Morgunblaðið - 29.05.1932, Side 4
M 0 R OTJNBLÁÐIÐ
HuglHslngBdagbðk
Mynda og rammaverslunin,
Freyjugötu 11, Sig. Þorsteinsson,
sími 2105, hefir fjölbreytt úrval
af Veggmyndum, ísl. málverk bæði
í olíu og vatnslitum, sporöskju-
rammar af mörgum stærðum. Verð-
ið sanngjarnt.
Til sölu tennisspaði og sex bolt-
ar. Einnig upphlutur með öllu til-
heyrandi. Upplýsingar í Miðstræti
4, uppi, frá lfl. 11—12.
Amatörar, framköllun og kopi-
ering er móttekin fyrir okkur í
Raftækjaverslunin „Norðurljósið1 ‘,
Laugaveg 41. Líka fást Kodak-
filmur og Ijósmyndavjelar. Ama-
törverslun Þorl. Þorleifssonar,
Austurstræti 6.
Orgel til leigu. H'ljóðfærasalan,
Laugaveg 19,
2 herbergi og eldhfis ásamt þæg-
indum óskast í góðu húsi frá 1.
október n.k. Hálfsárs fyrirfram
greiðsla eða meira getur komið til
greina. — Tilboð merkt „80“
leggist inn á A. S. í.
Nýlenduvöruverslun óskast til
kaups nú þegar, ti’lgreindar sjeu
vörubirgðir og iitborgunarupphæð.
Tilboð sendist A. S. í. fyrir 1. júní,
merkt „Verslun“.
Öll umferð um túnið við Ásvalla-
götu er bönnuð. Eigendurnir.
, Flóra, Vesturgötu 17, sími 2039.
Höfum fengið trjáplöntur frá trjá-
reit er liggur uppi í f jötllum í Nor-
eg:i Skógbjörk, reyni, síberiskt
lævirkjatrje og ertutrje og kornel-
runna.
Gefins eldspýtur. Með hverjum
20 stk. cigarettupakka, sem keypt-
ur er hjá oss fyrst um sinn, fást
jafnmargar eldspýtur, í sjerstöku
hylki, gefins. Einnig handa þeim
sem kaupa vindla. Tóbakshúsið,
.Austurstræti 17.
lEfintyra prinsinn.
rakleitt að Gravenhofhöllinni, þar
sem landstjórinn bjó og óskaði að
) á tali hans.
8. kapítuli.
Karl hertogi var stjómsamur,
hann var harður í horn að taka
er því var að skifta og embættis-
menn átti hann marga harðsnúna,
mest orð fór þó af Iandstjóranum
í Zeelandi, herra Claude de Rhyn.s-
ault frá Lothringen. Hann var
mjög strangur, svo menn þorðu
ekki annað en Mýðnast honum í
hvívetna. Þeir reittu sig inn að
berii beini til að greiða honum
skattana í tæka tíð, ef einhver
ljet óánægju í Ijósi, var svipan á
lofti — Iiann var sannkallaður
harðstjóri. vitnaði hertoginn. til
hans er hann talaði við aðra um-
boðsmenn sína, de Rhynsault var
sönn fyrirmynd að hans áliti.
Aftur á móti voru þegnarnir
ekki eins ánægðir, þeir hötuðu
liaun margir, þó þeir ljetu það
ekki uppi. Ósvífni da Rliynsaults
gat verið takmarkalaus, einkum í
kvennamálum. hann gat enga unga
stúlku látið í friði, enda óttuðust
þær hann eins og skollan sjálfann.
Þennan mann vildi Stefán munk-
ur hitta, hann átti að forða Jó-
Dagbók.
I. O. O. F. 3= 1145308 = 81 /21.
Veðrið í gær: Hægviðri og góð-
viðri um alt land. Hiti víðast hvar
um 12 st. Yfir Norður-Grænlandi
er grunn lægð,. sem veldur þj*kk-
viðri og rigningu á Austur-Græn-
landi. Önnur lægð alldjúp er yfir
hafinu suður af Grænl. og hreyfist
hún hægt norðaustur eftir. Má
jafnvel búast við SA-átt og rign-
ingu af hennar völdum upp úr
helginni.
Veðurútlit í Rvík í dag: Hæg-
viðri. Ljettskýjað.
Fimleikahópsýning telpna úr K.
R. fer fram í dag kl. 2y2 á Aust-
urvelli. Um 70—80 telpur sýna
þar fimleika, auk þess sýna nokk-
urar stúlkur úr 2. og 3. flokki
K. R. þar einnig fimleika. Fyrsti
flokkur sýnir ekki að þessu sinni.
Fimleikasýningunni stjórnar kenn-
ari fjelagsins ,ungfrú Unnur Jóns-
dóttir. Munu margir bæjarbúar
koma niður að Austurvelli í dag
og sjá hinn fríða kvennahóp K.R.
Kreppan verður seld á götunum
í dag og á afgr. Morgunblaðsins.
Arthur Gook trúboði hefir vakn
ingarsamkomu í Bethaniu í kvöld
8J/2- Allir velkomnir.
Knattspyrnumót 2. flokks. — Á
föstudagskvöldið fór fram úrslita-
kappleikur mótsins. Fóru svo leik-
ar K.R. vann Val með 2:1 og
hlaut þennan bikar til fullrar
eignar. Var kappleikurinn mjög
fjörugur, og var K.R. vel að sigr-
inum kominn. Margt áhorfenda
;var á vellinum.
Málverkasýningin í Stokkhólmi.
Auglýst er hjer í blaðinu í dag,
um íslensku málverkasýninguna
í Stokkhólmi, sem haldin verður í
haust. Er þess að vænta, að ís-
lenskir Iistamenn gefi sýningu
lessari gaum, og sendi bestu mynd-
ir sínar eldri sem yngri, svo sýn-
ingin geti orðið, sem allra best,
íslenskri Iíst og íslenskri þjóð, til
varanlegs sóma.
Kreuger-fyrirlestur Steindórs
Sigurðssonar er í Gamla Bíó í
dag kl. 3. Þetta mun einasta færi
sem almenningur hjer hefir til
]>ess að fræðast um þessi stór-
liönnu frá voða. Munknum var
vísað inn í stofu þar sem land-
stjórinn sat.
De Rhynsault var fremur img-
legur maður, rauður í andliti og
hörkulegur, honum var Iítið um
andlegu stjettina gefið.
— Nú, munkur, hvaða frjettir
flytur þú mjer, er jeg á að gleðj-
ast yfirf
— Á litlu skammeli við borðs-
endann þar sem landstjórinn sat,
húkti svolítill krypplingur, föt
hans voru tvílit, annar helmingur-
inn rauður, hinn svartur, hengu
smábjöllur í hornunum á kragan-
um, og það sem hann hafði á höfð-
inu var líkast hanakamb. Þetta
var fífl landstjórans. Það fór hroll
ur um munkinn þegar hann kom
auga á fíflið, svo il'lmannlegt
augnaráð hafði hann ekki sjeð í
nokkrum manni. — Munkurinn
reyndi að jafna sig og leit á
landstjórann:
— Yðar hátign kannast við
hvarf Antoníusar greifa af Geld-
em, er ekki svof
— Hvað eiga slíkar asnaspum-
ingar að þýða?
Stefán munkur Ijet ekki slá sig
ut af laginu: — Eins og de Van-
clern tilk.ynti hertoganum þá var
nefndur greifi á ferð í Ghent í
marsmánuði síðastliðnum. Frelsaði
hann þar mannaumingja frá dauða
kostlegu svik. Fyrirlesarinn er
allra manna' fróðastur um þetta,
þar sem afstaða hans hjá ýmsum
norskum blöðum- er 'sKk, áð liann
liefir haft greiðan aðgang. að
pliiggum, sem málið snerta.
Stóra vitleysan, eða svar dóms-
málaráðlierrans fráfarandi við at-
hugasemd eins yfirskoðunarmanns
landsreikningsins viðvíkjandi fjár-
reiðum Laugarvatnsskólans, sem
birt er í landsreikningnum 1930,
hefir nú verið gefið út sjersprent-
að á ríkissjóðs kostnað og sent út
með Tímanum. Jafnvel þó óheimilt
sje, að nota fje ríkissjóðs til þess-
ara hluta, er þó vel farið, að þetta
heilbrigðisvottorð hins fráfarandi |
ráðlierra komist í hendur sem
flestra landsmanna. Vafalaust eiga
n.enn þó, við fyrsta yfirlestur,
erfitt með að finna út, hvernig
fjárreiður Laugarvatnsskólans eru
í raun og veru. En eftir því sem
vjer höfum komist næst, mun út-
koman vera þessi: Hálf jörðin
Laugarvatn hefir verið keypt fyrir
16 þús. kr., en jarðhitinn er metinn
á 311 þús. kr. og mun ríkissjóði
ætlað að leggja fram fje á móti
þeirri upphæð. Utkoman verður
því sú hjá dómsmálaráðh., að rík-
issjóður skuldar Laugarvatnsskóla
stórfje!! Þannig lítur heilbrigðis-
vottorðið út.
,Kreppan‘. Mbl. hefir verið beð-
ið að geta þess, að vegna misgán-
ings hafi fallið úr blaðinu ,Krepp-
an‘, er út kom í gær, nafn útgef-
anda og ábyrgðarmanns blaðsins,
sem er Bjarni Guðmundsson stúd.,
Óðinsgötu 8.
Togararnir. Ver kom af veiðum
í gær með ágætan afla; hann
liættir nú veiðum.
Útvarpið í dag: 10,40 Veður-
fregnir. 17.00 Messa í Fríkirkjunni
(sr. Árni Sigurðsson). 19,30 Veð-
úrfregnir. 19.40 Barnatímí sr. Frið-
rik Hallgrímsson). 20.00 Klukku-
sláttvtr. Erindi: Elsta guðspjallið
(Ásm. Guðmundsson docent). 20,30
Frjettir. 21,00 Grammófóntónleik-
ar: Kvartett í C-moll, Op. 18. nr.
4, eftir Beethoven. Einsöngur
(Einar Sigurðsson). Fiðlusóló: —-
Iíexentanz, eftir Paganini, leikinn
af Vasa Prihoda. Danslög til kl.
24. —
Ekkert rnsl
má skilja eftir á götum kirkjugarðsins. Þéiþ, s'em það gera, m'ega
búast við reikningi fyrir flutning þess. Eigendur hirði eða bæti
brotna kassa á leiðum og brotnar grindur um leiði, ella verður
það flutt brott úr garðinum.
Sóknaiaefndin.
Á morgun: 10.00 Veðurfregnir.
12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veður-
fregnir. 19,30 Veðurfregnir. 19.40
Tónleikar: Alþýðulög (útvarps-
kvartettinn). 20.00 Klukkusláttur
Grammónfóntónleikar: Einsöngur:
Tenna Frederiksen syngur: Bæn
Tosca og lag úr 1. þætti óp. Tosca
eftir Puccini. Ippolito Lazaro
syngur: La Bruja, eftir Carrión y
Chapi og La partida, eftir Al-
varez. Pianosóló: Valsar eftir
Irahms. 20.30 Frjettir.
Áttræð er á þriðjudaginn, 31. þ.
m., Sigríður Sigurðardóttir. Er
hún hjá syni sínum og tengdadótt-
ur, Jakobínu Helgadóttur strau-
konu og Sigurði Þórðarsyni trje-
smið, Vesturgötu 21.
Mót verslunar- og bankamanna,
sem Norræna fjelagið gengst ár-
lega fyrir, verður að þessu sinni
haldið í DanmÖrku, dagana 8.—16.
júní. Hjeðan fara fulltrúar frá
Verslunarmannafjel. Reykjavíkur
og Merkíir, á mót þetta. Frá
Verslunarmannafjel. Rvíkur fara
þeir Brynjólfur Þorsteinsson,
bankafulltrúi, og Guðmundur
Jónsson í ,Brynju‘. Fóru þeir í
gær með Drotningunni. En full-
trúar frá Merkúr, þeir Valgarður
Stefánsson, Konráð Gíslason og
Kristinn Guðjónsson, fóru með
„Goðafossi“ síðast. — Þátttak-
endum í móti þessu er boðið í
ferðalag um Danmörku, til að sjá
þar ýms stórvirki og atvinnu-
fyrirtæki.
Hjálpræðisherinn. Samkomur í
dag: Helgunarsamkoma kl. 10J4
árd. Sunnudagaskóli, kl. 2 síðd.
(Verðlauna sunnudagur); útisam-
koma. á Lækjartorgi kl. 4 0g við
Lindargötu kl. 7%. Kveðjusam-
koma fyrir stabskapt. Árna M.
Jóhannesson og fjölskyldu kl.
8y2. Lúðrafl. og strengjasveitin að-
stoða. Allir velkomnir! Heimila*
sambandið hefir kveðjufund fyrir
frii Jóhannesson stábskapt. á mánu
daginn kl. 8Yo sd.
Meðal farþega á Dettifossi í gær
voru: Frú María Sveinsson. Frk.
A. Hallgrímsson. Kristján Bergs-
son. Þorsteinn Þorsteinsson skip-
stjóri. Sigurður Pálsson. Farþegar
voru alls 12.
Eimskip: Gullfoss er í Kaup-
mannahöfn. Goðafoss er á leið út.
Lagarfoss er á Siglufirði. Brúar-
foss fór frá Reykjavík í fyrra-
kvöld vestur. Dettifoss er í Rvík.
Selfoss fór frá Nordenham í fyrra
kvöld.
K.F.U.M. 0g K.F.U.K. í Hafnar-
firði. Almenn samkoma í kvöld
kl. 8 y2. Steinn Sigurðsson rith.
talar.
Voraldarsamkoma verður haldin
í Góðtemplarahúsinu uppi í kvöld
kl. 8y>. Allir velkomnir.
Frá Alþingi. Frv. um gjald-
þrot bænda var til 3. umr. í Ed.
í gær. Enn komu fram nokkurar
brtt. við frv., en voru feldar. —
Einnig var feld rökstudd dagskrá
frá P. M. en frv. samþ. með 8:5
atkv. og endursent Nd. f Nd. var
á dagskrá frv. um breyting á vega-
lögum, ásamt sæg breytingartil-
lagna. Frv. þessu var vísað til
stjórnarinnar með rökstuddri dag-
skrá og er þar með úr sögunní
að þessu sinni.
Dagskrár Alþingis á morgun.
Ed.: Fjárlög (atkvgr.), fimtar-
dómur og byggingasamvinnufjel-
lög. í Nd. er eitt smámál á dag-
skrá.
Knattspyrnunámskeiðinu lýkur f
dag, með fyrirlestri sem forseti
f.S.Í flytur í Miðbæjarbarnaskól-
anum, kl. 4 sd. Allir laiattspyrnu-
menn velkomnir meðan liúsrúm
leyfir.
ér hafði talað ósæmilega um hans
hátign, hertogann. Síðan hefir ekk-
ert til lians spurst, en menn álíta,
að greifinn .hafi fylgst með þessum
rnanni frá Ghent.
Nú, hvað varðar mig úm
þetta ?
— Hértðginn hefir óskað eftir
að menn kæmust'á snoðir um hvar
greifinn væri niður1 kominn — og
yrði þakklátur fyrir, ef einliver
kæmi Iionum heim aftur.
— Hættu þessu masi, þettai er
ekki annað en það sem jeg veit.
— Yerið rólegur eitt augnablik,
yðar hátign. Vitið þjer að þessi
maður, sem greifinn bjargaði, var
kaupmaður hjeðan frá Middelburg,
Philip Danvelt að nafni.
Þetta hreif. — Danvelt — hróp-
aði hann. — sá maurapúki.
— Guði sje lof, þarna gat jeg
frætt yðar hátign um það sem þjer
vissuð ekki áður. Nú ráðlegg jeg
yður að spyrja Danvelt hvar vel-
gerðamaður hans sje rtiður kom-
inn. Þá er erindi mínu lokið. Frið-
ur sje með yður.
Hálfri stundu síðar kom sendi-
maður frá Iandsstjóranum til
Danveflt með skipun frá honum
að mæta strax.
Danvelt varð hálf skelkaður yfir
þessari orðsendingu, og vildi fá að
vita hvað hann ætti að gera þang-
að, hann væri að leggja af stað
tiIVlissingen, og sjer væri illa við
að tefjast.
— Hans hátign skýrir yður frá
erindinu, sagði sendimaðurinn. Því
fyr sem þjer komið því betra fyrir
yður.
Danvelt þorði ekki frekar að
andmæla og fór nauðugur viljug-
ur til landstjóra.
— Jeg hefi frjett, að þú liafir
lent í káandri síðast þegar þú
varst í Ghent, þannig byrjaði land-
stjórinrí óðara og hann sá Danvelt.
— Já, herra, jeg vissi ekki
hvað jeg gerði, jeg var ölvaður.
— Hvaða náungi var það sem
hjálpaði þjer úr klípunni. Jeg
heyri sagt að þú hafir hlotið háa
sekt fyrir brot þitt. Þú manst
sennilega hver það var sem lánaði
þjer fjeð?
— Já, það man jeg vel.
— Hvað hjet hann?
— Egmont — Antoníus Egmont.
— Dóninn þinn, kantu ekki að
nefna hann?
Danvelt glápti og vissi ekkert
hvaðan á sig stóð veðrið.
>— Veistu ekki hver hann var
þessi Antoníus Egmont, sem þú
nefnir svo?
— Nei, ekkart ennað en það sem
jeg hefi þegar sagt.
— Veistu hvar hami er núna?
— Hann er í Vlissingen.
— Það er ágætt, þú getur farið
þína leið, jeg hefi ekki meira við
þig að tala, sagði de Rhynsaúlt,
Danvelt ljet ekki segja sjer það
tvisvar, hann flýtti sjer heimr
söðlaði hest sinn og reið í snatri
til Vlissingen.
Þennan sama dag voru þau á
reiðtúr Jóhanna og Antoníus
ísamt þjónum sínum, Jan og
Franz, er riðu jafnan spölkorn á
eftir. Þau riðu með fram strönd-
inni, svalur andblær bljes af hafi,.
það var svo hressandi í sólarhit--
anum.
Greifinn var í þungu skapi, hann
átti í stríði við sjálfan sig. Hann
var hrifinn af Jóhönnu. en eins
o.g ástatt var, gat hann ekki gifst
alþýðukonu. Hann varð að afsala
sjer öfllu tilkalli til ríkiserfða áður-
en hann gæt.i gengið að eiga hana,.
Ekki vildi liann draga þessa sak-
lausu stúlku á tálar, annað hvort
varð hann að giftast henni og taka
afleiðingunum af því eins og mað-
ur. eða yfirgefa hana hið fyrsta
fyrir fult og alt.
— Visuð þjer ekki að jeg mundi
koma aft.ur, Jóhanna?
— Jeg var að vona það, hún sá
eftir hvað hún hafði verið hrein-
skilin og tók sig á: — Þjer vitið;
livað jeg meina, það var svo sem
auðvitað að þjer kæmuð til að^
innheimta skuldina og svo- sækjai
liestana yðar.