Morgunblaðið - 29.05.1932, Síða 8
s
M 0 R G U N B L A Ð I Ð
BMMW>KMW*BBBWItTrrrn*riBBGMM5lga^lOJBlBgMBMWBa!aag
sagði
HINN FÁFEÓÐI
Hann kendi bifreiðinni um, því hann vissi
ekki betur. — Hann leit sem s;je að eins á
verð olíunnar en ekki gæðin.
HAJíN HAFÐI EKKI GERT SJER GREIN
FYRIR, að bulluhólkarnir verða fyrir ó-
eðlilegu sliti, af því að ódýra olían þynnist
við hita vjelarinnar. Hann vissi heldur ekki
að ódýru olíurnar mynda sót og leðju, sem
festa bulluhringana og stöðva olíutilrenslið.
HANN VISSI EKKI, að bullur (stimplar)
vjelarinnar fara 3000 sinnum upp og niður
á mínútu, og að einungis þunn olíuhimna,
þynnri en þynnsti pappír, ver núningsflet-
ina gegn sliti. —
HANN GERÐI SJER HELDUR EKKI
GREIN FYRIR, að það er mikill munur á
vjelum, hvað viðvíkur hitaútþensiu, sam-
þjöppun, hraða, ,efni og
smurningskerfi, að sú
olíutegund, sem á á-
gætlega við eina vjel, á
ekki við aðra. —
HANN VISSI EKKI, að framleiðendur
Gargoyie Mobiloil, eftir nákvæma prófun á
alls konar vjelategundum, framleiða sjer-
stakar olíur fyrir hverja tegund til sumar-
og vetrar-notkunar. — Enginn liafði sagt
honum að ca. 75% af ö'llum bifreiðafram-
leiðendum ráðleggja Gargoyle Mobiloil.
HANN HAFÐI ALDREI HUGSAÐ UM, að
útgjöldin til olíukaupa eru að eins 3% af
reksturskostnaði bifreiðarinnar. Hann hafði
aldrei hugsað um hvaða áhrif smumings-
olían hefir á viðgerðarkostnaðinn, en hann
hafði sparað peninga við að kaupa ódýra
olíu. — Þess vegna var hann óánægður með
bifreiðina sína og sagði: „Hvað, þarf að
bora út bulluhólkana nú þegar.“
HANN VISSI SEM SJE EKKI BETUR. En
þeir, sem betur vita, kaupa ekki að eins
bestu olíuna, heldur
biðja um þá teg. Gar-
goyle Mobiloil, sem er
framleidd fyrir viðkom-
andi. bifreiðategundir.
Biðjið um hina rjettu tegund Gargoyle Mobiloil.
Athugið Gargoyleskrána hjá útsölumanninum. —
GARGOYL
VACUDn 01L COnPANY.
Ðmboðsmenn: H. Benediktsson & Co.
Hann fekk náðun til handa Gísla mjög til þess áð auka á vinsældir
íuðmundssvni Tímaritst.ióra fyrir iians meðal alþýðu
marmu
rýmir burtu tortryggni þeirri, sem
ryður sjer til rúms, meðan alt er
á huldu um störf nefndarinnar.
Onnur hlið á því máli er það,
hvort reglurnar í heild sinni eru
rjettlátar og heppilegar, hvort út-
svarsálagningin er bæjarfjelaginu
yfirleitt holl og til frambúðar. —
Um það geta menn nú dæmt, þá
reglurnar eru birtar; enda lítil
sanngirni í því, að fáeinir menn
geti ráðið því á laun, hvernig bæj-
armenn eru skattlagðir.
Heilsufarið.
A það hefir verið bent nokkrum
sinnum h.jer í blaðinu, að engin
sannprófun væri fengin á því, hve
heilsubætandi áhrif innibyrgt sund
laugavatn hefði á nemendur hinna
„heitu“ skó'la.
Ríkisútvarpið flutti nýlega fregn
ir af Reykholtsskóla, þar sem vik-
ið var að heilsufari skólafólksins,
•g það gefið ótvíræðlega í skyn, að
sundþró skólans hefði bætt heilsu
fólksins þar.
Nemendur skólans eru eigi jafn-
sannfærðir um nytsemi þessarar
innilokuðu „heilsulindar“ eins og
fregnritari útvarpsins, og hafa
jafnve1! gerst svo óvarkárir að
setja ígerðarkvilla þá, sem gengu
í skólanum í vetur í sambandi við
sundbuslið í skólanum. Sumir fóru
þaðan með graftrarútferð úr skiln-
ingarvitura.
f ””i Litið um öxl.
cr
Landsstjórin, sem ætlaði að bæta
hag sveitanna, skilar þeim í hinum
mestu örðugleikum, bændur áttu
að verða skuldlausir og frjálsir,
urðu skuldaþrælar sem á svörtum
einokunartímum. Fjárhag þjóðar
ætlaði Afturhaldsstjórnin að bæta,
en hefir teymt þjóðina út í skulda-
f en. Svona mætti lengi telja. En
dæmin eru deginum iljósari. Lands-
stjórnin sem veitti fegurst og best
loforðin, hefir bókstaflega ekkert
þeirra efnt, ekkert einasta. Hvert
verk sem hún vinnur, eða hefir
látið vinna er meingallað eða ó-
nýtt, smátt sem stórt. Jafnvel svo
einfalt verk, sem hverjum einum
bónda tekst með þröngum efnahag,
tekst landsstjórninni ekki að fram-
kvæma með miljónaaustri. Ein-
falda, fjárhelda túngirðingu getur
hún ekki sett upp austur í Þing-
vallasveit, þó áhuginn sje svo
mikill fyrir girðinugnni, að um
hann sje haldinn heill iitvarps-
fyrirlestur.
Lambánum fjölgar í þjóðgarð-
inum. Tóur eru þar líka friðaðar.
Mun þjóðgarðsvörðurinn geta gert
a því athugun nokkra hvort hin
ferfættu friðhelgu dýr skifta lit,-
um eftir árstíðum, eins og getið er
um í náttúrufræði Jónasar Jóns-
sonar.
Frá Alþingi.
Andstöðuflokkar stjórnarinnar
voru frá öndverðu ákveðnir í því
að neita Afturhaldinu um fjárlög,
nema viðunandi lausn fengist á
stjórnarskrár- og kjördæmamálinu.
En Afturhaldið trúði því blátt
áfram ekki, neitaði sjer alveg um
það, að líta nokkra vitund fram í
tímann, í þeirri von að „alt slark-
aði það einhvern veginn“, eins og
fyrri daginn.
Og þessi hugsunarháttur er hið
allsherjar sjerkenni á stjórnmála-
starfsemi Afturhaldsins. Tveir
valdamestu menn landsins, og nán-
asta fylgilið þeirra, hafa gert sjer
það að algildri reglu, að líta aldrei
lengra en til líðandi stundar, kæra
sig aldrei hót um hvert stefndi,
um afleiðingar óstjórnar, fjár-
sukk, rangsleitni og hvers konar
svívirðu, sem þeim hefir hug-
kvæmst, sjer og málaliði sínu til
stundarhagnaðar eða garnans.
Og þó þessir menn, sem notað
hafa völd sín, á þann skaðlegasta
og svívirðilegasta hátt, sem kunn-
ugt er, og þeir e. t. v. við og við
hafi fundið með sjálfum sjer, hví-
líkir skaðræðismenn þeir í raun og
veru væru, þá má búast við, að
huggun þeirra og hálmstrá, gegn-
um hið þaulsætna aðgerðaleysi
„100 daga þingsins“, hafi verið, að
— þeir væru þó að minsta kosti
nægilega góðir, fullboðlegir vald-
hafar, handa Jóni Baldvinssyni.
Hörmuleg iðrun
Sama daginn og Tryggvi Þór-
hallsson gafst upp við stjórnar-
störfin, lagðist þessi lán'leysingi í
rúmið. Hefði hann verið í ritstjóra-
stól, hefði hann átt það til að tala
um „taumhald forsjónarinnar“.
Vonandi teymir forsjónin hann á
fætur innan skamms. En þinginu
sendi hann eins konar boðskap,
sem birtur hefir verið hjer í blað-
inu, og geymast mun lengi í ann-
álum Aftnrhaldsins,
Þar skorar hann m. a. á gæfu
sína(!) að hún megi í framtíðinni
vinna að alþjóðarlieill. Mátti ekki
seinna vera, að honum dytti
alþjóðarheil'l í hug, í ráðherrastól,
því fram á þessa viðskilnaðarstund
hefir hann alt af stjórnað með
eigin flokkshagsmuni fyrir augum
og gleymt öðru. En nú, einmitt í
sömu andránni og hann uppgafst,
þá kom iðrunin, þá mundi hann
eftir þjóðinni, þá mátti sundrung-
in, segir hann, ekki spilla trausti
og áliti þjóðarinnar út á við, þess-
arar „brynjuklæddu“ þjóðar.
Annar viðskilnaður.
En stallbróðirinn í dómsmála-
ráðuneytinu var ekki sama sinnis.
Iíann uppgafst ekki með neina
iðrun á vörunum. Hann virtist ekki
hugsa neitt sjerlega mikið um álit
þjóðarinnar eða traustspjöll út á
við. Daginn eftir að flokkur hans
hafði sagt honum að fara, gaf
hann út fyrirskipun um það, að
höfða sakamálsrannsókn og jafn-
vel sakamál, hvað sem rannsokn
liði gegn þriggja manna fyrver-
andi bankastjórn, gegn þrem mönn
n m í miðstjórn fjölmennasta stjórn
inálaflokks í landinu gegn stærsta
atvinnufyrirtæki landsins og jafn-
vel gegn borgarstjóra Reykjavík-
nr. ef svo vildi verkast.
Ef menn hugsa sjer, að þessi
gófla væri tekin í alvöru, hvernig
færi þá með álit og traust landsins ?
Myndu ekki leifar lánstraustsins
hverfa, gengi krónunnar falla, og
yfirleitt verða hin mesta truflun,
á fjármálum og viðskiftamálum
þjóðarinnar? Skyldi það ekki hafa
áhrif, ef menn alment tryðu á þá
auglýsing þessa ráðherra, að ls-
lan,d væri eins konar alls herjar
nöfuðból fyrir glæpamenn á borð
við A1 Capone?
En. þetta tiltæki „hins heilsu-
góða“ fær ekki áhrif vegna þess
eins, að ekki er tekið mark á valds
manninum, hvorki fjær eða nær,
því hann lætur eins og brjálaður
maðnr, hvað sem heilsunni líður.
Náðun.
Og til þess að gera skrípaleik-
inn al-fullkominn, láta stjórnarat-
hafnirnar tillíkjast viðburðarás í
skopleikjahúsi, þá bætti þessi ráð-
herra við enn einum þætti við við-
skilnað sinn.
sektir þær, sem fallið hafa á hann
í nokkrum meiðyrðamálum.
Er hjer ekki loks komið hámark
vitleysunnar, brjálæðisins í stjórn
landsins ?
Jónas Jónsson skrifar nafnlausar
sorpgreinar í Tímann. Ritstjórinn
er dæmdur í sektir fyrir meiðyrðin.
Jónas Jónsson náðar ritstjórann.
af sektum þeim sem ritstjórinn er
dæmdur til að greiða fyrir greinar
Jónasar Jónssonar(!)
Verður komist lengra?
Erklbiskupinn
meö þvottabalann.
í nýútkominni bók um Söder-
blom, eru margar frásagnir er
sýna hve biskupinn var hjálpsam-
ur við alla og alþýðlegur í við-
móti. Urðu þessir eiginleikar hans
Ein sagan er á þessa leið:
, Söderblom átti að mæta á fundi
i
sálmabókarnefndar í Sigtúnum. —
Iíann kom tveim tímum af seint á
fundinn. Hafði hann verið í Söd-
ermanland og prjedikað þar, en
fengið bát yfir að Upplandaströnd.
Frá ferjustaðnum ætlaði hann að
fara fótgangandi á fundarstaðinn.
Hann bar þuriga, handtösku.
Skamt hafði hann farið uns hann
mætti gamalli konu er bar stóran
þvottabala með þvotti í. Biskupinn
lagði frá s.jer handtöskuna, en tók
í balann með konunni, og bar
hann með henni heim til hennar.
Heima í kotinu lá húsbóndinn í
kör. En konan átti eftir að fara
aðra ferð með þvott út að þvotta-
staðnum. Meðan konan lauk við
þvott sinn, sat biskupinn hjá gamla
manninum, ræddi við hann og
söng fyrir hann, og hjálpaði kon-
unni síðan að bera. seinni balann
heim. Að því búnu hjelt hann leið-
ar sinnar á fundinn.
Heilsusamleg brú.
Fyrir nokkru var stóreflis brú
bygð vfir fljótið hjá Buffalo-borg-
inni í Bandaríkjunum, sem greinir
luma frá Kanada. Við þetta brá
svo að manndauði af völdum ár
fengis minkaðium helming í borg-
inni. 40—100 þús. menn fara yfir
brúna á sunnudögum og hátíðum
og fá sjer ósvikið öl eða áfengi í
Kanada.
í Providencehjeraði hafa fleiri
dáið af óhollu áfengi undanfarið
en af mislingum, skarlatssótt, kik-
hósta og lömunarveiki til samans
samkvæmt skýrklu borgarlæknis í
Buffalo, og þó telur hann ástandið
þar ekki lakara en víðast gerist í
Bandaríkjunum.