Morgunblaðið - 29.05.1932, Blaðsíða 7
M 0 R G U N B L A Ð 1 Ð
1
Nauðsyn visindalegra rannsókna
á skilyrðum íslenskra atvinnuvega.
Álit Fr. Weis prófessor.
Frjómoldin og gerlarnir. Skógrækt,
nautpeningsrækt og saltfiskur.
Fr. Weis.
í gær livarf próf. Fr. "Weis
Íieimleiðiíj með Drotiiingunni. —
Hann kom hing-að með sama skipi
fyrir 10 dögum. Hann lie'fir not-
nð tímann vel þessa daga, gengið að
því með oddi og egg að kvnnast
landinu og atvinnuháttum vorum,
jafnframt því, sem hann hefir
lialdið háskólafyrirlestra sína. —
Hann liefir farið austur um Öuð-
urlandsundirlendi, um Mosfells-
sveit, Kjalarnes og Kjós, til Þing-
valla og suður á Reykjanesskag-
ann. Hvar vetna hefir liann athug-
að jarðveg og jarðmvndanir, og
tekið með sjer allmikið af sýnis-
hQrnum af jarðvegi til rannsókna
á vinnustofu sinni í Tlöfn.
Fr. Weis prófessor hefir, sem
kunnugt er, um langt skeið verið
kennari við Landbúnaðarliáskólann
í Höfn, jafnframt því, sem hann
hefir fengist við víðtækar vísinda-
legar rannsóknir á jarðvegi og
■gróðri. Fyrir löngu er liann víð-
kunmu' maður fyrir rannsóknir sín
ar og rit. En eitt af stórfeldustu
störfum iians, er rannsóknir hans á
jarðvegi jósku heiðanna. Síðastlið-
in 60 ár hafa Danir, sem víðfrægt
er orðið, unnið hin mestu stórvirki,
við ræktun hinna ófrjóu lieiða. En
það er ekki fyrri en fyrir fáum
árum að Fr. Weis próf. tókst, með
ítarlegum ránnsóknum á eðli jarð-
vegsins þar, að sýna fram á, hvern-
ig ætti að fara með heiðajarðveg-
inn til þess að hann „nyti sín“,
til þess að bestu eiginleikar lians
kæmu í ]jós. Með hinni rjettu með-
ferð, sem hanri hefir sýnt, og út-
skýrt vísindalega, hefir honum
tekist, á tiltölulega skömmum
tíma, að gerbreyta hinum ljeleg-
asta heiðajarðvegi í frjósamar
skóglendur.
Eins og nærri má geta, hefir
Weis prófessor fengið svo góð
vinnuskilyrði, sem frekast er unt,
ríflega aðstoð og hinar fullkomn-
utsu vinnustofur og tæki, þar sem
hægt er að grandskoða alla eigin-
ieika, jarðvegs, efnainnihald, eðlis-
ástand alt og gerlagróður.
Frásö^n Fr. Weis.
Mbl. hefir haft tal af Fr. Weis,
og fengið hjá honum álit hans á
íslenskum jarðvegi og ísl. atvinnu
lífi, eins og það kemur honum fyr-
ir sjónir eftir þessa heimsókn lians.
Um gróðurmátt jarðvegsins.
Þar eð aðalstarf mitt er jarð-
vegsrannsóknir, segir Fr. Weis,
liefi jeg gefið hinum íslenska jarð-
vegi mestan gaum. Maður er ekki
fyrr kominn hingað, en það verður
komumanni augljóst, að hjer á
landi er um alveg sjerkennilegan
jarðveg að ræða, mjög svo frá-
brugðinn jarðvegi annara Norður-
landa, sein eð'lilegt er, lijer í eld-
fjallaiandinu.
Eftir þeim efnagreiningum sem
jeg, hefi sjeð af íslenskum jarð-
vegi, er næringarefna forði hans
nægilegur, að öðru leyti en því, að
hjer mun allvíða vera vöntun á fos
forsýru og kali.
Aftur á móti er köfnunarefnis-
.f orði jarðvegsins hjer sýnilega
mikill. En verkefni manna verður
að fá því til leiðar komið, að sá
forði komi jurtagróðrinum að
notum.
Eðlisástand jarðvegsins virðist
og vera lijer ágætt, og jörð virðist
hjer yfirleitt ekki vera eins súr
í upprunalegri mynd sinni, eins og í
nágrannalöndunum. Stafar sá mis-
munur af því, að bergtegundir
landsins eru aðrar.
•Jeg fæ eigi betur sjeð, en mikill
hiuti af íslenskum jarðvegi sje
auðunninn til nýræktar, saman-
borið við jarðveg þann sem tekinn
liefir verið til ræktunar víða á
Norðurlöndum. •
Um gerlagróður jarðvegsins hjer
a landi vita menn sama og ekkert,
og verður ekkert um hann sagt,
fyrri en að undangenginni rann-
sókn.
Og áður en sagt verður nokkuð
með vissu um íslenskan jarðveg,
íslenska mo‘ld, þarf mikið rann-
sóknaverk að vinna. Þegar maður
fer um íslenskar sveitir, þá er sem
hin óunnu rannsóknarefni hrópi
ti! manns um úrlausn, þar sem
þau blasa við augum. Sjaldan hefi
jeg óskað þess eins og einmitt
hjer á tslandi, að vera ungur í ann
að sinn, og geta tekið þátt í því
rannsóknastarfi, sem lijer er fyrir
hendi.
Tökum t. d. flögin í móunum
hjerna. Hvað veldur þessum gróð-
urlausu skellum í grassverðinum ?
Hvaða kunnleiki fæst á ástandi
liins íslenska jarðvegs alment, þeg-
ar grafist er fyrir rætur þessarar
meinsemdar? -Teg æt'ia engar get-
gátur að gera um þetta efni nú.
En glaður yrði jeg, ef sýnishorn
þau, sem jeg hjer hefi tekið, gætu
gefið okkur einhverjar bendingar
um þetta, er þau verða rannsökuð.
Og hvað um melana? Hvernig
verða þeir best ræktaðir? Og
sandarnir t. d. í Rangárvallasýslu?
Melar hafa verið ræktaðir, t. d. á
Korpúlfsstöðum hefi jeg sjeð rækt-
aða mela. Og sandfok er nú víða
heft, sem betur fer. En hver veit
livaða aðferðir verður hægt að
nota, þegar öll einkenni og alt eðli
sandanna og ,,moldanna“ hálf-
blásnu verður skýrt fyrir manni,
eins og stafur á bók?
Framtíð skógræktarinnar.
Um skóggræðsCu lijer á landi
segir Weis m. a.
Jeg get ekki betur sjeð, en
skóggræðsla geti átt hjer talsverða
framtíð. Margt bendir til þess.
Vöxtur trjánna í Múlakotsgarði er
eftirtektarvert dæmi þess, hvernig
trjálundi er hægt að hafa hjer við
bæi. Og skógarreiturinn á Þing-
völlum gefur góðar vonir um vöxt
furutrjáa. Fallegri fjallafuru en
þar hefi jeg ekki sjeð, eftir aldri.
Að vísu er það sýnilegt, að veðr-
áttan er skógargróðri óhentug,
greinarsprotar frjósa, svo trjen
verða ekki beinvaxin. En af því
sem jeg liefi sjeð hjer. tel jeg
'engípi vafa á, að hjer sje hægt að
koma upp trjágróðri við bæi, sem
kæmu bændum að góðu gagni, með
því að þar fengjúst girðingastaur-
ar, efniviður í amboð o. fl. Eftir
reynslu þeirri sem fengin er á
Jótlandsheiðum, gæti jeg trúað
því, að hjer gætu fleiri trjáteg-
undir komið til greina, en þær
sem enn eru hjer ræktaðar. Elrir
ætti að koma lijer að gagni. Hann
er notaður til skjóls á Jótlands-
heiðum.
En menn verða að gæta hinnar
algildu reglu, að gróðursetja trjen
nægilega þjett í gróðurbeðunum.
Alt af er hægt að grisja, þegar
þau hafa fengið þann vöxt, að
þess gerist þörf.
Skógræktin verður vitanlega að
byrja í smáúm stíl, sem gróður-
reitir við bæina, áður en byrjað
er á. stórfeldri skóggræðslu. Þá fá
menn reynslu til að b.yggja á. Og
hjer mun sem annars staðar gefast
best að ala upp trje í nánfl við
mannabústaði. Þar fá .trjen áburð
og umhirðu. Þar er hægt að sjá
um, að tr.jen standi í opnum beð-
um, en gras nái ekki að vaxa að
stofninum. Það er eitt aðalatriðið.
Svo liefir revnst á Jótlandsheiðum.
Standi trjen í grasigróinni jörð, er
þeim mun hættara við skemdum af
frosti.
Hið nýja landnám.
En eins og skóggræðslan á að
byrja í smáum stíl, og breiðast út
frá bændabýlunum, eins verður
jarðræktinni best borgið, með því
að ræktað land jarðanna aukist svo
mikið, að það verði til skiftanna.
Þannig liafa jósku heiðarnar
komist í rækt, en þaðan er mjer
samlíkingin tömust, því þar er jeg
kunnugastur og þar eru mín helstu
viðfangsefni.
Heiðajarðirnar liöfðu fyr á tím-
um yfir miklum landflæmum að
ráða. Heiðabændurnir klufu þrítug
an hamarinn við nýræktina. Og
þeim tókst hverjum af öðrum, að
auka svo mjög ræktað land sitt, að
liægt var að skifta jörðunum milli
barnanna, þetta. e. t. v. í 3—5
jarðarparta, milli nýbýlanna, sem
brátt urðu jafn afrakstursmikil
hvert fyrir sig og jörðin öll áður.
En þegar jeg ilít yfir hinar ís-
lensku sveitir, get jeg ekki varist
undrun yfir því, live ræktaða land-
ið er lítið enn. Og þá um leið
renni jeg huganum til heiðanna, og
ber saman jarðveginn hjer og þar,
og get ekki betur sjeð, en lijer sje
hann ákaflega mikið betri.
Samanburð hefi jeg ekki á tak-
teinum, á veðráttufarinu. En þess
er að gæta, að jósku heiðabænd-
urnir fá stundum næturfrost í
öllum mánuðum sumarsins, og
dæmi eru til þess að næturfrost í
júní hafi þar náð 10 gráðum.
Nautpeningsrækt og mjólkur-
iðnaður
Um nautpeningsræktina segir
\Veis m. a. að hann dáist að því
hve gott kúakyn við höfum lijer,
hve kýr geti hjer mjólkað mikið,
og það enda þótt að aðbúnaður
þeirra sje sums staðar ekki sem
bestur, þar sem f jós eru t. d. dimm
og óþrifaleg, samanborið við það
sem tíðkast ytra. Að kýr skuli hjer
verjast berklum og gefa jafn fitu-
rnikla mjó'lk og raun er á.
Er hjer vissulega, segir hann,
hinn besti kynstofn fyrir naut-
peningsrækt, svo eigi verður betri
kosinn.
é■
En hjer þarf að gera allmiklar
umbætur á sviði mjólkuriðnaðar-
ins. Það er t.. d. sjálfsagt að rann-
saka svo skyrgerlana, að hægt
verði að hafa skyrgerðina alveg í
liendi sjer, tryggja það, að skyrið
verði jafnt að gæðurn, hvar sem
það er framleitt.
Þá er það ekki síður nauðsyn-
legt, að koma hjer á fót marg-
breytilegri ostagerð.Landsliættir og
mjólkurgæðin beina mönnum' inn á
þá 'leið, svo ostar af bestu tegund
geti orðið hjer verðmiki'l útflutn-
ingsvara. Til þess að koma þessu
í kring, þarf að gera hjer víðtæk-
ar og nákvæmar gerlarannsóknir
og koma á stofn þeim gerlagróðri
sem við á.
Hið mikla rannsóknastarf.
Yfirleitt virðist. mjer það gilda
einu hvert litið er á landi hjer;
hvarvetna blasa við manni liin
skemtilegustu verkefni og úrlausn-
arefni, er bætt geta að miklum
mun skilyrði atvinnuveganna.
A sviði gerlafræðinnar einnar
liefi jeg sjeð hjer margs konar
óleyst verkefni, svo sem rann-
sóknir á gerlagróðri jarðvegsins,
rannsóknir á hinu ágæta skyri,
rannsóknir á hentugri ostagerð fyr
ir móikurbú ykkar. Jeg hefi heyrt
að hjer liggi ónotuð liin bestu á-
liöld til vísindalegra rannsókna á
þessu sviði, þar sem eru áhöld þau,
e'r Þjóðverjar gáfu hingað í tilfeni
af afmæli Alþingis. Vonandi tekst
áður en langt um líður, að koma
áhölduni þessum í hæfilegt hús-
rúm til notkunar.
En ánægja væri mjer það hin
mesta, ef framtakssamir íslending-
ar sem taka slík verkefni að sjer,
sem geriarannsóknir fyrir atvinnu-
vegi landsins, gætu haft nokkurt
gagn af leiðbeiningum frá mjer,
myndi jeg með ánægju opna þeim
aðgang að vinnustofum mínum.
Saltfiskurinn.
Jeg hefi í þetta sinn, segir Weis
að lokum, minst á nokkur atriði
viðvíkjandi landbúnaðinum. En
engu síður mun mega benda á
vísindaleg rannsóknarefni á sviði
útgerðarinnar. Þó eigi sje farið
lengra en það sem gerlafræðin nær,
munu menn fyrirhitta ýms merki-
leg verkefni þar, svo sem rann-
sóknir á. verkun saltfisksins, og
breytihgum þeim, sem hann
tekur, og þarf að taka, við verkun-
ina, til þess að hann verði trygður,
sem fyrsta flokks vara. Er ekkert
efamál, að vísindalegar rannsóknir
á, fiskinum geta varðveitt mikil
verðmæti fyrir landsmenn og trygt.
þeim sö'lumarkaði.
Kyrstaða — Afturför.
Danskir bændur og framleið-
endur yfirleitt hafa fengið orð á
sjer fyrir vöruvöndun og vandaða
vöruflokkun. En menn mega ekki
halda, að dönsku bændurnir hafi
talið sjer trú um, að þeir sjeu í
framleiðslu sinni og vöruvöndun
komnir að neinu hámarki, svo um
ekkert verði bætt iir þessu. Sífeld-
ar umbætur, gerðar með vísinda-
legum rannsóknum og nákvæmni
geta rutt framleiðsluvörum okkar
rúm í hinum erlendu markaðslönd-
um. Verði kyrstaða í umbótunum,
er afturför í nánd.
Reykjavíkurbrief.
28. maí.
Veðráttan.
Veður hefir verið milt undan-
farna viku um 'land alt, og hæg-
viðri. Urkoma talsverð á Vestur-
landi, sem komið hefir gróðri að
miklum notum. Þurkar há annars
gróðri víða.
Togararnir.
Þeir, sem enn eru á veiðum, eru
margir á Skagagrunni. Þar veiddu
þeir og um tíma í fyrra vor, fram
um 10. júní. Reitingsafli þar.
Dauft enn um alla afurðasölu
sjávarafurða, en fiskverkun geng-
ur greiðlega í góðviðrinu.
Góður gestur.
Mikið gott getur af því leitt,
þegar liingað koma vísindamenn
eins og Fr. Weis prófessor frá
landbúnaðarháskólanum í Höfn.
Hann er hinn margfróðasti um alt
er að jarðvegsrannsóknum lýtur.
Hann er allur af vilja gerður, til
þess að stuðla að því, að hjer
megi koma af stað skipuiegum
rannsóknum á jarðvegi. Gætu slík-
ar rannsóknir fengið hina stór-
feldustu þýðingu fyrir jarðrækt
vora og jarðræktarmál.
í sambandi við þessa heimsókn
Weis prófessors, vaknar upp sú
spurning, hvort ekki mætti koma
því svo fyrir, að hásköli vor, eða
landsstjórn bæru við og við fram
ákveðnar óskir um það, livaða
vísindamenn hingað yrðu sendir
frá Danmörku til fyrirlestralialda
og yrði þá slæðst til þess að fá
þá menn. sem gætu orðið íslensku
atvinnu- og menningarlífi til var-
anlegs gagns. Hingað hafa að
vísu margir ágætir menn komið á
vegum háskólans. En nokkur ti‘1-
viljun mun hafa ráðið í því efn'i.
Heimsókn Weis prófessor er að
því einu leyti eltki eins ánægju-
leg, sem menn gætu á kosið, að
liún rifjar upp, að hann liefði
helst. átt að liafa komið hingað fyr-
ir löngu síðan.
Útsvarsálagningin.
Hjer í b'laðinu birtist nú grein
eftir Gunnar Viðar, þar sem hann
m. a. gerir grein fyrir reglurn
þeim, sem niðurjöfnunarnefnd hef-
ir farið eftir í ár, um niðurjöfnun
útsvara. Með því að bera útsvar
sitt saman við reglur þessar, geta
menn sjeð hvort reglunum hefir
verið fylgt í hverju einstöku til-
felli samkvæmt framtölunum.
Birting á þessum reglum niður-
jöfnunarnefndar er alveg sjálf-
sagður hlutur, og liefði átt að vera
hjer föst regla fyrir löngu. Er
menn sjá reglurnar, og að útsvörin
eru á þá 'lögð samkvæmt þeim, sjá
þeir sem er, að óánægja út af út-
svari sínu og kæra, er tilgangslaus.
Sparaa- þetta niðurjöfunarnefnd
mikið umstang og fyrirhöfn, og