Morgunblaðið - 19.06.1932, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.06.1932, Blaðsíða 8
9 MORGUNBLAÐIÐ nugl$slngadagbók fþróttaskólinn á „Álafossi“. II. námskeið, stúlkur, í júlí. Skráðir nemendur í bænum gefi sig fram a Afgr. „Á'lafoss", Laugaveg 44, n k. þriðjúdag 21. júní kl. 2—4 síðd. Sigurjón Pjetursson. Munið Fisksöluna á Nýlendugötu 14. Sími 1443. Kristinn Magnússon. íbúð, 3 herbergi og eldhús, til leigu nú þegar, eða síðar. Upp- lýsingar hjá Jacobsen, Vesturgötu 22. — Flóra, Vesturgötu 17, sími 2039. Fyrirliggjandi: Úrval af potta- blómum, rósum í mörgum litum, kransar, afskorin blóm og græn- meti. Grjótheimur fæst keyptur. Tæki- færiskaup. Greiðsluskilrnálar sjer- lega góðir, ef samið er fyrir 1. júlí. Húseigninni tilheyrir U/2 dag- slátta, ræktuð lóð. Komið og sjáið og semjið við mig. Jónas Jónsson, Grjótheimi, Hólsveg (Laugará.s- blettur 5). Ýsa 0g þorskur fæst daglega í síma 1127. Nuddlækningar. Geng heim til sjúklinga. Ingunn Thorstensen, Baldursgötu 7 (Garðshorn). Sími átómat 14. Mótorhjól, nýtt, D. K. W„ 8 hesta, luxus 300, er til sölu. Þetta jserki er heimsfrægt. Upplýsingar í HJjóðfærasölunni á Laugaveg 19. Mynda 0 g rammaverslunin, Freyjugötu 11, Sig. Þorsteinsson, sími 2105, hefir fjölbreytt úrval af Veggmyndum, ísl. málverk bæði í olíu og vatnslitum, sporöskju- rammar af mörgum stærðum. Verð- ið sanngjarnt. Húsnæði í Hafnarfirði. Herbergi óska jeg að fá leigt í Hafnarfirði. Er til viðtals í síma 2297 í Reykja- vík. Gúðrnn Jónsdóttir ' i.jósmóðir. Foringjar Hjálpræðishersins. Hinir nýju deildarstjór- ar Hjálpræðishersins hjer á landi eru nú komnir hingað til bæj- arins, og verða sett í embætti sitt, af ofursta Holmes, undir ársþingi Hersins, sem háð verður hjer frá 20.—28. þ. m. Um majór og, frú Beck- ett skrifar adjutant Hol- land í Herópiuu: Þó að þau Major og frú Beckett sjeu borin og barnfædd á Englandi eru þau alþjóðleg í anda — Jeg hygg, að þau heyri til þeim flokki manna, sem segja: ,Pex*- sónan gengur fyrir þjóð erninu/‘ Majorinn hefir víða farið og er margreyndur orðinn og mun það eigi stoða hann lítið í starfinu hjer á landi. Auk þess sem hann hefir verið flokka- og deildarkanslari á Eng'landi og Skotlandi, þá hefir hann verið í þjónustu Hjálpræðishersins í Kanada. Og einn var hann af foringjum þeim, sem fyrstir hófu upp fána Hersins í Kína árið 1916. Þegar hann ljet al' brautryðjanda starfinu í Upp- Kína, þá varð hann ritstjóri kínverska „Herópsins“, en það leiddi lil þess að lokum, að hann var s -ipaður í mikilvæga aðstoðarstöðu við ritstjórn ..Tímarits Hjálpræðisforingjanna“ við alþjóðastöðina í Lundúnum. Majór og frú Beckett. vantreysta nokkuð læknum eða gera þeim órjett til. Það má þó altaf athuga í þessu sambandi eitt atriði, og það er kostnaðarhliðin. Hvaða læknir stenst við það að bíða eftir fæð- ingu klukkutímum eða jafnvel dögum saman, fyrir svipaða borg- un og Ijóðmæður fá? Jeg býst við, að þeir læknar, sem ekki meta sinn tíma meira en það, væru ekki svo eftirsóknarverðir, að fólkið væri miklu bættara með þá en sína Ijósmóður, ef sæmileg væri; en þar kem jeg að atriði, sem jeg vildi um leið víkja að nokkurum orð- um, að því að eins tel jeg þessum málum vel borgið, að völ sje á góðum og kunnandi ljósmæðrum, og fyrir því hefir verið barist eftir mætti, að íslenska ljósmæðra- stjettin yrði fyllilega starfi sínxx vaxin, en það tel jeg hana ekki, cí hún er ekki fær um, upp á sitt eindæmi, að aðstoða við eðlilega fæðingu, og segja til í tíma ef lækni þarf með til einhverrar meiri háttar aðgerðar. Hitt fæ jeg ekki skilið, hvernig háttv. landlæknir eða aðrir, fá það xxt xxr fyrnefndri grein minni, að jeg sje að vara fólk við að sækja lækni þótt jeg telji það ónauðsýnílegt við eðli- legar fæðingar, þar sem jeg tek einmitt skýrt fram, að það sje ein af höfuðskyldum ljósmæðranna, að sækja lækni,1 ef þess er nokkur kostur, ef eitthvað ber út af. — Hefir það og verið brýnt, fyrir Ijósmæðranemunum í skólanum, enda þó kensla þeirra, hafi farið fram í þeim anda, að eyðileggja ekki eðlilegan gang fæðingarinnár með deyfandi lyfjum eða öðru. Það sem jeg hefi haldið fram, er það, að Ijósmæður beri meira .skyn á en almenningur, hvenær sje þörf á að sækja lækni, og sje því óhætt að varpa þeirri áhyggju á þær. Annað mál er það, að nú færist mjög í vöxt, að deyfa konur við fæðingu, 0g sje það eindregin ósk konunnar, mun engin Ijósmóðir setja sig upp á móti því, enda þótt enn sjeu skiftar skoðanir um, liversu gagnlegar slíkar deyfingar sjeu, og jeg fyrir nxitt leyti hefi altaf verið á móti þeim við eðli- legar og ljettar fæðingar, og þyk- ist hafa fullan rjett til þess ávítu- og leiðbeiningarlaust. Sje það aftur á móti álit manna, að læknar skuli vera við hverja fæðingu, þá fer að verða æði óþarft að berjast við að lengja námstíma ljósmæðra og menta þær sem best, ef þær eiga svo ekki að liafa vit á neinu, og ekkert að geta, nema með sjer betri manni. Þá vildi jeg leyfa mjer að víkja örfáum orðum að því, þar sem segir í brjefi háttv. landlæknis að suma gruni að grein mín sje sprottin af óvild ti’l fæðingadeildar Landspítalans. Enda þótt brjefið sje alt kaldranalegt, og að mínu áliti óverðskuldað, þá tekur þó þessi málsgrein öllum hinum fram að ósanngirni og illkvitni í minn garð. Það ræðxxr auðvitað að lík- um að jeg mxxn eiga ilt með að sanna, það, að jeg hafi verið ve'l- unnari fæðingadeildarinnar og vilj að í öllu heill hennar, en hit-t veit jeg, að enn þá örðugra muni háttv. landlækni veitast að sanna, að jeg hafi nokkuru sinni í orði eða verki viljað spilla fyrir deildinni ; eða gera lítið úr henni, enda veita , henni forstöðu einn af þeim lækn- 5 um, •sem jeg ber mest traust til, sem fæðingalæknis, og ljósmóðir, sem jeg hefi sjáilf mælt með. Finst mjer þessi aðdróttun land- læknis honum til lítils frarna, enda . hefir lxún enga stoð í margumtal- aðri grein minni. | Til þess að hrekja hana enn þá betur ,enda þó hxin sje þess | varla verð, frekar en önnur til- bæfulaus illmælgi, þá rnxxn jeg j geta fengið marga, og þar á meðal nokkura merkustu lækna þessa bæjar,.sem best hafa fylgst jmeð starfi mínu hjer, til þess að j bera það, að jeg hafi aJltaf haft þá j skoðun, sem birtist í greininni j og unnið samkvæmt henni alla j tíð, löngu áður en farið var að tala unx stofnun fæðingadeildar- innar. Hefði jeg því eins vel getað skrifað þessi grein eins og hún er, ■ áður en deildin tók til starfa, og hefði þá landlæknir — eða þessir „sumir“ sem hann talar um - sloppið við að gera mjer getsakir er lykillinn að prýði heim- iiisins. Hann er í meira enn sextíu dásamlega fallegum litum. — Hall’s Distemper gerir heimili yðar hrein, björt og heilnæm. Hann er þektur xxm víða veröld og alls staðar álitinn vera I xxndrafarfi. — Það er bæði ódýrt, og fljótlegt að nota hann. Stðrfeid verðlækkun á reiðhjólmn. Verð frá kr. 100—200. Allir varahlutir seldir mjðg ódýrt; ásettir ókeypis. Sigurþðr Jðnsssu. Austurstr. 3. Kðrfnstólar. fíæginda stólar, fallegir og ódýrixv Húsgagnaversl. Reykjavíkur, Vatnsstíg 3. Sími 1940. um það. að grein mín sje sprottin aí samkeppnisóvild við fæðinga- deildina. Ætla jeg svo ekki að orðlengja um þetta að sinni en mun eftir- leiðis eins og hingað til hafa, mínar skoðanir bæði á fæðinga- hjálp og öðru og láta þær í ljós opinberlega, ef mjer finst ástæða til. Þuríður Bárðardóttir. Rfintýra prinsinn. sái mína alla meðan jeg lifi og merkii þitt ber jeg á brjósti meðan hjartað bærist. Ekki síður en túlí- panana í skjaldarmerki mínu, sem jeg ljet setja þar þjer til heið- tirs og minningar um okkar fyrstu fundi í garðinum hjá hxisi föður þíns. Þú tíndir túlipana í sól- skininu, þegar jeg kom út og bauð þjer góðan dag. Hann hrökk við, hann fann tár falla á höndina á sjer. Hann kysti tárið. Hún svaraði hljóðlega: — Því lofa jeg, þú munt ávalt vera í hug mínum. Jeg mun kosta kapps um að breyta eins og þú mundir óska eftir að jeg gerði. Kvölds og morgna mun jeg biðja fyrir þjer; það er al.t sem jee' get, látið þjer í tje, Antonius. Hann stökk upp í sömu svipan og stóð við hlið hennar. — Jeg er ánægður, jeg óska einskis frekara, þú ert og verður fyrirmynd elskulegrar konu. Má jeg kyssa þið, Jóhanna. — Danvelt mun eiga varirnar, er ekki svo? Antonius varð niðurlútxxr, hon- um var samt orðið rórra innan- brjósts. Þau gengu þögixi upp að höllinni. 13. kapítuli. Frjettir bárust sunnan að um undirbúning Lúðvíks konxxngs til nýrra árása. Hertoginn hraðaði för sinni suður á bóginn með öfl- ugan her. Hann komst óhindraður ti’ Somme og settist að í Péronne, þar gat hann best setið um frænda sinn, óvininn frá Frakklandi. — Borgirnar í Somme voru einmitt þrætueplín. Þegar Lúðvík konungur frjetti að Karl frændi hans hafði orðið á niidan honum yfir landamærin með svo öflugan her, fjell honum allur ketiM í eld. Honum var ljóst að nú dugði ekki annað en neyta bragða. — Meðan á ófriðarundirbúningi stóð hafði hann alt af haft brjefavið- skifti við sinn „elskulega frænda“ hertogann af Bui'gund t.il þess að slá ryki upp í augun á lionum. Hann vildi telja hertoganum trú um að hann væri sem óðast að vig- búa sig gegn Ijensríkjxmxim Nor- mandi dg Bretagne, höfðu þau ríki sýnt honxxm mótþróa og hann hugs- aði að fara á fund þeirra áður langt liði. Karl hertogi þóttist trúa öllu, en lxann þóttist vita hvar fiskur lá undir steini, hann vígbjó sig einnig í því skyni að liann sagði að vera viðbúinn að gera skyldu sína gagnvart, bandamönn- um sínum. Lúðvík konung grunaði ekkert og 9. október reið hann inn í borg- ina Péronne með að eins fáa menn sjer tll fylgdar: Biskxxpinn frá Arranche, hertogann frá Barbon, erkibiskupinn frá Lyon, de Bean- jen og fimm til sex aðra aðals- menn, auk þess 80 bogmenn úr líf- varðarsveit sinni. Spölkorn fyx*ir utan borgina mætti Karl hertogi honum með fylktu liði til nð bjóða konunginn velkominn. Hálfri stundu eftir að konungur var kominn til Péronne varð hann þess var að ekki muncli e.lt vera honum í vil þar í borginni. Hann frjetti þá að marskálkurinn frá Burgund, Thibault de Neuf- chatel væri kominn með öflugt lið. Fór marskálkurinn þegar á fund konungs ásamt nokkrum aðals- mönnum, voru þeir allir franskir ])egnar en höfðu flúið undan of- ríki konungs, en notuðu nú tæki- færið og buðu Karli liðveislu sína til að svala sjer á Lúðvík kon- ungi. Meðal þessara manna var Ántoine de Lau, hafði konungur látið varpa honum í fangelsi og kvalið hann á alla lund, samt tókst honum að komast xxndan og flýja. á náðir Karls bertoga: Annar var þar Poncet tle la Riviere, var hann gerður útlægur úr Frakk- landi og hugðist að fara pílagríms- ferð til landsins helga. Hann var nú kominn aftur og gekk í liS nieð þertoganum. Mest óttaðist. lxann þó Philippe de Bresse, er hann hafði tekið saldausan og varpað í fangelsi. Philippe de Bresse vissi margt, um konung sem konxxngur hræddist að kæmist upp, sá hann ekki annað ráð en taka hann til fanga og var hans gætt stranglega. Á endanum tókst hon- um þó að losna. Fleiri voru í hópn- unx, sem konungur vissi að voru persónulegir óvinir hans. Milrill kjarkmaður hafði Lúðvík: konungxxr aldrei verið. Hann ^kalf líka á beinunum er hann sá þessa menn koma. Hann iðraðist þess sáran að hafa farið svo liðfár til Péronne, en nxx varð að taka því sem fram átti að koma. Aldrei hafði hann óttast um líf sitt, fyr, hann vissi að Philip de Bresse mundi einskis svífast. — Konungur kallaði fyrir sig skriftaföður sinn og Beaujen og ræddi xdð þá. Að því loknu baÖ hann Karl hertoga um leyfi til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.