Morgunblaðið - 24.06.1932, Síða 2
9
MOIGUK BIAÐIÐ
nnankki niiurrilsnamg.
Hver er Guðmundur Skarphjeðinsson?
Reykvíkingar munu fyrst hafa
heyrt G. S. getið á fulltrúaráðs-
fundi Síldareinkasölunnar, sem
haldinn var í byrjun des. s.l. Var
það á einum þeirra funda að 6. S.
sem sjálfur var borinn þungum
sökum fyrir starf sitt sem settur
framkvstj. Rinkasölunnar á Siglu-
firði s.l. sumar, gaf það í skyn,
um umbjóðanda sinn fjarveranda,
P.A.Ó., að hann hefði þegið eða
hefði ætlað að þiggja mútur frá
Ingvari Guðjónssyni og Brdr.
Levy. Þá notaði Ingvar Guðjóns-
son hin sömu orð um G. S., sem
h.öfð voru um ómennið Kark þræl,
er sjer til fjár vann á húsbónda
sínum, Hlákoni Hlaðajarli, sof-
anda.
-----„Illt er að eiga þræl fyrir
einkavin".
Þessi samlíking Ingvars er því
betri, sem söm varð lykt þeirra
beggja, Karks og Guðm. að fall
þeirra fylgdi falli húsbænda þeirra.
— Það er sagt, að þrælinn hafi
dreymt, að Ólafur konungur
Tryggason (stjórnin) legði gull-
men á háls honum, að launum fyr-
ir trúmenskuna við Hákon jarl.
En honum varð að öðru.
Sagan endurtekur sig.
Of langt yrði að fara hjer út
í að rekja sögu Guðm., enda nóg
að stikla á nokkrum atriðum. Að
loknu námi við Kennaraskólann,
fekk G. stöðu við barnaskólann á
Sigluf., hjá skólstj., hinni viður-
kendu dugnaðarkonu, frú Guðrúnu
Björnsdóttur frá Kornsá, konu
Þormóðs Eyjólfssonar. Hún sagði
siðar af sjer skólastjórastöðunni
og kom Guðm. í stöðuna í sinn
stað. Hvernig hann launaði henni
og þeim hjónum upphefð sína,
kem jeg síðar að.
Verkalýðssvikarinn.
Verkalýðsforsprökkum má skifta
í 2 fl. hjer eins og í öðrum lönd-
um. Eru annarsvegar þeir, sem
hcillaðir hafa orðið af kenningu
Karls Marx og annara brautryðj-
enda sósíalismans, en hinir — og
þeir eru fleiri — pólitískir svindl-
arar, sem með ýmsum loddara-
brögðum nota verkalýðinn til þess
að lyfta sjer sjálfum upp í virð-
ingastöður, þar sem þeir sjálfir
lifa svo í vellystingum praktug-
lega og hugsa ekki fremur en áður
um verkalýðinn. Hjer á landi tel
jeg í fyrra fl. m. a. Brynjólf
Bjarnason, ritstj. Verklýðsblaðsins,
og Hauk Björnsson, en í síðara
flokknum og þeim fjölmennari,
bankastj. Alþýðuflokksins, Ólaf
Friðriksson og Finn Jónsson ásamt
ótal fleirum, að ógleymdum Guðm.
Skarphjeðinssyni, sem jeg nú skal
lýsa nokkuð nánar, af því að hann
ei ljóslifandi dæmi þessarar mann-
tegundar.
Þegar Guðm. var kominn í skóla
stjórastöðuna, hafði verkalýðs-
hreyfingin fyrir skömmu borist
til Siglufjarðar. Sá hann sjer nú
leik á borði að gerast verkalýðs-
forsprakki og hefir aðferð hans
jafnan verið sú, að slá ryki í
augu verkamanna með því að gera
sem allra hæstar kaupkröfur. —
Þannig fann hann upp á því, árið
1929, að helgidaga vinna skýldi
teljast 36 klst. í viku og skyldi
greiðast 3 kr. tímakaupi. — Kom
hann þessu í kring og hefir þetta
kaup haldist síðan og af því hafa
| Siglfirðingar síðustu 2 árin fengið
(að súpa seyðið, því að f jöldi skipa,
sem áður var söltuð síld af á Siglu
firði, hefir nú leitað burt með
verkunina þaðan, ýmist til Eyja-
fjarcíar eða Sauðárkróks, og hefir
þessi straumur frá Siglufirði farið
vaxandi.
Guðmundur krækir í bitlinga.
Fylgi verkamanna, sem fengið
var með þessu móti, notaði Guðm.
til þess að koma sjer í bæjarstjórn
Siglufjarðar. Síðar notaði hann þá
aðstöðu er hann þá fekk, til þess
að ná í bitlinga í bæjarstjórninni,
svo sem við kolasölu bæjarins,
mjólkurbú o.s.frv. Aðstaða hans
í bæjarstjórninni og vinátta. hans
við Þormóð Eyjólfsson og konu
hans, komu honum að í stjórn
Síldarverksmiðju ríkisins, sem full-
trúa Siglufjarðarkaupstaðar. Síðar
aúlaði hann að nota sjer sömu
aðstöðu til að komast í . fram-
kvæmdastjórastöðu við Síldareinka
söluna. Greip hann tækifærið, er
staða losnaði við brottvikningu
Einars Olgeirssonar. Sjálfum tókst
honum að ná formanni iitflutnings-
nefndar einkasölunnar, aukvisan-
um Erlingi Friðjónssyni, sem er af
sama sauðahúsi, til fylgis við sig,
en Þormóður Eyjólfsson trygði
honum atkvæði Böðvars Bjarkans.
Vantaði nú ekki nema eitt, atkv.
í útflutningsnefndinni, til þess.
að hann næði í stöðuna, en það,
sem strandaði á, var atkv. Steinþ.
Guðmundssonar fyrv. barnakenn-
ara, sem áleit, eins og rjett var,
sjálfan sig betur hæfan í stöðuna
en Guðmund. Nú voru góð ráð
dýr. Var gripið til þess, að P. A.
Ólafsson var látinn gera Guðm.
Skarp. að framkvstj. einkasölunn-
ar á Siglufirði, en svo hjet í orði
kveðnu, að Guðm. væri fulltrúi
P. A. ÓI. á Siglufirði, og fekk
hann sl .sumar fyrir það starf sitt
full framkvæmdastjóralaun. —
Loks gerði hann hinstu tilraun til
að ná í þessa framkvæmdastj.-
Stöðu á fulltrúaráðsfundi Síldar-
einkasölunnar í vetur, en allir
muna, að þeim fundi lauk með því
að einkasalan var afnumin með
bráðabirgðalögum, og aumkvaði
Tryggvi forsætisráðh. Þórhallsson
síg yfir kratafulltrúana á fund-
inum, þegar hann heyrði, að sumir
þeirra sæti fastir á hótelum vegna
skulda, og 'ljet hann senda þá
hvern heim til sín á landsins
kostnað.
Um óstjórnina á Siglufirði í
fyrrasumar, meðan G. S. gegndi
framkvstj.stöðunni, ræddi jeg ítar-
lega á fulltrúaráðsfundinum í vet-
ui og mun máske síðar fá tækifæri
til að víkja aftur að þeim at-
riðum.
Guðmuudur færir út kvíarnar.
Fjáraflamaður er Guðm. mikill,
eins og ljóst mun af framanrituðu.
Hann hefir sjálfur sagt það í mín
eyru, að fyrsti gróði sinn hafi ver-
ið sá, að hann keypti spröku af
sjómanni fyrir 20 kr. og seldi hana
aftur Óskari Halldórssyni í Bakka
fyrir 40 kr., og fekk hana borg-
aða. Þetta var fyrsti gróði Guðm.
á fátækum manni af verkalýðs-
stjett, en ekki sá síðasti.
Margir verkamenn leituðu Guð-
mundar um ýmsar útveganir og
brjefaskriftir, þar sem þeir hugðu-
Iiann sendibrjefsfæran, sem jeg
raunar álít hann ekki og get fært
gögn að, ef með þarf. Kom það
þá oft fyrir, að verkameiin féngu
Guðm. til að skrifa fyrir sig
pöntun á ýmsum byggingarefn-
um o.fl. Þetta varð til þess, að
Guðm. sá, að hjer var fjár von
og setti á stofn byggingavöru-
versl. á Siglufirði, sem hefir verið
sú langstærsta þar í bæ. — En
þegar lokað var fyrir veðdeildina
dró úr byggingunum. Teptist þá
verslunin, og hefir Guðm. nú að
sögn selt versl. Kaupfjel. Siglfirð-
inga, en í stjórn þess hefir hann
komist fyrir atbeina verkamanna.
Er það almæli á Siglufirði, þótt
G. S. sjálfur láti annað í veðri
vaka, að þótt víða liafi honum
bitlingar komið, þá nemi bitlingar
hans, laun sem Síldareinkasölufor-
stjóra, laun sem stjórnanda Síld-
arverksmiðjunnar og skólastjóra
barnaskólans til samans ekki eins
miklu og gróði hans af timbur-
versluninni, sem hafður er af sigl-
firskum verkamönnum og öðrum
Siglfirðingum á sama hátt og 20
krónuruar, er hann hafði af sjó-
manninum í sprökukaupunum.
Fjöldi verkamanna hefir leitað
til Guðm. og fengið hjá honum
byggingarefni til að koma upp
fokheldu húsi yfir höfuðið^ Gang-
nrinn hefir verið sá, að verkamað-
nrinn eða hans nánustu hafa sjálf-
ir unnið mestalt verkið. Er húsið
var orðið fokhelt, hefir verið klínt
á það virðingu, fengið út á það
lán í veðdeild og veðdeildarfjeð
iiotað til að greiða Guðm. upp í
byggingarefnið. Fyrir eftirstoðv-
unum hefir hann tekið 2. veðrjett
í húsinu. Með þessari „hjálpsemi“
hefir Guðm. gert fjölda verka-
manna sjer háða og síi skoðun
hefir komist inn hjá þeim, að
„Guðmundur geti alt“, enda kom
það ljóslega fram á fundinum 18.
júní, að þeir álíta hann óskeikulan
reikningsmann, þrátt fyrir þær
fjarstæður, er hann bar þar fram.
Lítilmenska Guðmundar,
Framkoma G. S. í garð húsbónda
wíns, P. A. Ó„ varð til þess, að
gera hann víðfrægan hjer í
Rvík. Framkoma hans, er jeg nú
skal lýsa, í garð Þormóðs Eyj-
ólfssonar, mesta velgerðamanns
hans, og lítilmenska Guðm. í því
sambandi, er af sömu rótum runnin
Svo sem drepið var á í grein
minni um kaupdeilurnar, hafa ver-
ið stöðugar deilur innan verk-
smiðjustjórnarinnar, þegar skipa
átti stjómina á ný í júní. Leit svo
út um tíma, sem ekki myndi verða
samkomulag milli okkar Guðm.
Hlíðdals annars vegar og Þormóðs
Eyjólfssonar hins vegar, og að
hann færi því úr stjórninni. Þor-
móður hafði altaf talið Guðm.
Skarphjeðinsson sjer tryggan og
fylgjandi og var honum það nauð-
ngt, að G. Sk. færi úr stjórninni.
Nú, þegar leit út fyrir, að Þorm.
myndi ekki fara í stjórnina með
okkur G. Hlíðdal, fór jeg á fund
G. Sk. til þess að ganga úr skugga
um trygð hans við Þorm. og sigl-
firskan verkalýð. Spurði jeg hann
í þeim tilgangi um það, hvort
liann væri reiðubúinn að koma í
verksmiðjústjórnjna með okkur
Hlíðdal. Kvað hann já við því, en
þó með einu skilyrði, að hann yrði
sjálfur form. verksmiðjustjórnar-
innar. Þá spurði jeg hann, hvort
hann væri reiðubúinn að gangast
fyrir kanplækkun í verltsmiðjunni
á grundveíli till. okkar Hlíðdals,
sem var sú hin sama er verksmiðju
stjórnin bar fram á verkalýðs-
fundinum á Siglufirði 18. júní.
Kvað hann já við því, en með því
skilyrði, að hann yrði form. verk-
smiðjustjórnarinnar. Bar jeg upp
fyrir honum fleiri spurningar og
játti hann þeim öllum, að því til-
skildu, að hann yrði form verk-
smiðjustjórnarinnar. Ef G. Sk,
ætlar að þræta fyrir þetta samtal,
mun jeg, þegar óskað er, nefna
stað og stundu. Jeg þekti Guðm.
áður og vissi, hvern mann hann
hafði að geyma, og kom mjer
vitanlega ekki til hugar að taka
áfram sæti með honum í verk-
smiðjustjórninni, en í þessu sam-
tali mínu við hann liafði jeg fengið
enn eina staðfestingu á því, hve
óumræðilegt lítilmenni hann er.
Það or hörmulegt til þess að
vita, að fjöldi verkamanna og
hundruð sjómanna skuli eiga á
hættu að missa sumaratvinnu sína
fyrir aðgerðir þessa vesalmennis.
Sveinn Benediktsson.
Bmninn á Iðu
í Biskupstungum
Abyggileg
og dugleg stúlka,
helst ekki yngri en 25 ára, óskast
í brauðsölubúð á Akranesi, um
næstu mánaðamót. Semjið við Jó-
hann Reyndal, sími 30, Akranesi.
Nýiar kartðflur,
nýjar gnlrætnr,
blúmbál, gnrknr,
og trðllasúra.
Frásögn bóndans, Einars
Sigurfinnssonar.
Þess var getið í símfregn nýlega,
að bærinn Iða í Biskupstungum
hafi brunnið til kaldra kola þann
6. þ. m. Nánara var ekki sagt frá
þessu. Bóndinn á Iðu, Einar Sigur-
finnsson, var hjer nýlega á ferð
og átti Mbl. þá tal við hann og
fekk frá honum eftirfarandi upp-
lýsingar:
Bærinn var allgóður timburbær,
járnklæddur og voru tvö hús sam-
bygð. Eldsins varð vart um kl. 4
síðd., undir þakinu í vestra hús-
inu. Varð eldurinn strax svo magn-
aður, að eigi voru tiltök að bjarga
nema litlu af innbúi, sængurfatn-
aði o. fl. Brann þarna allur fatn-
aður, matvæli öll (var nýbúið að
draga að nægilegt til sumarsins),
eldhús- og borðáhöld, smíðaverk-
færi, rúmstæði, og stólar,
kommóða með ýmsu verðmætu í
þ. á m. vönduðum kvenfatnaði,
dúkum o. fl. Einnig branjj þarna
tjald,, laxanet og ýmsir búshlutir
og var alt þetta óvátrygt. Bærinn
var mjög lágt vátrygður, eða fyrir
1500 krónur. — Er haldið, að eld-
urinn hafi orðið með þeim hætti,
að neisti hafi fokið úr reykháf í
þurt torf undir þakskegginu.
Bóndinn, Einar Sigurfinnsson,
heíir orðið fyrir mjög tilfinnan-
legu tjóni. Eftir brunann stóð
hann uppi með tvær hendur tómar,
húsnæðislaus, matarlaus, fatalaus
og allslaus. Er þetta mjög tilfinn-
anlegt fyrir mann, sem var bláfá-
tækur fyrir. Einar er Skaftfell-
ingur að ætt og uppruna. Hann
bjó um skeið 4 Kotey í Meðallandi.
Er ekki ósennilegt, að einhverjir
Skaftfellingar sjeu til hjer ,í bæn-
um, er gjama vildu rjetta Einari
Kviðslit
Monopol kviðslitsbfndi,
amerísk teg., með sjálfvirk-
um loftpúða og gúmmí-
belti. Notað dag og nótt án
óþæginda. Sendið mál með
pöntun. Einfalt 14 kr„ tvö-
falt 22 kr.
Frederlksberg kem Laboratorlum
Box 510. Köbenhavn N.
Fallegar
gerðir.
Lágt verð.
Húsgagnav. Reykiavfkur.
I matinn.
Frosið dilkakjöt, saltkjöt, hangi-
kjöt, hvítkál og margt fleira.
Sent um alt.
Versl. Bjðrnina.
Bergstaðastræti 35. Sími 1091.
hjálparhönd nú í erfiðleiknm hans,
Hann hefir og eignast margavini og
kunningja hjer í hæ, sem vafalaust
vildu einnig hjálpa. Gjöfum í
þessu skyni má koma á skrifstofu
Morgunblaðsins.