Morgunblaðið - 19.06.1932, Qupperneq 2
2
MORGUNBIAÐIÐ
0<>0<><><>C><><><><><><><><><><><
oooooooooooooooooo
nvkomið:
Rabarbari,
Blómkál,
Gulrætur,
Tómatar.
Kirsuber.
Appelsínur,
Epli,
Sítrónur,
Laukur,
Blaðlaukur.
oooooooooooooooooo
T EOFANI
FINE
EGYPZKAR
Cigarettan sem
enginn lastar.
TEOFANI & Co Ltd.
19. iúní
Verslunarstúlkur mætist fyrír
vestan barnaskólann (mið-
bæjar) kl. I1/2 í dag.
Gott hestahey
ðskast keypt f
Heildverslnn
Garðars Gíslasonar
AmatOrdeiId
Lofts í Nýja Bíó.
Framkölhm og kopíering
fljótt og vel af kendi leyst.
Lausanneráðstefnan.
35. ráðstefnan út af hem-
aðarskuldunum og hem-
aðarskaðabótunum.
Ráðstefnan í Lausanne er hin
35. í röðinní, sem haldin hefir ver-
ið út af hernaðarskaðabótunum.
1 fyrra fekk Hoover forseti því
framgengt við þær þjóðir, er voru
á móti Þjóðverjum í stríðinu, að
þær gáfu þeim greiðslufrest í eitt
ár ,og jafnframt var gefinn jafn-
langur frestur á skulduim milli ríkj
anna. Bnn fremur var svo ákveðið,
að engir vextir skyldi reiknaðir af
þessum skuldum þennan tíma. —
Samningar þessir gengu í gildi 1.
jitlí 1931 og renna út 1. júlí n.k.,
og ef ekkert er gert, eiga greiðslur
að hefjast aftur 15. júlí. En full-
trúar Þjóðverja á ráðstefnunni í
Lausanne geta ekki annað sagt en
það seim satt er, að hvernig sem
Þjóðverjar reyndu að leggja sig í
lima, þá geta þeir ekki borgað
meira en þeir hafa gert, næstu
áratugi. ,
Ef menn heldi si^ nú að eins að
hernaðarskaðabótunum, en sleppti
öllum álögum sigurvegaranna, þá
er ekki um neinar skuldagreiðslur
að ræða. Pupin, franskur sjerfræð-
ingur á þessu sviði, viðurkendi
bað nýlega, að eignatjón í Frakk-
lándi af ófriðarvöldum, væri að
eins 8—12 miljarðar ríkismarka.
Og enski f jármálamaðurinn Kéynes
hefir áætlað eignatjónið 10 mil-
jarða ríkismarka. Ýmsir franskir
hagfræðingar áætla, að til þess að
byggja upp aftur þau hjeruð
Frakklands, sem lögðust, í auðn í
stríðinu, þurfi í mesta lagi 15 mil-
jarða marka. En Þýskaland hefir
þegar greitt 66 miljarða marka í
hernaðarskaðbætur.
Af öllum ófriðarríkjunum varð
Þýskaland að bera þyngstar byrð-
ar. Af öllum herkostnaði miðveld-
anna greiddu Þjóðverjar fjóra
fimtu hluta. Á hinn bóginn lánuðu
Bandaríkin bandamönnum fje til
hernaðarins, alls 42 miljarða
marka, þar af um 70% meðan á
stríðinu stóð, og af því fengu
Frakkar um 12 miljarða. Afgang-
inn lánuðu Bandaríkin í vörum
eftir stríðið, til þess að samherjar
þeirra ætti hægara með að koma
undir sig fótunuim. Þessir 42 milj-
arðar marka, sem Bandaríkin lán-
uðu Frökkum og Bretum, eru því
hreint ekki að öllu leyti hernaðar-
skuldir.
Annað aðalvandamál Lausanne-
ráðstefnunnar, er að reyna að
greiða fram úr fjárhags og viðskifta
vandræðum Dónárlandanna. Keis-
araríkið Austurríki — Ungverja-
land var að vísu samsett af mörg-
um þjóðum, en enginn gat neitað
því, að þær mynduðu eina heild á
viðskiftasviðinu. Það var einhver
hin hrapallegasta skyssa, sem
stjórnmálamönnunum varð á 1918
—1919, er þeir sundruðu þessu ríki
í blindni í marga hluta, án þess
að hugsa neitt fyrir því, að hag-
kvæmt viðskiftasamband væri milli
þeirra. Það hefir verið reynt að
forða hinum nýju ríkjum frá fjár-
hagslegu hruni, með lánum o. s.
frv. En lánveitingarnar fóru eftir
hernaðarlegum og pólitiskum á-
stæðum. Með því móti hafa þessar
,,ölmusur“ alls ekki náð tilgangi
sínum, og endalaust hefir sigið á
ógæfuhlið. Frakkar, Bretar og
Bandaríkjamenn eiga mikilla hags
muna að gæta í Dónárlöndum
vegn þeirra lána, sem þeir hafa
veitt þessum ríkjum síðan stríðinu
lauk. Og þá hafa bankar og versl-
unarhús í Vestur-Evrópu og Ame-
ríku eigi síður hagsmuna að gæta
þar.
Þannig grípur alt hvað ini^ í
annað í heimspólitíkinni óg heinls-
viðskiftunum, enda þótt þetta og
hitt stóreldið segi að þetta og hitt
mál komi sjer ekki við. Lausanne-
ráðstefnan er því einn áfangi á
leiðinni til þess, að þjóðirnar skilji
að hverju stefnir. Bretland og
Bandaríkin hafa nýlega boðað til
viðskiftamálaráðstefnu, sem á að-
allega að fjalla um vandræðin með
alþjóðavöruskifti, greiðslufyrir-
komulag og silfurmyntfót. 1 öll-
um löndum gerir kreppan vart við
sig á líkan hátt og ástæðumar til
hennar eru víðast hvar hinar sömu.
Það verður ekki ráðin hót á henni
nema því að enjs að allar þjóðir
viðurkenni að allar þjóðir sje jafn
rjettháar í viðskiftum og ekki
megi ganga á hlut neinnar. Þetta
hafa hinar fyrri árangurslausu ráð-
stefnur ekki viljað viðurkenna, en
það er hlutverk Lausanne-ráðstefn-
unnar.
(W. Krimniek í „Die grúne Post“)
Hy rððningarstofa.
Fyrir fáum dögum kom til mín
ungur maður og spurðist fyrir um
kaupavinnu í sumar í sveit. Það
vildi svo heppilega til að jeg vissi
livar finna, mátti nokkra góða
bændur, er hjer voru staddir í bæn-
um. Jeg vísaði piltinum þangað og
hann rjeðist samdægurs norður í
Skagafjörð, fær 25 kr. um vikuna
meðan sláttur stendur ,en eitthvað
minna þangað til, og ferðakostnað
norður.
í gær kom hingað annar maður í
sömu erindum, en þá voru bænd-
urnir farnir, og jeg gat ekkert
liðsint þessum manni, því miður.
— Hörmulegast þó að þeir eru
svn margir, sem atvinnulausir eru,
þótt þeir leiti að vinnu.
Og hrapallegt er það, ef svo
skyldi vera, sem sumir ætla, að
allmörg sveitaheimili vilji taka
verkafólk, en viti ekki hvert þau
eigi að snúa sjer til þess og sjeu
hrædd við „óþekkt fólk úr Reykja-
vík‘ ‘.
Snemma í vor skrifaði mjer
prestur í fjarlægri sveit og bað
mig að útvega sjer ungling til
sumar eða ársdvalar.
Það drógst að jeg svaraði því,
en loks símaði jeg til hans og
kvaðst geta útvegað honum ný-
fermdan pilt, og stúlku á svipuð-
um aldri. Hann sagðist vera bú-
inn að fá piltinn, sem hann vant-
aði, af því að jeg hefði ekki svar-
að fyrri, en morguninn eftir símaði
hann aftur og bað um að þau
kæmi bæði, þau skyldu fá ágæt
heimili í nágrenni sínu. —
Út af þessu öllu hefi jeg verið
að hugsa um að það væri hin
mesta nauðsyn að hjer í bæ væri
ráðningarstofa fyrir fleiri en kven-
fólk. „Stofan“ þess hefir gert
mikið gagn, en það þyrfti að bæta
annari við, sem væri milliliður
milli bænda og þeirra verkamanna
og unglinga, sem vilja fá kaupa-
vinnu í sumar.
Jeg skil ekki í öðru, eins og sak-
ir standa, en að sú stofnun fengi
mikla aðsókn og yrði öllum máls-
aðilum til gagns.
En einhver verður að gangast
fyrir því, og hann má ekki draga
málið, því að nú eru síðustu forvöð.
Rjettast sýnist mjer að bæjar-
st.jórn og Búnaðarfjelagið tæki
höndum saman í þessu efni svo að
fyrirhöfnin yrði kostnaðarlaus
bæði fyrir bændur og kaupafólk.
Sjái aðrir bet.ri iirræði, er það
ágætt, en aðalatriðið er að greiða
atvinnulausu fólki leið þangað,
sem vinnu er að fá, og gera það
tafarlaust.
S. A. Gíslason.
i ^ Jgi
Hllsherjarmótið
Stangarstökk.
Úrslit í því urðu þau að As-
mundur Sveinsson (K. V.) fekk 1.
verðlaun, stökk 3.08 m. Næstur var
Óskar Valdason (K. V.) 2.97 m. og
þriðji Grímur Grímsson (Á.) 2.87.
200 metra hlaup.
Þreytt var til úrslita í því í gær-
kvöldi. Fyrstur varð Stefán Gísla-
son (K. R.) 25 sek., annar Haf-
steinn Snorrason (K. V.), 25.5 sek.,
en þriðji maður kom ekki að
marki, hrasaði skamt þaðan.
Nýtt met.
í kúluvarpi setti Þorsteinn Ein-
arsson (Á.) nýtt met. Kastaði með
betri hendi 12.91 m. og með vinstri
hendi 9.49 m. eða samtals 22.40
metra. Gamla metið, sem hann átti
sjálfur, var 21.95 m. — Næstur
varð Þorgeir Jónsson (K. R.) og
þriðji Trausti Haraldsson (K. R.).
1500 metra hlaup.
í því kepptu margir, þótt ekki
kæmi allir þeir, sem skráðir voru.
Skjótastur varð Ólafur Guðmunds-
son (K. R.) 4 mín. 30.5 sek. Næst-
ur Karl Sigurhansson (K. V.) 4
mín. 34 sek. og þriðji Gísli Finns-
son (K. V.) 4 mín. 42.5 sek.
Hástökk.
Þar keppti meginþorri þeirra,
sem á leikskrá voru. Helgi Eiríks-
son (í. R.) stökk hæst, 1.70 metra
(met hans er 1.756 m.). Næstur
varð Þorsteinn Einarsson (Á.) 1.67
m. og þriðji Þorgeir Jónsson (K.
R.) 1.64 m.
Grindahlaup.
Til úrslita var keppt í því í
gærkvöldi og voru keppendur að
eins þrír. Fyrstur varð Ingvar
Ólafsson (K. R.) 19.2 sek., annar
Jón Ólafsson (K. V.) 19.6 sek. og
þriðji Karl Vilmundsson (K. V.)
20.4 sek.
Boðhlaup.
(800+400+200+100 m.) þreyttu
íjelögin K. R. (2 sveitir), Ármann
c.g K. V. Úrslit uiðu þau, að A-
sveit K. R. sigraði á 3 mín. 47.5
sek. (en metið er 3 mín. 47 sek.).
Næst varð sveit Ármanns á 3 mín.
52.2 sek. og þriðja K. V. á 3 mín.
55.8 sek.
Það leiðrjettist hjer með, að í 80
m. hlaupi stúlkna varð K. R. stúlk-
án sú þriðja í röðinni, en í. R.
stúlkan sii fjórða.
Heimatrúboð leikmanna. Almenn
samkoma á Vatnsstíg 3 í kvöld
kl. 8.
Súdin
fer hjeðan tmiðvikudaginn 22. þ. m.
í strandferð austur og norður um
land.
Tekið verður á móti vörum á
mánudag og þriðjudag.
Skipaútgerð Ríkisins.
Efnl l alstera
og stuttkápur. Nokkrar sumarkáp-
ur með tækifærisverði.
Sig. Guðmundsson,
Þingholtsstræti 1.
Snmar-
kjólaefni
margar fellegar tegundir.
Silkisokkar stórt úrval.
Morgunkjólar.
Sloppar,
Svuntur,
Tvisttau.
Ljereft.
Flónel.
Morgunkjólaef ni
og margt fleira.
VersL vik
Laugaveg 52. Sími 1485.
Kanpið
kaffið i iriDB,
bragðbest og ilmandi.
Altaf nýbrent og malað.
Bœjarins besta.
Gott morgnnkaffi 165 aura.
Hafnarstræti 22.
100 metra hlaupið. Af vangá
varð sú villa í blaðinu í gær í
frjettum frá allsherjarmótinu, að
Þorgeir Jónsson hefði orðið annar
maður í 100 metra hlaupinu. Það
var Hartvig Bartram úr K. R„ og
var hlauptími hans 12.5 sek. '
Sextugsafmæli á í dag Egill P.
Einarsson trjesmiður á Njálsgötu
22 ___
Kennalraþingið verður sett á
morgun kl. 8V2 síðd. í Iðnó.
Norðlenska íþróttafólkið, 16
karlmenn og 16 konur, kemur hing
að í kvöld og verður hjer í viku-
tíma á vegnm K. R. Piltarnir
keppa á knattspyrnumótinu, en
stúlkurnar ætla að sýna fimleika
og keppa við K. R. stúlkur í
knattvarpi.
I ♦ ♦ ♦