Morgunblaðið - 08.06.1932, Page 3

Morgunblaðið - 08.06.1932, Page 3
M (' R n V S B í, A Ð 1 F» 8 ■MHjMMgBIOTBIMWIPM * JpftorgmiMaMd • J Ötsref.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. • Rltstjör&r: Jön Kj&rtanaaon. • Valtjr StefAnaaon. • Rltatjörn og afgrelBala: Auaturatrœtl 8. — Slaal 100. • Augrlýsingaatjórl: B. Hafber*. • AuKlýalngraakrlfatofa: • Auaturatrœtl 17. — Slaal 700. J Helmaslmar: • Jön Kjartanaaon nr. 742. • Valtýr Stefánaaon nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. • A&kriftagjald: • Innanlanda kr. 2.00 & mánuBi. 2 Utanlanda kr. 2.50 á. mAnuBi. 2 I lausaaölu 10 aura alntaklB. 20 aura meB Leabök. Kalöar kueðjur. Aldrei hefir ])að komið skýrar í Ijós en einmitt nó, eftir að Ásgeir Asgeirsson myndaði samsteypu- ráouneytið, hve. náið samband er milli Tímans og Alþýðublaðsins. Alþýðublaðið tók þegar af skar- iö og lýsti yfir skýrt og afdrátt-, arlaust, að ])að bæri ekkert traust til hinnar nýju stjórnar. Og það þreytti að engu viðhorfi blaðsins gagnvart stjórninni, þótt Ásg. Ásg. lýsti yfir ])ví á Alþingi, að stjórn- in teldi sjer skylt að beita sjer fyrir úrlausn kjördæmamálsins á næsta þingi, þess máls, sem Alþbl. hefir að undanförnu talið vera að- •almálið, sem nú biði úrlausnar. Tíminn hefir farið nokkuð væg- ar af stað, en bersýniiegt er, að blaðið ber lítið traust til ráðu- neytis Ásg. Ásg. Afstaða blaðsins «r svipuð þeirri afstöðu, sem Jón- as frá Hriflu og hans samherjar tóku á þinginu á dögunum, þegar greidd voru atkv. um vantrausts- tillögu sósíalista. Þessir menn lof- uðu stjórninni stuðningi eða hlut- leysi ef hún fylgdi „framsóknar- pólitík“. Bn ef þar yrði nokkur breyting á, myudi tekin upp full- komin andstaða gegn stjórninni. Þessir Jónasar-liðar innan Pram- sólmar hafa ekki skýrt það nánar, hvað þeir ætt.u við með orðinu „framsóknarpólitík**. Þetta var nú reyndar óþarfi, því menn vita ó- sköp vel við hvað er átt. Það er átt við pólitík Jónasar frá Hriflu. En jafnvel þótt tveir af ráðherr- unum, nýju tilheyri Pramsóknar- f'okknum, er hitt víst., að stjórnin mun ekki halda áfram að reka pólitík Jónasar frá Hriflu. Ur hinu verður aftur reynslan að skera, ihvort stjórnin hefir dug í sjer til þess, að kippa í lag mörgu því, sein pólitík Jónasar frá Hriflu hefir illu til leiðar komið í okkar þjóð- fjelagi. Bæði þessi blöð, Alþýðubl. og Tíminn virðast vera óánægð yfir því, að Jónas frá Hriflu skuli vera farinn úr stjórn landsins. Þau sjá fram á, að þar með er lokið í bili þeirri „framsóknarpólitík“, sem hann hefir markað að undanförnu. Stefna hans liefir verið mjög í anda sósíalistastefnunnar. Sjálf- stæðismenn, utan þings og innan, bafa jafnan barist fast gegn þess- ari stefnu. Þeir munu því fagna því, ef Jónasar-stefnan fær nú að hvíla sig. Hinir gætnari menn inn- an Pramsóknarflokksins höfðu og fengið nóg af þessari grímuklæddu stefnu sósíalista. Þess vegna fólu þeir Ásg. Ásg. að mynda stjóm í samvinnu við Sjálfstæðismenn . Nýja st.jórnin var ekki fyr sest á laggirnar en þingflokkur Pram- sóknar sendi út yfirlýsingu um það, að flokkurinn liefði engu lof- að viðvíkjandi lausn kjördæma- málsins. Þar stæði alt við sama og áður var. Þessi yfirlýsing var óþörf. Allir vissu. að þingflokkur Framsóknar sem heild, hafði ekki nálgast svo skoðanir andstæðinganna í rjettlæt- ismálinu, að vænta mætti frá hon- um viðunandi yfi^lýsingar í mál- inu. En liitt er alkunnugt, að menn eru innan flokksins, sem færst liafa svo nálægt. rjettlætiskröfunni, að sterkar líkur eru t-il, að takast megi að brúa þar á milli. Og það var einmitt með þetta fyrir aug- um, að Sj álfstæðismenn hófu nú samvinnu við þessa menn. Ásgeir Ásgeirsson fór ekki dult íneð það á Alþingi, þegar nýja stjórnin tók við, að hann teldi það skyldu stjórnarinnar að finna viðunandi lausn á kjördæmamál- inu. Hann kvaðst liafa trú á, að þetta mætti takast, og þess vegna myndi stjórnin bera fram stjórn- arskrárfrumvarp á næsta þingi. Yfirlýsing þingflokks Pramsókn- ar ber því nánast að skoða sem einmana rödd hins svaiúasta aft- urlialds, sem enn er á vegvillum í rjettlætismálinu. Clrslit þingmála. Lög frá Alþingi. Laun embættismaima (breyting á I. 71, 1919). Eru þar tekin upp í launalögin læknislaun í Olafs- f jarðarhjeraði. Um raforkuvirki. Eru þar gerð- ar ýmsar breytingar á raforku- virkjalögunum frá 1926. Um kirkjugarða. Mál þetta kom frá kirkjumálanefnd. — Lögin stefna að því, að hirt verði sem best um kirkjugarða. Niðurlágðir kirkjugarðar skulu vera friðhelgir og teljast til fornleifa. Útflutningur á nýjum fiski. Eru gerðar nokkrar breytingar á 1. nr. 37, 1931. 1 ár og næsta ár má verja úr ríkissjóði alt af 100 þús. kr. samtals til undirbúnings fram- kvæmda fisksölufjelaga sjómanna og bátaútvegsmanna, um útflutn- ing á nýjum fiski og lánveitinga til fjelaganna, til kaupa á fiskum- búðum og öðrum tækjum, er nota þarf. Heimildarlög fyrir ríkisstjórnina til að leyfa erlendum manni eða fjelagi að reisa og starfrækja síld- arbræðsluverksmáðju á Austur- landi. Áður en slíkt leyfi yrði veitt, skal þó fá meðmæli bæjar- eða sveitarstjórnar. Enginn er- lendur maður eða fjelag hefir farið frarn á leyfi til þessa. Um lántöku fyrir ríkissjóð. Er stjórninni þar heimilað að taka alt að 12 milj. kr. lán, og er tekið fram í greinargerð frv., að heimild þessi verði að eins notuð til greiðslu eldri lána. Breyting á fátækralögum. Sveit- vinslutíminn verði tvö ár í stað fjögurra nú. Þar sem fát.ækraút- gjöld sveitarfjelags, yfir árið, fara meira. en 15% fram úr meðalt.ali fátækraútgjalda á öllu landinu, miðað að % hluta við töln þeirra karla og kvenna, er ellistyrktar- sjóðsgjald greiða, að % hluta við skattskyldar tekjur, að Va hluta við fasteignamat, þá greiðist % !hlutar af því, sem fram yfir er, lúr ríkirsjóði. Lægri greiðsla úr ríkissjóði en 100 kr. fellur niður. Eigi er ætlast til, að þetta baki ríkissjóði teljandi útgjöld frá því sem nú er, því niður fellur sá styrkur, sem ríkið greiðir nú vegna sjúkrahússdvalar þeirra, sem á fátækraframfæri eru, svo og framfærslustyrkur, sem veittur er íslendingum erlendis eða vegna heimflutnings þeirra. Hinn síðar- talda styrk greiðir ríkið í bili, en hann te'lst sveitarstyrkur, ef st.yrk þegi eigi endurgreiðir hann innan mánaðar. — Þá er svo ákveðið í lögum þessum, að ráðuneytið rann- saki hag og meti gjaldþol þeirra sveitarfjelaga, sem skulda öðrum sveitarfjelögum verulega fjárhæð vegna fátækrast.yrkst, sem veittur hefir verið fyrri en á þessu ári. Skal ráðlierra leita samninga um greiðsluna, og ef hann telur sveit- arfjelag ekki fært um að endur- greiða slíkar skuldir að fullu, má greiða nokkurn hluta skuldarinnar úr ríkissjóði „þó aldrei frekar en það, sem vanta kann á að sveitar- fjelag það, sem skuldina á að lúka, geti greitt helming hennar“. Um skipúlag kauptúna og sjáv- aiþorpa. Skipulagsuppdráttur, sem ekki hefir hlotið staðfestingu stjórnarráðsins áður en tvö ár eru liðin frá því að hann var lagð- ur fram, skal ekki vera bindandi lengur. Sama gildir, ef skipulags- uppdráttur hefir verið lagður fram áður en lög þessi eru staðfest, en hann hefir ekki verið staðfestur áður en ár er liðið frá þeim tíma. Gjaldfrestur bænda. Úrskurða má gjaldfrest á skuldum bænda, sem stofnaðar eru fyrir 1. jan. þ. á. Fresturinn nær að eins til höf- uðstóls, en ekki til vaxta. Hann nær og ekki til opinberra skatta eðg gjalda. Skilanefnd úrskurðar um gjaldfresti og skal ein slík nefnd vera í hverju sýslufjelagi og kaupstað. Tilnefnir atvinnu- málaráðherra formann, en sýslu- nefnd eða bæjarstjórn hina svo. Skilanefnd er óheimilt að úrskurða skuldunauti frest, ef hún telur: 1. Að hann geti int þær af hendi eft- ir samningum eða kröfum án veru- legs hnekkis atvinnu hans. 2. Að hann sje líklegur til að nota frestinn til að rýra tryggingar skuldunauta sinna. 3. Að ástæður hans sjeu svo erfiðar, að ekki sjeu líkur til, að hann geti uppfylt skuldbindinaar sínar í venjulegu árferði. 4. Að hann eigi fyrir skuldum, þegar lagt er til grund- vallar: a) Á fasteignum gildandi fasteignamat. b) Á bústofni, bús- hlutum, bátum, veiðarfærum, og öðrum eignum meðaltal þess verðs, sem lagt er til grundvallar mati Við framtal til tekju- og eignar- skatts 3 síðustu árin. c) Um á- byrgðir, hverjar líkur sjeu til, að þær falli á hann. — Skilanefnd má ekki úrskurða lengri gjaldfrest en 1 ár, talið frá úrskurðardegi. — Valdi gjaldfrestir stofnunum, sem gefið hafa út vaxtabrjef, erfiðleik- um um innheimtu þeirra brjefa, sem út eru dregin til greiðslu, má fjármálaráðherra verja alt að 200 þús. kr. til greiðslu á brjefunum og má taka lán til þessa. Aðrar stofnanir, svo sem verslunarfyrir- tæki, sem lenda í greiðsluörðug- leikum vegna gjaldfrests-úrskurð- ar, má ekki taka til gjaldþrota- skifta að eigendum nauðugum með- an lögin eru í gildi. Kostnaður af framkvæmd laganna greiðist að B Guðbrandur Jónsson: Moldin kallar og aðrar sögur. Þjer getið ekki fengið ákjós- anlegri bók með yður i sumar- fríiö. Sögurnar eru hver annari skemtilegri - eins og ritdóm- ar blaðanna bera með sjer. hálfu úr ríkissjóði, en að hálfu úr sýslu- eða bæjarsjóði. Lögin öðlast þegar gildi og gilda til 1. júlí 1933. Framh. •••» <§> 1» *••• Mosfellshreppur lokað land. Ný lögreglusamþykt. Nýlega hefir gengið í gildi lög-! reglusamþykt fyrir Mosfellsshrepp | i Kjósarsýslu. 1. kafli samþyktar- innar fjallar um friðun eigna, og er 1. grein svo hljóðandi: Bönnuð er öll umferð óviðkom- andi manna að nauðsynjalausu um lönd í sveitinni annars staðar en þar, sem vegir liggja, nema með leyfi landráðanda. Án leyfis landráðanda má og eigi tjalda, nje setjast að til verslunar í sveit- inni. Girðingum má eigi spilla, nje skilja eftir opin hlið, sem lokað verður. í annari grein er það tekið fram, en enginn megi „hagnýta eða til- einka sjer neinar nytjar í löndum nje í landhelgi í sveitinni, svo sem beit, berjatöku, egg, veiðifugla eða fiska nje annað, án leyfis land- ráðanda.“ Mörg ströng ákvæði eru enn í samþykt þessari, og virðist höf- undúr hafa ætlað að reisa ramm- ar skorður við að Mosfellssveit- armenn mistn af nokkru sem þeirra er. Fyrst er bannað að fara um sveitina, nema eftir vegum, og síðan er bönnuð öll „hagnýting“ a jarðargróða. En úr því menn mega á ekkert strá stíga, mun erfitt að ná til neinnar „hagnýt- ingar“ á því, sem á landinu vex. Þá vilja þeir Mosfellssveitar- menn, sem eðlilegt er, hafa frið og spekt í ríki sínu. Má eigi sam- kvæmt 3. grein, „að nauðsynja- lausu raska næturró manna, með háreysti, hvellum, vjelagauli, höggum á bæjarhús nje öðru slíku, á tímabilinu milli kl. 23 að kvöldi og' 6 að morgni.“ Sjö tíma á sól- arhring á næturfriður að ríkja í sveitinni, og má það ekki styttra vera. Langur bálkur er í samþyktinni um veitingastaði, gistihús og sam- komur. Yafalaust er samþyktin miðuð við nábýlið við Reykjavík og átroðning þann. sem Mosfells- sveitarmenni hafa orðið fyrir frá bæjarbúum. Er nú eftir að vita hvernig þeim gefast hinar ströngu reglur um umferðabann og bann gegn berjatöku og þess háttar. Virðist. hjer koma fram sami kaldranahátturinn og meinbægnin gagnvart Reykvíkingum, sem sum- ir menn hafa tamið sjer á síðari árum. Deilumál Breta og íra. * London, 7. júní. United Press. FB. Ráðherrarnir J. H. Thomas og Hailsham lávarður lögðu af stað til Dublin á mánudag, að boði De Va'lera, til þess að ræða um erfiðleika þá, sem komnir eru í ljós og standa í sambandi við væntanlega þátttöku íra á alríkis- ráðstefnunni í Ottawa. Vafalaust verður hollustueiðurinn einnig ræddur. Ráðherrarnir koma aftur tii London í dag. en de Valera fer til London á föstudag til þess að lialda viðræðunum áfram. Dublin 7. júní. United Press. FB. Opinberlega tilkmit að Thomas og Hailsham lávarður hafi rætt eina klukkustund við De Valera og dómsmálaráðherra fríríkisins, um deilumál Irlands og Bretlands, og lagt grundvöll að framhalds- umræðum um þessi mál í London á föstudaginn. Stefna Herriots. París, 7. júní. United Press. FB. Herriot hefir haldið stefnuskrár- ræðu sína í fulltrúadeildinni. Um hernaðarskaðabæturnar kvað hann svo að orði, að Frakkland mundi ekki sætta sig við að samnings- bundin rjettindi yrði að vettugi virt. Dagbók. Veðrið í gær (kl. 5 síðd.) — Vindur er yfirleitt mjög hægur V eða N hjer á landi. Sums staðar suðvestan lands er þykt loft., en á öllu N- og A-landi má heita bjart- viðri. Hiti er 6—7 stig á NA-landi en 10—12 stig í öðrum lands- hlutum. Grunn lægð fyrir norðan og vestan landið virðist vera á hreyf- ingu austur eftir. Er því búist við vestanátt á morgun og þykkviðri' vestan lands, en ekki teljandi úr- komu. Veðurútlit í Reykjavík í dag: Vestan-gola. Skýjað loft en úr- komulaust að mestu. Utanríkismálajiefnd — Hjeðinn Valdimarsson hefir tekið sæti í ut.anríkismálanefnd í stað Ásgeirs Ásgeirssonar, forsætisráðherra. — Eiga nú allir stjórnamálaflokkar fulltrúa í nefndinni og fer best á því. Eimskip: Gullfoss fór frá Rvik í kvöld kl. 8, vestur og norður. — Goðafoss fór frá Hull í gær- kvöldi. — Brúarfoss kom til Leith í fyrrinótt. — Dettifoss fer frá Reykjavík í kvöld. áleiðis út. — Lagarfoss fór frá Leith í fyrra- dag. — Selfoss kom hingað í gær- kvöldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.