Morgunblaðið - 10.05.1932, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.05.1932, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Huglfslngadagbök iUeT Stúlka óskast hálfan daginn í 1—2 mánuði. Uppl. á Lindargötu 6 (uppi), kl. 2—3 í dag. Vorskóli ísaks Jónssonar. Uppl. kl. 6—7. sími 1224, Daglega, nýskotinn svartfugl, siíungur og ýsa. Stór lúða vænt- ahiég seinni partinn í dag. Tekið ‘á móti pöntunum í síma 1456, 2098, 1402, Ilafliði Baldvinsson. íbúð, 2 herbergi og eldhvis, bað og sjerforstofa til leigu nú þegar eða 14. maí. Upplýsingar í síma 700 frá kl. 11—12 í dag. Stúlku vantar -í Kennaraskólann. Vantar ódýrt herbergi, aðgang áð Síma. Jón Afnfinnsson, Klapp- arstíg 40, heima 6—8 síðd. Drengur óskast 3 klukkutíma árdegis til sendiferða. Fiskmetis- gerðin, Hverfisgötu 57, sími 2212. Glæ ný ýsa, fiskbúðingur, fisk- fars. beinlaus fiskur. hakkaður .fiskur og fiskabollur. Alt aðeins fyrsta flokks. FLskmetisgerðin, Hverfisgötu 57, sími 2212. íbúð, 2—3 herbergi og eldhús með öllum nútíma þægindum ósk- 'ast til leigu. Tilboð merkt 14. itiaí, sendist A.S.Í. Ribs- og sólberjaplöntur tíl sölu. Afgr. Tjarnargarði, við Skothús- v?g 1—6. Skógræktarstjórinn. — Sími 426. Munið að „Flóra“ hefir fjölda af trjáplöntum: Skógbjörk, silf- urreyni, reyni, gulvíði, rauðber, &ótber, spirea, hyldetrje, rósir, flyren. dvergbeinvið, geitblað og fíeira. Sími 2138. Gefins eldspýtur. Með hverjum 20 stk. cigarettupakka, sem kevpt- ur er hjá oss fvrst um sinn, fást jafnmargar eldspýtur, í sjerstöku hylki, gefins. Einnig handa þeim aem kaupa vindla. Tóbakshúsið, Aústurstræti 17. Piöntur til útplöntunar fást í Versl. Vald. Poulsen. Klappar- stíg 29. Verðskrár Vatnsglös 0.50. Bollapör, 0.45. Desertdiskar 0,35. Teskeiðar 2 turna 0.50. Matskeiðar, alp. 0.75. Gaf-fla, alp. 0.75. Matskeiðar 2 turna 1.75. Gaffia 2 turna 1.75. Desertskeiðar 2 t. 1.50. Desertgaffla 2 t. 1.50. Borðhnífa, ryðfría 0.90. Dömutöskur, 5.00. Herra-vasaúr 10.00. Grammófónar 15.00. Blómsturvasa 0.75. Pottar alum. m. loki L45. Alt með lægsta verði hjá Bankastræti 11. , • ___________ -*0 jjftj LDl aeD l&lensknm skipnm! tfjj lýsingum hjá ferðamönnunum sjálf um um það, sem þeim hefir þótt miður fara, svo að hægt sje að bæta úr því. Væri ekki rjett að íslendingar tæki sjer þetta til fyrirmyndar? —» —< de*n **•• Dagbók. Veðrið (í gær kl. 5 síðd.): Hæg- viðri um a'lt land; vindur víðast X-lægur. Þykt loft en úrkomu- laúst, austanlands en bjartviðri vestanlands. Hiti er 1—4 stig á V- og A-landi, en mestur hiti 7— 9 stig syðra. Lítur út fyrir kyrt veður á morgun, en hlýindi, eru enn ekki fyrirsjáanleg. Veðurútlit í Rvík í dag: Hæg- viðri. Sennilega úrkomulaust. Próf. Nörregaard flytur næsta háskólafyrirlestur sinn um Agúst- ínus (framhald af síðasta fyrir- lestri) í kvöld kl. 6. Ollum heim- ill aðgangur. Leikhúsið. ,Karlinn í kassanum1, nýi gamanleikurinn eftir þá Arn- old og Baeh, var sýndur fyrir fullu húsi áhorfenda, á sunnu- dagskvöldið og vakti afskaplegan fögnuð. Hefir sjaldan eða aldrei verið hlegið eins mikið í leikhús- inu og það jafnvel að „Húrra krakka“ meðtöldum, sem þó þótti afbragðs gamanleikur og var sýnd- ur oftar en nokkur annar leikur í seinni tíð. Er þess því að vænta, að Leíkfjelagið og bæjarbúar eigi eftir að hafa mikla ánægju af „Karlinum11. Vegna þess hve áliðið er, verður sýningum á leiknum hraðað, núna í vikunni verður liann sýndiir tvisvar, á morgun og á‘ föstudaginn, en leikárið er úti í þessum mánuði og verða þá ekki fleiri sýningar í vor. Þeir, sem ætla sjer að sjá „Karlinn11, en eftir rmdirtektunum á sunnu- dagskvöldið verða þeir víst býsna margir, ættu því að sitja um fyrsta tækifæri til að sjá hann, annars getur vel farið svo að hann gangi alveg úr greipum þeirra. Fiskiveiðasýning verður haldin í Esbjerg frá 25. júní til 10. júlí í ár. Er búist við að sýning þessi verði hin stærsta í sinni röð er haldin hefir verið í Norður-Ev- rópu.. (Sendiherrafr jett). Arne Möller, kennaraskólastjóri í Johnstrup og formaður dansk- íslenska fjelagsins, undirbýr Is- landsferð 12 Johnstrupsnemenda í sumar. (Sendih.fr.) Ekki mátti það. Eins og áður hefir verið frá skýrt hjer í blað- inu, flutti M. Guðmundsson till. til þingsályktunar, um að skora á stjórnina að reyna að fá Lárus H. Bjarnason til þess að taka aftur við dómaraembætti því, er ltann gegndi áðnr. Með því hefði sparast ein dómaralaun (um 10 þús.) á ári. En ekki gat stjórnar- :ðið hugsað sjer að spara þessa upphæð, heldur samþykti það till. frá Bergi Jónssyni, að vísa málinu ti] stjórnarinnar, sem vitanlega er sama og að gera ekkert; sósíal- tar fylgdu stjómárliðinu. Breyting á lánum. Ásg. Ásgeirs- son fjármálaráðh. flytur frv. um að heimila stjórninni að taka alt að 12 mi'lj. kr. íán handa ríkis- sjóði. Lán þetta, ef það fæst með aðgengilegum kjörum á að nota til að greiða upp enska lánið frá 1921 og Barclays-banka lánið frá 1930. Fjárhagsástandið á Austfjörð- um. Har. Guðm. flutti svohljóð- andi þingsályktunartillögu: „Al- Mngi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að skipa þriggja manna 'nnlliþinganefnd til þess að rann- L-'.ka og gera skýrslu um fjárhags- ástand og afkomuhorfur á Aust- : ^órðum og benda á ráð til við- reisnar atvinnuvegum þar. — Við skipun nefndarinnar skal Lands- banka íslands og títvegsbanka Is- lands gefinn kostur á að tilnefna sinn manninn livor í nefndina. — Skylt er embættismönnum og starfsmönnum ríkisins og opin- berra stofnana, sveitar- og bæjar- stjórnum, skatfanefndum, bönkum. spayisjóðum og forstöðumönnum og eigendum atvinnu- og versjun- arfyrirtækja að láta nefndinni í tje allar þær skýrslur og upplýs- iúgar, er hún æskir og þeir geta í tje látið. Nefndin slcal hafa lokið störfum fyrir næsta reglulegt Al- bingi, og skal leggja skýrslu henn- ar og tillögur fyrir það. Kostnað- uú við nefndarstörfin greiðist úr ríkissjóði.11 — Tiþagan kom til umr. í Nd. á laugardag, en atkvgr. um hana fór fram í gær. Sveinn Ólafsson lagði til. að till. yrði vísað til stjórnarinnar og var það samþ. me.ð 13:7 atkv. í kvöld gefst mónmim tæki- færi lil ]>ess f.ð hlýða á góðan s'ing og hljo'öfæraslát. í Dóm- kirkjunni og uppbyggijegt erindi. er síra Ásmundur Guðmundsson flytur. Karlakór Reykjavíkur syngur nokkur lög, og auk þess verða einsöngvar sungnir og leikið á orgel og piano. Fyrir þessari samkomu stendur kirkjunefnd kvenr.a. Inngar.gseyrir er aðe’.r.s ein króna, og væntir nefndin þess, áð sem flestir sæki samkomuna og njóti skemti'legrar og uppbyggi legrar kvöldstundar, og styðji jafnframt gott málefni, því að fiárhagslegum arði samkomunnar verður varið í þarfir kirkjunnar. Samkoman hefst kl. 8M;. Fimleikaæfingar barnaflokka glímuf jelagsins Ármanns fóru fram á Austurvelli síðastliðinn sunnudag. Fyrst sýndi telpnaflokk ur (um 50 telpur) undir stjórn ungfrú íngibjargar Stefánsdóttur og tóknst staðæfingar þeirra piýðilega, á eftir sýndu telpurnar nokkur stökk, sem einnig tókust vel. Þá sýndu um 30 drengir und- ir stjórn Vignis Andrjessonar. — Sýndu þeir fyrst staðæfingar sem tókust mjög vel, þá komu stökk á hestum og síðast dýnúæfingar sem vöktu hina mestn athygli áhorfenda, var unun á að horfa begar hinir ungu kappar fóru i vor af öðrum bæði heljarstökk og Arabastökk með fettustökki á ftir sem fullorðnir menn, er eng- inn efi á, að þarna eru mikil og 'ióð fimleikamannsefni. Var sýn- ing þessi bæði fjelaginu og báðum kennurunum til mikils sóma, — áhorfendur skiftu þúsundum. x. Eimskip. Gul'lfoss fer frá Rvík í kvöld kl. 8, vestur og norður. — Goðafoss fór frá Hamborg 7. þ. m. áleiðis til Hull. — Brúar- nss er & útleið. — Lagarfoss fór "rá Kaupmannahöfn 7. þ. m. áleið- is til Leith. — Dettifoss kom til Reykjavíkur í gærmorgun að vestan og norðan. Fer hjeðan aft- ur 11. þ. m. til Hull og Ham- borgar. — Selfoss fer frá Leith í dag. Hæstarjettardómur var nýlega kveðinn upp í máli þeirra kom- múnista, sem upphlaupið gerðu á bæjarstjórnarfundi þ. 29. des. 1930. Var dómi undirrjettar ’íitið Verðlisti Kaffistell frá 13.50 Matarstell frá 15.50 Borðhnífar, ryðfr. 0.85 Borðhnífar óriðfr. 0.35 Skeiðar og gafflar alp. 0.65 Skeiðar og gáfflar alm. 0.25 Skurðarhnífar 0.75 Silfurplettvörur alls konar svo sem: Skeiðar og gafflar, teskeiðar, kckugafflar, kökuspaðar, sultu- skeiðar, rjómaskeiðar, áleggsgaffl- •ar, tertuspaðar, ragúskeiðar og m. m. sem best er að kaupa í Versl. Iðns B. Helgasonar Laugaveg 14. Slúlki vantar að Reykjahæ'li í Ölfusi 14. maí. Upplýsingar í síma 230 í dag. Hiflognlr. Viðfferðir, breytingar og nýjar lagnir. Unnið fljótt, vel og ódýrt. Júlíns Björnsson. Austurstræti 12. breytt, nema hvað Guðjón Bene- diktsson var dæmdur í 60 daga fangelsi í stað 30 daga. Jónas Guðjónsson í 20 daga fyrir 15 daga og Haukur Björnsson var tlæmdur í 20 daga fangelsi, en hann fekk aðeins fjársekt fyrir undirrjetti. Allir eru dómar þessir skilorðsbundnir. Búnaðarsamband Vestfjarða lijelt nýlega 25. aðalfund sinn. Mintist forseti Búnaðarfjelags ís- lands, Sig. Sigurðsson 25 ára starf- semi sambandsins, með fyrirlestri um búnaðarframfarir Vestfjarða á. liðnum aldarfjórðuúgi. Trúlofun sína hafa nýlega op- inberað ungfrú Vigdís G. Guð- jónsdóttir, Grundarstíg 3 og Sig- urbjörn Björnsson, Njálsgötu 56. Samsæri. Nýlega hefir lögregla á Spáni komist að því, að gert liafði verið samsæri þar í landi til að ráða forsetann af dögiun. Flestir samsærismenn handteknir. ftalir hafa komið á fót hjá sjer sjerstakri mentastofnun til að auka þekkingu á ge.rmönskum fræðum. Segir svo í „Politiken*1 4. apríl að Massolini hafi þann dag vígt stofnunina með mikilli viðhöfn, og voru við þá athöfn fulltrúar germanskra landa, og eru þau talin þessi: Danmörk, Þýskaland, Austnrríki, Sviss, Hol- Iand, Noregur og Svíþjóð. fslands er að engu getið. Er það vegna þess að það hafi gleymst, eða að það sje talið með Danmörku og sá skerfur, sem íslendingar hafa lagt til germanskra bókmenta, eigi að teljast danskur ? „Gnllfoss" fer í kvöld kl. 8 í hraðferð tii ísafjarðar, Siglúfjarðar og Akur- eyrar, og kemur hingað aftur. Farseðlar óskast sóttir fyrir kl. 2 í dag. Fer hjeðan 18. maí, beint tiL K a u pm a n n a h a f n a r. nDettifosscc fer annað kvöld til útlanda. Saoska flatbrauðið er komið aftnr. Uppboð. Opinbert uppboð verður halldið á Laugavegi 48, fimtudaginn 12. ]). m. kl. 2 e. h. og verða þar seldir 20 dívanar, betristofuhús-• gögn'. allmörg málverk, stólar o. m. fl. Enn fremnr ný og gömul reiðtýgi. Greiðsla fari fram við hamars- högg. Lögmaðnrinn í Reykjavík, 7. maí 1932, Björn Þórðarson. Flösukambar, sjerstaklega gerðir til þess, að hreinsa flösu úr hárinu, og halda. því hreinu. Ekta ffiabeinskambar, þunnir og þjett tentir. Höfnðkambar, fleiri tegundir. Islenskar vörur góðar og ódýrar: Smjör, kr. 1.40 pr. l/2 kg..,« Ostur frá 0.95 pr. % kg. Hænuegg, Andaregg. Gulrófur í lausri vigt. Hamarbarinn riklingur í pk Freðfiskur. Timnwrot Laugaveír 63. Sími 239S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.