Morgunblaðið - 05.06.1932, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.06.1932, Blaðsíða 7
M 0 R G U N B L A Ð I Ð i -. .■uwMBœ.majjr j-jjugwn jScmiskfatahtöinsun $$ íitati )£augatjc<| 34 ^tmi: 1500 ^Keyfeiauík. FoHkomnar vjelar. Nýjuatu og bestu efni. Þaxilvant starfsfólk. — 10 ára reynsla. Málverkasýning Iggeits Guðmundssonai Pósthásstræti 7 (áðnr Hress- ingarskálinn). Opin í dag frá kl. 11—9 i siðasta sinn. maklegri óvirðingu en því, að fall- ast á að M .Guðm. (sem J. J. væri nýbúinn að ákæra til sakamáls- rannsóknar) tæki nú við af hon- um sem dómsmálaráðherra. Kæmi þar berlega í ljós, hvert traust(!) flokkurinn bæri tii dómgreindar og óhlutdrægni hins fráfarandi dómsmálaráðherra. J. Þorb. reyndi að malda í móinn og kvað Sjálf- stæðisflökkinn, en ekki Framsókn- arflokkinn standa að tilnefningu M. G. Jakob Möller spurðist þá fyrir tim, livort ekki hefði verið samþ. á flokksfundi Framsóknar, að heimila Asg. Asg. að mynda stjórn með þeim Þorst. Briem og M. Guðmundssyni. Þessu reyndi J. Þorb. fyrst. að .svara með vafning- um, en er Jak. M. endurtók spurn- inguna og heimtaði skýrt. svar5 varð J. Þorb. að játa henni. Atkvæðagreiðsla um van- traustið. Því næst kom vantrauststillagan ti! atkvæða. Já sögu: IJar. Guðm., H. Vald., J Bald. og Yilm. J. Nei sögðu: Hannes J., Ing. Bj., Ingv. P, Jalc. M, Jóh. Jós, J. A. J, Jón í Stóradal, Jón Ól, Jón Þorl, Jónas Þorb. (með aths.), Jör. Br.. Magn. J, Ól. Th, P. Herm, P. Magn, Sveinbj. Högn, Sv. Ól, Þorl. J, Ásg. Ásg, Bernh. St, Bj. Ásg, Bj. Snæbj, Bj. Kr. (með aths.), Einar Arn, Guðbr. ísb.. Guðm. Ól, Guðr. Lár, H. Stef, H. Steins, Ein. Árnason. . Þessir greiddu ekki atkv.: Jón- as Jónsson, M. Guðm. og Stgr. Stþ. hinn síðasta með þeirri aths, að hann veitti ráðherrum Framsóknar fullan stuðning, en M. Guðm. hvorki hlutleysi nje stuðning; en með því að till. snerti alla stjórn- ina, þá sæti hann hjá. Aths. J. Þorb. var á þá lund, að hann veitti ráðherrum Framsókn- arflokksins stuðning meðan þeir störfuðn samkv. stefnu flokksins, en M. Guðm. hlutleysi á þessu þingi. Atlis. B. Kr. var samhljóða atlis. J. Þorb. Fjarverandi voru: Tr. Þórh, sem ekki hefir enn fótavist, M. Torfason, sem var nýgenginn af fundi, en áður hafði haldið ræðu, þar sem liann kvartaði yfir því, að hann hefði ekki verið spurður ráða um stjórnarmyndunina, Berg- ur Jónsson og loks P. Ottesen og L. Helgason, sem báðir voru á Sláturfjelagsfnndi austur í Ölfusi. Rrnelía Earhart. Yfir Atlantshaí á 16 klukku- stundum. Þann 21. maí flaug ameríska flugkonan Amelía Earhart á 16 klukkustundum yfir Atlantshaf. Var hún ein síns liðs á flugi þessu. Enginn hefir flogið þetta á jafn stuttum tíma og hún. Þetta er og í fyr.sta sinn, sem kvenmaður hef- ir flogið ein yfir Atlantshaf, og enginn annar en hún hefir flogið þessa leið tvisvar sinnum. Amelia Earhart. Það var árið 1928 að Amelía Earhart fluag í fyrsta sinn austur yfir Atlantshaf. Flang hún þá við þriðja mann, og fengu fjelagar Iiennar mestan heiðurinn af því flugi; því hún var þá nánast sem farþegi. En í þetta sinn fór hún ein síns liðs. Var lítið látið uppi um fyrir- ætlanir hennar, fyr en hún lagði af stað. Hún fekk þoku og rigningu á hafinu, og hrepti andbyr nokkurn hluta leiðarinnar. Til þess að kom- ast hjá því að fljúga í þoku, varð lmn að fljúga svo lágt, um skeið, að öldurnar slettust upp á flug- vjelarvængina. Hún var komin stutt austur fyrir New Foundland, er liún varð þess vör, að mótorinn var í einhverju ólagi. Samt áræddi hún að ha'lda áfram. En smeyk var hún orðin um, að bensínforð- inn hrykki ekki alla leið. Nokkuru vestan við trland varð hún vör við flutningaskip. Var það fyrsta mannaferð er hún sá á leiðinni vfir hafið. Varð hún því mjög fegin. Nti bjóst hún við, að bensín hennar væri nærri þrotið. Því af- rjeð hún að setjast á fyrsta stað- inn, sem hún fyndi hentugan á Irlandi. Hún settist á sljettum velli skamt frá bóndabæ einum. Hitti hún bónda og spurði hann hvar væri næsta símastöð. Hjelt hún síðan þangað. Er þangað kom sendi hún manni sínum í New York skeyti um að hún væri komin heilu og höldnu. Símafólkið af- greiddi skeytið. En enginn trúði henni, að hún hefði komið ein- sömul fljúgandi að vestan, hje'lt að hún væri að gera að gamni sínu, og gabba þann sem skeytið átti að fá. Ekki hafði hún með sjer annað nesti, en tómatsúpu í hitaflösku, og yfirleitt engan farangur. Frá írlandi flaug hún til Lon- don. Þar var henni tekið með kostum og kynjum, sem vænta mátti. Maður flugkonunnar er sterk- efnaður hókaútgefandi vestra. — Hann undirbjó flug hennar. Hann ljet engan bilbug á sjer finna með það, að hann efaðist um, að kona sín kæmist ekki það sem hún ætlaði sjer. „Hún er hugaðri eu nokkur karlmaður", sagði hann. En er til Englands kom var hún að því spurð, hvort maður hennar liefði viljað sleppa henni. Hún hjelt nú það. Hann væri sá besti eiginmaður sem hugsast gæti. — Hann lofaði sjer að fara sinna ferða; — enda skifti jeg mjer ekk- ert af útgáfustörfum hans, sagði hún. — Eftirtektarvert er það, hve flug'kona þessi er lík flugkappan- um Lindbergh í andlitsfalli. Reykiavíkurbrief. 5. júní. Veðráttan. Hægviðri hefir verið um land alt undanfarna vilcu með þokum á Norður- og Austurlaudi. — Úr- komulaust að kalla um land alt, en fremur hlýtt, segir Veðurstof- an. Gróðri hefir farið vel fram hjer um slóðir undanfarna viku, ,og eru margir grasblettir nú slegnir hjer í bænum með síbreiðu grasi. Áfall um nætur hefir bætt úr rigningarskorti. ís er nú allur farinn af Horn- banka. Togararnir. Togarar hafa verið á veiðum á Hornbanka og Skagagrunni, og luifa þeir komið með ágætan afla. En búist er við að útgerð þeirra flest.ra hætti nú jafn óðum og þeir koma í höfn, sakir þess hve mikið ósamræmi er íú orðið milli útgerðarkostnaðar og fiskverkun- ar annars vegar, og hins lága fiskverðs í markaðslöndunum. Afli á öllu landinu var um síð- ustu mánaðamót 285 þús. skipd., í fyrra var aflinn 318 skippund, en árið 1930 var hann mestur scm verið hefir 336 þúsund. — Fiskbirgðir í landinu nokkuru minni en á sama tíma í fyrra. Samsteypustjórnin. Lengi hefir það verið kunnugt, að innan Framsóknarflokksins væru menn ekki á eitt sáttir um stjórnarstörf og þjóðarlieill, þó jafnan hafi þar ríkt og ráðið einn og sami vilji. Á þinginu í vetur hefir það þó komið berar í ljós en áður, að í einstökum málum gátu ekki allir þingmenn flokksins felt sig við, að beygja sig unclir einn og sama vilja, þjóðinni til skaðræðis og miska. Berast kom þetta í ljós, 1 meðferð flokksins á Fimta^lóms- frumvarpinu, sem ónýtt var gert að þessu sinni, í höndum uppliafs- manna þess. Dróg síðan til átaka innan fiokksins, hvort einræðisbröltið fengi óáreitt að halda áfram, eða gerð yrði tilraun til þess, að leita samstarfs við utanflokksmenn til sameiginlegrar viðleitni til að bjarga þjóðinni frá fjárliagslegri tortímingu. Mennirnir, sem ekkert liafa lært af óstjórn undanfarinna ára, reyndust færri innan flokks- ins, en hinir, sem vildu nú reyna að sporna við, að atvinnu- og fjárhagsmál þjóðarinnar færu ekki með vaxandi hraða í kaldakol. Undirstalðan. Sjálfstæðismenn tóku tilmælum þingmeiri hlutans um samstarf í stjórn landsins. Ábyrgðarhluti mundi það hafa verið á jafn alvar- legum tímum og nú, að gera enga tilraun til þess að sameina þjóðina til úrlausnar á vandamálum sínum. En eins og gefur að skilja, get- ur engin frambúð orðið í því sam- starfi, sem hjer er reynt, nema þingmeiri hlutinn viðurkenni jafu rjetti kjósendanna í landinu, og samþykt verði stjóriiarskrárfrum- varp á næsta þingi, sem tryggi það jafnrjetti í framtíðinni. ^ Frumskilyrðið fyrir samstarfi Sjálfstæðismanna við ráðuneyti Ásgeirs Ásgeirssonar var það, að flokkurinn sá með því jafnrjettis- máli kjósendanna best skilað á- fram að settu marki. í meðvitund- ihni um það, að margar þjóðir liafa orðið að heyja áratuga bar- áttu, til þess að fá rjettlætið trygt i kosninga’lögum landsins, er frest- un á meðferð málsins á þingi um 8 —9 mánuði ekki stórvægilegur, ef á móti kemur samhugur manna, sem áður gerðu ekki annað en þverskallast við umbótum í mál- inu. Skýlaus yfirlýsing Ásgeirs Ás- geirssonar í Sameinuðu þingi í dag, um að hann teldi sjer skylt að bera fram stjórnarskrárbreytingu á næsta þingi, þar sem kjördæma- málið yrði leyst, tekur af allan vafa Um það, að verkefni stjórnar- innar er fyrst og fremst lausn þessa máls. Ópið. Ein manntegund meðal þjóðar- innar hefir lostið upp ópi miklu við stjórnarskiftin. Fóðurfjenaður Tímaklíkunnur.Þeir menn sjá ekki annað en það, að Jónasi Jónssyni, þessum „fyrverandi tilvonandi“ litlamússolini íslands er vikið frá völdum, og það voru sjálfir flokks menn hans, sem fengið höfðu nóg af honum. Pólitískur þroski þessara manna er á svipuðu stigi og pelabarnanna, sem hafa ekki nema eitt ráð, að æpa, er þau missa mat sinn, og geta ekki einu sinni gert sjer grein fyrir því, þegar pelinn er tómur. Iðjuhöldur rógs og Gróusagna reynir nú að blása eldi að því ósam lyndi innan síns eigin flokks, sem feykti lionum úr valdastólnum, í þeirri von, að svipvindar hins póli- tíska ofstækis í landinu kunni að þyrla honum upp í valdasessin* aftur. Frá sósíalistum. Þegar til orða kom að hinda )ann enda á störf hins langa þings, sem síðar var ákveðið, áttu tveir forvígismenn Sjálfstæðismanna tal um það við sósíalista á þingi. Töldu sósíalistar kjördæmaskip- unarmálinu hest borgið, ef farin yrði þessi leið. En þeir voru svo hreinskilnir, á bak við tjöldin, að geta þess jafnframt, að jafnskjótt og Sjálfstæðismenn veldu þenna lcost, mvndu sósíalistar reyna op- inberlega að bera brigður á heil- indi Sjálfstæðismanna í málinu, ef ske kynni, að sósíalistar gætu með því önglað sjer í eitthvað fylgi. Má nærri geta, hversu árang- urs'laus slíkur skrípaleikur sósíalist anna verður, ekki síst eftir hina upphaflegu játning þeirra. En það fer að líkindum, að sósíalistar grípi til slíkra Örþrifaráða, á þess- um tímum, er þeir finna það best sjálfir, hve fylgi þeirra fer þverr- andi, og tiltrú almennings á for- ystu sósíalista í landsmálum er víða að verða að engu. Sósíalistar hafa bygt alla pólitík sína á kröfum um liækkandi kaup- gjald. Þegar ekki er lengur hægt að slá þá trumbu, þegar hið háa kaupgjald blátt áfram stöðvar at- vinnu í lanclinu, og lokar lífsveg- um verkafólksins, þá stendur hníf- urinn í kúnni, fyrir þeim sósíal- istaþroddunum, hugkvæmni þeirra er þrotin, bjargráð þeirra engin, því glamrið um hækkandi kaup er hið sama og gefa soltnum manni steina fyrir brauð. „Sterbú“ einkasölunnar. Eftir því sem kunnugur maður liefir sagt b'laðinu um þrotabú Síldareinkasölunnar, ætla allar þær svörtustu hrakspár að rætast, um útkomuna á því búi. Er helst búist við, að þeir menn reynist sannspáir, er hjeldu því fram, að síldar-,,birgðirnar“, sem til voru er einkasalan uppgafst, myndu .seljast lítið betur en svo, að þar fengist skiftakostnaðurinn.. Þá mun ríkissjóður og Landsbankinn tapa hátt í miljón, og nærri láta, að rekstursafkoma einokunarinnar hafi orðið sú, að sjómenn hefðu orðið að gefa vinnu sína, gefa allan sílclaraflann við hryggju í tvö ár, tii þess að einokunin hefði getað staðið undir verkunar-, sölu- og stjórnarkostnaði. Mun þessi tilraun sósíalismans með atvinnurekstur þjóðarinnar verða haldgóð áminning í framtíð- inni. Fjárhagurinn. Fyrir nokkrum dögum kom ut- anbæjarmaður að máli við þann er þetta ritar og sagði meðal annars frá því, sem fyrir sig hefði borið í viðskiftamálum. Hann þurfti að kaupa 50 sekki af haframjöli frá útlöndum, og ætlaði að greiða vöru þessa við móttöku. En hann fekk ekki erlendan gjaldeyri til þess. Var honum sagt, að þess væri eng- inn kostur, því nú þyrfti bráðlega að greiða vexti og afborganir af erlendum ríkislánum. Borgunin fyrir matvöruna yrði að bíða. Og með þau skilaboð varð maðurinn að fara heim í bygðarlag sitt. Það er ekki ólíklegt, að lítils- háttar dæmi úr daglega lífinu, eins og þetta, eða svipað þessu, opui augu æði margra fyrir því,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.