Morgunblaðið - 19.06.1932, Page 5

Morgunblaðið - 19.06.1932, Page 5
Suimudaginn 19. júní 1932. o Ottauua-funöurinn og utanríki5uer5lun Breta. í júní-hefti hins merka enska t.ímarits ..The Nineteenth Century and after“ er merkileg grein með þessari fyrirsögn, eftir E. W. Polgon Newman. Hann bendir á, að Ottawa-fundurinn muni hafa afarmikil áhrif. með því að koma skipulagi á viðskiftin milli allra hlnta Bretaveldis, en hann varar jafnframt við því að vanrækja 'hina hliðina á þessu máli, viðskift- in við önnur lönd, þar sem miklu minna en þriðjungur af innflutn- ingi Breta komi frá löndum innan Bretaveldis og minna en helming- ur af útflutningi gangi til þeirra landa. Bretar verði alt af að flytja mikið inn frá lönduin utan Breta- veldis og færa út. markað sinn í þeim, með því að veita þeim best kjör, sem mest kaupa af þeim. og þeir hafa mestan hag af að versla við. Nefnir hann þar sjerstaklega Argentínu og Norðurlönd. Segir hann, að vel gæti svo farið, að Ottawafundurinn vrði til þess að skift yrði um stefnu í tollmálum og reynt að beina viðskiftunum í áttina. til frjálsrar verslunar, því að verndartollar eigi að eins að vera bráðabirgðar hjálp á þeirri leið. Jeg skal aðeins minnast á það, sem hann segir um Norður- lönd. Hann segir að þau sjeu sjer- staklega vel fallin til viðskifta við Bretland vegna nálægðar og vegna þess að Bretar þurfi að fá þaðan svo mikið af trjávöru, mjólkuraf- urðum og öðrum fæðut.egundum. Hins vegar verði þau að kaupa af Bretum kol, járn, stál og vefnað- arvörur. Verslunarjöfnuður Dana og Breta sje að vísu ekki góður fyrir Breta, þar sem þeir árið 1930 hafi flutt inn frá Danmörku fyrir £ 54180000, -en þangað- fyrir £ 10249000, en þetta sje nú að breytast og Danir að kaupa meira af þeim en áður. „Þó að Dan- mörk“, segir liann ■ „fái efalaust öflugan keppinaut þar sem er sm.jör frá Nýja Sjálandi og aðrar afurðir breskra landa, þá mun nálægð hennar við heimkynni „svínakjöts og eggja“ ætíð verða henni hagsmunasæl, ef danska þjóðin getur nægilega aukið inn- kaup sín á breskum vörum“. — Segir hann að Norðurlöndin ög Finnland liafi mikinn áhuga á því að kaupa sem mest breskar vörur til að jafna viðskiftin við Breta og komast að góðum kjörum eftir Ott.awa-fundinn, og þó að það, sem Bretar kaupi af Finnlandi og Danmörku, sje miklu meira en þessi lönd kaupi af þeim, þá sje hlutfallið öfugt, ef reiknað sje hve mikil verslun komi á hvern mann. 1930 hafi það, sém Finnar keyptu af Bretum, verið fyrir 12 sh. og 9 d. á mann, en það, sem Bretar keytpu af Finnum, fyrir 4 sh. og 4 d. á mann. Hann segir að endingu: „Sökum þess hvernig viðskiftum vorum við Norðurlöndin hvert um sig, er háttað og með þeim breyt- ingum, sem nauðsynlegar kunna að verða, á báðar hliðar til þess að gera verslunarsamninga, sem állir yrðu ánægðir með, gætu Norðurlöndin vel orðið mikilvægt viðskiftasvið fyrir útflutning frá Bretlandi. Að minsta kosti er þar markaður, sem vjer getum ekki látið oss í Ijettu rúmi liggja. — Noregur keypti raunar af oss árið sem leið meira en vjer af honum; verslun vor við Danmörku er í heild sinni meiri en við Nvja S.jáland og liálega eins mikil og við Kanada; verslun vor við Finnland, eitt hinna örfáu landa er nú fl.ytur æ meira út en inn, er nálega jafnmikil og við Kína, Ja.pan eða Brasilíu, og meiri en við Chile; verslun vor við Svíþjóð jafnast nálega við Suður-Afríku. En þegar Norðurlöndin eru tekin saman, þá er það furðulegt að sjá, að verslun vor við þau er litlu minni en við Bandaríkin og meiri en við breska Indland, sem þó er efst á lista breskra landa. Þar sem svona hagar til, verður seint of hátt metinn hagnaðurinn af því fyrir oss að vera í góðu viðskiftasambandi við framfara- lönd svo nálægt oss, er hafa líkra hagsmuna að gæta í Eystrasalti, sjerstaklega þar sem ekkert er þessu til hindrunar. Þar sem ensk tunga er vel kunn á Norðurlönd- um og mikill skilningur á báðar hliðar, þá er öll ástæða til að vjer tökum höndum saman við þessar norrænu þjóðir um sanngjörh við- skifti, til hagsmuna fyrir báða aðila, jafnskjótt og vjer höfum samið við lönd vor og nýlendur um aðalatriðin í verslunarstefnu Breta veldis í framtíðinni.“ Þessi grein er fróðleg fyrir oss. Ilún sýnir hvaða st.efnu og reglum ætla má að Bretar fylgi á næstunni, í yiðskiftasaimningum við. Norðurlandaþjóðirnar, og að þær eru af kappi að búa sig undir þá samninga. En íslendingar eru í þessari grein hvergi nefndir á nafn fremur en þeir væru ekki til, og þó eigum vjer í versluiiar- skýrslum vorum miklu betra skjal í þessum efnum en nokkur hinr.a Norðurlandaþjóðanna. Því miður eru ekki komnar út nýrri versl- unarskýrsilur hjá oss en frá ár- inu 1929, en það ár voru viðskiftin við Bretland sem hjer segir, eftir skýrslum þeim, er prentaðar eru í grein Newmans, og verslunar- skýrslum vorum: Útfl. til Bretl. Innfl. frá Bretl. £ £ Finnland ..14945000 33C3000 Svíþjóð.. .. 25709000 10548000 Noregur.. .. 14149000 9858000 Danmörk . . 56211000 10678000 kr. kr. ísland .. .. 12466000 20664000 Þessar tölu ættu að tala voru máli, því að í samningum verður, eins og greinin sýnir, auðvitað fyrst og fremst litið á hlutföllin, en ekki á fjárhæðina eina. Er nú vonandi, að stjórn vor haldi vel á þessum spilum, og er illa áhaldið, ef vjer fáum ekki bestu kjörin. Guðm. Finnbogason. Frá Chile. Santiago, 18. júní. United Press. FB. Nýja stjórnin í Chile hefir lýst yfir hernaðarástandi í landinu. Reykl&vfkurbriel. 18. júní. Veðráttan. Norðangarðurinn sem skall á í lok fyrri viku náði um land alt. Þá snjóaði niður í sjó um alt Norðurland, að því er Veðurstofan segir. Þó mun eigi hafa fest snjó á láglendi. Með uppbirtu gerði frost, svo garðjurtir skemdust, þær er vaxnar voru, og mun trjágróður jafnvel hafa látið á sjá, en óvíða mun áfaM þetta. hafa haft sýnileg áhrif á grasvöxt; a. m. k. ekki hjer nærlendis. Hjer í Reykjavík varð næturfrostið ekki yfir tvær gráður. Um síðustu helgi brá til sunnan- áttar og lilýinda um land alt, og hefir hiti orðið mestur norðan- lands — um 20 stig. Urkoma nokkur á Suður- og Vesturlandi, svo sprettutíð hefir verið hin besta, en þurkar munu hafa háð sprettu fyrir norðan og austan. Annars hefir úrkoma lijer í Rvík verið lítil í vor, t. d. í maímánuði emir 8,3 millimetrar, en meðal- úrkoma er hjer í maí 49 mm. Það sem af er júní hefir úrkoma verið hjer 18 mm., en meðalúrkpma talin hjer áilíka í júní og í maí. 17. júní. Margir bæjarbúar og aðkomu- menn munu eiga eftir að liafa ánægju af að heimsækja hina myndarlegu iðnsýningu, sem opnuð var hjer í gamla barnaskólanum þ. 17. júní. Er það hin langstærsta og fjölbreyttasta iðnsýning, sem hjer hefir verið haldin, lærdóms- rík fyrir alla þá, er kynnast vilja íslensku atvinnulífi. A Iðnaðar- mannafjelagið skilið þakklæti iandsimanna fyrir að hafa einmitt á þessum dapurlegu tímum efnt til þessarar örfunar á sviði at- vinnulífsins. í sambandi við hátíðahöld í- þróttamanna, er hófust sem venja er til þenna dag, hjelt Þorsteinn Briem atvinnumálaráðherra ræðu við grafreit Jóns Sigurðssonar. — Arleg minningar, hvatningar eða aðvörunarorð við legstað forsetans á afmælisdegi hans, og hátíðisdegi æskumannanna, ættu að hafa al- veg sjerstakt erindi til þjóðarinn- ar. I þetta sinn lagði ræðumaður áherslu á, hve mjög þjóð vorri væri nauðsynleg saimtök og sam- hugur allra góðra drengja um velferðar- og vandamál hennar á þessum ískyggilegu erfiðleikatím- um. Mun ræðumaður mega búast við góðum undirtektum víðast undir þetta mál sitt, sem mjög stingur í stúf við orð fyrirrennara hans fyrir ekki ýkjalöngu síðan', þar sem hann, með talsverðri orð- gnótt lýsti hinni margumtöluðu „brynju þjóðarinnar“ gegn erfið- leikunum, sem Framsóknarflokk- urinn hafði gert, eða gera látið. Núverandi atvinnumálaráðherra virðist leggja meira upp úr brynju samhugar og samtaka, en flík þeirri, sem fyrirrennari hans ta'l- aði um. Innflutningshöftin. Margoft hefir verið minst á það hjer í blaðinu, hve innflutnings- höftin — (þ. e. lögformlegt inn- flutningsbann ákveðinna vöruteg- unda) — geta verið viðsjárverð fyrir nauðsynleg viðskifti okkar við útlönd. Nýlega kom upp kvittur um það, Nýkomið: Mslis og stnBoykor. E, BoaeilktssoB & Go. Sími 8 (4 línur). FerðatSsknr inokkrar stærðir. Búsáhöld mikið úrval. Postulínsvörur alls Ikonar. Borðbúnaður. Barnaleikföng og ótal margt fleira ódýrast hjá K. Einarsson & BiBrasson. Bankastræti 11. að dönsku stjórninni hefði komið til hugar, að lögfesta bann á inn- flutningi nokkurra vörutegunda um 3 mánaða skeið. Þá undir eins sendi verslunarráðið í Hull orð- sending til breska utanríkismála,- ráðuneytisins, þess efnis, að versl- nnarráðið vænti þess að breska ráðuneytið gæti gert Dönum skilj- anlegt í tíma, að ef slíkt innflutn- ingsbann til Danmerkur kæmist á, þá gæti ekki hjá því farið, að Bretar legðu sjerstakar hömlur á innflutning danskra afurða. Nú er það sýnilegt, að með þeim hömlum sem hjer eru á gjaldeyris- versluninni, verður innflutningur- inn miðaður við gjaldgetu lands- manna, og innflutningshöftin því orðin lírelt fýrirkomulag. Það gagn sem þau kunna að hafa gert, að áliti stöku manna, er úr sögunni. En eins og sjeð verður af hinu til- færða dæmi getur ógagnið orðið mikið sem af þeim kann að hljót- a.st, ef þau verða ekki numin á burt áður en nokkur samninga- gerð fer fram um viðskifti okkar við þær þjóðir, sem enn fást til að kaupa íslenskar afurðir. Flugmannafundur. Um sama levti og hin ameríska hefðarfrú Amalie Earhart, flaug eins síns liðs frá Bandaríkjunum yfir til Irlands, var flugmanna- fundur haldinn í Róm og þangað boðaðir allir þeir flugmenn sem fiogið hafa yfir Atlantshaf. ítalska stjórnin boðaði fundinn. Forseti hans var flugmáiaráðherra ítala, Balbo að nafni. Talist hefir svo til, að alls hafi 102 menn flogið yfir Atlants- haf, norðanvert og sunnanvert. Af þeim sóttu 62 fund þenna. — Flestir voru Italir á fundinum, því þarna voru þeir 20, sem flugu í samflugi til Brasilíu í janúar í fyrra. — Þarna var flugkappinn þýski. v. Gronau. Verkefni fundarins var að ræða um, hvaða leiðir myndu heppileg- astar fyrir fastar flugferðir yfir Atlantshaf. Komst fundurinn að þeirri niðurstöðu, að flugtæki væru mi orðin svo góð, að ekkert væri því til fyrirstöðu, að koma á föst- um ferðum yfir hafið til Brasilíu. En fjórar leiðir athugaði fund- urinre yfir norðanvert Atlantshaf; leiðina um Grænland, ísland; leið- ina beint, frá New Foundland og ÆDnnnnnMJI KH SH.VER POLISjj. silfurfægi- lögur er ó- viðjafnan- legur á silf- ur plett og aluminium. Gefur fagr- an varan- legan gljáa. til írlands, leiðina um New Found- land Azoreyjar og leiðina um Azor eyjar og Bermudaeyjar. Að þessu máli athuguðu var afráðið að rannsaka nyrstu 1 eið- ina, sem vera myndi hin tiltæki- legasta vegna þess hve áfangar ern þar stuttir. En bæta þarf veðurathuganir á leið þeirri, að áliti fundarins og gera ýmsar ráð- stafanir. Horfur eru því imeiri nú, en nokkru sinni áður á því, að brátt hefjist reglubundnar flugferðir um ísland. Telja má líklegt, að heim- sókn hinna ítölsku flugmanna, sem hjer.ei-u nú, standi í sambandi við ályktanir á fmrdi þessum. Öfugmæli Alþýðublaðsins. I Alþýðublaðinu hafa birst nokk- urar greinar upp á. síðkastið við- víkjandi atvinnuleysi og kaup- gjaldi. Breyttir tíma gera skrif þessi enn þá. fávíslegri en áður. Er því haldið fram í greinum þessum, að lífakkeri verkafólks sje að halda sama kauptaxta í hvi- \etna eins og í góðærunum, það sje ekki einasta nauðsvnlegt fvrir verkáfólkið sjálft, heldur einnig að því er helst, verður skilið, fyrir þjóðarheildina. Sagt er uim leið, að atvinna hjer í Reykjavík sje nú svo stopul, að daglaunamenn hafi ekki atvinnu nema part úr órinu, og þess vegna þurfi kaupið að vera hátt, þann tíma, sem vinnu er að fá(!) Allir sjá, í náverandi kringum- stæðum, að hjer er sannleikanum alveg snúið við. Atvinnan er stopul vegna þess, að tiltölulega lítil framleiðsla, fá atvinnufyrirtæki gt-ta borið hið háa kaup, vegna þess að hið lága vöruverð hrekkur ekki til að endurgreiða kaupið. Eftir því sem vöruverðið lækkar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.