Morgunblaðið - 06.07.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.07.1932, Blaðsíða 2
2 MORGUNBIAÐIÐ f Davfð Þorvafdsson rithöfmidur. IJað kom mjer á óvart, er jeg heyrði að vinur minn, Davíð Þor- valdsson væri látinn. — Fyrir skömmu hafði jeg hitt hann, að vísu veikan, en þó bjartsýnan og Öruggan, því að oft hafði hann klifið hamra heilsuleysisins, kom- ist í hættur, en haft sig úr þeim, og hví skyldi hann þá hrapa nú. Davíð fæddist á Akureyri 3. júlí 1901, og var þannig 31 árs er hann ljest, en þótt aldurinn væri ekki hár, hafði hann þó langa og mikla lífsreynslu að baki. Ung- ur missti hann föður sinn, og þótt efni væru rír, lagði hann út á menntabrautina, og gat sjer þar ágætan orðstír. Hann tók gagn- fræðapróf á Akureyri, en settist í 4. bekk Menntaskólans árið 1921. Stundaði hann nám sitt af miklu kappi, enda mun það hafa riðið heílsu hans að fullu, því að árið 1922 kenndi hann þess sjúkdóms, sem hann átti allt af síðan í höggi við. Varð hann þá að hætta námi um stund, en tók stúdentspróf ár- ið 1925 og var þá 2. í röðinni að ofan. Hugur hans hneigðist að náttúruvísindum, enda fór hann utan sama ár, og las hinn næsta vetur jarðfræði við háskólann í Kaupmannahöfn. í Kaupmannah. festi hann ekki yndi, enda leitaði hann til Parísar og hjelt áfram námi sínu við Sorbonneháskólann, en þar missti hann heilsuna með öllu, enda mun fátækt hans og ill aðbúð hafa stuðílað mjög að því. Heilsuleysið og fátæktin rjeðu því, að Davíð hvarf frá námi sínu, en tók þá að skrifa og helgaði sig allan skáldskapnum upp frá því. Árið 1929 kom Davíð aftur hingað til lands. Er hann lagði í þá ferð var hann mjög veikur, en hugurinn bar hann hálfa leið og heim komst hann, þótt hann væri þá lamaður á lík'ama og sál. Hjer hlaut hann á- gæta aðbúð og hjúkrun, enda náði hann sjer svo, að við vinir hans, vorum að vona, að hann væri mi að fufllu kominn yfir veikindin, en nú í vetur, þegar hann, sem rit- höfundur, var búinn að yfirstíga byrjunarerfiðleikana, og lífið virt- ist taka á honum mýkri höndum en fyr, tóku veikindi hans sig upp að nýju og ljest hann af uppskurði 3. þ. m. Með Davíð er hniginn í valinn einhver efnilegasti rithöfundur þessa lands, enda hafði hann til þess alla eiginleika. Alla tíð var hann hneigður fyrir skáldskap, enda birti hann, þegar í Mennta- skólanum, smásögur, sem sýndu að hann var skáld af guðs náð, gædd- ur skiflningi á lífinu, hæversku í frásögn og fegurðartilfinning og smekkvísi framar en almennt ger- • ist. Árið 1929 kom fyrsta bók hans út, „Bjöm formaður og fleiri smá- sögur“, og luku allir þeir, sem hana lásu, upp einum munni um hæfileika höfundarins. Mun það sjaldgæft hjer á landi, að nýr og óreyndur höfundur fái jafn glæsi- legar móttökur, en þær átti Davíð skilið, enda fjek hann við þetta bvatningu og styrk til að halda á- fram ritstörfum, gaf hann út nýja bók á næsta ári, er hann nefndi „Kailviði“. Að báðum þessum bókum mætti ef til vill finn það, að þær sjeu of bölsýnar, en nokkurt bölsýni hlaut að spretta af þeirri lífsreynslu, er : Davíð hafði hlotið, og fáir mundu hafa borið hana betur en einmitt hann. I fyrra vetur brá Davíð sjer út til Englands og dvaldi þar nokkra mánuði. Þá rjeðist hann í að um- rita söguna „Björn formann“ og þýða hana á enska tungu, en það mun fárra færi að rita á því máli eftir jafnstutta dvöl, þannig að boðlegt gæti verið. Sendi hann handritið til bresks bókaútgef- anda, sem tók því tveim höndum, og nú í vetur var Davíð á leið ut- an til að sjá um útgáfuna og ganga endanlega frá handritinu, en það auðnaðist honum ekki sök- um veikindanna.Af þessu má nokk uð marka hvaða afburða málamað- ur hann var, og hvernig útlendir gagnrýnendur litu á hann sem .skáld, en til viðbótar má einnig geta þess að smásögur eftir Davíð voru teknar í fræg, frönsk bók- menntarit eins og „La revue bleu“ en aðsóknin er svo mikil að því tímariti, að meðalrithöfundar komast þar ekki að. Nú í vettir fjekkst Davíð enn- fremur við sagnaþýðingar úr ensku og munu þær væntanlegar að hausti komanda og annast Menningarsjóður útgáfuna. Af þessu sjest, að Davíð hefir ekki slegið slöku við, þrátt fyrir veikindin, enda var viljastyrkur lians mikifll og bjartsýnn var hann orðinn á framtíðina. Hefðu síðari verk hans eflaust borið vott um það, en úr því að honum varð ekki lengra lífs auðið, geymast verk hans í íslenskum bókmenntum, sem talandi minnisvarði fátæks og heilsulauss stúdents, ekki ein- göngu hans sjálfs, heldur allra annara, sem hljóta þann hinn sama kaleik. í minningu, okkar, sem þekktum íann, lifir Davíð sem skáldið, er var jafnsæll í meðlæti sem mót- ilæti, því að hvorttveggja veitti honum dýpri skilning á lífinu, og Davíð var skáld, sem eins og hann sjálfur segir „horfði á lífið gegn- um blátt tjald drauma sinna“, og það var aðal styrkur hans. Kristján Guðlaugsson. Flugmönnum bjargað. Melbourne, 4. júlí. United Press. FB. Þýsku flugmennirnir Bertram og Clausmann, sem saknað hef- ir verið síðan 15. maí, hafa nú fundist á lífi í óbygðum Ástra- líu, en svo ruglaðir, að þeir geta enga grein gert fyrir ferðum sín um og þrautum. — Innfæddir blökkumenn fundu þá 2£. júní. Var þá sendur flcAkur lögreglu manna flugmönnunum til aðstoð ar og komu lögreglumennirnir til þeirra þ. 28. júní. Er búist við þeim með flugmennina til Wyndham á miðvikudag. Síðari fregn hermir, að flug- mennimir sjeu mikið hressari en þegar þeir fyrst fundust, en mjög máttfamir. Súðin fer hjeðan í kvöld í hring- ferð austúr og norður um land. Leikhúsið. Rnna Borg & Poul Reumert lesa og leika Faust. Mefisto ! — Margarete! — Faust! — Miklir og margvíslegir eru þeir leyndardómar og dulinkraftar, sem aldirnar hafa vafið um þessi nöfn. Alt frá hinni æfagömlu þýsku þjóð- sögu um Faust og þangað til skáldjöfurinn Goethe skrifaði hið volduga verk er hann nefnir sama nafni, og sem farið hefir sigurför um heiminn, bæði sem bókmenta- legt þrekvirki — sem opera — og í leikritsformi. Leikritið Faust hefir þó náð bestum tökum á eftirtekt manna og aðdáun. — Yndislegur skáld- skapur, og þróttmikil „Mystik“ túlkar flóknustu viðfangsefni jarð- hfsins, á einkennilegan og eftir- tektarverðan hátt. Alt frá samtali Tehova við herskara himnanna uppi í blátærum „eternum“, og til síðustu stunu hinnar sturluðu Margrjetar á hálmfleti fangaklef- ans, stendur áhorfandinn á önd- inni yfir rás leyndardómsfullra viðburða, þar sem gamla sagan — sem aítaf er ný, um sorgir, gleði og ástríður mannanna, tekur á sig hin furðulegustu gerfi. Faust er svo alþekt rit, að óþarfi mun að rekja hjer gang þess og efni. Stórviðburður getur það talist í menningar og leikhússsögu ís- lands, að þessa dagana gefst mönnum kostur á að sjá og heyra þetta volduga drama á lleiksvið- inu í Iðnó. Á mánudagskvöld (4. þ. m.) var frumsýning. Poul Reu- mert, — sem nú stendur á tindi frægðar sinnar, og er talinn með fremstu leikurum Evrópu — gerði fyrst grein fyrir efni lleiksins — og las síðan afbrigðavel Faust, Mefisto o. a. persónur leiksins. — Anna Borg, sem nú er orðin eft- irlætisgoð Kaupmannahafnar, og ein af fremstu leikkonum Kgl. leikhússins, las Margrjetu. Framsögn þeirra, getur frekar talist leikur en lestur, svo fufll- komlega náðu þau innihaldi leiks- ins. í eintali Margrjetar framan við Maríumyndina, hófst Anna Borg svo hátt í list sinni, að alt hið ytra umhverfi gleymdist — hvarf fyrir því einasta eina, sem alla sigrar — sem er listarinnar Alfa og Omega — listgáfan — hinn heilagi arineldur ilistamanns- ins. Síðasta atriði leiksins —■ í fang- elsinu, Ijeku þau Reumert og Anna í búningum og með tjöldum. Óhætt mun að fullyrða, að aldrei hefir sjest á íslensku leiksviði jafn stórfenglegur og glæsilegur leikur, sem meðferð Oilnu á hlutverki Margrjetar í þessum þætti. Mál hennar er skýrt og fagurt, hvert orð og atkvæði heyrðist út í hvert horn, svipbrigði, hreyfingar, — og öfll „Plastik“, alt, — Hllu var svo vel stilt í hóf, alt var í svo hár- fínu og þaulhugsuðu samræmi við mótleikandann og við það ægilega og örvifa óveður, sem geys aði í sál Margrjetar, þessa sturl- aða, fagra, yfirgefna og saklausa barns, sem allir hlutu að elska, og gráta með, Hr. Reumert hafði lítið að segja, en mikinn þögulan leik Hafrar kenm raeð ,Gnllfoss“. Sími 21. AKSEL HEIDE. Heildverslnn.g— Hafnarstræti 21. Danske KAR TOFLER nye og gamle. Ital. DO. lan^e gule. Blomkaal — Spids-caal — Qulerodder —. La >. Citroner 300 — Braz l Appelsiner 126. Nýar kartöflnr koma með e.s. Goðafoss. — Verðið stðrlækkað. Eggert Kristlánsson & Ce. Símar: 1317 og 1400. í þessu atriði, og betri mótleikara hefði ungfrúin ekki getað fengið. Eftir þessa sýningu mun mönnum það enn þá skiljanflegra, að sýn- ingin á Faust á Kgl. leikhúsinu í fyrra var talin stærsti leikviðburð- ur þess árs um Skandinaviu og að A. B. var sett á bekk með bestu leikkonum Norðurlanda, svo að ekki sje ofmikið sagt. Vjer gleðjumst öll yfir vel- gengni þessarar fremstu listakonu íslands, sem ber hróður þess svo víða. En í gleðina blandast sárs- auki sprottinn af því, að íslenskri leikflist skuli ekki auðnast að njóta hæfileika hennar. Anna Borg og Poul Reumert veri því velkominn hingað sem oftast. V. Korskar útvarpsfriettlr. Osló 2. júlí. NRP—FB. Stórt seglskip ferst. Fjórsigld skonnorta finsk, „Mel- bourne“ sökk undan Fasnet vita á írlandi, eftir árekstur við tank- skip nokkurt. Ellefu menn að skips höfn „Melbourne“ fórust, þeirra á rneðal skipstjórinn. „Melbourne" var eitt hinna miklu seglskipa, er var í kornflutningum á milli Ástra- líu og Englands. Stórbruni. Síldarolíuverksmiðjurnar í Har- stad brunnu í gær til kaldra kola. Kreppan í Noregi. Oslo 4. júlí. NRP. FB. Trelandsfoss verksmiðjurnar í Kvinesdálnum hafa sagt verka- mönnum sínum upp störfum með hálfs mánaðar fyrirvara. í pappírsverksmiðjunum í Skien verður framleiðslan takmörkuð, vegna söluerfiðleika af völdum kreppunnar. Oarinthia, ferðamannaskip, kom hingað í gærkvöldi og liggur hjer í dag. Hír lax. Lskkai verð. Kjötbúðin Herðubreið. Slml 678. Kaupfjelag Borgfirðlnga. Slml 614. Tilkynningr Hestaeigendur, sem eiga hesta hjá hestamannafjelaginu „Fákur“, eru ámintir um að greiða hagbeit- argjöld fyrir júlímánuð nú þegar. STJÓRNIN. Bestn matarkanpin gera þeir, sem kaupa hjá undir- ritaðri verslun. Saltað dilkakjöt, hangikjöt, nýjar kartöflur, næpur í búntum, andaregg og m. fl. Sent um alt. Verslnnin Björninn. Bergstaðastræti 35. Sími 1091. Biðjið að eins um SIRIUS súkkulaði. Vörumerkið er trygging fyrir gæðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.