inguna, stilti eyðslunni í hóf og varði hinum nýju skatttekjum og hinum óvæntu umframtekj- um að langmestu leyti til þess að grynna á skuldum ríkisins og auka sjóðseign ríkissjóðs. Og þegar í stað, er fært þótti, var svo þessum nýju sköttum ljett af þjóðinni með afnámi tollalaganna á Alþingi 1926. 1928 lagði Framsóknarstjórn- in a£' nýju þungar klyfjar á skattþegnana, með því að lög- festa nær alla sömu tekjustofna sem gilt höfðu 1924 og 1925. Síðan hefir verið að því leyti samfelt óslitið góðæri fyrir rík- issjóðinn, ' að aldrei fyr hafa tekjur hans orðið svipað eins miklar. En nú hafa skuldirnar ekki verið minkaðar, og skött- unum hefir ekki verið ljett af þjóðinni. Þvert á móti. Skuld- irnar hafa verið auknar svo mikið, að þess eru áður engin dæmi. Engum skatti hefir verið afljett, og það sem verra er. í stað þess að ljetta drápsklyfj- arnar af sliguðum atvinnurekstri landsmanna, krefst nú ríkisstj. nýrra skatta, a. m. k. 1—-1)4 milj. á ári, úr tómum fjárhirsl- um þrautpíndra skattborgara. Þetta er bjargráðið, sem stj. sjer við kreppunni, — þetta er það einasta lið, sem hátekju ríkisstjórnin getur lagt atvinnu- lífi landsmanna í þessum ein- dæma þrengingum. Það er hæstv. fjármálaráðh., sem ber fram þessa kröfu. Mjer þykir sanngjarnt að taka það fram, að fyrir hann er úr vöndu að ráða. Hann ber að vísu á- byrgð á gjörðum fyrirrennara sinna með því að hafa stutt Framsóknarstjórnina frá önd- verðu, en mjer vitanlega heldur ekki þar fram yfir. Hann hefir sest í gjaldþrota bú. Þurfandi ríkíssjóður kallar til hans. En fjármuni ríkissjóðs, kornhlöð- ur góðæranna, finnur hann eigi. Það er heldur ekki von, því að alt er sokkið og er á kafi í skuldafeninu. Hæstv. fjármálaráðh. hefir sýnt viðleitni í rjetta átt með því að gera tillögur um lækkun útgjalda. En að minni hyggju hefir hann gengið of skamt — alt of skamt. Jeg veit vel, að róttækur niðurskurður er ekki vandkvæða- nje sársaukalaus. En hitt veit jeg líka jafnvel, að jöfnuður á fjárlögum verður fyrst og fremst að nást með nið- urfærslu á útgjöldum ríkisins, fclátt áfram af því, að þjóðin er svo illa fær um að taka á sig nýjar skattabyrðar. Og það er á vitund allra háttv. deildar- manna, að atvinnulíf lands- manna er orðið svo lamað, að það verður engin frambærileg ástæða færð til afsökunar því, að Alþingi ljetti ekki sköttum af þjóðinni, önnur en sú, að rík- issjóður er sjálfur, eftir 4 ára samfeldar hátekjur, orðinn aumastur af öllum aumum, svo vesæll, að í stað þess að ljetta undir með atvinnurekstrinum, meðan kreppan er sem hörðust, verður hann að lifa á því að mergsjúga landsmenn, meðan ennþá er einhversstaðar eitt- hvað að hafa. Sjávarútvegurinn. Jeg ætla þá að víkja að því sem mestu máli skiftir: At- vinnulífi þjóðarinnar. Og kem þá fyrst að sjávar- útveginum. Meðan íslendingar höfðu eigi kynst annari fullkomnari fram- leiðsluaðferð en handfæraveið- um á þilskipum, voru aðdrætt- .irnir að þjóðarbúinu smáir. Á þeim árum hafði þjóðin ekki úr miklu að moða, enda var alt hjer smávaxið. Eftir síðustu aldamót byrja íslendingar að taka vjelaflið í þjónustu fram- leiðslunnar. Þá komu vjelbát- arnir og togararnir til sögunn- ar. Með því, og þó einkum og sjerstaklega með komu fyrsta íslenska togarans, gerbreytist alt íslenskt atvinnulíf. — Þessi nýji sjávarútvegur tekur fljót- um og öruggum þroska, og skapar jafnframt út frá sjer gróður og vöxt á öllum svið- um í þjóðfjelaginu. Breyting- arnar eru svo snöggar, að engu er líkara en að þjóðin hafi ver- ið snortin einhverjum töfra- sprota. Höfuðstaður landsins, sem verið hafði smákauptún, verður að stórum bæ. Ágæt höfn, vatnsveita, rafurmagn, gas, þjettriðið gatnanet — alt gerist í senn, og samtímis þenja nýjar húsabreiður sig yfir stóra landfláka. Alt er þetta gert fyr- ír þá fjármuni, sem togararnir sóttu í regindjúp Ægis. — Frá höfuðstaðnum breiðist gróður- inn til annara kaupstaða og út um allar bygðir landsins, svo að þróun atvinnulífsins er svo ör, að síðustu 25 árin byggja menn og rækta meira en fyrri kynslóðir höfðu gert í meira en 10 aldir. Á þessum árum marg- faldast þjóðarauðurinn og eins og venja er til, fylgir tilsvar- andi vöxtur í andlegu lífi og menningu þjóðarinnar. Það er sannmæli um sjávar- útveginn, að frá honum hefir hinn frjófgandi máttur runnið, en hitt er líka satt, að fyrir sí- vaxandi kröfur, skilningsskort og úlfúð, er þessi stórvirkasti atvinnurekstur landsmanna nú mergsoginn og máttvana. Ríkið, sveitarsjóðir og verka- lýðurinn — allir þessir aðiljar hafa spent bogann of hátt. Ríkið tekur toll af öllum nota þörfum útgerðarinnar, smáum sem stórum, og sjálf fram- leiðsluvaran er skattlögð með útflutningstolli, sem nemur frá 1%—5%, að ógleymdri síld- inni, sem ríkið hefir stundum tekið alt að því eins mikið í toll af og framleiðandinn hefir feng ið í sinn hlut. Engir keppinaut- ar okkar hafa svipað því eins erfiða aðstöðu, og sumir þeirra njóta tollfrelsis á notaþörfun- um og hárra verðlauna á fram- leiðsluvörunni, alt að 50 kr. á skpd. Sveitarsjóðirnir hafa ekki lát- ið sitt eftir liggja. Hjer í Rvík hefir sá andi aðallega lýst sjer í niðurjöfnun útsvara á síðari árum. Hefir þar um ráðið frem- ur illgirni en skilningsskortur. Sem dæmi skal jeg nefna, að útgerðarfjelag eitt hjer í bæ, sem síðustu 2 árin hefir tapa* milli 6 og 7 hundr. þús. kr., að meðtöldum fyrningum, hefir þessi ár greitt í útsvar 217 þús. kr., þar af milli 170—180 þús. kr. í Reykjavík. Fjelag þetta kærði fyrir niðurjöfnunarnefnd, yfirskattanefnd og atvinnumála- ráðherra, og bar sig saman við Tóbaksverslun Islands, er grætt hafði annað árið um 60 þús. kr., en ekki goldið í útsvar nema um 30 þús. kr. Krafðist fjelag- ið þeirri spurningu svarað, hvort fyr bæri að láta til opinberra þarfa gróða þess verslunarfyrir- tækis, sem eingöngu verslaði með munaðarvörur, eða eignir þess framleiðslufyrirtækis, sem þegar hefði beðið stórfelt tjó« af atvinnurekstri sínum. Fjelagið fjekk enga leiðrjett- ing mála sinna, og ekki þótti heldur ástæða til að hækka út- svar Tóbaksverzlunarinnar. — Forstjóri hennar var einn þeirra þriggja niðurjöfnunarnefndar- manna, sem útsvörunum rjeði. Þetta er eitt af mörgum dæm- um um það, hversu níðst er á útveginum. Þá er það og orðið lýðura Ijóst, að útgerðinni hefir, því miður, reynst um megn að rísa undir hinu háa kaupgjaldi, sera sí og æ hefir farið stórhækk- andi í hlutfalli við verðlag framleiðsluvörunnar. Fáar tölur skýra þessa stað- reynd betur en mörg orð. 1914 var hægt með andvirði eins skpd. fiskjar að greið* verkamanni kaupgjald fyrk* 266 stunda vinnu og hásetanura fastakaup í nær 39 daga. Nú hrekkur andvirði skpd. ekki lengur til að greiða 26« stunda vinnu, heldur aðeins 44 stunda, og ekki til að greið* 39 daga fastakaup, heldur að- eins 8 daga kaup. Það skal að vísu játað, ai með vaxandi þekkingu og auk»- um dugnaði sjómannastjettar- innar hafa afköstin stórvaxið frá því 1914, en þó hvergi nærri til jafnvægis við hlutfallsrösk- un milli kaupgjalds og andvirði afrakstrar. Það er þá líka orðið flestura ljóst, að slíkt áframhald stefn- ir til glötunar. Nær helmingur togaraflotans er þegar orðiira gjaldþrota, en flestir hinir standa höllum fæti. Og báta- útvegurinn er lítið betur kora- inn. Jeg fer ekki með öfgar, þeg- ar jeg segi, að verði atvinnuár- ferðið svipað í ár og í fyrra, veit jeg fáa atvinnurekendur til sjávar, sem munu eiga fyrir skuldunum um næstu áramót. Þessi þjóðarvoði er að því leyti sjálfskaparvíti, að þjóði* hefir ekki fengið sig til að laga sig eftir kringumstæðunum. E» vitaskuld getur slíkt athæfi eigi farið fram nema um stundar- gakir, meðan verið er að jeta upp eignir og lánstraust. Eftil* það mun neyðin leggja ráðin á fyrir okkur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.