Morgunblaðið - 10.05.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.05.1932, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ f Útsef.: H.f. Árvakur, ReykJaTfk. RltatJCrar: Jön KJartaneeon. Valtýr Stef&nseon. Rltatjörn og afgrrelOela: Aueturetrnti 8. — Sfmi 800. AuKlýelngaatJörl: B. Hafberr. Augrlýaingaakrlfatofa: Auaturstrœtl 17. — Slaal 700. Heiuaslmar: Jön KJartanason nr. 741. Valtýr Stefánsaon nr. 1110. E. Hafberg nr. 770. Áskrlftagjald: Innanlands kr. 1.00 á mánuflL Utanlands kr. 1.80 á aaánuCL f lausasölu 10 aura elntaklfl. 20 aura mefl Lesbök. Hafísinn nálgast. .iSiglufirði, FB. 7. maí. Mótt. 8. niaí. Stilt veður alla vikuna ])ar til í dag. Er nú austan stormur. Stöð- ugt róið. Góður afli lengst af þang að til í gær, þá rýr a.fli nema li.já •fveimur bátum. Síðari bluta vik- nnnar liafa ’stærri bátarnir aflað á 'Skagagrunni, en þar er talsverður hafís, sem óðum nálgast. Var Iiafís í gærkvöldi kominn á fiskimiðin 12—14 sjómílur norður af Siglu- nesi. — Undanfarna daga hefir verið hlýtt í veðri og’ snjó tekið upp en frost á nóttum og grær Iitið. Bátur brennur. Bátverjar komast í spánskan togara. — ,,Skeljungur“ flytur þá til Eyja. Á Iaugardagsltvöld kviknaði í vjelbátnum ,,Gulla“ frá Vest- mannaeyjum. Var báturinn út frá •Jökulsá á Sólheimasandi. Fjórir snenn voru á bátnum. Eldurinn magnaðist mjög ört, ■svo ekki var viðlit fyrir bátverja að slökkva hann. Alíta þeir, að •olíugeymir bátsins liafi sprungið. f tvær klukkustundir höfðust ibátverjar við á liinum brennandi báti. Voru þeir fram í bátnum. En þá var liiti þar að verða þeim ■úþolandi. Bjuggust, þeir til að ibinda lóðarbelgina við bómuna og 3ialda sjer uppi á þeim. En þá kom tij þeirra spánsltur dogari Leon Port og tók bát- verja. Skömmu seinna kom m.s. Skeljungur að hinum brennandi hát. Er Skeljungsmenn sáti að háturinn var mannlaus, sneru þeir lil spánska togarans, er þar var :skamt frá, og tóku bátverja. Síðan fór Skeljungur að hinum brenn- andi bát. En hann var þá alelda stafna á milli. Kl. 3 um nóttina sneri Skeljung- ur til Vestmannaeyja til að skila aí' sjer bátverjum. Skömmu seinna hitti liann vjelbátinn Ingólf frá Vestm.-eyjum. Höfðu Ingólfsmenn -sjeð brunann, og æt]uðu að koma til bjargar, en gátu ekki komist, leiðar sinnar vegna vjelarbilunar, Skeljungur dró Ingólf til Eyja. Útvarpið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 12.30 Þingfrjettir. 16.00 Veðurfregnir. 19.00 Bafhlöður I. (Gunnl. Briem). 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Gram- n>ófón: Kórsöngur. 20.00 Klukku- sláttur. Erindi: Um eldfjöll, rv7". (Guðm. G. Bárðarson.). 20.30 Frjettir. 21.00 Tónleikar: Piano- ■sóló. (Hans Neff). Grammófón: Fiðlu-konsert í D-dúr, óp. 77. »@ftir Beethoven. Fjársukkið mikla* Fáein sýnishorn af meðferð stjórnarinnar á fje almenn- inas árið 1930. vn. Vinnuhælið. Þrítugasta athugasemd yfirskoð- unarmanna er svohljóðandi: „í 11. gr. A. 12. eru veittar ti>l vinnuhælisins á Litla-Hrauni 12000 kr., en eyðst hafa 82000 kr. Um leið og bent er á þessa umfram- greiðslu, þykir rjett að leiða at- hygli að því, að hælið á útistand- andi fyrir vinnu kr. 19992.40. Mik- ið af þessari upphæð er talin skuld hjá ríkissjóði, Árnessýslu og ýms- um hreppsfjelögum, og undrast yfirskoðunarmenn, að slíkar skuld ir skuli ekki vera innheimtar. Á hinn bóginn er hælið talið skulda í árslok kr. 16701.50, og er það ekki heldur nein fyrirmynd, að opin- berar stofnanir skuldi þannig“. í svari stjórnarinnar segir m. a.: „í kostnaðinum við Litla-Hraun árið 1930 er verulegur hluti af útgjöldunum vegna bygginga og viðgerða á húsinu. Þar þurfti að reisa hús fyrir umsjónarmanninn og gera miðhæð liússins íbúðar- hæfa. -----— „Fangavörðurinn leit- ast við að ná í vinnú, sem gefur nokkuð í aðra hönd, svo sem við kartöflurækt, fiskþurkun, viðgerð á húsum, jarðabætur o. s. frv. En alloft verður að nota vinnukraft- inn þjóðfjelaginu til gagns, þó að eklti sje borgað út í hönd full- komið kaup fyrir hvern fanga, enda er vinna þeirra mjög mis- jöfn eins og eðlilegt er“.------ Yfirskoðunarmenn komast þann- ig að orði í tillögum sínum til Alþingis: „Það er óhæfilegt (auðk. hjer), að útistandandi vinnukröfur hælisins sjeu ekki innheimtar og eins að skuldir sjeu ekki greiddar. Athugasemdin er til eftirbreytni framvegis“. Þegar verið var að fá fjárveit- ingu til þessa. vinnuhælis á Litla- hrauni, var fullyrt, að kostnaður- inn færi aldrei fram úr 100 þús. krónum. Var stjórninni svo heimil- að, að verja „alt að“ 100 þús. í þetta fyrirtæki. En í vinnuhælið eru nú komnar yfir 300 þús. kr., eða þreföld sú upphæð, sem Al- þingi heimilaði. Fyrir þetta fje hefði mátt byggja fullkomið betr- unarhús og vinnuhæli; en þrátt fyrir hið geysimikla fje, sem farið hefir í vinnuhælið á Litla-Hrauni, er hælið á ýmsan hátt mjög ó- fullkomið og óhentugt. vm. Auka biti. Þrítugasta og fyrsta athuga- semd vfirskoðunarmanna er svo- hljóðandi: „í 11. gr. A. 13 eru færðar til gjalda 70 kr. og er það borgun til tveggja bifreiðaeftirlitsmanna, sem liafa 600 kr. laun á mánuði hvor úr ríkissjóði, fyrir skoðun á bif- reiðinni RE. 71. Hvernig stendur á að ríkissjóður hefir greitt þetta? Var ekki skoðunin á þessari bif- erið meðal þeirra starfa, sem þeir eiga að inna af hendi fyrir hin föstu laun.sín ?“ Svar stjórnarmnar er á þesas leið: „ITmræddar kr. 70.00 eru greiddar fyrlr álits- og skoðunar- gerð út af bifreiðarslysi“. Yfirskoðunarmenn svara þessu þannig: „Þar sem 2 háttlaunaðir bifreiðareftirlitsmenn eru í þjón- í.stu ríkisins, virðist sjálfsagt, að þeir framkvæmi slík störf sem þessi ókeypis. Athugasemdin er því til eftirbreytni framvegis“. Vafalaust geta allir undir- skrifað þetta álit yfirskoðunar- manna. — Annars verður nánar vikið að þessu bílaeftirliti í sam- bandi við 50. athugasemd yfirskoð- unarmanna. • IX. Embættismaður keyptur? Þrítugasta og önnur athugásemd yfirskoðunarmanna er svo hljóð- andi: . „Hjeraðslæknirinn í Keflavíkur- lijeraði liefir á árinu fengið greidd laun að upphæð kr. 6.825.00, en hæstu laun, sem fylgja því embætti eru, með 40% dýrtíðaruppbót, kr. 4.900.00. Hjer munar því 1.925 kr. og er spurst fyrir um, hvernig á þessum mismun stendur.“ Svar stjórnarinnar er á þessa leið: „Eftir að Sigvaldi Kaldalóns hafði sótt um og fengið veitingu fyrir Keflavíkurhjeraði, tilkynti hann heilbrigðisstjórninni, að hann óskaði að fá að setjast aftur í sitt gamla læknishjerað vegna þeirra óþæginda. er hann yrði að þola af liálfu þeirra manna, er vildu binda hendur heilbrigðisstjórnar- innar um veitingu Keflavíkurhjer- aðs. Heilbrigðisstjórnin tilkynti þá lækninum, að ekki þætti fært að neita honum um að fá aftur Flat- eyjarhjerað, en að jafnskjótt og hann liefði fengið veitingu fyrir því, myndi verða notuð heimild stjórnarskrárinnar til að flytja hann milli jafngóðra embætta. — Beygði læknirinn sig fyrir þeirri vissu og var þá slept því formi að láta fara fram nýjar veit- ingar honum til handa, en laun hans í Keflavíkurhjeraði ákveðin hin sömu og honum bar í Flateyj- arhjeraði.“ Þessu svara yfirskoðunarmenn þannig: „Yfirskoðunarmenn greinir nokk- uð á um, hvernig beri að skilja heimildina í.stjórnarskránni, sem greiðslan byggist á. Þessu er því vísað til aðgerða Alþingis." Keflavíkurdeilan svo nefnda er mönnum enn í fersku minni. — Stjórnin neitaði að veita -Tónasi Kristjánssyni hjeraðslæknisem- bættið í Keflavíkurhjeraði, enda þótt allra dómur væri sá, að honum bæri embættið. En Jónas Kristjánsson var pólitískur and- stæðingur dómsmálaráðherrans, er hafði veitingarvaldið. Og til þess að þurfa ekki að veita þessum pólitíska andstæðing sínum em- bættið, þröngvaði dómsmálaráðh. Sigvalda Kaldalóns til þess að taka embættið. Því var fleygt þá. að dómsmálaráðherra hefði boðið Kaldalóns um 2000 króna viðbót,- arlaun, ef hann vildi svílrja sína stjettarbræður og taka Keflavík* urhjerað. Þessu trúðu fáir þá; en nú er sjón sögu ríkari. Lands- reikningurinn sýnir, að stjórnin hefir tekið nál. 2000 krónur úi ríkissjóði árlega handa þessum lækni, sem ljet hafa sig til að svíkja sína stjettarbræður. Vitan- lega er ekki heil brú í þeirri ástaéðu, sem stjórnin ber fram nú til rjettlætingar þessu gerræði. Hjer hefir enginn flutningur milli embætta samkvæmt stjómar- skránni átt sjer stað. Hjer hefir ekki annað gerst en það, að stjórn- in hefir beinlínis stolið um 2000 krónum árlega, úr ríkissjóði, og hlýtur Alþingi, að krefjast þess að þetta fje verði endurheimt. Meira. Vinnudeilunum í dönsku sláturhúsunum lokið. Khöfn, 8. maí. United Press. FB. Fulltrúar samvinnus'láturhús- anna og verkamanna í sláturhvis- unum hafa fallist á tillögur sátta- semjara liins opinbera. Tillögurnar eru þær, sem hann upprunalega bar fram til lausnar deilunni. Full- trúar verkamanna hafa þó fa'llist á þær að settu því skilyrði, að verka- menn greiði atkvæði um þær. Hins vegar er búist við, að þeir sam- þykki þær, eins og fulltrúar þeirra liafa gert. Verkamenn greiða at- kvæði um tillögurnar á miðviku- dag og liefst vinna því að líkind- um á ný í sláturhúsunum á, fimtu- daginn kemur. Samkv. fregnum í nýkomnitm þlöðum frá Danmörku, var það talinn þjóðarvoði ef útflutningur svínakjöts teptist vikum saman, svo það hyrfi t. d. um skeið af markaðinum í Englandi. Enskir kjötsalar gáfu það fyllilega í sky3 að dönsku bændurnir þyrftu ekki að ómaka sig með kjótsendingar til Englands, framvegis, ef flutn- ingar hjeldust ekki óslitnir. Keppi- nautarnir tækju þá við markað- inum, og myndu geta haldið hon- um í framtíðinni. Var talið að birgðirnar í Eng- Jandi af dönsku kjöti myndu verá búnar eftir svo sem 10 daga stöðv- un. En verkfallið hófst þ. 1. maí, svo þess er að vænta, að stöðv- unin fái ekki varanlegar afleið- ingar, úr því hún varð ekki lengri. MERKILEG SETJARAVJEL. Gharlotte N. C. apríl. United Press. FB. Fyrir skömmu var sýnd í New York nýsmíðuð vje'l, sem vinnur verk vjelsetjara á letursetningar- vjelar (Linotype og Tntert.ype). Vjelin er álitin mikil dvergasmíði og stórkostleg umbót á núverandi vinnu-aðferðum. Hún setur eftir liandriti sem skrifað er á sjer- staklega tilbúna. ritvjel, og les vjelin handritið með „auga“, sem vinnur fyrir samstarf ljóss og raf- magns. Uppfinningarmaðurinn er amerískur og Tfeitir B. L. Green og er fertugur að aldri. Hann hefir starfað sex ár að smíði vjel- arinnar. Heimatrúboð leikmanna. Almcnn Samkoma á Vatnsstíg 3, antiari hæð í kvöld kl. 8. Ferðamenn í Grikklanffl. Eftirbreytnisverð hugnlsemi. Enskur maður, sem liefir verið á ferðalagi í Griltklandi, bregÖTrr því við hvað embættismenn og aðrir sje hugulsamir við ferða- menn og vilji alt gera til þess að þeir verði fyrir sem minstum ó- þægiudum. Hann segir, að hin opinbera gríska ferðamannastofa, afhendi hverjum ferðalang prent- að ávarp á þremur tungumáluin, ensku. frönsku og þýsku. Ávarpið er á þessa leið: — Til allra ferðamanna! Vjer ávörpum vður sem vin, þar sem þjer hafði gert yður það ómak að heimsækja Grikkland. Munið eftir því, að þegar vjer fengum sjálfstæði vort fyrir 100 árum, þá voru hjer að eins 700.006 íbúar, og landið var ekki nema lrt- ill hluti af því, sem það áður var. Mörg hundruð þúsunda af bræðr- um vorum voru þá enn undir á- nauðaroki Tyrkja og um nter hundrað ára skeið evddum vjer nær öllu, sem vjer áttum. til þess að frelsa þá. Vjer höfðum hvorki. tíma nje fje til þess að veita oss þau þægindi, sem aðrar menning- arþjóðir nutu. En vjer erum vissir um það, að liinar dýrmætu fornminjar vorar, eru ekki eingöngu vor eign, heldux allra þeirra, sem unna Grikklandi, livar sem þeir eru fæddir. Þess vegna var það eitt af fyrstu verk- um hinnar núverandi grísku stjérn ar að koma á fót opinberri starf- semi fyrir ferðamenn, og henni er ætlað að greiða svo mjög sem unt er götu ferðamauna. Að vísu munuð þjer enn. og um mörg komandi ár, verða varir við stóra galla á samgöngum voruna, vegum, gistihúsum og maTaræði i en látið þó ekki óheppilega reynslú leiða yður til þess að kveða upp þungan áfellisdóm yfir grísku þjóðinni. Vjer biðjum yður, í þágu landw vors, sem nú er fyrst að ná sje»’ eftir yfirráð Tyrkja, að svara spurningunum, sem eru hjer skráð- ar og setja þær í póstkassa áðoi' en þjer farið úr landi. ý* 1. Hvaðan komuð þjer hingað, og hvar fóruð þjer inn í Grikk- land ? *í 2. Hvað segið þjer frá yðar sjón armiði um eftirfarandi atriði: a. Er tollgæslu- og vegabrjefs- eftirliti hagað á sem bestan hatt fyrir ferðamenn ? b. Voruð þjer ánægður með fyr- irgreiðslu á farangri yðar í höfn- um og á járnbrautarstöðvum? e. Voruð þjer ánægður með þá bifreiðarstjóra er þjer ókuð með? d. í livaða gistihúsum dvölduð þjer? Hvert er álit yðar um mat- inn þar. þrifnað, framreiðslu og verð ? e. Voruð þjer ánægður með fvlgdarmann yðar eða túlk? Hvað' hjet hann ? f. Hvar komuð þjer víðar en í Aþenuborg? Og hvað segið þjer um vegina, samgöngurnar. gisti- húsin o. s. frv. Og seinast er svo eyða fyrir þær athugasemdir, sem menn vilja gera hjer að auki. Er auðsjeð á þessu, að Grikkir eru vissir um það, að besta ráðið til að hæna að sjer ferðamenn er að gera þá ánægða. Og ráðið til þess er að safna npp-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.