Morgunblaðið - 22.06.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.06.1932, Blaðsíða 2
2 'mBU MORCUKMAB!! Nýkomið I Appelsínur ,,Bra/il“ 100—176—200 stk. Epli „Nevr Zealaud' ‘, 180 stk. Kartöflur, ítalskar, ný uppskera, Kartöflur, Hollenskar, gamlar. Sítrónur — 300 stk. Nýr smálax. Uerðið lækkað. Matarverslun Tómasar Jóussouar, Laugaveg 2. Sími 212. Laugaeg 32. Bræðraborgarstíg 16. Sími 2112. Sími 2125. Liísmæiraskíili Islands. Námskeið hefst 1. október næstkomandi. Nemendur skulu ekki vera vngri en 20 ára og ekki eldri en 30 ára, heilsuhraustar (heilbrigðisástand verður nánar athugað á Landspítalanum). Konur, sem lokið hafa hjeraðsskóla- prófi eða gagnfræðaprófi ganga fyrir öðrum. Eiginhand- arumsókn sendist stjórn skólans á Landsspítalanum fyrir 15. ágúst. Umsókninni fylgi aldursvottorð, heilbrigðisvott- orð og prófvottorð frá skóla, ef fyrir hendi er. Umsækjendur, sem hafa skuldbundið sig til að gegna ljósmóðurumdæmi að námi loknu, skulu senda vottorð um það frá viðkomandi oddvita. Landsspítalinn, 20. júní 1932. Guðm. Thoroddsen. StýrimaiRsskólinn. Þeir nýsveinar, sem vilja fá inntöku í Stýrimanna- skólann næsta vetur, sendi forstöðumanni skólans beiðni um það fyrir 1. september, ásamt áskildum vottorðum. (Sjá B-deild Stjórnartíðindanna 1924, bls. 113—114, 7, —9. grein). Reykjavík, 21. júní 1932. Páll Halldórsson. Til Ðúðardals, Hvammstanga og Blönduóss fara bílar alla þriðjudaga og föstudaga. Lengra norður, ef farþegar bjóðast þá. Bifreiðastöðm Hekla. Sími 970. Lækjargötu 4. Sími 970. Hðtorbðtnr. Lftlll mðtorbátnr til sðin, semjið vifl Maguns Bergsson, * Bókhlöðustíg 6C, kl. 19—20. ULLARBALLAR 7 ]bs. fyrirliggjandi. Sími 642. L. Andersen, Austurstræti 7. Rtuinnuleysi sjómanna uegna ósanngirni siglfirskra uerkamanna. Þegar klípa á af 200 króna mánaðarkaupi sjó- manna, er verkamönnum boðið 438 kr. mán- aðarkaup, en þeir heimta sex hundruð, en með því er sjómönnum varnað að bjarga sjer við síldveiðar í sumar. Álit Jóhanns Jósefssonar alþingismanns. 1 gær átti MorgunblaSið tal við Jóhann Jósefsson alþm. í Vest- mannaeyjuni. Barst í tal skýrslan frá stjórn síldarverksmiðju ríkis- ins á Siglufirði, sem lesin var upp i irtvarpinu í fyrra kvöld, og birt- ist á öðrum stað hjer í blaðinu. En Jóhann hefir sem kunnugt er um mörg undanfarin ár verið í sjávarútvegsnefnd á Alþingi, og hefir því fylgst með verksmiðju- málinu frá byrjun, enda þótt. till. hans í því máli. sem annara Sjálf- stæðismanna, hafi jafnan ekki átt upp á pallborðið hjá þingmeiri- hlutanum. Hann sagði m. a. að hann furð- aði sig á því, að stjórn verksmiðj- unnar skyldi leyfa sjer að ganga svo langt, að bjóða verkamönnum sem vinna að framleiðslu síldar- mjöls og olíu í landi, mánaðar- kaup, sem næmi kr. 438.00, þar sem reynslan í fyrra sýndi, að sjómennirnir, sem við síldveiðar unnu þá, fengu ekki nema þetta 207 krónur á máaiuði yfir síld- veiðitímann. Þetta kanp hugðist verksmiðjustjórnin að lækka um 10%, en samt væri verkafólki í landi boðið helmingi 'hærra kaup og meira en það, við sömu fram- leiðslu, og væri þó ekki sjáanlegt á hvem hátt hægt væri að gera sanngjarnar kröfnr til þess að verkamenn í landi hefðu trygt hærra kaup en sjómenn fengju að jafnaði. Jóhann sagði sem svo: Hjer í Vestmannaeyjum eru nú margir atvinnulausir, og hefir fjöldi manna beðið eftiii því að fá atvinnu við síldveiðarnar í súm- ar. Menn hafa ekki gert sjer háar hugmyndir um afrakstur af þeirri vinnu. Til eru þeir menn, er segja sem svo, að heldur vilji þeir fara á síldveiðar, þó þeir byggjust við að bera lítið fir býtum, en ganga aðgerðarlausir heima fyrir. Jeg tel eftir atvikum óhugsandi annað en hægt sje að fá fólk hjer sunnanlands t.il að vinna við verk- smiðju ríkisins á Siglufirði fyrir kaup, sem .væri aðeins helmingur á við það, sem liinir siglfirsku verkamenn heimta. Okkur hjer í Ýestmannaeyjum er spurn, segir Jóhann: — Er nú nokkurt vit í því, að útiloka þetta fólk t. d. hjer í Vest- mannaeyjum frá allri atvinnu við síldveiðar í sumar, blátt áfram loka bjargræðisvegi þess, fyrir þá sök eina, að nokkrir sósíalistar á Siglufirði hafa æst verkafólk þar upp í það að gera þær kaup- kröfur, sem engri átt ná, sem ekki eru í hinu minsta samræmi hvorki við afurðaverð eða við það sem aðrir sætta sig við, er stunda vilja síldveiðarnar. Það er skylda ríkisstjórnar, að mínu áliti, ségir Jóhann að lokum, að hún blátt áfram útvegi sjer fclk til að vinna við verksmiðj- una, sem vinna vill fyrir sann- gjamt, kaup, svo verksmiðjan geti orðið starfrækt og sjómenn þeir, sem bíða eft.ir síldveiðum, en hafa ekki í önnur hús að venda, fái þessa atvinnu. Það væri hlálegt, ef nokkurir vcrkamenn eða verkamannafor- kólfar norður á Siglufirði, ættu að geta lokað bjargræðisvegum sunn- lenskra sjómanna á þessum tím- um, þegar okkur sannarlega veitir ekki af að sú atvinna og þeir at- vinnumöguleikar notist, sem fyrir hendi eru. Foralelf aranns ðknlr dr. Poul Norluuds i Grænlandi. Hinn 1. júní lagði dr. Poul Nor- lund á stað frá Kaupmannahöfn á gufuskipinu „Disko“ í fjórðu og seinustu för sína til Grænlands til þess að rannsaka þar fornm'injar frá þeim tíma, er íslendingar bjuggu þar. Var förinni fyrst heit- ið til Julianehaab, og eru með honum í rannsóknaferðinni pró- fessor Gudmund Hatt, sænski jarð- fræðingurinn dr. Sternberger, Milthers stúdent og Erik Holtved fornfræðingnr. Sumarið 1926 byrjaði dr. Nor- lund rannsóknir sínar á biskups- setrinu Görðum og fann þar meðal annars í kirkjugarðinum líkkistu Jóns biskups Sverrisfóstra, og hafði liún látið furðu lítið á sjá þau 700 ár, seim hún hafði legið í mold. Biskupsskrúðinn og biskups- stafurinn var hvort tveggja lítið skemt, og eru nú í þjóðminjasafni Dana. Jarðneskar leifar biskups voru látnar í trjekistu og fóru þeir nú með hana vestur með sjer og ætla að setja hana niður í gröfina aftur. Jafnframt var farið með veglegt minnismerki vestur og a að resia það á gröf biskups. Var send þriggja manna nefnd til þess að annast um hina nýju útför biskupsins og reisa steininn á ieiði hans. Einn af þessum þremur er fornfræðingurinn Eigil Knuth. greifi, og ætlar hann í sumar að rannsaka fornmannabústaði hjá Godthaab, og er það einn þáttur- inn í hinum víðtæku rannsóknum dr. Norlunds. Sjálfur ætlar hann að vera í Eystri bygð 1 sumar og á þar að mæla vandlega alt það s\æði, er sú bygð náði yfir og öll þau m&nnvirki frá fornöld er þar finnast. Afnám bannlaganna í U.S.A. Washington, 21. júní. TJnited Press. FB. Forseti fulltrúadeildar þjóð- þingsins hefir lagt það til, að bannlögin verði feld úr gildi. Leikfarir Leikfjelags Reykjavíkur. Núna í vor hefir Leikfjelag Reykjavíkur sent tvo leikflokka til að sýna sjónleika út um land. Annar flokkurinn undir stjórn Haralds Björnssonar hefir nú sýnt sjónleikinn ,Jósafat‘, þrisvar sinn- um á Akureyri við góða aðsókn og ágætar viðtöknr áhorfenda. Var höfundur leiksins, Einar H. Kvar- an, sjálfur viðstaddur frumsýn- inguna á Akureyri og var honum fagnað af áhorfendum að sýningu lokinni. Hlutverkin Grím, sem hjer var leikið af Friðfiimi Guðjóns- syni og frú Fanndal, hjer leikið af frú Arndísi Björnsdóttur, Ijeku þau Jón Norðfjörð og frú Regína Þórðardóttir, bæði Við mjög góðan orðstír, nokkur smærri hlutverk voru leikin af leikendum frá Leik- fjelagi Akureyrar. Hinn flokkurinn, unclir stjórn Indriða Waage, hefir nú sýnt hinn ágæta gamanleik „Karlinn í kass- anum“ hjer suður með sjó þrisvar sinnum og á Akranesi tvisvar. - | Hefir leiknum alls staðar verið itekið með afbrigðum vel og hafa áhorfendur skemt sjer engu síður en hjer í leikhúsinu. Er í ráði að leikurinn verði sýndur í Borg arfirði, sennilega að Reykholti, í næsta mánnði, en þar sem sam- komubann vegna skarlatsóttar er á Eyrarbakka gat ekki orðið úr því að leikurinn yrði sýndur þar. Annað kvöld verður leiknrinn sýndnr hjer í Iðnó, og er það 15 og allra síðasta sýning hjer í bænum. Ofursti George Holmes frá Að- alstöðvum Hjálpræðishersins í Lundúnum er kominn hingað til íslancls fyrir nokkrum dögum í eftirlitsferð og jafnframt til að setja hina nýju forstjóra Majór Hal Beckett og frú hans í embætti þeirra, sem deildarstjóra yfir Hjálpræðishernum á íslandi og Færeyjum. Hann hefir stjórnað Ársþingum Hersins í Noregi, Sviss, Belgíu og Frakklandi. Og nú stjórnar hann Ársþingi Hjálpræð- ishersins hjer á landi sem haldið er hjer í Reykjavík frá 20.— 28. þ. m. Stjórn Afmælisfjelagsins óskar þess getið að barnaheimilið Egilg- staðir í Hveragerði í Olfusi, taki til starfa upp úr næstu mánaða- mótum. Nánari upplýsingar, sem og eyðublöð undir dvalarbeiðni fást í bókaverslun Ársæls Árna- sonar í dag. Dansleikur verðm- í K. R. hús- iuu í kvöld og hefst kl. 10. Þar verða afhent verðlaun frá alls- herjarmótinu. Allir þátttakendur i mótinu eru sjálfboðnir og mega karlmenn bjóða með sjer stúlku og stúlkur pilti. Annað íþróttafólk getur fengið aðgöngumiða í versl. Haraldar Árnasonar í dag. Guðsþjónusta í dómkirkjunni í clag kl. 1. Síra Brynjólfur Magn- ússson prjedikar. Nýtt met setti Karl Sigurhans- son frá Vestmannaeyjnm í 10 km. hlaupi á íþróttavellinum í gær. Gamla metið átti Jón Kaldal og hcfir það staðið óhaggað í mörg ár. A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.