Morgunblaðið - 07.06.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.06.1932, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 1 5amBteypu5tiórnin. Eftir lón Porláfcsson, v Niðurlag. : ^ovsnnbhAtb • • Útgef. i H.f. Arvakur, Reykjaylk. • Rltatjörar: Jön KJartansson. • Valtýr Stefánsson. • Rltstjörn og afgrelOsla: • Austurstrætl 8. — Slssl IÓO. • AuKlýslngastJörl: H. Hafber*. '• Auelýslngraskrlfstofa: 9 Austurstrætt 17. — Slssl 700. • Helmaslmar: Jön KJartansson nr. 741. • Valtýr Stef&nsson nr. 1110. E3. Hafbere nr. 770. • AskrlftaeJalö: 9 Innanlands kr. 1.00 & m&nuBl. Utanlands kr. 1.E0 & ss&nuBL • 1 lausasölu 10 aura slntaklB. • 10 aura meB Lasbök. OttQUJQ. Við og við í vetur hafa gtjórn- málamenn vorir niinst á Ottawa ■og Ottawaráð.stefnuna. Br rjett að gera dálitla grein fyrir því hvers konar ráðstefna það er, sem svo mjög getur liaft áhrif á viðskifta- líf okkar íslendinga, sem annara þjóða er við Englendinga skifta. Ottawaráðstefnuna á að lialda í jólímánuði. Þar koma saman full- trúar frá Bretlandi og öilum helstu nýlendum Breta, frá Canadá, Suð- lir-Afríku, Astralíu og Nýja-Sjá- landi. Viðskiftaráðstefnur hafa fleiri veiúð haldnar, þar sem full- trúar hafa setið og ráðið ráðum .sínuni, frá Englandi og nýlendun- um ,og sem liafa haft sams konar verkefni og Ottawaráðstefnan. En allir hafa þessir fundir verið haldn ír í höfuðborg alríkisins í London. Verkefni fundanna hefir verið, uð finna þær viðskiftaleiðir og reglur, sem veita alríkisheildinni mestan stuðning, án þess að sjálf- stjórn og ákvörðunarrjettur ný- lendanna sje skertur að nokkru xáði. En á síðasta fundinum í London var það ákveðið, að framvegis skyldi slíka ráðstefnu halda til skiftis í nýlendunum. Og fyrsti fundurinn ákveðinn í eanadisku borginni Ottawa. En þó tilgangur þessara funda Itafi ávalt verið einn og hinn sami, ■er þess að gæta ,að kringumstæð- urnar í viðskiftaheimmum hafa breyst«»mjög síðan síðasti fundur var haldinn. Móðurland tollfrjálsr- ur verslimar, England, er orðið að miðstöð tollverndarstefnu, og for- vígismaður tollverndarinnar, Beaw- erbrook blaðalávarður lieldur því fram, að nú sje einmitt hægt að styrkja 'samband og samhéldni hins breska alríkis, með því að víggirða það alt með tollmiirum. Þetta lætur vel í eyrum margra. En í reyndinni munu margir agnú- ar koma í ljós. T. d. munu nýlend- urnar ekki kæra sig nm að skerða íjárforræði sitt. Og allar vilja þær hlynna að vaxandi iðnaði sín- um. Má því bíiast við, að nýlendu- menn renni ekki hýru auga til þess, ef veita skal iðnaði og iðn- vörum Englands sjerstaka vernd. Með því má búast við að kipt verði úr framförum í iðnaði ný-. lendanna. Þá er og þess að gæta,' nð aðeins 2/5 af utanlandsverslun Englands er við nýlendurnar, en Wr, viðskiftanna eru við aðrar þjóðir. Öllum þessum viðskiftura verður gert erfitt fyrir, með alríkistoll- múrum Beaverbrooís. Viil enska þjóðin fella sig við öll þau við- skiftahifft ? Á næsta þingi. Hvernig verður þá afstaðan til þessa höfuðmáls, kjördæmamálsins og horfurnar fyrir afgreiðslu þess, á næsta þingi? Fyrst er rjett að geta þess, að fullvíst er um óbreytta afstöðu forvígisflokkanna í. málinu, Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins. Áður en Sjláfstæðisflokkur- inn ljeði máls á því að leggja til mann í samsteypustjórn, trygði hann sjer það, með viðtali við for- ustumenn Alþýðuflokksins á þingi, að afstaða þess flokks til málsins yrði óbreytt á næsta þingi. Einnig voru þessir forustumenn Alþýðu- flokksins okkur samdóma um það, að nýjar kosningar, eins og nú stendur, mundu ekki skera iir um þetta mál, þar sem ekki væri von til að þær sviptu Framsókn stöðv- unarvaldi í neðri deild. Þar næst er að minna á það, sem áður var fram tekið, að stjórn, málinu vinsamleg, hefir nú yfir- lýst að hún muni ieggja það fram sem stjórnarfrumvarp og beita sjer fýrir úrlausn þess. í þriðja lagi skal bent á það, að fyrir Framsóknarflokkinn er sjerstök ástæða til að afgreiða stjórnarskrárfrumvarp á næsta þingi, sem ekki var fyrir hendi nú. Þessu víkur þannig við, að nýtt landskjör á fram að fara í júlí 1934, ef ekki er áður lögtekin til fullnustu breyting á stjórnar- skránni. Eftir afstöðu flokkanna við síðustu kosningu verður að gera ráð fyrir, að við það lands- kjör muni Sjálfstæðisflokkurinn vinna eitt sæti frá Alþýðuflokkn- um (sæti Jóns Baldvinssonar) og þar með ná einn i\t af fyrir sig helmingi atkvæða í efri deild. Þar með fengi þá Sjálfstæðisflokkur- inn einn það stöðvunarvald í Ed., sem liann og Alþfl. hafa nú til samans. Það eru að minsta kosti miklar líkur til að þannig færi þetta við landskjör 1934. Þar með er útilokað að Framsókn gæti lengur haldið völdum upp á samn- inga við Jóm Baldvinsson um fram- gang mála. Til þess að komast hjá þessu verður Framsókn að leyfa framgang stjórnarskrármálsins á næsta þingi, og fullnaðarsamþykt þess á þinginu 1934. Þess vegna er ekki líklegt að þingmenn Fram- sóknar verði eins frestunarfúsir á næsta þingi og þeir nú hafa verið. Og loks er þess að geta, að á næsta þingi hafa stuðningsmenn rjettlætiskröfunnar. í efri deild hið sama stöðvunarvald gegn fjárlög- um og skattalögum, sem á þessu þingi. Ný fjárlög þarf að setja á næsta þingi, og skattalögin hafa aðeins verið framlengd eða sett til eins árs. En sá verður munur aðstöðunnar, að ef svo ólíklega skyldi fara, að grípa þyrfti til þessa stöðvunarvalds á nassta þingi þá liggjum við ekki undir neinu áímæli fyrir að hafa áður hafnað samkomulagstilraunum þeim í mál- inu, sem felast í tilboði Framsókn- ar um myndum samsteypustjórn- ar, og loforðum þeirrar stjórnar um að beita sjer fyrir lausn máls- ins. Jeg er þess vegna alveg viss um að stuðningsmenn rjettlætis- kröfunnar munu verða sammála um það, að úr því að málið eftir ákvörðun núverandi þingmeiri- hluta Framsóknar hlaut að bíða næsta þings, þá hefir verið tekinn sá kosturinn, sem skapar málinu besta aðstöðu á næsta þingi, eins og sjálfsagt var. Niðurlagsorð. Þegar málum var svo komið, að frestun til næsta þings reyndist óhjákvæmileg, hafði þingflokkur Sjálfstæðismanna tækifæri til þess að ræða og athuga í nokkra daga, hver leið mundi heppilegust til þess að tryggja framgang málsins á næsta þingi. Skoðanir flokks- manna voru nokkuð skiftar um þetta í upphafi, en við umræður og athuganir á málinu festist sú skoðun, að heppilegast væri að fara þá leið, sem farin var, og stendur þingflokkurinn síðan ein- huga um þá ákvörðun. En svo verður þessi ákvörðun alt í einu kunn almenningi, án þess áð menn hafi haft nokkurn tíma til að átta sig á nauðsyn hennar og rjettmæti. Mig furðar ekkert á því þótt ýmsir liafi þóst þurfa að heyra rökin áður en þeir vildu við- urkenni að rjett væri stýrt. Rökin liafa nú verið borin fram á fund- um í Reykjavík, og menn hafa fallist á þau. Jeg veit að eins muni fara hvarvetná um land. Af liálfu Alþýðuflokksins er þó enn verið að reyna að ala á því, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi brugðist eða sýnt undanhald í-mál- inu, með því að knýja ekki fram afgreiðslu má’lsins á þessu þingi. En alt það tal er framborið gegn betri vitund. Þeir vita, að á þessu þingi, sem nú er að enda, var að eins með einu mióti mögulegt að fá stjórnarskrárfrumvarp samþykt. Það var með því að slá af rjett- lætiskröfunni. Ámæli Alþýðu- flokksmanna í garð Sjálfstæðis- flokksmanna fyrir þetta, að háfa ekki Iátið málið ganga fram á þingi því, sem nú er að enda,-verða því ekki skoðuð öðru vísi en sem krafa frá Alþfl. um afslátt frá rjettlætiskröfunni, málinu til hraðari framgangs. Ef ekki má skilja þau þannig, þá eru þau al- vörulaust tal, sem ekki er rjett að taka neitt tillit til. Ef Alþýðuflokkurinn hefði talið rjettara að knýja fram nýjar kosningar, áður málið kæmi til meðferðar á næsta þingi, þá væri eðlilegt að hann deildi á Sjálf- stæðismenn fyrir að hafa ekki val- ið þann kostinn, því að þetta var á okkar valdi. En út af þessu mun Alþýðuflokkurinn ekki deila á okkur, því að forvígismenn hans óskuðu ekki eftir kosningum eins og málið stóð, töldu þær gagns- laust spor fyrir málið, eins og við. Óánægja Alþýðuflokksins stafar af öðru máli. Hann er frá flokks- legu sjónarmiði óánægður með stjórnarskiftin, sjerstaklega með að hafa mist Jónas Jónsson úr stjórninni, tengilið sósíalistastefn- unnar við Framsókn. Úr þessari óánægju getum við Sjálfstæðis- menn ekki bætt, og kærum okkur ekkert um það. Okkur er jafn ijúft að losna við Jónas Jónsson úr stjórn og Alþýðuflokknum er það óljúft. Pingslit. 113 daga þing. Klukkan 6 síðdegis í gær, var fundur settur í sameinuðu þingi og fóru þar fram þingslit. Forseti Sþ. Einar Árnason skýrði frá störfum þingsins. Það hafði setið 113 daga. 99 fundir voru haldnir í Nd., 98 í Ed., 17 í Sþ., alls 214 þingfundir. Alls voru afgreidd 74 lög, þar af 23 stjórnarfrumvörp. Feld voru 14 frv., fjögur afgreidd með rök- studdri dagskrá, fimm vísað til stjórnarinnar, en 64 döguðu uppi, þar af fimm stjórnarfrumvörp. — Fram voru bornar 27 þingályktun- artillögur og voru 9 samþyktar. Ein fyrirspurn var borin fram í Nd., en var ekki svarað. Alls fekk þingið 189 mál til meðferðar. Þá las forsætisráðherra upp boð- skap konungs, um að Alþingi væri að þessu sinni slitið. Bað hann því næst þingmenn að minnast ættjarðarinnar og konungs með ferföldu lnirra, og var það gert. Þar með var þessu 113 daga þingi — lengsta sem háð hefir verið — slitið. BŒjarbmni. * FB. 6. júní. I morgun brann bærinn Iða (austurbærinn) í Biskupstungum á skömmum tíma til kaldra kola. Um upptök eldsins er ófrjett. —- Einhverju af fatnaði og rúmföt- um var bjargað. Bærinn var mjög lágt vátrygður. Bóndinn í austurbænum heitir Einar Sigurfinsson. (Eftir símtali. Venizelos myndar stjórn. Aþenuborg, 6. júní. % * United Press. FB. Venizelos hefir myndað stjórn. Hann er sjálfur forsætisráðherra, Michalaco Poulop utanríkismála- ráðherra, Barbaressos fjármálaráð- herra. Mussolini í hættu? Rómaborg, 5. júní. United Press. FB. Seinni hluta dags í gær kom lög- reglan í veg fyrir, að framkvæmt væri áform um að drepa Mussolini. Lögreglan handtók mann nokkurn í nánd við embættisbústað Musso- lini. Maður þessi hafði skamm- byssu og tvær sprengjur í fórum sínum. Hann hefir játað, að hann hafi ætlað að drepa Mussolini. — Maðurinn var með falsað vega- brjef. Hann kveðst heita Angelo S. Bardeletto og hafa komið frá Svisslandi. Þýsku kosningarnar. Berlin 6. júní. United Press. FB. Hindenburg hefir ákveðið að kosningar til rikisþingsins skuli fram fara þ. 31. júlí. 5 Watkins fer aftur til Grænlands. Kaupmannahöfn 6. júní. United Press. FB. Watkins landkönnuður er hing- að kominn. Starfar hann að und- irbúningi leiðangurs til Austur- Crænlands. Leiðangursmennirnir verða fjórir og allir breskir. Ætla þeir að hafa vetursetu í Græn- landi. Dagbók. I. O. O. F. Rb. st. 1. Bþ. 81678V2 — III. Veðrið í gær: Fyrir austan landið er grunn lægð er veldur NV eða N-átt hjer á landi og er allhvast í Vestmannaeyjum og Hveradölum á Hellisheiði. Ann- ars er gola. eða kaldi. Veður er bjart alls staðar Vestanlands nema við sunnanverðan Faxaflóa. Norð- an lands og austan er víðast heið- ríkt en þokubakki til hafsins, sem niun leggja inn á firði í nótt. Hiti er 4—5 stig í útsv.eitum norð- austan lands en annars um 10 st. með ströndum fram. Á Hæli í Gnúpverjahreppi er 17 stiga hiti og 18 stig á Kirkjubæjarklaustri, enda er heiðríkt á báðum stöðum. Veðurútlit í dag: N-kaldi. Senni- íega ljettskýjað. Frk. Jóhanna Jóhannsdóttir og Sigurður Birkis hjeldu hljómleiba í K. R. húsinu í fyrrakvöld, við góða aðsókn. Hólaskóli. Þeir nemendur Hóla- skóla, sem eigi hefir náðst til, en er vildu taka þátt í samskotunum í tilefni af 50 ára hátíðinni, eru beðnir að gefa sig fram við Gunn- ar Árnason, Biínaðarfjelagi íslands fjuúr 11. júní. Ný bílaviðgerðastofa hefir verið opnuð á Skólavörðustíg 8. (Sjá nánar í augl. í blaðinu.) Ráðleggingarstöð fyrir barnshaf- andi konur, Bárugötu 2, er opin fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði frá 3—4. Ungbarnavernd Líknar, Báru- götu 2, er opin hvern fimtudag og föstudag frá 3—4. Leikhúsið. ,Karlinn í kassanum* var sýndur tvívegis á sunnudag- inn var, í hvort tveggja skiftið fyrir alveg útseldu húsi. Tveir aðalleikendurnir, Har. Á. Sigurðs- son og frk. Arndís Björnsdóttir, hafa að undanförnu verið lasin, og hafa ekki getað leikið fyr. T.ók- ust sýningarnar slysalaust, þó Haraldur yrði að styðja sig við staf vegna hnjemeins — bar ekki á öðru en að ,.karlinn“ vekti sama hláturinn og áður, hjá á- horfendum þó haltur væri. Ur því leikendurnir treystu sjer til að leika og úr því undirtektir áhorf- enda urðu svo góðar, sem raun varð á, ætlar Leikfjelagið að sýna „Karlinn í kassanum" enn einu sinni og verður sú sýning annað kvöld, en aðgöngumiðaverð er þá lækkað. EimskiP: Gullfoss fer frá Rvík í kvöld, kl. 8, vestur og norður. — Goðafoss kom til Hull í gær- morgun; fer þaðan í kvöld. — Brúarfoss er á útleið, — Lagar- foss fór frá Leith í gær. — Detti- foss er í Reykjavík; fer hjeðan þ. 8. þ. m. til Hull og Hamborgar. -- SeVfoss fór frá Leith 3. þ. m. til Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.