Morgunblaðið - 29.05.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.05.1932, Blaðsíða 2
Á —Ifc ^ i7 "trm r£g«*<i— Tveir dómar. 25. apríl s.l. sagði Hæstirjettur upp dóm í máli, sem Landsbanki Islands f. b. þrotabiis Þórðar Plyg- enring útgerðarmanns í Hafnar- firði höfðaði gegn h.f. Kveldúífur í Reykjavík. Tildrög málsins voru þau, að h.f. KveldúJfur hafði keypt allmikið af saltfiski af Þ. F. Sömuleiðis hafði fjelagið lánað honum all- háar peningaupphæðir til rekstrar útgerð lians. Grekk nokkur hluti af andvirði liins selda fiskjar til lúkn- ingar skuld Þ. F. við fjelagið. — Taldi Landsbankinn að Þ. F. hefði með greiðslum þessum ívilnað h.f. Kveldúlfi til tjóns fyrir aðra kröfuhafa og krafðist þess að fje- lagið endurgreiddi búinu þá fjár- hæð, er það hafði fengið greidda upp í skuld sína á árinu 1930, samtals kr. 104.990.77. Kröf'u þessa bygði stefnandi á því, að h.f. Kveildúlfur hefði hlotið að vita, að gjaldþrot Þ. F. var yfirvofandi, og að viðskifti hans ■og fjelagsins liafi verið óvenjuleg, og með öðrum hætti á árinu 1930, heldur en áður hafði tíðkast milli þessara viðskiftaaðila. Mál þetta var rekið fyrir gesta- i’jetti Hafnarfjarðarkaupstaðar, og var stefndur, h.f. Kveldúlfur, með dómi uppkveðnum 3. nóv. 1931 .sýknaður af öllum kröfum stefn- ■anda. Stefnandi, Landsbanki íslands, •'áfrýjaði málinu til Hæstarjettar. var, eins og áður er frá skýrt, kveðinn upp í því dómur 25. f. m. Staðfesti Hæstirjettur dóm und irrjettarins, og dæmdi stefnanda, Landsbanka ísllands, til að greiða stefndum 500 kr. í málskostnað. f forsendum Hæstarjettardóms- dns segir meðal annars: „í málinu liafa verið lagðir frain viðskiftareikningar stefnda við •gjaldþrota, Þórð Flygenring, árin 1928, 1929 og 1930, fram að því að gjaldþrotaskifti byrjuðu. Sýna reikningar þessir og annað, sem upplýst er í málinu að stefndi hef- ir öll þessi ár keypt mikið af salt- fiskframleiðsHu gjaldþrota, og hafa kaupin ætíð farið þannig fram, að kauþverð hvers farms hefir verið fært honum til tekna í reikningn- um, og konum aftur færðar til út- gjalda upphæðir þær, er greiddar voru. Sjest það og af reikningun- um. að stefndi hefir alla jafna lán- að gjaldþrota allmiklar upphæðir “til atvinnureksturs hans gegn end- nrgjaldi af andvirði saltfisks þess, •er hann keypti af honum. I árslok 1928 var svo komið viðskiftum þeirra, að gjaldþroti skuldaði stefnda kr. 59.771.32. Fyrri hluta ársins 1929 minkaði skuldin að miklum mun, en jókst svo síðari hluta ársins að hún í árslok var kr. 137.674.48. En frá ársbyrjun 1930 og þar til þrotabússkifti hyrjuðu lækkaði skuldin úr þessari upphæð niður í kr. 32.683.71, eða um kr. 104.990.77, og er það þessi upphæð, sem áfrýjandi krefst að stefndi verði dæmdur til að skila þrotabúinu aftur.“ Og enn frem- ur: „Er það upplýst, að í nóvem- bermánuði 1928 afhenti gjaldþroti stefnda skýrslu um efnahag sinn, og voru eignir hans í henni taldar 550 þús. krónur, en skuldir 436 þús. krónur, og skuldlaus eign þannig 114 þús. krónur. Kveðst mwm• -ar -W.-’e- i ■ B—i stefndi hafa treyst efhahagsskýrslu þessari, og því álitið gjaldþrota vel stæðan, og í viðskiftunum 1929 hafi ekkert það komið fram, er vakið hafi grun um að hagur gjald þrota hafi versnað á því ári. At- vinnurekstur gjaldþrota hafi þá verið meiri og blómlegri en nokkru sinni áður, hann hafi á því ári bætt tveimur skipum við skipastól sinn og bygt sjer nýtt íbúðarhús, og varið til þessa um 150 þiisund krónum til eignaaukningar, án þess að fá til þess meira lán en rúm- lega 40 þúsund krónur, og alla fiskvíxla gjaldþrota í Landsbank- anum greiddi stefndi, eins og liann bafði lofað, er hann á miðju ári keypti fiskbirgðir gjaklþrota, og um tryggingar. er hann fjekk á árinu, hefir liann tekið fram, að gjaldþroti hafi boðið þær fram fyrir tilgreindum lánum, er stefndi veitti honum, til að greiða með skuklir í erlendum bönkum. — Stefndi kveðst því hafa álitið fjár- íiag gjaldþrota góðan í árs'lok 1929, og ekki verið neitt órólegur út af skuldinni um áramótin, er átti að greiðast af fyrstu handbærum pen- ingum, er gjaldþroti fengi á árinu. Reikningarnir sýna og, að viðskift- in hjeklu áfram árið 1930 á sama liátt og áður, og frá því í febrúar- mánuði og fram að gjaldþrotinu keypti stefndi fisk af gjaldþrota fyrir kr. 319.316.21, og fekk auk þess frá honum — að slepptum jafnaðargreiðslum — peninga- greiðslu og aðrar greiðslur sam- tals kr. 66.797.12, en greiddi gjald- þrota aftnr á sama tíma til út- lendra banka og í peningum kr. 281.122.56, en mismunurinn gekk tili lúkingar upp í skuldina. Ilefir stefndi óvefengt skýrt svo frá, að hann hafi fyrri hluta þessa árs gefið eftir veð það og tryggingar, er hann fekk lijá gjaldþrota á ár- inu 1929, en aftur síðar á árinu fengi.ð veð í íbúðarhúsi gjaldþrota til tryggingar 30.000 þús. króna láni er hann veitti til greiðslu á erlendri bankaskuld gjaldþrota. — Og viðskiftareikningur aðilja sýn- ir að skuld gjaldþrota hefir farið smátt og smátt lækkandi á árinu og var 11. ágiíst komin niður í krónur 39,745.93, en þá byrjar stefndi á ný að lána gjaldþrota peninga, þannig að skuldin er 17. sept. hækkuð upp í kr. 55.037.46, en komst svo, er síðasta saltfisk- sala fór fram, 11. okt., niður í kr. 32.683.71. Benda öll viðskifti á árinu 1930 til þess. að stefnda hafi eigi verið kunnugt um fjár- hagsástæður gjaldþrota, eins og þær voru, og að hann hafi eigi álitið g.jaldþrot yfirvofandi“. í öðru lagi höfðaði Landsbank- inn í eigin nafni mál fyrir bæjar- þingi Reykjavíkur gegn h.f. Kveld ú'lfi og krafðist þess að Kveldúlf- ui yrði dæmdur til að greiða bank- anum andvirði alls þess stórfiskjar sem hann hafði ke.vpt af Þ. Fl. á árinu 1930, bæði það sem gengið hafði upp í skuld Þ. Fl. við fje- lagið og hitt sem fjelagið hafði greitt Þ. Fl. sjálfum eða bönkum fyrir hans hönd, samtals 210.961 kr. 81 eyri. Byði bankinn kröfu sína á því að hann og Ftvegsbanki íslands höfðu haft veð í stórfiski Þ. Fl. samkvæmt fiskveðslö.gunum frá 1927, en veðskuldina hafði Þ. Fl. ekki greitt nema að litlu leyti. Framseldi TJtvegsbankinn svo Landsbankanum sína kröfu. Lands m o i; i; v n n * Ar n i ð bankinn hjelt því fram að kaup- andi veðsetts fiskjar bæri ábyrgð á því. að lán þau, sem á fiskinum hvíldu, væru greidd til bankanna og yrði því að standa skil á þeirn ef Jántakandi gerði það ekki sjálf ur. Hf. Kveldúlfur hjelt því hins vegar fram, að þar sem hjer væri að ræða um sjálfvörsluveð í „heild- arsafni m.una“, sem þar að auki væri verslunarvara, væri veðsa'la heimilt að selja fiskinn og veita andvirðinu móttöku, án þess að kaupandi bæri ábjrrgð á því hvern- ig liann ráðstafaði andvirðinu. — Bankarnir jrrðu því sjálfir að hafa effirlit með því að veðsali ljeti andvirðið renna til þeirra upp í áhvílandi lán. — Auk þess hefði fjelaginu ekki verið kunnugt um að hinn keypti fiskur væri veð- bundinn bönkunum. Lögmaðurinn í Reykjavík kvað upp dóm í máli þessu þann 6. apríl síðastl. Fjelst hann á skoðun Kvöldúlfs og sýknaði því fjelagið algerlega af kröfu Landsbankans í málinu, en málskostnaður skyldi falla jiiður. Forsendur dómsins eru langar og mjög ítarlegar og er því ekki unt að re.kja þær lijer. Það er í sjálfu sjer ekki sjeriega fágætur atburður, að dópisúrskurð ur fellur í einkamáli. sýnist eðli- iegast að aðilar Ijetu sjer nægja að sækja og verja mál sín fyrir dómstólum, og að aðrir Ijetu þau ekki til sín taka. Þessi mál hafa þó ekki fengið að sæta þeirri með- fer einni. Bæði meðan þau voru fyrir dómstólum og eftir að dómur hafði verið á þau lagður, hefir blaðið Tíminn flutt um þau vill- andi og alrangar frásagnir, og gert að ofstækisfullri árás á annan málsaði'la h.f. Kveldúlf. Og á sjálfu Alþingi hafa þær árásir verið end- urteknar og auknar. Hins vegar hefir h.f. Kveldúlfur rætt þau ein- göngu á hinum rjetta vettvangi. En vegna þessara árása þykir þó rjett að birta almenningi rök og úrskurði dómstólanna, eins og hjer að framan er gert. Eins sjálfsagt og það virðist vera, að' úrskurðar dómstóla sje leitað um ágreining, sem aðilar ekki geta sæst á sjálfir, svo virðist það og sjálfsagt, að óviðkomandi menn blandi sjer ekki í málin, að minsta kosti ekki á meðan dómur liefir þau til meðferðar. Dómsmálaráðherra J. J. hefir innleitt nýjan sið í þessu efni. — Virðist tilgangurinn tvennur. í fyrsta lagi sá að hafa áhrif á niður stöðu dómsins. Er það óneitanlega til þess fallið, er sjálfur dóms- málaráðlierrann leggur fyrirfram dóm á málin. og jafnframt þungan áfellisdóm á dómarana, ef þeir dæmi öðru vísi en hann vill. í því felst gersamlega óviðeigandi ógn- un, sem auk þess er til þess löguð, að skerða rjettaröryggi í landinu. Hinn tilgangurinn er sá, að skjóta málinu til svo kallaðs al- menningsdóms. 1 því felst einnig ógnun við hina löglegu dómara. En hver maður ætti að skilja, hve ó- hæga aðstöðu almenningur hefir til að kveða upp rjettan dóm í máli, sem flutt er að eins frá ann- ari Mið, einkanlega þegar sá flutn- ingur er mjög tílandinn missögn- um, blekkingum og beinum ósann- indum, eins og flutningur þeirra Tímamanna hefir jafnan verið í þessum málum. fDolöin kallar og aðrar sögur. Eftir Guðbrand Jóns- son. Utgefandi Ólafur Erlingsson. Isafoldar- prentsmiðja 1932, 158 blaðsíður. Það er líklegt, að flestir kann- ist betur við aðrar hliðar á rit- mennsku Guðbrands Jónssonar en skáldsagnagerðina. Kunnast mun almenningi um blaðagrein- ar hans, einkum ritdóma hans og leikdóma, svo og tímarits- greinar hans fjölda margar um ýmisleg efni, alt frá því, er hann gaf út Sunnanfara fyrir mörg- um árum, því að Guðbrandur skrifar þannig, að fólk les það. Þá liggja og eftir hann vísinda- leg verk, svo sem hin stóra rit- gerð hans um Dómkirkjuna á líólum og margt fleira, sum- part óprentað. Auk þessa hafa við og við birtst stuttar skáld- sögur eftir í blöðunum og eina íslenska leynilögreglusögu mun hann hafa ritað, er heitir ,,Hús- ið við Norðurá", en ekki hefi eg lesið þá bók, hefi aldrei sjeð hana. Smásögum sínum hefir hann nú safnað saman, þær eru 9 talsins, og fengið þær útgefn- ar í heild. Tekur bókin nafn af fyrstu sögunni. Sögur þessar eru skemtilega ritaðar og fjörlega, frásögnin teprulaus en þó jafnan smekk- leg. Höfundurinn lýsir með al- vöru og samúð þrá hins útlæga farmanns eftir ættlandi sínu og þess sem bíður hans þar (Mold- in kallar) og örvæntingu auð- safnarans, sem kemur heim eft- ir 25 ára útivist og sjer, hvað alt er breytt orðið heima, kof- inn hennar móður hans horfinn og meira að segja leiði hennar gleymt (Óþolinmæði). Stundum bregður hann upp gáska og tgamni líðandi stundar (Vale- ria), eða hann dregur upp skop- mynd af virðulegustu samkundu þjóðarinnar (Halastjarnan; sú saga er skrifuð meðan þingmenn voru ekki nema 40). I einni sög- unni sýnir hann, hvernig hræsn- in og skinhelgin geta leikið jafn- vel bestu sálir, uns augun opn- ast fyrir hinu fánýta (Sol sa- lutis). „Vinnuhendur“ er falleg ástarsaga, þar sem á engan er hallað, en „Rauða rúrnið" er saga af einkennilegum, íslensk- um ferðalang, sem ferðast eirð- arlaust land úr landi, en kem- ur heim til þess að deyja. — I tveimur sögum kemur fram hin víðtæka þekking höfundar á ka- þólskum hugsunarhætti og sögu Islands á fyrri öldum, það er „Erfðaskrá Gottskálks grimma“ (eg felli mig altaf illa við þetta viðurnefni, sem Guðbrandur biskup gaf Gottskálki í heift sinni mörgum áratugum eftir ao Gottskálk dó) — og í hinni hug- næmu sögu um munkinn og Maríulíkneski hans (Pygfnali- on). — Sögur þessar eru höfundinum til sóma og jeg tel það hiklaust ávinning fyrir bókmentir vorar að fá þær gefnar út í heild. Út- gefandinn, Ólafur Erlingsson, hefir gert útgáfuna prýðisvel úr garði að öllu leyti svo vera má öðrum til fyrirmyndar. Hafi þeir báðir, höfundur og útgef- andi, þakkir fyrir bókina. Guðni Jónsson. .... «••• Heimatrúboð leikmanna. Almenn samkoma, Vatnsstíg 3, 2. hæð, kl. 8 í kvöld. Clrslit þingmála. Fyrir nokkru var birt hjer í blaðinu yfirlit um úrslit þingmála til 23. apríl. Síðan hafa eftirfar- andi mál verið .samþykt í þinginu. Stjórnarfrumvörp samþykt. Lög um Brunabótafjelag íslands. •Skaíl skylt að tryggja í fjelaginu allar húseignir í kaupstöðum og kauptúnum utan Rvíkur. Fjelaginu er heimilað að taka fleira en verið hefir til tryggingar t. d. innan- stokksmuni, búpening í liúsum og hey. Lögin öðlast gildi 15. okt. n. k., en frá 15. okt. 1934 skal skylt að tryggja í fjelaginu öll íbúðar- hús utan kaupstaða og kauptúna. Samgöngubætur og fyrirhleðslur á vatnasvæði Þverár og Markar- fljóts. Hefir áður verið skýrt frá þessu máli hjer í blaðinu. Bygging fyrir Háskóla' íslands. Samkv. þeim higum er stjórninni heimilað að láta reisa byggingu fyrir liáskóla á tímabilinu frá 1934 —1940, þó að því tilskyldu, að fje I verði til þess veitt á f járlögum. Aðalbyggingin má kosta alt að 600 þús. kr. Lög um brúargerðir. Eru í þeim lagabálki taldar 80 brýr yfir vatns fjöll víðsvegar um land, sem skulu byggðar einhverntíma í framtíð- inni, þegár fje er til þess veitt á f járlögum. Hætt er við að biðin geti orðið löng eftir þessum brúm. Á fjárlagafrv. næsta árs eru veittar einar 60 þús. til brúargerða. Lög um útvarp og birtingu veð- urfregna. Er þar lögfest sú regla, sem komin er á um birtingu veð- urfregna í veiðistöðvunum. Skal ríkið taka þátt í kostnaðinum, þó ekki yfir 50 kr. á ári á hverjum stað. Utvarpa skal veðurfregnum a.m.k. fjórum sinnum á sólarhring (þar af einu sinni að næturlagi) mánuðina 1. .sept. til 31. maí. Þingmannafrumvörp samþykt. Lög um rmdirbúning á raforku- veitum til almenningsþarfa. Er vegamálastjóra falið, að rannsaka og gera tilögur um heildartilhög- un raforkuveitanna „þar sem hann, að undangenginni at.hugun, telur hentugt að fu'llnægja raforkuþörf- um almennings með orkuveitum frá háspennuveri, er taki yfir meira en einn hrepp eða kaup- stað“. Sendir vegamálastjóri svo atvinnumálaráðuneytinu skýrslur um rannsóknir sínar og áætlanir. Atvinnumálaráðherra er svo heim- ilað að skipa 5 manna raforku- málanefnd, sem býr málið í hendur Alþingis. Tilnefnir hver þingflokk- anna einn mann í nefndina, en auk þess taka þar sæti rafmagns- stjórinn í Reykjavík og skrifstofu- stjóri eða fulltrúi í atvinnumála- ráðuneytinu. Jón Þorláksson flutti þetta mál í þinginu. Breyting á póstlögnto. Helstu breytingar eru þær, að þyngd póst- brjefa mega vera a'It að 2000 gr. og sömuleiðis vörusýnishorn. Á- kveða má innanhjeraðstaxta á póst flutning miíli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Lög uni heimild fyrir ríkisstjórn ina til að láta öðlast gildi ákvæðin í samningi milli íslands og Dan- merkur, Finnlands, Noregs og Sví- þjóðar um viðurkenningar dóma og fullnægju þeirra. Framh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.