Morgunblaðið - 08.05.1932, Page 7

Morgunblaðið - 08.05.1932, Page 7
M 0 R O U U B L A Ð I Ð 7 fyrir sjálfan sig. Því hefir hann fengið A. E. G.-manninn til þess að gera áætlun, hljóðandi upp á -j oniljónir. Eyrir þa? fjc er hægt að fá álíka stöð austur við Sog, einS og stöðina hjerna við Elliða- árnar — 3000 hestafla. Sú raf- orka, sem þar íengist er um l/ö af því, sem talið cr að þurfi að í'ást úr Soginu. Með sams konar káklagi ætti Sigurðar aðferðin við Sogið að geta kostað bæinn og landið 18 miljónir, áður en fengið er það rafmagn sem þarf! Er mælt að nokkurir stórlaxar Afturhaldsins hafi tekið ástfóstri við þetta „fjáraflaplan“ Sigurðar og ætli að berjast við hlið hans, til þess með því að auðga sjálfa sig á kostnað almennings. Hið „hvíta blóm.“ Auglýstur er til sölu lystibát- ur Síldareinkasölunnar!! „hið hvíta blóm“. Er ekki sem staðreyndirnar tali hjer í líkingum? Er eltki slík aug- lýsing, sem lítill blómsveigur á leiði einkasölunnar? Lystibátur síklareinkasölunnar. Atti þetta fyr- irtæki þá lystibát, fyrirtæki sósí- alistanna, óskabarn þeirra, af- sprengi hugsjóna þeirra, hinn só- síalistiski farkostur, sem átti að fleyta þeim áleiðis til hins fyrir- heitna lands, með Afturhaldsstjórn ina í stýrisrúmi, eins og Tíminn svo fjálglega komst að orði? Pyrirtækið, sem galt sjómönnum tvær krónur fyrir síldartunnuna, en reikningarnir sýndu, að þetta var tveimur krónum of mikið, að alt síldarverðið fór í kostnað, og sjómennirnir, sem urðu aðeins mat vinnungar um hábjargræðistím- ann, í raun og veru urðu að gefa síldina, vinnu sína — upp í sölt- unar- og stjórnarkostnað o. þessh. En lystibát var hægt að kaupa handa þeim. sem sigldu fyrirtæk- inu í gjaldþrotið. — Er hjer ekki iifandi mvnd af hinum opinbera rekstri ? Skemtiför um hóuetur. Dönsk hjón hafa ferðast gangandi hjer unt landið í 3*4 mánuð í vetur. t»au hafa vaðið stórámar og Jegið úti í hvaða veðri sem var. Upp úr nýárinu komu liingað dönsk hjón, Justesen læknir og kona hans, í þeim erindum að ferðast um landið. Hafði Justesen verið hjer áður 1913, ásamt syni sínum 11 ára gömlum, og ferð- uðust þeir þá fótgangandi austur að Heklu og um gosstöðvarnar þar, Fjallahaksveg, gengu á Skjaldbreið o. s. frv. En nú lang- aði Justesen til þess að kynnast Islandi að vetrarlagi. Þau hjónin lögðu á stað hjeðan gangandi hinn 10. janúar og var ferðinni heitið til Krísuvíkur, og ætluðu þau að fara yfir Sveiflu-' háls. Allan farangur sinn höfðu þau á litlum vagni, sem þau drógu. Var það vatnshelt tjald, svefn- poki og nesti. Leist mönnum ekki hieira en svo á þetta ferðalag þeirra og bjuggnst við að þau biundu ekki komist langt. En það var nú öðru nær. Að vísu komust þau ekki suður yfir Sveifluháls, eins og þau höfðu ætlað sjer, vegna þess að í Kald- árseli brast á þau grenjandi stór- liríð. Morgunblaðið hitti Justesen að máli er þau komu hingað og spurði um ferðalagið. — Það var yndislegt, sagði hann, og allar hrakspár, sem okk- ur fylgdu fjellu um sig sjálfar. En það var von að mönnum litist ekki á þetta ferðalag okkar. Jeg ei nú 39 ára gamall og kona mín 54 ára, og útbúnaður okkar var Islendingum ókunnugur. En alt fór ágætlega. Við vorum bæði vel frísk, er við lögðum á stað, en við erum ung í annað sinn núna, er við komum hingað aftur. Ékki er þó svo að skilja, að við höfum ekki lent í ýmsum æf- intýrum og erfiðleikum. En allir verða þeir okkur ljúfir í endur- minningunni. T. d. það, þá er við komum fyrst upp í Kaldársel og ætluðum að fara yfir Sveifluháls til Krísuvíkur, þá skall á okkur blindhríð, svo að við urðum að snúa aftur, en hjeldum þá veginn til Grindavíkur, og þaðan fórum við til Reykjaness og Krísuvíkur. Svo komum við hingað til Reykja- víkur aftur og hvíldum okkur hjer nokkra. daga. Lögðum svo á stað austur yfir Hellis’heiði að Ölfosárbrú, þaðan austur í Fljóts- hlíð. Svo óðum við öll vötnin, Þverá. Affall, Ála og Markarfljót, fórum austur Eyjafjallasveitir til Víkur í MýrdaQ. Þaðan austur Mýrdalssands, ætluðum að gista í sæluhúsinu í Hafursey, en leist ekki á það, og sváfum heldur í tjaldinu. Síðan hjeldum við lengra austu.r. í Skaftáreldahrauni vildi okkur það óhapp til að konan inissteig sig og tognaði í fæti. V arð liún síðan að liggja viku í Kirkjhbæjarklaustri og síðan aðra viku hjá Snon-a lækni á Breiðabólstað. En meðan hún var fötluð þannig fór jeg upp að Laka. Var þá með mjer ungur maður frá Eintúnsholti, og dró hann vagniun karlmannlega yfir veg- leysur, fen og foræði. Vegurinn var afarslæmur, því að austan,- ligning var á og alt umflotið vatni. í tvær nætur urðum við að hýrast í kofa hjá Laka, því að ekki var hægt að tjalda. Var þá mikið frost og leið okkur lield- uv illa, en á lieimleiðinni fengum við ísa þar sem áður hafði verið vatnselgur. Síðan fór jeg austur í Öræfi — fór gangandi einn míns liðs að Lómagnúp, en fylgdist þaðan á hestum austur yfir vötnin með Hannesi pósti frá Núpstað. Víða hefi jeg farið um heim, en hvergi á bygðu bóli sjeð jafn guð- dómlega náttiirufegúrð eins og í Öræfunum. Þar er alt jafn gúð- dómlegt, bæði í nærsýn og fjarsýn. Jeg hafði ætlað að ganga á Hvanna dalshnúk, en varð að hætta við það, vegna þess hve dagur var stuttur og mikil ófærð á fjöllum. Síðan lijelt jeg svo að segja sömu leið til Reykjavíkur að Ol- fusá. Þar komumst við í æfintýri. Á okkur skall sandstoraiur og urðum við að halda þar kyrru fyrir í fjóra daga. Þaðan fórum við upp að Geysi og Gullfossi, þaðan yfir Laugardal til Þingvalla. Þaðan fórum við nyja veginn yfir Mosfellsdal og fengum þá vesta veðrið á allri leiðinni. Það var laugardaginn 23. apríl. Þegar við fórum frá Kárastöðum var fjúk, en þegar upp á heiðina kom, var grenjandi stórhríð svo að ekki sá út ixr augunum, og urðum við þeirri stundu fegnust er við kom- v.m* að Svanastöðum. Ja, svo er nú ferðasögu, ..i lokið. En að skilnaði langar mig til þess að biðja Mbl. að færa öllum, sem við kyntumst á leiðinni, okkar hjartanlegustu þakkir fyrir góð- vild þeirra. og gestrisni. Jeg hefi hvergi farið þar, að jeg hafi kynst öðru eins. Oft var það að fólk á bæjum gekk í veg fyrir okkur, bauð okkur heim, bauð okkur mat og næturgistingu, og keptist um að hjálpa okkur til að draga vagn- inn. Sums staðar voru þó húsa- kynni svo ílítil, að við kusum held- ur að sofa í tjaldi okkar. En það var með miklum mótmælum heima fólks, því að það hjelt að okkur liði illa þar, t. d. þegar var 6—7 stiga frost og rok með fannkomu. En sannleikurinn var sá, að okk- ur leið einna best í tjaldinu. Tjaldvist er ágæt, bæði vetur og sumar. En þetta gat fólkið ekki skilið, það kendi í brjósti um okkur — og þetta er að eins dæmi um gestrisni þess og hvað það ber mikla umhyggju fyrir ferða- mönnum. Þau hjónin fóru heimléiðis með Drotningunni síðast. Þingkosningar í Prússlanöi Prússneska stjómin fellur. Mynda Nazistar stjórn með til- styrk miðflokksins? Prússnesku þingkosningarnar þ. 24. f. m., eru án efa þýðingar- mestu kosningarnar í Þýskalandi síðan að þýska lýðveldið var sett á stofn. Allar líkur eru til þess, að kosningaúrslitin muni valda gagngerðum breytingum í stjórn- málum Þýslcalands. Prússneska stjórnin hefir beðið alvarlegan ó- sigur. Hún verður í minni hluta í nýkosna þinginu, Hinsvegar fá nazistar og hægriflokkar, sem styðja þá, ekki meiri hluta þing- sæta og geta því ekki myndað stjórn áu stuðnings miðflokka- eða vinstrimanna. En nazistar eru orðnir lang-stærsti flokkuriim í Þýskalandi og verður því erfitt, ef til vill ómögnlegt, að útíloka þá frá stjórnarþátttöku til lengdar Nazistar fá 162 þingsæti í ný- kosna þinginu í Prússlandi. Þeir höfðu að eins 6 sæti í gamla þing- inu; það var kosið vorið 1928. Þingsætatala nazista hefir þannig aukist um 2600%. Þeir hafa nú 69 fleiri þingsæti en sósíalistar, sem fram að þessu voru fjölmenuasti flokkurinn í þinginu. Nazistar hafa imnið þingsæti frá svo að segja öllum flokkum. „Þýsknation- alirl< fengu 31 sæti, töpuðu 40. Aðrir hægri flokkar biðu enn þá meira tap. Þjóðflokkurinn, fi, kk- ur Stresemanns heitins, fekk að eins 7 sæti, tapaði 33, „Wirts- chaftspartei“ fekk 3, tapaði 13. Ekki síður var mannfallið mik- ið meðal fylgismanna stjórnarmn- ar. Að vísu stóð miðflokkurinn sig vel, fekk 67 sæti, tapaði 4. En ríkisflokkurinn (áður kal’. ður fer að nálgast. Xomið til okkar ef yður vantar húsgög». Sjerlega gott er að semja við okkur, og verð okkar þoltr, eins og kunnugt er, alla samkeppni. Hússagnaverslunín við Dómkirkiuna. Miðhœlarskúilnn. Handavinna stúlkna verður til sýnis sunnudag og mánudag 8. og 9. maí, kL 2—7, Gengið inn í suðurálm* skólans. Skólastjórinia. Viljið Dier verja vel fje yðar, þá kaupið eignarlóð hjá mjer á 2 krónur fermetiritttt. nargrjet Irnason, Laugaveg 34 A. Sími 2352. Útsæðisbartöflnr. Eigma Ittið eltt ósell. Eggert Kristjánsson & Ce. Símar: 1317 og 1400. „demokratlski“ flókkurinn) fekk aðeins 2 þingsæti, tapaði 20. Og socialistar fengu aðeins 93, töpuðu 44 eða um 30% af sætum sínum í gamla þinginu. Socialistar töpuðu þó ekki þingsætum til kommúiústa heldur til nazista. Kommúnistar fengu 57 sæti, unnu 1. í stórum dráttum verður flokka skiftingin í prússneská þinginu þannig: Núverandi stjómarf' >kk- ar, miðflokkurinn, ríkisflokkurinn og socialistar, hafa 162 þingsæti. Hægriflokkarnir (nazistar, þýsk- nationalir og nokkurir miuni hægri flokkar) 203. Kommúnistar 57. — Telja má víst, að hægri flokkarnir og kommúnistar felli núverandi stjórn, stjórn socialistans Brauns. Braun hefir því ákveðið að segaj af sjer, þegar þingið kemur saman þ. 24. maí. En hver tekur við af Brann? Nazistar heimta að fá völdin í sínar hendur. En tekst þeim það? Með aðstoð kommúnista er hægt að fella stjórnina, en ekki hægt að mynda nýja, skrifaði þýskt blað daginn eftir kosningarnar. Eins og kunnugt er, kýs prúss- neska þingið stjórnarforseta Prússa og hlýtur aðeins sá kosn- ingu. sem fær meiri hluta allra greiddra atkvæða. — Samkvæmt stjórnarskránni á fráfarandi stjórn að gegna stjórnarstörfum þangað til að nýr stjórnarforseti er kos- inn. Ilvorki stjórnarflokkarrár, kommtínistar nje nazistar ráða yfir meiri hluta atkvæða í þinginu, en biiast má við að stjórnai’for- setaefni nazista hafi flest atkvæði. Nazistar vilja því breyta ákvæð- nnum um kosningu stjórnarforseta þannig, að sá verði kosinn, sem fær flest. atkvæði, þótt hann fái ekki algeran meiri hluta. Nazistar bjuggust við að kommúnistar mundu styðja þessa breytingartil- lögu. En kommúnistar hafa lýst yfir því, að þeir ætli sjer ekki að styðja nazista til valda. Breyt- ingartillaga nazista verður því að likindum ekki sámþykt. En hvernig fer ef ekkert stjóru- arforsetaefnanna fær algeran meíri hluta. og' þingið getur.ekki losið stjórnarforseta? Menn búast við að Braun muni þá sitja áfram við völd fyrst um sinn. Það getur líka komið til mála að ríkisstjórm* þýska skipi menn til þess að stjórna Prússlandi. En niðurstaðan getur líka orðið alt önnur. Sem stendur er mifeiú um það rætt, að miðflokkurinn, f'okkur Briinings ríklskanslara. muni ef til vill vilja styðja vænt- anlega nazistastjórn. Kube, foringi nazista, í prússneska þinginu, hef- ir látið opinberlega í ljósi óskir um samvinnu milli nazista, og mið- flokksins. Þessir flokkar hafa til samans meiri hluta í þinginu og samvinna milli þeirra virðist vera eina leiðin, ef mynda á meirihl,- stjórn í Prússlandi. Kube segir, að auðvitað verði báðir flokirar að slaka til, nazistar verði að láta sumar af kröfum sínum falla, miðflokkurinn verði að fallast á aðrar þeirra. Miðflokkurinn hefir lýst yfir því, að hann sje reiðu- búinn til samvinnu við alla flckka. sem vilja starfa á grundvelli stjórnarskrárinnar. Se,m stendur eru ýmsar líkur til, að samvinna muni takast með nazistum og miðflokknum. — Og margt breytist í Þýskalandi, eí svo fer. Fyrst og fremst má búast við að Briining biðjist þá lausnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.