Morgunblaðið - 29.05.1932, Page 6
6
«i n o ,
V U ( í tl I £■>
að meta t. d. veikindakostnað og
ábvrgðartöp til frádráttar á tekj-
i'm, en slíkt er ósammæianlegt við
eignirnar enda yí'ir höfuð ekki
tekið t.illit til þess í eignaútsvar-
inu. Eignaútsvarið samræmist því
ekki vel því að taka tillit til á-
stæðna.
Benda má og' á það að með nú-
verandi fyrirkomulagi verður heild
arútsvarið stiglækkandi á tekjun-
nm, þar sem um nokkra verulega
eign er að ræða. Allar fyrstu tekj-
tirnar tekur eignaiitsvarið en síðan
•sleppur tiltölulega vaxandi hluti
af' heildartekjunum undan skatt-
inum. Jeg hygg að slík íitsvars-
regla komi þeim nokkuð einkenni-
^ega fyrir sjónir, sem þekkja skatt-
kenningar nútímans.
Gagnvart fjelögum og fyrirtækj-
um verkar eignaútsvarið þannig
að af tveimur fjelögum með jafn-
miklum tekjum verður það fjelag-
ið að greiða hærra útsvar sem lief-
ir meira, eigið fje, þ. e. hlutfalls-
iega minni arð. Annars er það
aigild regla í fjelagaskatti annars
staðar að arðurinn er því hærra
skattaður sem hann er Ijettar feng
inn og hærri í hlutfa'lli við höfuð-
stólinn. Hjá okkur er reglan því
öfug.
Er eignaútsvarsstigi sá sem hjer
er birtur hafði verið samþyktur
gegn atkvæðum okkar fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í niðurjöfnun-
arnefnd. vildi jeg þó reyna að
koma því til leiðar að útsvarsá-
lagningin kæmi heppilegar niður
og að tekið væri meira tiliit til
ástæðna í því árferði sem nú er.
Jeg bar því fram eftirfarandi tvær
tillögur:
„Jeg geri það að tillögu minni,
að útsvör þau er lögð verða á
eftir nú samþyktum tekju -og
eignaútsvarsstiga verði miðuð við
tekjur og eignir hvers einstaklings
og lögð á einstaklingana. Verður
með því móti betur náð því marki
sem ætlað er að ná með stighækk-
un útsvaranna, nfl. að skattleggja
þá einstaklinga hátt sem vel eru
stæðir. En með áður gildandi reg'l-
um fvrir útsvarsáiagningu eru þeir
einstaklingar hátt skattlagðir sem
hluti eiga í stórum fjelögum án
alls tillits til velmegunar og gjald-
getu. Þann annan ókost hafa og
þær reglur sem áður hefir verið
fylgt, sjerstaklega þegar eignaút-
svarið er orðið svo hátt, sem nú er
samþykt af meiri hluta nefndar-
innar, að með því er stórum fyrir-
tækjum gert ókleift að starfa. En
þar sem stór fyrirtæki hafa hlut-
fallslega meiri framleiðslukraft og
minni kostnað en smá, er fram-
leiðslunni og efnahagslífinu hætta
búin, ef ekki verður breytt um að-
ferð“.
„Jeg legg til, að ástæður ein-
staklinga og f.je'laga verði teknar
„systematiskt“ til greina, þannig
að skuklir umfram eignir og tap
á árinu komi til frádráttar eftir
sömu skattstigum og tilsvarandi
eignir og tekjur. Þetta hindri þó
ekki að eitthvað gjald fyrir til-
verurjett verði lagt á fjelög sem
hafa rekstur hjer í bænum og ella
myndu falla af iitsvarsskrá.“
Hvorug þessi t.illaga náði þó
fram að ganga. Að því er snertir
fyrri till. var samþ. að láta rann-
saka fyrir næsta ár hvernig hún
mundi reynast, en seinni tillagan
fekk ekki nema atkv. fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins og var því
f eld. Var það gert með þeim for-
sendum að erfitt væri að binda
sig við fastan mælikvarða í þessu
efni en hinsvegar væri rjett að
taka tillit til slíkra ástæðna, í
hverju einstöku tilfelli. Hvert svo
hefir verið gert get.a þau fyrirtæki
borið um, sem reksturstap hafa
haft síðasta ár.
Að svo komnu máli áleit jeg
rjett að útsvarsmálin yrðu opin-
berari en þau hafa verið hingað
ti'., og lýsti vfir ])ví, að jeg myndi
birta útsvarsstigana með þeim at-
hugasemdum er jeg áliti rjettar.Var
því eklci vel tekið af meirihluta
nefndarinnar, en svo verður nú
að vera.
Jeg vil í þessu sambandi minna
á að Keykjavík hefir einkennilega
aðstöðu í útsvarsmálunum. Bæjar-
stjórn kýs með hlutfallskosningu 4
menn. í niðurjöfnunarnefnd, en
skattstjóri skipaður af ríkisstjórn-
inni er fimti maður. Með miver-
andi hlutföllum flokkanna í bæj-
arstjórn fær Sjálfstæðisflokkurinn
ekki nema tvo fuiltrúa í nefndinni
og er því þar í minni hluta þótt
hann hafi meiri hluta í bæjar-
stjórn. Núverandi útsvarskerfi er
því ekki á ábyrgð meiri hluta bæj-
arstjórnar.
Fyrirkomulagið, eins og það er
orðið nú, er alveg óhafandi, fyrst,
og fremst vegna eignaútsvarsins,
sem kemur svo hart niður á lág-
trkjum gjaldenda. Við skulum
taka dæmi: Fyrirtæki sem hefir
1 milj. kr. eigið fje fær, ef það
hefir 30000 kr. tekjur, hjer um bil
27000 kr. í útsvar. Hafi það 40000
kr. tekjur fær það ca. 31000 kr. í
útsvar. Með 50000 kr. tekjum
sleppur það með 35000 kr. í útsvar.
Er þá eftir að hugsa fyrir tekju-
og eignaskatti til ríkisins. Þegar
nú þar við bætist að á tapsárum
er lagt á fyrirtækin fult eignaút,-
svar og þar á ofan máske býsna
hátt rek.stursútsvar kynni að fara
að verða þröngt fyrir dyrum hjá
ýmsum atvinnufyrirtækjum. Harð-
ast kemur kerfið níður ^ fram-
leiðs'lufyrirtækjunum sem þurfa
mikið fastafje og fá því hátt,
eignaútsvar, en af .slíkum fyrir-
tækjum kemur ]>að harðast niður
á þeim, sem hafa breytilega af-
komu, annað árið tap og hitt árið
gróða. Sú atvinnugrein sem harð-
ast verður úti er sjávarútvegurinn.
Verslunarfyrirtækin sleppa tiltölu-
lega betur, þó að ýmsum þeirra
finnist máske sinn kostur ekki of
góður.
Því er ekki að neita, að útsvörin
hjer í Reykjavík eru þungur skatt-
ur. Öllum má vera það ljóst að
rSvo hlýtur að vera þegar það er|
athugað, að útsvarsupphæðin i
Reykjavík einni síðasta ár var
töluvert hærri en tekju- og eigna-
skatturinn af öllu landinu. Það er
því full ástæða fyrir bæjarfjel. til
að svipast um eftir nýjum tekju-
stofnum sem ljett gætu útsvörin,
einkum þegar það er athugað að
ríkið seilist nú óðum eftir skatt-
stofnum, sem eftir eðli sínu ættu
að falla bæjar- og sveitafjelögun-
um. —
En ef útsvörin eru þung og
mundu vera, jafnvel þótt útsvars-
grundvöl'lurinn væri heppilegur og
rjettlátur, þá keyrir þó fyrst um
þverbak ef grundvöllurinn er ó-
heppilegur. Það álít jeg hann hafa
verið að þessu sinni og niðurjöfn-
unina því hafa farið illa úr hendi.
Jeg álít það því bæði rjett minn
og skyldu að birta reglur þær, sem
farið er eftir, til þess að vekja at-
livgli a'lmennings á þeim viðfangs-
V>fnum sem um er að ræða. En hitt
[verður líka að segjast að jeg álít
það algerlega úrelt og óhafandi
fyrirkomulag, sjerstaklega hjer í
Reykjavík, að fela einhverri nefnd
manna að seilast ofan í vasa borg-
aranna eftir geysiháuin fjárhæð-
um, eftir reglum, sem nefndin hef-
ir óskorað vald yfir og breyst
geta frá ári til árs. Þetta er ekki
verjandi lengur, jafnvel ekki þótt
reglurnar væru opinberar. Næsta
skréfið á því að vera það, að lög-
gjafinn setji valdi niðurjöfnunar-
nefnda einhver sanngjörn takmörk.
Reykjavík, 26. maí 1932.
Brynjölfur lóhannesson
í hlutverkinu Friðmundur Friðar.
................wém
iicmtskfatahtcínsutí og íittm
aujgaveg 34 ^ímir 1300
Fullkomnar vjelar. Nýjustu og bestu efni. Þaulvant starfsfólk. —
10 ára reynsla.
Saltkjðt.
" Eigum óseldar nokkrar tunnur, sem við seljum
mjög ódýrt. —
Eggert Kristjánssoa & Ca.
Símar: 1317 og 1400.
Jeg hefi undanfarin tvö ár ekki
átt kost á að fylgjast með hinum
feikna framförum, sem þessi eftir-
tektarverði, sjálfmentaði leikari
liefir tekið. Þeim nnm óvæntar
kom m.jer að sjá hann í hlutverki
Friðmundar Friðar í gamanleikn-
um „Karlinn í kassanum“. Hlut-
verkið var blátt áfram snitdarlega
leikið og myndi hafa aflað honum
frægðar, hvar sem vera vildi, ann-
ars st.aðar en í Reykjavík, kannske.
Áð vísu hafa blöðin hrósað honum
óspart fyrir meðferðina. en manni
finst lítið til um það, því að þau
liafa hrósað öllu um leið, líka því
1 jelega.
Það er fæstum venjulegum leik-
húsgestum kunnugt, hverja óhemju
vinnu það iitheimtir að vanda hlut-
verk á leiksviði, í hvíldartíma eft-
ír þreytandi hversdagsstörfin. Eins
og verið hefir hlutskifti þeirra,
sem stunda leiklist hjer á landi, er
það ranglátt að virða það of lítils.
Hjá Brynjólfi fer alt saman í
þessu hlutverki, sem nauðsynlegt
er til að skapa heilsteypta persónu
á leiksviði, and'litsmeðferð, hreyf-
ingar tal- og raddbrigði. Og það
dylst. ekki, þrátt fyrir það. þótt
leikurinn sje ljettur og eðlilegur,
að það hefir kostað óhemju vinnu
og kostgæfni að skapa persónu og
flytja eins og gert var.
Brynjólfur hefir með þessu hlut-
verki enn þá einu sinni sýnt fram
á, að þrátt fyrir það, þótt hann
alla tíma hafi stundað aðra vinnu
og ekki stundað leiknám, liefir
hann náð alveg ótrúlegum þroska
sem „karakter“ Jeikari, þó hins
vegar skuli ekki dregin dul á það,
að honum hefir ósjaldan mistekist.
Hitt er jafn víst, að hlotnist hon-
um hlutverk, sem á við hann, þá
Hlllupappír 09 hilluhoraor,
kreppnpappír, nmbnðapappír og
teiknistilti hvlt og mislit I
Bókaverslun Sígfúsar Eymundssonar
og Bókabnð Anstnrbæjar B. S E. Lv. 34.
Stðrfeld
verðlækkun á reiðhjólum.
Yerð frá kr. 100—200.
Allir varahlutir seldir mjög
ódýrt; ásettir ókeypis.
Signrþðr Jónsssn.
Látið
vmna fyrir
yður.
Ekkert
erfiði,
Alt verður svo hreint og
spegilfagurt.
H.f. Efnagerð Reykjavíknr
Austurstr. 3.
Dívanar
og dýnur af öllum gerðum. —
Vandað efni vönduð vinna
LÁGT VERÐ.
Húsgagnaversl. Reykjavíkur,
Vatnsstíg 3. Sími 1940.
kemst hann lengra en flestir aðrir
í meðferð þess. — Það má jafnvel
heyra á götunum þessa dagana,
þegar menn kalla hvor í annan og
segja: — Hefirðu sjeð „Karlinn í
kassanum?“ — Hvað segirðu um
hann Binna?
Brynjólfur er einn þeirra mann,
sem lítið lætur á sjer bera og hefir
því aldrei farið fram á neina opin-
bera viðurkenningu fyrir starf sitt.
Hitt væri jafn sjáflfsagt, að hann
fengi, áður en langt um líður, ein-
hverja viðurkenningu óbeðið, og
myndi þá að nokkru bætt úr því
afskiftaleysi, sem er svo alment
hjer í garð lista, hverju nafni sem
nefnast.
28. maí 1932.
B. G.
.... ....
Snmarkjóla-
efni,
Sumarkápuefni, Kápur og
Kjólar á börn og fullorðna,
Sokkar, Nærfatnaður, Slopp-
ar, Morg'unkjólar, Svuntur
og margt fleira ódýrt.
Versl. Vfh
Laugaveg 52. Sími 1485.
EGGERT CLAESSEN
hæstaxjettannáIaflutningBma®nr
Skrifstofa: Hsfnarstnsti 5.
Simi 871. Viðtalstími 10—13 f. k.
Amatðrdeild
Lofts í Nýja Bíó.
Framköllun og kopíering
fljótt og vel af hendi leyst.
k