Morgunblaðið - 08.05.1932, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.05.1932, Blaðsíða 5
Merkileg tillaga i strandferðamálinu. Jón Þorláksson flytur tillögu uxn að Eimskipafjelagi íslands verði falið að annast allar strandferðir, gegn hæfi- • legu t'ramlagi úr ríkissjóði. Jón Þorláksson flytur, sem *unni liluti ríkisg.jaldanefndai' eft- irtektarverða tillögu í strandferða máfinu. Tillaga hans er á þessa íeið : „Efri deild Alþingis skorar á ríkisstjórnina að leita samninga ▼ið Eimskipafjelag íslands um, að fjelagið taki að sjer fyrir eigin reikning strandferðirnar viið ísland eg reki þær í sem haganlegustu wunstarfi við siglingar millilanda- steipanna, gegn hæfilegu framlagi ár ríkissjóði.“ Strandferðir ríkissjóðs. J greinargerðinni segir J. Þ., að árið 1931 hafi kostnaðurinn við strandferðir ríkissjóðs orðið þessi: Esjan, rekstrarhalli .. 236333.88 Súðin, rekstrarhalli .. 210350.20 Útgerðarstjórn, skrif- stofukostnaður o. fl. 41276.54 Samtals kr. 477960.62 „Beinn tilkostnaður tíkissjóðs hefir þannig orðið sem næst 478 þús. kr., en í fjárlogum voru áætlaðar til þessara strandferða 200 þús. kr. Umframeyðsla hefir orðið 278 þús . kr.“ Enn fremur segir svo: „Undanfarin 4 ár hafði hallinn á strandferðum ríkissjóðs, orðið þessi: 1927 .. .. ■ • kr. 224543,18 1928 . . . . . . — 160018.43 1929 . . . . .. — í82292.67 1930 . . .. .. — 268304 68 — eða að meðaltali tæp 209 þús. kr. árlega.“ ,-,Þessi mikla hækkun á gjöld- *num 1931 er ekki kreppufyrir- brigði nema að litlu leyti. Aðal- ‘•'g» stafar hún af því, að strand- ferðirnar eru nú reknar með 2 •kipum, í stað eins áður. Við kostnaðinn ætti að bæta vöxtum af verði skipanna og fyrningar- lcostnaði öll árin, en það er ekki gert lijer. Það er engin von um að þesvsi skip skili ríkissjóði af rekstrartækjum neinu af því fje, sem kostað hefir verið tíl að aignast þau, heldur má líta svo á, að það hafi verið lagt fram til strandferða aukalega, eða umfram nc-fndan árlegan tekjuhalla. Esjan kostaði um 878 þús. kr. (bygð 1922 ti! 1923) og Súðin virðist, með endurbótum hafa kostað um 250 þús. kr. (keypt 1930). Þessar rúml. IKK) þús. kr. hefir ríkissjóð- nr því lagt fram til strandferða •mfram hina árlegu rekstrarhalla“ Strandferðir Eimskips. ,,Auk þess rekur Eimskipafjelag íslands strandsiglingar með milli- landáskipum sínum. IJtbýtt hefir verið meðal þingmanna skýrslu um sjerstakan tilkostnað fjelags- ins af strandsiglingum árin 1929 og 1930, frá þriggja manna nefnd, sem þeir eiga sæti í Jörundur Brynjólfsson alþm., Brynjólfur Stefánsson skrifstofustjóri i Sjó- vátryggingarfjelagi íslands og Vig fús Einarsson skrifstofustjóri í at- vinuumálaráðtineytinu. Er aðalnið- urstaðan úr skýrslu þeirra þessi: Plutningar fjelagsins til aðalhafn- anna (þ. e. Rvíkur með Faxaflóa- höfnum, ísafjarðar. Siglufjarðar, Akureyrar með Eyjafirði, Seyðis- fjarðár og Vestmannaeyja) hafi gefið um 545 þús. kr. tekjuafgung' árið 1929 og um 340 þús. kr. tek.juafgang árið 1930. En tlutn- ingarnir til a.nnara landshluta (er jafnframt eru strandsiglingar) hafa verið reknar með tapi bæði árin, og nemur það tap um 663 þús. kr. árið 1929, en um 929 þús. kr. árið 1930, eða að meðaltali 796 þús. kr. um árið. Skýrslan nær ekki yfir árið 1931, en sje gengið út frá, að útkoman sje þá svipuð, verður samanlagður halli af strandsiglingum ríkissjóðs og Eimskipafjelags og af flutningum hins síðarnefnda milli smáhafn anna og útlanda uni 1274 þús. kr., eða full 1% milj. kr., auk vaxta og fyrningar af strandferðaskipnm ríkissjóðs. Af þessnm halla ber rík- issjóður beinlínis (með tekjuhalla á eigin ferðum og framlögum til Eimskips) um 623 þús. kr., en Eimskipafjelagið afganginn. 651 þús. kr.“ Millilanda- og strandsiglingar þarf að reka sem eitt fyrirtæki. „Tölnr þessar geta að sjálfsögðu breyst eitthvað frá ári til árs, en þær sýna til fulls, að brýn þörf er að reyna að koma þessum til- kostnaði niður, án )>ess að þrengja um of kosti smáhafnanna. Fvrsta skilyrðið fyrir þessu sýnist* vera það, að allar þessar siglingar lúti oinni stjóm og sjeu eitt fyrirtæki fjárhagslega, til þess að unt sje að leggja ferðaáætlanir millilanda- siglinga og strandsiglinga sem eina heild. Eins og stendur er ekkert, samband milli ferðaáætlana Eimskips og strandferðaskipanna, og afleiðingin er óreglulegar ferð- ir og viðkomur hjá báðiim. Ef allar siglingar eru reknar seni eit,t fyrirtæki, er unt að haga ferðun- um að öllu leyti frá því sjónarmiði að rjettmætum óskum og þörfum skiptavinanna sje fullnægt með sem minstum tilkostnaði. Hjer er ekki unt að fara. neitt út í uppá- stungur um tilhögun þessara ferða í einstökum atriðum, en rjett er að hafa það fvrir augum, að þarfir smáhafnanna eru þrenns konar, þ. e.: 1) Samband sín á milli. 2) Samband við aðalhafnir innan- lands, og þá einkum við Reykja- vík, og 3) Samband við útlönd. Skipsviðkoman á smáhöfn er lang samlega mest virði, ef hún leysir þessi þrjú verkefni öll í einu, þ. e. ef smáhöfnin fær viðkomu milli- landaskips, seni hefir viðkomu í Reykjavík í sömu ferðinni. Við- koma strandferðaskips getur alclrei gert fyllilega sama gagn, en verð- uv þó haganlegri, ef strandferðin stendur í sem beinustu samba.;di við millilandaviðkomu í Reykjavik eða á nálægri aðalhöfn. HINN FÁFBÓÐI. Hann kvartaði yfir, að hreyfillinn brendi elíunni og kendi bifreiðaframleiðandanum nin. — HANN MÁTTI SJÁLFUM SJER UM XJENNA. Hann leit að eins á verð olíunnar. en ekki gæðin, og keypti þess vegna þú ódýrustu. Hann vissi ekki að dýra olían þynnist við hita hreyfilsins og gufar fljótt upp. — HANN GERÐI SJER EKKI GREIN FYRIR, að það er mikill niunur á hreyflum, hvað viðvíkur hita-útþenslu, samþjöppun, hraða, efni og smurningskerfi, að sú olíutegund, sem á ágætlega við ei'nn hreyfil á ekki við annan. HANN VISSI EKKI, að framleiðendur Gargoyle Mobiloil eftir nákvæma prófun á alls konar hreyfiltegundum, framleiða sjer- stakar olíur fyrir hverja tegund til sumar- og vetrar-notkunar. —- Enginn liafði sagt honum að ca. 75% af öllum bifreiðafram- leiðendum ráðleggja Gargoyle Mobiloil. HANN HAFÐI ALDREI KUGSAÐ UM, að þuð borgar sig að nota gæða-olíur. Þó þær sjeu dálítið dýrari. —- Þar sem hann leit á verðið en ekki gæði olíunnar, keypti hann því ódýrustu tegund, en gerði sjer ekki grein fyrir, að hjer var or- sökin til, að hreyfill- inn hreint og beint „át olíuna.“ — Biðjið um Iiina rjettu tegund Gargoyle Mobiloil. Athugið Gargoyleski'ána hjá útsölumanninum. — GARGOYLE MOBILOIL VACUÐH OIL COHPANT. Umboðsmenn: M. Benediktsson & Co. Gengið er út frá því, að samn- ingarnir verði teknir upp á þeim grundvelli, að núverandi strand- ferðaskip ríkissjóðs gangi yfir í eigu Eimskipafjelagsins. Þetta er nauðsynlegt m. a. til þess, að Eim- skip sje frjást að því að útvega her.t.agri skip, ef svo ber iindi'’, og þá selja r. úverandi strandferða- skip “---------- - „Sjálfsagt mætti með hentugu samstarfi strandsiglinga og milli- landasiglinga fækka viðkomuni á smáhöfnum eitthvað frá því, sem nú er samanlagt hjá Eimskip og Ríkisskip, án þess að verulegur bagi hlytist af fyrir smáhafnirnar. í því skyni væri fyrst og fremst sjálfsagt. að samræma áætlanir flóa bátanna og smærri strandskipanna sem best við áætlanir aðalskipanna þannig að ferðir flóabáta yrðu alla jafna miðaðar við skipkomu á næstu aðalhöfn.“----------- Víðtæk skipulagsbreyting nauðsynleg. „Fram er komin í þinginu til- laga um að fela Eimskipafjelagi íslands útgerðarstjórn strandferða skipanna. Sú tillaga er rjettmæt, það sem hún nær, en sú víðtæk- ari skipulagsbreyting, sem hjer er farið fram á, virðist þó nanð- synleg, til þess að ná verulegri niðurfærslu á siglingakostnaðinum. Þegar skipaútgerð ríkisins var stofnsett, hafði Eimskip boðist til að taka útgerðarstjórn Esju fyrir 21600 kr. á ári. Síðastliðið ár hefir þessi kostnaður orðið í höndum Skipaútgerðar ríkisins, að því er sjeð verður, um 39 þús. kr. fyrir bæði skipin. Sje þessum kostnaði skift milli Esju og Súðarinnar í lilutfalli við heildarútgjöld skip- anna, kemur sem næst alveg sama upphæðin í hlut Esju og sú, sem Eimskip bauð, milli 21 og 22 þús. kr. En sá er munur á, að í hönd- um Eimskips mundi tnikill meiri hluti upphæðaríiinar verða að fjár- hagslegum ávinning fyrir fjelagið, af því að fólkshald þess þyrfti örlítið að aukast við þessa við- bót á útgerðarstjórninni, en hjá Skipaafgreiðslu ríkisins fer öll r.pphæðin beinlínis í tilkostnað.*£ Gordiio- enor. Gardínugormar. Hringir. Uppihöld. Endahnúðar. Gardínuklemmur. X krókar og naglar. Krókar. Snagabjretti. Fatasnagar fyrirlig-gjandi í miklu úrvali í JÁRNYÖRUDEILD Jes Zfmsen. ftf illt i«t tslensknm sklpnm!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.