Morgunblaðið - 21.05.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.05.1932, Blaðsíða 2
2 M 0 R G ir N B LAÐIÐ Vefnaðarvörudðildtn: Alklæðnaðir, Sportföt, Hattar, Húfur, Pokabuxur (Plus Fours), Reiðbuxur. Gólfteppi, hentug fyrir framan rúm. Stærðir: 76x160, 61x122, 71x145 cm. ---- Látið eigi hjá líða að athuga verð og gæði. --------- í. S. í. í. S. í. misherlarnfii I. s. I. verður háð á íþróttavellinum í Reykjavík dagana 17., 18. og 20. júní n.k., og er öllum fjelögum innan l. S. í. heimil þátttaka. Keppt verður í þessum íþróttum: Hlaup: 100—200—4þ0—800—1500—5000—10000 stikur. Sund: 100 st. frjáls aðferð, 100 st. bringusund, 2Ó0 st. baksund og 4X50 st. fJokkasund. Boðhlaup: 400—1500 stikur. Grindahlaup: 110 stikur. Kappganga: 5000 stikur.Hástökk með atrennu. Langstökk með at- rennu. Þrístökk með atrennu. Stangarstökk. Kringlukast báðar hend- ur samanlagt. Kúluvarp báðar hendur samanlagt. Spjótkast báðar hendur samanlagt. Pimtarþraut grísk. Reiptog, 8 manna sveitir. Glíma, 2 þyngdarflokkar, undir 70 lrg. og 70 kg. og þar yfir. Þau fjelög, sem ætla að taka þátt í mótinu, gefi sig fram í síðasta lagi fyrir 7. jóiní n.k., við framkvæmdanefnd mótsins. Box 802, Rvík. Meistaramót 1. S.’ I. fer fram í byrjun ágústmánaðar og verður fcáð samkvæmt leikreglum í. S. í. um íslensk meistaramót. í framkvæmdarnefnd Allsherjarmótsins 1932. JÓN KALDAL. KARL SCHRAM. ÓLAFUR ÞORSTEINSSON. Fornsala indir nafnlnu Nýtt og gamalt verður opnuð í dag í Kirkjustræti 10, þar sem áður var Amatörverslun Þorleifs Þorleifssonar. Keyptir verða þar og seldir notaðir fatnaðir og notaðir munir. Þar verða enn- fremur bólstruð ný húsgögn til sölu. — Munir verða teknir í umboðssölu. Veitingar á í þróitavellinnm Þeir, sem kynnu að vilja taka að sjer veitingar á Iþróttavellinum, dagana 17., 18. og 20. júní, sendi tilboð í box 802 fyrir 1. júní. 150 tegundlr af alls konar veggfóðri tókum við upp í gær. Selst fyrir gjafverð. — Gerð og litir fullnægja kröfum hinna allra smekkvísustu. Viðstöðulaus afgreiðsla. Málning & Verkfæri. (í stórhýsi Mjólkurfjelagsins). lómnn á Kleppi. í dag á Jórunn á Kleppi fimt- ug.safmæli. Og starfsárin hennar eru líka orðin 25. í öll þessi ár hefir hún verið Jiúsmóðir og yf- irhjúkrunarkona á Kleppi. Engum, sem nokkuð hefir kynst Jórunni, getur dulist, að liún er gædd afburðahæfileikum til þess áð gegna einmitt þessu starfi. — Hún er gædd einmitt þeim kostum, sem góðri lijúkrunarkonu eru.dýr- mætastir, góðvild, nálivæmni og ró og styrk í skapferli. Það skal síst sagt til rýrðar læknunum, sem starfað liafa á Kleppi með Jór- unni, en það er enginn vafi á því, að margir þeir, er þar hafa hlotið lækningu meina sinna, eiga það engu síður liinni rólegu umönnun hennar að þakka en sjálfum læknisdómunum. Læknirinn er oft eins og húsgerðarmeistarinn. — Hann rannsakar sjúklinginn og segir fyrir um það hversir með hann skuli fara til þess að bvggja upp heilsu hans á ný. En hjúkr- unarkonan er oft eins og smiður- inn. sem framkvæmir það, sem gera skal og sjer um og skapar skilyrðin sem til þess þarf, að sjúklingnum geti batnað. Og Jór- unn er góður smiður. En það eru til aðrir menn, sem þetta endurbyggingarstarf heils- unnar nær ekki til, ólánssamir menn, sem dveljast verða á sjiikra liúsi æfilangt. Ef til vill er engum góð hjúkrun eins mikils virði og þeim. Hjfikrunarkonan sepi á að vera húsmóðir á hæli, þar sem tlveljast menn, sem þjást af lang- varandi sáJsýki, þarf ekki einungis að kunna starf sitt ágætlega held- ur verður hún einnig að eiga í ‘fórum sínum óbilandi þolinmæði og andlega rausn. Þetta eru líka höfuðkostir Jórunnar. Oft hefir hún verið öJlum alt, bæði starfs- fólki og sjúklingum, að ógleymdu 'því hve drengilega hún einatt hefir reynst aðstandendum sjúk- Jinga, Jórunn er óvanalega vinsæl hús- móðir. Sá sem kunnur er sjúkra- húsum, vérður þess skjótt var, að það er sjerstakur andi, sjer- stakt þokka snið ríkjandi, í starfs- háttum og heimilsbrag á Kleppi. Það er persónuleiki Jórunnar og tök á störfum sem þetta hefir skapað, og er það að vissu leyti sjerkenni Klepps, meðal íslenskra sjúkrahúsa. Guðný Jónsdóttir. Allsherjarmót í. S. í. Allsherjarmót í. S. í. verður haldið dagana 17., 18. og 20. júní n.k., samkvæmt reglugerð mótsins á íþróttavellinum í Reykjavíli. Keppt verður í íslenskri glímu, hlaupum, stökkum, köstum, kapp- göngu, fimtarþraut, reipdrætti og sundi. Sundið verður þreytt við sund- skálann í Reykjavík. Ollum sam- bandsfjelögum í. S. I. er heimil þátttaka. Umsóknir sendist til for- stöðunefndar Allsherjarmótsins, pósthólf nr. 802, Rvík. Meistaramót í. S. í. verður hakl- ið í byrjun ágústmánaðar. Aðal- fundur í. S. í. verður haldinn 26. júní í KaupþingssaJnum kl. IV2 síðd. Fulltrúar eiga að mæta með kjörbrjef. (FB.). Fyrirlestrar Fr. Weis prófessors. Kveðja hans til íslands. í gær frá kl. 5—7 flutti Fr. Weis prófessor fyrstu tvo fyrir- lestra sína. Aður en hann hóf mál sitt bauð Háskólarektor, Ól. Lárusson, hann velkominn. Því næst vjek prófessor Weis nokkrum orðum að ferð sinni hing- að, og hverra áhrifa hann hefði orðið var hjeðan. Sveinn Björnsson sendiherra átti að nokkru leyti upptökin að því að Jiann kom hingað nú. Hann mælti m. a, á þessa leið: Aður en jeg byrja á fyrirlestra- efni mínu, vil jeg færa þeim þakk- ir, sem jeg þegar hefi kynst hjer fyrir alúðlegar viðtökur. En jafn- framt vil jeg færa hinni íslensku þjóð þakkir fyrir þau andlegu verðmæti, sem íslendingar, að fornu og nýju liafa fært þjóð minní’. Jeg býst við, að rnargir þeir, sem hjer hafa komið á undan mjer, hafi mælt á sömu leið. Jeg vil því sjerstaklega taka það fram, að þetta eru eigi innantóm orð frá minni hálfu. Alt frá ungdæmi mínu liafa Islendingasögur t. d. verið eftirlætisbækur mínar. En íslensk menning hefir alið margs konar verðmæti, á sviði vís- inda og lista, svo sem nú á sviði mynd-, tón- og leiklistar. AJt þetta er talandi vottur þess, að gildi þjóða fyrir umheiminn sje ekki eftir fólksfjölda þeirra. Öðru nær. Það hefir sýnt sig livað eftir ann- að, það sýnir og saga íslands. . Að endingu ljet hann þá ósk í ljós, að vinarhugur og bræðraþel mætti verða sem best meðal Norð- urlandaþjóða og þó einkum milli Dana og íslendinga. Því næst hóf Weis prófessor máls á umræðuefni sínu um líf og starfsemi gerlanna. Hann hefir rnælsku og orðgnótt, hugmynda- flug og líkingamál lrennarans, sem byggir frásögn sína á víðfeðmum fróðleik og fræðiiðkunum. Útvarpii „hlutlausa". Eftirfarandi grein hefir blaðinu borist til birtingar: Á sýslufundi Borgarf jarðar- sýslu, sem haldinn var á Akranesi 10. þ. m. voru samþ. með öllum atkvæðum eftirfarandi tillögur: „Sýslunefndin samþykkir að lcrefjast þess af þingi og stjórn, að hreyfa ekkert við prestaskipun landsins, nje að gera nokkurar breytingar á hinum fornu prests- setrum, án fulls samþykkis við- komandi safnaða og kirkjuráðsins. Sýslufundur Borgarfjarðarsýslu ræður eindregið frá því að ráð- inn sje sjerstakur prestur við út- varpsstöðina í Reykjavík, sem prjedikari fyrir þjóðina, en æskir jafnframt að kennimenn — einlcum liöfuðstaðarins — hafi frjálsan og óbundinn aðgang að útvarpinu a. n: k. á helgum dögum.“ Tillögur þessar voru samstundis sendar útvarpinu til birtingar, en lijer hefir enginn orðið var við að þær væru lesnar upp, og voru því sendur á ný, en lieyrðust ekki að heldur. Frjettaritari útvarps- Frosið dilkakjðt, nautakjöt, liakkað kjöt, kjötfars og vínarpylsur og einnig íslensk- ar gulrófur. Hlðt og fiskmetisgerðin, Grettisgötu 64, eða Reykhúsið. Sími 1467. Borgarinnar besta og ódýrasta kaffi fæst í Irma. Bragðbest og ilmmest. Mikill afsláttur. Gott árdegiskaffi 165 aura. Hafnarstræti 22. Niðurjöfunar- skrá. Skrá yfir aðalniðurjöfnun út- svara í Reykjavík fyrir árið 1932 liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu borgarstjóra, Austur- stræti 16, frá 21. þ. m. til 3. júní næstkomandi, að báðum dögum ■ meðtöldum, lil. 10—12 og 13—17 (á laugardögum að eins kl. 10 -12). Kærur yfir útsvörum skulu komnar til niðurjöfnunarnefndar, Hafnarstræði 10, áður en liðinn er sá tími, er niðurjöfnunarskráin Jiggur frammi, eða fyrir kl. 24 þann 3. júní. Borgarstjórinn í Reykjavík, 20. maí 1932. K. Zimsen. Mnnið A8 trúlofunarhringar era happ- uelastir og bestir tri Slgnrþór JóassynL Auaturstrmti 8. Rvfk. ins tók npp ýmsar frjettir af fundinum, meðal annars þessar tillögur, óg var það alt birt nenia tillögurnar. Með margyfirlýstu hlutleysi út- varpsins fáum vjer ekki skilið þá meðferð sem tiUögurnar hafa sætt, því hvað svo sem skoðnnum út- varpsstjórnar líður, á þessum sam- þyktum, þá er þetta aðeins staðfest samþykt frá opinberum fundi sem hver og einn á heimting á að sje lesin upp frá útvarpsstöð ríkisins. Þar sem vjer því sjáum tilgangs laust að togast lengur á við iit- • varpið ,,hlutlausa“ þá sendum vjer yður, heiðraði ritst.jóri, þetta til birtingar í blöðum yðar, Morg- unblaðinu og Isafold, svo landslýð- ur geti sjeð liug sýslunefndarinnar hjer til þessa máls. Virðingarfylst, Akranesi, 19. maí 1932. Páll Gnðmundsson, Þorsteinn Jónsson. sýslunefndarmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.