Morgunblaðið - 07.06.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.1932, Blaðsíða 2
2 M0RGUN6IAÐIÐ lippsögn uerslunar- og siglingasamninga uið Doreg. Ályktun Sam einaðs þings. I gær var fundur í Sameinuðu þingi kl. 1. Þar var samþykt með 30 samhljóða atkvæðum svohljóð- andi tillaga frá utanríkismála- nefnd: Álþingi skorar á ríkisstjórnina að athuga, hvort ekki sje ástæða til að segja upp gildandi verslun- ar- og siglingasamningum við Noreg. Viðskiftin við Norðmenn. Formaður utanríkismálanefndar, Bjarni Ásgeirsson, gerði grein fyr- ir þessari tillögu nefndarinnar, er slafaði af viðskiftum stjórnarinnar við Noreg síðan kjöttollssamningn- um var sagt upp í vetur. . Sagði hann, að afstaða norsku ' stjórnarinnar væri orðin skýr, að því leyti, að Norðmenn vildu ekki framlengja kjöttollssamninginn nema því að eins að þeir fengju einhverjar ívilnanir á móti. Þegar um þær yrði samið, myndi hentugast að hafa frjálsar hendur, cg hafa sagt upp þeim verslunar- og siglingasamningum við Nbreg sem n,ú gilda. Viðskifti okkar við Noreg eru þannig að þau eru sýni- iega Norðmönnum meira í vil, en okkur Islendingum, þar eð inn- flutningur frá Noregi undanfarin ár er um 9 miljónir, en útflutt hjeðan þangað að eins um 4 milj. kr. Auk þess er® ósýnilegar tekjur Norðmanna hjerr, svo sem af sigl- ingum, en siglingar Norðmanna hjer við land byggjast m. a. á samningi frá 1856 um jafnrjetti þjóðanna í tollamálum, og í sigl- ingum hver hjá annari. En jafn- rjettisákvæðið um siglingar koma vitanlega okkur að engu haldi, þar sem við höfum ekki aðstöðu til að halda uppi strandferðum við Noreg. Kjöttollurinn og útflutningurinn til Noregs. í haust sem leið, sagði Bjarni Ásgeirsson, að saltaðar hefðu verið um 20 þús. tn. af saltkjöti til út- flutnings. Af því seldist um 12 þús. tunnur til Noregs. Um 2/5 af útflutningskjötinu er nú hægt að senda fryst. Þó bætt verði við frystihúsum í sumar, má búast við, að um 12 þús. tunnur verði að fara á norska markaði næsta ár. Tollurinn á saltkjótinu íslenska er nú 27 aura á kg., hækkaði ný- lega vegna 25% gengisviðauka. En er samningurinn rennur út,- verður tollurinn 54 aurar á kg., Nú gefa smásalar í Noregi 70—90 aura fyrir kg. af nýju nauta- kjöti. Verður af því sjeð, hver útilokun 54 aura tollur verður á saltkjötinu. Er Bj. Ásg. hafði gert grein fyrir þessum og nokkurum fleir- um atriðum málsins, gat Jón Þor- láksson þess. að ríkisstjórnin gæti leitt þetta mál til lykta án af- skifta frá Alþingi. Tillagan væri fram komin til þess að Alþingi sýndi hug sinn til málsins. Þegar til samninga kemur er þess að gæta, að það eru toll- ívilnanir á einum 12 þús. tunnum af salltkjöti, sem um er að ræða, og samið er um þær við þjóð, sem flytur hingað helmingi meira en við seljum þar, og hefir auk þess ýms önnur viðskifti við Island. Sangleri. „Gangleri* ‘, tímarit Guðspeki- fjelagsins, er nýkominn út. Er hann vandaður að öllum frágangi og fjölbreyttur að efni. Eigi verð- ur hjer greint frá innihaldinu, nema að nokkru leyti. Helstu rit- gerðirnar eru: „Guðspekilegt líf“ cftir A. Besant, mjög þörf og eft- irtektarverð hugvekja. „Spámaður í heimi nútímavísinda" eftir Al- esander Horne. „Svör C. Jinaraja- •dasa við spurningum Þórbergs Þórðarsonar“. „Er óhætt að hafna kjöti og fiski f ‘, eftir Steingrím Matthíasson. „Dulræna“, eftir Vil- lielm Grönbech (þýtt af J. Smára). „Lögmál athafna, eftir ritstjórann. „Hugleiðsla fyrir byrjendur“, eft- ir J. J. Vedgewood. í ritinu er ýmislegt fleira smávegis, sem hjer er ekki nefnt. Sjerstaklega vil jeg vekja athygli á ritgerð Steingríms Matthíassonar læknis. Er hún fróð- leg og þörf, og ekki ólíklegt að hún verði til þess að hnekkja eitt- hvað hinni gömlu hjátrú: Að kjöt og fiskur sje nauðsynleg fæða. Rit- gerð Vilh. Grönbechs (Dulræna) tel jeg einnig mjög merkilega. Er þar vel lýst, og sjálfsagt eins vel og kostur er á, sálarástandi þess- ara manna, sem nefna mætti djúp- liyggju- eða dulhyggjumenn. Ef til vill væri heppilegra að þýða orðið ,.Mystik“ með dulhyggja heldur en með „dulræna“, en um það má deila. Jakob Smári á þakkir skild- ar fyrir að hafa snarað grein þess- ari á íslensku. Fjallar hún um merkilegt efni, sem liggur á landa- mærum trúar og heimspeki, og á hlutdeild í eðli beggja. í svörum C, Jinarajadasa við spurningum Þórbergs Þórðarsonar eru ýmsar spaklegar athuganir, sem mjög fara í sömu átt og kenningar Krishnamurtis. Yfirleitt má segja um þetta hefti „Ganglera", að það sje mjög vel úr garði gert: Fjöl- breytt og skemtilegt aflestrar án þess þó að vera ljettmeti. Ætti rit- ið að vera kærkomið öllum þeim, sem andlegum málum unna. Virðist nijer ritstjórinn fara þannig að ráði sínu, að líklegt sje að hann vilji veita mönnum staðgóða þekk- ingu á grundvallaratriðum Guð- spekinnar og yfirlit yfir helstu strauma og stefnur nútímans á sviði andlegra mála, en forðast leiðinlegt pex um aukaatriði. Er það mjög í anda Guðspekinnar, því hún er hátt hafin yfir þröng- sýni alt og þvergirðingsskap. — Sannur Guðspekingur getur því aldrei samið sig að siðum neins sj ertrúarklíkuskapar (Sekterisma), sem einblínir á eitthvað eitt sem hið eina sáluhjálplega, en bann- færir alt annað. Hefi jeg góðar vonir um. að „Gangleri“ haldi áfram að vera boðberi hins göf- uga frjálslyndis, sem fer sína leið án óþarfra ýfinga og olnbogaskota til þeirra, sem aðrar götur ganga. Málfarið á ritinu er yfirleitt gott, lipurt og laust við tilgerð. í stuttu máli: „Gangleri“ er góður gest- ur, sem óhætt er að mæla með við hvern sem er, og ættu sem flestir að kynnast honum, sjer til sálu- bóta. Grjetar Fells. Eggert Finnsson. Vinarkveðja. Frá Jóannesi Paturssyni kóngs- bónda í Kirkjubæ í Færeyjum, hef- ir Morgunblaðið fengið eftirfar- andi grein til birtingar: 1 heiðruðu blaði yðar þ. 25. apríl las jeg grein um Eggert á Meðal- felli, sem átti áttræðisafmæli þann dag. — „Lengi skal við góðan kannast“, segir færeyskt máltæki, og ó- gleymanlegt er mjer það vináttu- bragð er Eggert skólabróðir minn sýndi mjer fyrir 50 árum síðan. Vil jeg þess vegna biðja yður, hr. rit- stjóri, að Ijá þessum línum rúm í blaði yðar: Jeg var tæplega 16 ára gamall er faðir minn sendi mig á búnaðar- skólann á Stend í Noregi. Fór hann í því að ráði Hannesar Fin- sen, er þá var amtmaður í Fær- eyjum. í þann tíð voru íslendingar að jafnaði við nám á Stend. Erfitt var í þá daga, að komast frá Færeyjum til Noregs. Varð jeg fyrst að fara til Skotlands, þaðan til Kaupmannahafnar og síðan var farið sjóleiðis til Björgvin, með mörgum viðkomustöðum. Ferðin tók 14 daga. Á Stend hitti jeg þrjá íslend- ínga. Voru það þeir Páll Eyjólfs- son frá Stuðlum í Reyðarfirði, Gísli Gíslason frá Bitru í Árnes- sýslu og Eggert Finnsson. Páll ltom hingað síðar til Kirkjubæjar. Gerði hann uppdrátt að Kirkju- bæjarlandi. Hann var fyrsti maður sem lagði akveg hjer í Færeyjum, í Kirkjubæ. Hann gerði og fyrsta uppdrátt af Þórshöfn. Hann fór síðan til Ameríku, og er dáinn fyrir nokkrum árum. Ekkju hans, Jónínu frá Svínaskála, hitti jeg á Alþingishátíðinni. Gísli var besti fjelagi. En nú er að segja frá Eggert Finnssyni. Fáeinum dögum eftir að jeg kom til Stend veiktist jeg af illkynjuð- um mislingum. Var jeg þegar ein- angraður í afskektu herbergi. Bann aði skólastjóri nemendum harðlega ailan aðgang að sjúkraherberginu. En Eggert vorkendi hinum unga Færeyingi, sem lá einangraður og þungt haldinn. — Hann gekk tii skólastjóra og fór þess á leit að hann fengi að flytja sig í sóttkvína svo hann gæti hjúkrað sjúklingn- um í einverunni. Skólastjórinn varð við ósk Eggerts. Færejdngurinn lá lengi þungt. haldinn. En Eggert lijúkraði hon- v.m dag og nótt, með stakri kost- gæfni, þangað til hann varð al- bata. Enginn bróðir hefði getað gert. það betur, sýnt meiri natni og umhyggjusemi en hann, meðan á veikindunum stóð. íslendingarnir og Færeyingurinn í Stend bundust í fóstbræðralag, og urðu vinir alla æfi. Þegar jeg kom til Reykjavíkur í fyrsta sinn kom Eggert að finna mig. Margt hafði þá á dagana drifið síðan leiðir okkar skildu á Stend. En vináttan var hin sama. Og þakk- látan hug ber jeg til Eggerts á Meðalfelli til dauðadags. Kirkjubæ í Færeyjum, í maí 1932. Jóannes Patursson. ~ Haraldur Sigutðsson píanósnillingur lætur til sín heyra í Gamla Bíó í kvöld kl. 7*4. Er nn orðið æði langt síðan Reykvík- ingar hafa átt kost á að heyra til ]>essa gáfaða og vinsæla lista- manns. Að þessu sinni ætlar Har- a’dur að hafa hjer aðeins skamma viðdvöl. Ættu menn því eigi að setja sig úr færi nú í kvöld, að hlusta á hann. Stjómarbylting í Chile. United Press. FB. Santiago 5. júní. Monterostjórninni hefir verið hrundið frá völdum, Herstjórn liefir verið sett á stofn í landinu. Yfirmaður hennar heitir Davila. Santiago 6. júní. United Press. FB. Socialistastjórn hefir verið sett á stofn í Chile og hefir það aldrei komið fyrir áður í sögu landsins. Stjórnarbyltingin í Chile fylgja vanalega blóðsútliellingar miltlar, er að þessu sinni var það eigi svo, því að eins þrír menn biðu bana, en sextíu og þrír særðust. Stofnað hefir verið ráð (junta) til þess að stjórna landinu og Puga hershöfð- ingi forseti ráðsins. í því eiga einnig sæti Enrique Matte og Carl- os Davilla, fyrv. sendiherra í Washington. Mun hann liafa átt mestan þátt í að undirbúa stjórn- arbyltinguna. Kvað hann svo að orði, að ríkisstjórnin áformaði að framkvæma liugsjónir jafnaðar- manna en ekki kommúnista. — Hvorki eignir innlendra nje er- lendra manna kvað hann verða gerðar upptækar. Samningar við erlend fjelög og ríkisstjórnir verða haldnir. Fyrsta hlutverk hinnar nýju ríkisstjórnar verður að láta lausa alla pólitíska fanga og greiða fyrir öllum, sem geta eigi greitt húsaleigu. Loks hefir ríkis- stjórnin fyrirskipað, að" taka skuli til íbúðar öll óleigð hús. Síðar: Ráðstjórnin hefir rofið þingið. -— Alt með kyrrum kjörum í landinu. Stúdentar andstæðir stjórriinni. Santiago 6. júní. United Press. FB. Stúdentafjelögin í landinu hafa lýst yfir verkfalli og með því lýst yfir andstöðu sinni við ráðstjórn- ina, sem mynduð hefir verið í landinu. Annars alt með kyrrum kjörum. Nazistar vinna á. Berlin 6. júní. United Press. FB. Þingkosningar hafa farið fram í Mecklenburg-Schwerin og fengu Nazistar nærri því 50% greiddra atkvæða. Þeir fengu meiri hluta þingsæta. Árni Jóhannesson stabs- kapteinn i Hjálpræðishernum hefir verið yfirmaður hers- ins hjer á landi síðan 1927. Hann lætur nú af því starfi og fer til aðalstöðvar Hjálp- ræðishersins í London. Síðan Árni Jóhannesson tók við yfirstjórn Hjálpræðishersins hjer, hefir starfsemin eflst með ýmsu móti, nýjar starfsgreinar bætast við, svo sem heimilasamband, æsku- lýðsfjelög, hljóðfærasveit o. fl. Gistihúsreksturinn hefir og aukist mikið hjer í Reykja- vík. Árni Jóhannesson hefir starfað i Hjálpræðishernum í 21 ár alls, af þeim 8 ár hjer á landi, en 13 í Dan- mörku. Er það venjaí Hjálp- ræðishern«m, að stjórnendur flytji jafnan, eftir nokkurra ára starf á sama stað. Kona Árna er af dönskum ættum. — Þau hjónin fara með Dettifoss hjeðan á miðvikudag. Enskur forstöðumaður kemur hingað i stáð Árna. — Hjer er mynd af Árna og fjölskyldu hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.