Morgunblaðið - 25.05.1932, Page 2
2
MORGUNBIAÐIÐ
<
Islenskir
uísinöamenn.
Það liefir verið áður á það minst,
að mikill gróður væri um þessar
mundir í vísindastörfum meðal ís-
iendinga, 'meiri en nokkuru sinni
fyr, — þrátt. fyrir alt kreppu-
ekrafið.
Halldór Hansen læknir hefir ný-
lega gefið út þá langstærstu bók,
sem nokkur islendingur hefir rit-
að um læknisfræðileg efni. Er
hún skrifuð á þýsku og fjalíar um
sjúkdóma ,sem líkjast magasájri
og stafa þó ekki af því. Bók þessi
«r að mestu bygð á sjálfstæðum
rannsóknum, en þó er þar smalað
Saman öllu markverðu, sem aðrir
yísindamenn hafa skrifað um þessi
efni og er vitnað í óteljandi bækur
þeirra og ritgerðir.
1 Bók þessi er margra ára verk
og hefir kostað fleiri utanfarir.
ekki síst til þess að geta n&ð í
allar þær bækur og ritgerðir, sem
íiJH þetta fjalla. Enn erum vjer
okki betttr á vegi staddir en það,
að hjer má heita ómögulegt að
skrifa um flest vísindaleg efni af
nokkuru viti fyrir bókaleysi. Það
myndi ganga yfir flesta, ef þeir
vissu hve mikla vinnu, fjTÍrhöfn
og fje bók þessi hefir kostað höf-
iindinn. En það er oft svo, að vís-
indastörf eru unnin af áhuga ein-
um fyrir málefninu og brennandi
þrá til þess að vita hið sanna, án
allrar vonar um endurgjald. Það
or ekki spurt um sem mest kaup
fyrir sem minsta vinnu, og sting-
ur það skemtileg í stúf við alt
auraskraf almennings.
Vafalaust verður bók þessi kær-
komin, fyrst og fremst sjerfræð-
ingum í magasjúkdómum, en einn-
ig almennum læknum, sem oft
oiga úr vöndu að ráða með þessa
kvilla. Lesin verður hún um öll
siðuð lönd.
Ekki er bók þessi kominn enn
í bókaverslanir hjer, en þess mun
skamt að bíða.
Ðr. med. Skúli V. Guðjónsson
.sendir nú frá sjer hverja rit-
gerð á fætur annari og eru allar
(nema ein) um sjálfstæðar rann-
sóknir, sem hann hefir gert eða
unnið að, flestar um bætiefni
(vítamín). Þær eru víst 16 talsins,
sem hann hefir birt á fáum árum.
Nokkrar af þeim síðustu eru
þessar:
Um líkajnshita rottna, sem lifa
á fullkomnu og bætiefnasnauðu
f&ði. Reyndist hitinn nokkru lægri
«f A efnið skorti. (Journal bf
Pliysiology 1932).
Um langvinna kopareitrun á
mönnum, sem fægðu látúnsskrúf-
ur. Menn þessir fengu svima, höf-
uðverk og önnur einkenni, sem
bentu á áhrif á taugakerfið, og
bötnuðu, er þeir hættu vinnunni.
(Zentralblatt fúr Gewerbehygiene
1932).
Um ltísilsýruskemd í lungum hjá
stúlkum, sem unnu að fægidufts-
gerð. (ITgeskr. for Læger 1931).
Um iðnaðarkvilla og varnir
gegn þeim. í ritgerð þessari er
stutt sögulegt yfirlit yfir kvilla
þessa, sem gerðu vart við sig þeg-
ar í fornöld. Er þar meðal annars
talið hve lengi fjelagar í sjúkra-
samlögum (Danmörk) liafi verið
sjúkir að meðaltali á ári í hverri
iðnaðargrein, og er þar allmikill
munur á. Mjög fer það og eftir
stjettum hve langlffir menn eru.
Frestar lifa t. d. alla dauða.
(Nordisk tidskrift 1932).
Niels Dungal birti í fvrra all
langa og fróðlega ritgerð um smit
andi lungnabólgu í sauðfje. Hefir
áður verið minst á hana í Mbl
Hjer var að ræða um lítt þektan
hættulegan sjúkdóm og óþekta
sóttkveikju. Hafa nú bestu fræði
menn erlendis fallist á að rann
sóknir N. D. sjeu óyggjandi. M.á
það heita sjaldgæft, að svo greið
lega gangi að finna sjúkdómsor-
sök og varnarráð, sem sýnast koma
að fullu haldi. Er þetta eitt dæmi
þess. hve mikið gagn háskólinn
mætti vinna, ef hann gæti starfáð
meira en verið hefir að nauðsynja-
málum almennings.
(Journal of eomparative Patlio
logy og Deut.sche Tieráztliche
Wochenschr).
Lárus Einarsson (Magnúsar heit
dýralæknis) hefir ritað um nokkr-
ar nýjar aðferðir, sem hann hefir
fundið við rannsókn vefja oc
fruma, einkum í taugakerfinu. Síð
asta ritgerð hans er um litun í
vöðvafcrefjum. Hann liefir getið
sjer góðan orðstýr fyrir þetta með-
pl vísindamanna. Hann hefir not-
ið Rockefellerstyrks undanfarin ár
og dvalið í Bandaríkjunum.
(Anatomical Record 1932).
Dr. med. Helgi Tómasson hefir
nýskeð birt ritgerð um rannsóknir
á nokkrum sjúklingum með sjer-
staka geðveikistegund. Hefir hon-
um áður reynst, að kvilli þessi
standi í sambandi við óreglu
söltum í blóði og hagar hann með-
ferð sinni eftir því.
Þessi meðferð dr. H. T. bar ágæt
an árangur á þessum sjiiklingum.
Þeim batnaði að meðaltali á 50
dögum, í stað þess að veikin stend-
ur venjulega um 160 daga. Mælir
þetta með því, að skoðun dr. H. T.
a veiki þessari sje á rjettum rök-
um bygð. ,
(Acta psychiatrica et neuro-
logic Vol VII.).
Próf. Sigurður Magnússon á Víf-
ilsstöðum hefir undanfarið birt all-
margar ritgerðir um ýmsar athug-
anir og rannsóknir viðvíkjandi
berklaveiki. Síðasta ritgerð hans
er um blóðleysi á berklaveikum og
lækningu þess. Hefir honum gefist
Iþað ágætlega, að gefa sjúklingun-
um lifur, eða öllu heldur efni, búin
til úr lifur. Hefir þetta gefist vel
við sjerstökum sjúkdómi: „illkynj-
uðu blóðleysi“ en reynist nú koma
að góðu gagni við blóðleysi á
berklaveikum.
Dr. med. Halldór Kristjánsson,
læknir í Danmörku, gaf út fyrir
rúmu ári vandaða doktorsritgerð:
Den kirurgiske tuberkulose i barne
alderen. Er hún að miklu leyti
bygð á sjálfstæðum rannsóknum,
bæði afarfróðleg og skemtilega
skrifuð. Hefi jeg naumast lesið
nokkra doktorsritgerð jafnlæsi-
lega. Kemur þar fram það eðli
margra íslendinga, að vera vel
ritfærir. Er það ein af helstu
niðurstöðum bókarinnar, að börn-
um stafi tiltölutega lítil hætta af
kúaberklum (mjólk) -en mikil af
berklaveikum mönnum. Svo mun
og þetta vera.
Jeg hefi látið mjer nægja í þetta
sinn að drepa á nokkuð af því, sem
íslenskir læknar liafa unnið sjer
til ágætis. Jeg er efins um, að
læknar annara landa hafi gert öllu
meira að tiltölu við fólksfjölda.
Nú standa þeir betur að vígi
en áður, eftir að Landsspítalinn er
farinn að starfa, og ekki síst þegar
Rannsóknast.ofa Háskólans vex
fiskur um hrvgg, en þess verður
vonandi ekki langt að bíða.
G. H.
flensborgarskólinn
50 ára.
Tildrög til þess, að Flensborgar-
skólinn var stofnaður, voru þau, að
síra Þórarinn Böðvarsson prestur
að Görðum á Álftanesi, misti son
sinn 1869, hjet hann Böðvar, efni-
legur námsmaður og hinn glæsileg-
asti að öllu atgerfi.
Þau hjónin síra Þórarinn Böð
varsson og kona hans frú Þórunn
Jónsdóttir gáfu til minningar um
þennan son sinn, húseign sína
Flensborg í Ilafnarfirði, og liálfa
heimajörðina Hvaleyri, til þess að
stofna alþýðuskóla. (Flensborgar
skólinn var settur á stofn 1882).
Jón Þórarinsson var fyrsti skóla-
stjórinn í Flensborg og stjórnaði
skólanum í 25 ár. Hann átti mest-
an þátt í því að móta skólann.
Jón Þórarinsson var vel til skóla-
stjórastarfsins fallinn, takt.fastur í
stjórn og prúður í framkomu og
vann hann sjer traust og virðingu
kennara og nemenda.
Til skólans völdust góðir og
duglegir kennarar, og nemendur
komu til Flensborgar úr öllum
hjeruðum landsins. Margir af nem-
endum skólans hafa reynst. hinir
nýtUstu menn, og hafa þeir starf-
að í öllum stjettum þjóðfjelagsins.
Nemendur Flensborgarskólans
eru bæði karlmenn og konur:
verkamenn, bændur, sjómenn, skip
stjórar, kaupsýslumenn, útgerðar-
menn, verkfræðingar, alþýðukenn-
arar, prestar, læknar, lögfræðing-
ar, prófastar og hefir einn verið
ráðherra af Flensborgurum.
Þessa er getið, til þess að sýna,
að Flensborgarskólinn hefir verið
Jandskóli og „almennur mentunar-
skóli“ eins og honum var ætlað
að vera. Hann liefir lagt heilbrigð-
an grundvöll, til framtaks og menn
ingar í íslensku þjóðlífi.
- Flepsborgarnemendum hefir
reynsf holt og notadrjúgt, það
veganesti, sem þeir liafa liaft frá
Flensborgarskólanum, og flestum
er þeim hlýtt til stofnunarinnar,
og telja margir sig stadda í þakk-
lætisskuld við skólarin, stofnendur
hans og stjórnendur.
28. apríl 1929 var stofnað Nem-
endasamband Flensborgarskólans.
Reynt hefir verið að ná til flestra
nemenda eldri og yngri, með því
að senda brjef til þeirra og óska
eftir að þeir gengju í sambandið,
og töluðu máli sambandsins við
aðra Flensborgara, sem nálægt
leim byggju. Sumir ,hafa gert það,
en aðrir ekkert látið til sín heyra.
Sjóður hefir verið stofnaður af
ársgjöldum þeim, sem Nemenda-
sambandi Flensborgarskólans hefir
borist. Hann er nú kr. 3600.00 og
er hann geymdur og ávaxtaður í
Söfnunarsjóði íslands. Er það hr.
kaupm. Einar Þorgilsson í Hafn-
arfirði, sem á drýgstan þátt í því
að afla þess fjár. Gerðist hann
sjálfur æfimeðlimur, börn hans og
verslunarfólk og jók það allveru-
rit Flensborgarskólans, því að
hann verður 50 ára 1, október þ. á.
Margs er að minnast, þegar litið
er yfir öll þau ár, sem skólinn hef-
ir starfað, og er ilt að saga hans
sje eigi skráð, og því ungur og
yel hæfur maður ráðinn til starfs-
ins. —
Til þess að gefa út ritið vantar
fje, og er því hjer með leitað til
allra nemenda, Flensborgarskólans,
eldri og yngri, nær og fjær, og
þeir beðnir um að hjálpa til þess
að rit. þetta geti komið út og orðið
eigulegt að efni og frágangi.
Þetta geta menn gert með því,
að gefa upplýsingar um ’þá, sem
í skólanum hafa verið; einkum er
crðugt að vita um suma þá, sem
verið hafa í skólanum fyrstu 20
til 30 árin, og hafa búið í fjar-
iægum hjeruðum, eða farið af
landi burt.
Þá er einnig hægt að hjálpa til
að gefa út ritið með því að gerast
meðlimur í nemendasambandinu,
eða gefa nokkrar krónur til út-
áfu þess, alt verður vel þegið,
sem menn vilja fyrir þetta mál
gera.
Minningarritið verður sent með
póstkröfu til allra þeirra, sem um
það biðja.
Stjórn Nemendasambands Flens-
borgar í Hafnarfirði gefur upplýs-
ingar um þetta mál, ef nemendur
vilja eitthvað fá að vita og þeir
senda fyrirspurnir sínar brjeflega
til liennar.
Hafnarfirði, 12. maí 1932.
Gunnlaugur Kristmundsson.
1Z aura rafmagn.
Alþýðublaðið 20. þ. m. virðist
kampakátt yfir því, að þeim jafn-
aðarmönnunum í bæjarstjórn, með
tilstyrk Hjalta Jónssonar, tókst að
koma því í gegn á síðasta bæjar-
stjórnarfundi, illu heilli, að verka-
mannabústaðirnir skyldu fá raf-
magn til suðu fyrir 12 aura alt
árið.
Jeg'segi ekki illu heilli af því,
að þetta sje þýðingarmikið atriði
fyrir rafmagnsstöðina út af fyrir
sig, heldur af hinu, að þetta dreg-
ui drjúga dilka á eftir sjer, fyrst
og fremst fyrir fólkið sjálft, sem
látið er í veðri vaka, að verið sje
að hjálpa, og svo skapar þetta mis-
rjetti, sem ekki verður haídið úppi,
en ef haldið verður uppi jafnrjetti
borgaranna, sem sjálfsagt verður
að teljast, þá getur það komið ó-
þægilega við rafmagnsstöðina og
aðra notendur rafmagnsins.
Það er látið í veðri vaka, að
hjer sje verið að lijálpa íbúum
verkamannabústaðanna, en í raun
og veru er hjer verið að teygja
þá út á glapstigu. Það er verið að
narra fólkið til að leggja í rándýr
áhaldakaup. Það verður að fá sjer
þessar sjerstöku suðuvjelar, sem
ekkert hefir enn heyrst um hvað
kosta, en hampað er framan í fólk-
ið af því þær eigi að vera sjerlega
sparneyt.nar. Hvað sem um það er,
þá eru þær vafalaust dýrar, öll
rafmagnstæki eru dýr. Auk þess
þarf verslings fólkið að fá öll eOd-
húsáhöld ný og þau eru bæði dýr,
þurfa góða meðferð og mikið við-
hald. Jeg held, að fólkið ætti að
hugsa sig vel um, áður en það
lega á sjóðfjeð, því að hver æfi- ræðst í að fleygja öllurn áhöldum,
meðlimur greiddi kr. 50.00. sem það nú á og fá sjer þessi á-
Nú er verið að semja minningar- höld, þó girnileg sjeu, því það
Maður, sem var með Löwen-
stein þegar hann fjell út úr flug-
vjelinni á leið til Englands,
framdi nýlega sjálfsmorð. Hann
var*enskur og hjet Baxter. Eftir
dauða Löwensteins gekk hann í
þjónustu sonar hans og var hjá
honum til dauðadags. Segja ensk
blöð, að hann hafi skrifað brjef
rjet.t, áður en hann stytti sjer
aldur og skýrt þar nákvæmlega
frá því með hverjum hætti Löw-
enstein fórst.
Stðrfeld
verðlækkun á reiðhjólum.
Verð frá kr. 100—200.
AUir varahlutir seldir mjög
ódýrt; ásettir ókeypis.
Signrþðr Jðnssan.
Austurstr. 3.
Besta dorskalýsið
bænum f&ið þjer í undirritaðri
rerslun. —
Sívaxandi sala sann&r geðin.
Sent um alt.
Versi. Bjðrninn.
dergstað astræti 35. Sími 1091.
skal játað, að þetta lítur girnilega
út á pappirnum og í huganum, en
annað er hvernig það reynist. Hitt
er víst, að 12 aura rafmagn er
dýrasta eldsneytið, sem hjer er til.
Fyrir því liefir sá, er þetta ritar,
fulla reynslu. Jeg veit, að það
verður gert hróp að þessum orðum
mínum og sagt, að þau sjeu rituð
af illgirni einni, en við fáum að
sjá hvernig dómurinn verður eftir
1—2—3 ár.
Önnur hlið á þessu máli snýr
að ölíúm almeriningi. Ekki getur
komið til mála, að gera íbúa verka-
mannabústaðanna að sjerrjettinda-
stjett innan bæjarfjelagsins. Af-
‘ieiðingin af þessari sam])ykt er því
sú, að selja verður öllum borgur-
um bæjarins, sem kunna að óska
þess, rafmagn til suðu fyrir 12
aura kílóvattstundina alt árið. En
þá gæti líka rekið að því, að þó
rafstöðin ef til vill geti annað raf-
suðu í verkamannabústöðunum án
þess að það komi við notkun ann-
ara bæjarbúa til ljósa og iðnaðar,
þá gæti orðið „þröngt fyrir dyr-
um“ hjá henni, ef þetta yrði al-
ment notað. Eina von rafmagns-
stjórans hlýtur að vera sú, að
menn gíni ekki að óhugsuðu máli
við þessari f'lugu, sem eingöngu
virðist send út til þess að gylla
jafnaðarmannaforingjana og þó
einkum til þess, að Raftækjaversl-
un íslands og Sig. Jónasson geti
græt.t á. einkasölunni á þessum
„sparneytmT ‘ rafsuðuvjelum.
Borgari.
Löwenstein.