Morgunblaðið - 06.07.1932, Blaðsíða 3
MORGUNBLA8IÐ
a
• JHorgunHaM^
•• Útget.: H.f. Árvakur, RaykjaTlk.
• Hltktjðrar: Jön Kjartanikon.
'« Valtýr Stefánuon.
• Rltatjörn og afgrrelBala:
J Aueturetrœtl 8. — Slml 100.
• Auglýalneaatjörl: B. Hafberc.
• AUKlýalngraekrlfetofa:
• Auaturatrœtl 17. — Slaal 700.
• Helaaaatmar:
• Jön KJartanaaon nr. 741.
• Valtýr Stef&naaon nr. 1110.
B. Hafbers nr. 770.
• ÁekrlftagrJald:
• Innanlanda kr. 2.00 á mánuOl.
• Utanlanda kr. 2.50 á aaánuöl.
• 1 lanaaaölu 10 aura elntaklB.
• 20 aura meö Laabök.
•
Horðurhuels-
rannsóknimar
Hvernig þeim verður
hagað hjer á landi.
Þorkell Þorkelsson veðurstofu
stjóri er nýkominn heim frá út-
löndum. Þangað fór hann til
,þess að búa sig undir að taka
þátt í norðurhvels-rannsóknun-
um (pólárinu). Morgunbl. hitti
Þorkel allra snöggvast að máli
og spurði hann, hvernig rann-
sóknunum yrði hagað hjer á
landi. Honum sagðist svo frá:
— Islendingar taka ekki
neinn þátt í rannsóknastöð
þeirri, sem á að vera á Snæ-
fellsjökli. Hana kosta Sviss og
Danmörk. Húsið, sem þar á að
reisa, er fullsmíðað í Kaupm,-
höfn, og leit jeg á það þegar
jeg var ytra. — Það er lít-
ið, enda eiga ekki nema tveir
menn að búa í því, Dani og
íSvissari. Húsið mun verða sent
hingað í þessum mánuði, en
efasamt er, hvort það verður
komið á sinn stað fyrir 1. ágúst,
en þá áttu rannsóknimar á Snæ-
fellsjökli að byrja.
— Hvaða þátt taka íslending
ar þá í rannsóknunum?
— Við ætlum að annast seg-
nlmagnsmælingar hjer í Rvík
eða í grend við bæinn. Verða
þær rannsóknir að fara fram
þar sem ekki eru segultruflanir,
vegna bílaumferðar, rafmagns-
strauma o. s. frv. — Áhöld til
rannsóknanna eigum við ekki,
en við fáum þau ljeð hjá fram-
kvæmdanefnd norðurhvelsrann-
sóknanna. Ríkissjóðs styrkur
mun ekki fást, en Menningar-
sjóður mun leggja. fram fje til
segullmælinganna.
Lausanneráðstefnan.
Lausanne 5. júlí.
United Press. FB.
Menn bíða með mikilli eftirvænt-
ingu eftir að fá vitneskju um ár-
angurinn af viðtali, sem fram á
að fara í dag miffii Herriots og
MacDonalds, en þá fæst væntanl.
vitneskja um, hvort Frakkland vill
fallast á að breyta fimmveldasam-
komulaginu eða fallast á tillögur
þær til málamiðlunar, sem fram
hafa komið. Frakkneska stjómin
hefir gefið í skyn, að tffiboð Þjóð-
verja um greiðslu einnar miljónar
sterlingspunda, sje ekki fullnægj-
andi. Mac Donald er staðráðinn í
því að hraða málum svo, að lausn
fáist á deilumálunum á fimtudag
og slíta ráðstefnunni samdægurs.
Takist þefcta ekki verða stórveldin
að kannast við, að ráðstefnan hafi
<kki getað leyst vandamálin,
Heimtið uinnu
segir Alþýðublaðið. Heimtið vinnu!
Hjer þarf ekki að heimta vinnu.
Það er nóg vinna til fyrir fjölda
fólks, fyrir alla þá, sem vilja
vinna. En vinnan gefur ekki eins
mikið af sjer eins og meðan alt
var hjer „á toppi“. Vinnukraftur-
inn er verslunarvara, sem hækkar
og lækkar í verði, eftir því hver
verðmæti jum getur fratnleitt.
Þetta skilur Alþýðublaðið aldrei,
og þetta skilja ekki þeir angur-
gapar, sem hneppa verkalýðinn í
fjötra og banna vinnufúsum mönn-
um að starfa, nema þeir fái svo og
svo hátt kaup. En kaup það, sem
þessir menn heimta, er svo hátt, að
enginn atvinnurekstur, hvorki á
sjó nje landi, getur greitt það.
Þegar framleiðsla vinnunnar hrekk
ur ekki fyrir heimtuðu kaupi, þá
stöðvast vinnan af sjálfu sjer.
Oll þau fyrirtæki, sem hafa meiri
rekstrarkostnað heldur en tekjur,
hljóta að fara á höfuðið. Og þessi
regla gffidir jafnt um bóndann,
sjómanninn og iðnaðarmanninn.
Einyrkinn ber úr býtum það,
sem hann getur aflað, og þarf
ekki að metast við neinn. Hver
getur skyldað hann til þess að
taka kaupafólk og borga því svo
hátt kaup að hann hljóti að flosna
upp á fyrsta ári? Og hver getur
skyldað atvinnurekendur til að
taka menn í vinnu og borga þeim
hærra kaup heldur en þeir vinna
f yrir ?
Ónei, það verður að miða við af-
rakstur vinnunnar. Og hjer í landi
er fjöldi verkamanna og sjómanna,
Sem skilur þetta og vill vinna fyrir
lægra kaup, heldur en forsprakk-
arnir heimta, forsprakkamir, sem
halda að þeir sje ábyrgðarlausir.
En það eru þeir ekki. Þeir einir
bera ábyrgð á atvinnuleysinu í
landinu .Hjer væri nóg vinna, og
befði altaf verið, ef hin þjóð-
hættulega starfsemi þeirra ekki
væri.
í. gær segir „Alþýðublaðið", að
270 menn hafi látið skrá sig
sem atvinnulausa, og margir þeirra
hafi ekki fengið meiri vinnulaun
s.l. 6 mánuði en aðeins fyrir hiisa-
leigu. Er ekki hræðilegt, að hugsa
sjer þetta, þegar maður veit, að
alllir þessir menn hefði getað haft
stöðuga atvinnu, ef þeir hefði mátt
vinna fyrir lægra kaupi, en kraf-
ist er, og er það ekki jafn hræði-
legt, að þeir hinir sömn skuli nú
vera látnir hafna sumaratvinnu af
sömu ástæðum! Kveldúlfur hefir
boðið 2-300 manns atvinnu í sum-
ar, eða álíka mÖrgum og Alþýðu-
flokkurinn skráði, sem atvinnuleys
ingja í fyrradag. Þeir menn hafa
um 1000 manns á framfæri sínu,
segir Alþýðublaðið. En samt banna
sosíalistabroddarnir þeim að taka
vinnu, sem býðst!
Þótt Alþýðuflokkurinn haldi á-
fram að skrásetja svona, þá fær
hann ekki fleiri atvinnuleysingja
en þá, sem nóg vinna bíður — ef
þeir fá að vinna og bjarga sjer og
sínum. Það er vitað, að ríkisverk-
smiðjan í Slglufirði tekur til
starfa, ef kaupið kemst eitthvað í
námunda við afrakstur vinnunnar.
Og þá fá 4—500 manns atvinnu.
Það stendur aðeins á verkamönn-
um í landi. Sjómenn sættu sig þeg-
ar í fyrra við það, að taka kaup
eftir því, sem arður væri af vinnu
þeirra. Og þeir vilja allir hlíta
hinu sama í sumar. En svo eiga
aðrir eins angurgapar og óhappa-
menn, og Ólafur Friðriksson og
hans nótar að fá að varna þeim að
vinna, með því að kúga verkamenn
í landi til þess að heimta svo hátt
kaup, að verksmiðjan sjái sjer
ekki fært að starfa.
Hvaða vit er í þessu?
Siglufjarðaiskeytið.
Sveinn Benediktsson hef-
ir svarað skattanefnd.
Sjerstakur rannsóknar-
dómari verður sennilega
skipaður í Siglufirði.
Hinu fáránlega skeyti skatta-
nefndar iSiglufjarðar til Sveins
Benediktssonar, er -birt var hjer
í blaðinu í gær, hefir hann svarað
brjeflega. Lætur hann þess getið
í svari sínu, að þar sem skeytið
sje óstaðfest og ekki undirritað
af neinum sjerstökum manni, og
þar sem hann í kæru sinni til
Stjórnarráðsins hafi ákært skatta-
nefndir Siglufjarðar og bæjarfó-
geta fyrir vanrækslu í embættis-
færsílu, þá detti sjer ekki í hug
að afhenda þeim málsaðilum í
hendur þau gögn, er hann hafi
fyrir vanrækslu þeirra. Hann
muni á sínum tíma afhenda þau
væntanlegum setudómará í málinu,
eða rjetti í'Reykjavík, og þá færa
fram rök fyrir kæru sinni í þessu
skattsvikamáli.
Það kemur ekki til neinna mála
að bæjarfógeta Siglufjarðar verði
falin rannsókn í málinu, því að
liann er formaður yfirskattanefnd-
ar þar.
Þar sem segir í skeytinu frá
skattanefnd Siglufjarðar að það
sje sent „samkvæmt áskorun frá
bæjarfógeta um ýtarlega rannsókn
á skattaframtali Guðmundar Skarp
hjeðinssonar“, þá á það ekki við
nein rök að styðjast, því að bæj-
arfógeta hefir ekki verið falin
nein rannsókn í því málli.
Hefir blaðið og frjett, að bráð-
lega muni verða skipaður sjer-
stakur setudómari til þess að
rannsaka kæru Sveins Benedikts-
sonar og hvarf Guðmundar Skarp-
hjeðinssonar og alt sem er í sam-
bandi við það.
Deilur Breta og íra.
London 5. júlí.
United Press. FB.
Thomas nýlendumálaráðh. lýsti
yfir því í neðri málstofunni í gær,
að með því að neita að halda á-
fram ársgreiðslunum, hefði frírík-
isstjómin í rauninni gert tilraun
til þess að ónýta fjárhagssamkomu
lagið, sem staðfest var af ríkis-
stjórnum beggja landanna. Breta-
stjórn eigi ekki annars kost en
að grípa til þess úrræðis að leggja
háa innflutningstolla á vörur frá
fríríkinu.
Útvarpið í dag: 10.00 Veður-
fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00
19.30 Veðurfregnir. 19.40 Tónleik-
ar (útvarpskvartettinn). 20.00
Klukkusláttur. Grammófóntónleik-
ar: Coriolan-Ouverture eftir Beet-
hoven. Einsöngur: Elisabeth Schu-
mann svngmi: Batti, batti, o bel
Masetto úr „Don‘.Tuan“ eftir Mo-
zart; Voi che sapete úr „Brúð-
kaup Figaros“ eftir Mozart,
Stándchen og Morgen, eftir Rich.
' Strauss. 20,30 Frjettir. Músík.
Ofsóknir gegn
þjóönýtum mönnum.
Nú elta menn og ofsækja alla
þá, sem vilja spara og eignast
eitthvað, mennina, sem þrá sjálf-
stæði og vilja með engu móti falla
öðrum til byrði. Og þó er það víst
að ekkert þjóðfjelag getur þrifist
án þessara manna, sem heimskir
menn, af öfund og fáfræði, kalla
snýkjudýr á þjóðfjelaginu og vilja
helst útrýma.
Sumir segja að einstaklingar
megi ekki spara og safna fje, það
eigi ríkið að gera, heildin. Hugsa
má þetta, en reynslan sýnir að ríkj-
um lætur betur að skulda en
græða. Ekkert lýðstjórnarríki hefir
safnað f je.
Hvernig stendur á þessu? Blátt
áfram þannig, að utan um ríkis-
sjóðinn safnast alt ljelegasta og
ónýtasta fólkið, til þess að reyna
að krækja í eitthvað af rjettunum,
sem eru á borði þjóðarinnar. Það
þykist eiga þá alla, þó einskis
eða lítils hafi það aflað. Og lystin
vex við hvern hita. Svo stendur
borðið bráðlega tæmt, og þar er
ekkert eftir skilið.
Meðan efnamennirnir, sem eitt-
hvað höfðu sparað og dregið sam-
an, gátu borgað alla þá þungu
skatta, sem sífelt voru lagðir á
þá, — þá var auðvelt að syngja
ríkfnu lof og dýrð fyrir alt það,
sem einstaMingarnir, auðvaldið svo
nefnda, höfðu borið á borð. Þó
þeir sjeu rægðir og lastaðir þykir
ágætt að þeir borgi skatta. Það
hefði því verið ástæða til þess
að lilynna að þeim, og hvetja sem
flesta til þess að eignast eitthvað,
en skamma heldur ríkið, óvættina,
sem eyddi öllu því sem sparsamir
ráðdeildarmenn drógu saman.
(Alfred Horvitz í Tilskueren.
— Maí.)
Hver kostar
Reykiavíkurliigreglu
0 Laugarvatni?
Fyrirspurn til lögreglustjóra.
Sunnudaginn 12. f. m. var hald-
in mikil útisamkoma á Laugar-
vatni. Gat þar að líta 4 einkennis-
búna lögregluþjóna hjeðan úr
bænum. Tvent er við þetta að at-
huga. Það fyrra er það, að mjög er
óviðfeldið að sjá lögregluþjónum
Reykjavíkurbæjar flækt út um
sveitir landsins. Lögreglustjórar
hjeraðanna (sýslumennirnir) geta
sjeð um, og eiga að sjá um lög-
reglluvald hver í sinni sýslu, sje
þess þörf, með innanhjeraðslög-
reglu. í öðru lagi vaknar sú spurn-
ing: Hver kostar Reykjavíkurlög-
reglu út í sveitunum ? Er það t. d.
þessu tilfelli Reykjavíkurbær, eða
er það Laugarvatnsskóli, eða Ár-
nessýsla?
Ferð þessara fjögra lögreglu-
þjóna að Laugarvatni hefir ekki
getað kostað minna en 120—150
krónur. Hver borgar þann kostn-
að? Vegna okkar Reykvíkinga, er
kostum Reykjavíkurlögregluna að
öllu leyti, er nauðsynOegt að fá
þetta upplýst, og því er þessari
fyrirspum beint til yðar, hr. lög-
reglustjóri .
Reykvíkingur.
Hýtt heimsflug.
Neiv York 5. júlí.
United Press. FB.
James Mattern og Bennett Grif-
fin, póstflugmenn. lögðu af stað
í heimsflug frá Flovd Bennet flug-
velliirum í Brooklvn, klst. eftir
miðnætti. Fyrsti viðkomustaðúr
þeirra er Harbour Grace, Nevr-
foundland. Tilgangur þeirra er aS
setja nýtt met á sömu leið og Post
og Gatty settu met. Flugu þeir
kringum hnöttinn á átta dögum
og 15 klst. Mattern og Griffim
gera sjer vonir um að ljúka flug-
inii á 6 dögum. Mattern á flug-
vjelina og heitir hún „Century of
Progress“ (Framfaraöld).
GRÆNLANDSDEILAN.
Oslo 5. júlí. NRP. FB.
Norska íshafsskipið .Polarbjöm'
fer innan nokkurra daga frá Ála-
sundi áleiðis til Austur-Grænlands
með norska leiðangursmenn. Höf-
uðmaður leiðangursmanna er Orvitt
verkfræðingur. Skipstjóm hefir
Marö skipstjóri á hendi.
Braadland utanríkismálaráðh.
tilkynnir, að utanríkismálaráðu-
neytið hafi fengið orðsendingu fri
Danmörku viðvíkjandi fram-
kvæmd lögregluvalcte í Grænlandi
í sambandi við tiltekna Grænlands-
leiðangra. Efni orðsendingarinnar
í einstökum atriðum er haldií
lejmdu enn sem komið er.
Hollansk-belgiska
tollabanðalagið.
>
Albert Belgíukonungur sendi ný-
lega Renkin stjpmarforseta Belgíu
brjef viðvíkjandi heimskreppunni.
Renkin var staddur í Lausanne,
þegar liann fjekk brjefið.
í þessu brjefi minnist Belgíúkon-
ungur á hinn marg endurtekna
sannleika, að velmegun þjóðanna
og friðsamlegt ástand í heiminum
er undir því komið, að viðskifti
milli þjóðanna sjeu frjáls. En því
œiður hafa þjóðirnar brotið þetta
boðorð, segir konungurinn. Og nú
sjá menn afleiðingarnar: Utanrík-
isverslunin minkar stöðugt og at-
vinnuleysið hefir tvöfaldast á þrem
ur árum. Konungurinn segir í lok
brjefsins, að ekkert ríki geti af
eigin ramleik bjargað sjer úr þeim
voða, sem vofir yfir. Aðeins sam-
vinna milli þjóðanna geti læknað
þann sjúlrdóm, sem heimurinn þjá-
ist af. Nú sje tími til þess kominn,
að samvinna milli þjóðanna komi
fram á annan hátt en í ræðum.
Daginn eftir að þetta brjef var
birt skrifuðu fulltrúar ríkisstjórn-
anna í Belglu, Hollandi og Lux-
emborg undir samning um toála-
bandalag milli þessara ríkja. Þessi
3 ríki skuldbinda sig til þess, að
lækka alla tolla sín á milli smátt
og smátt, um 10% árlega, eða ura
helming á 5 érum. Sjerhverju öðru
ríki en þessum þremur er heimilt
að taka þátt í þessu tollabandálagi
á grundvelli gagnkvæmra tolla-
lækkana. —
Tollabandalag þetta er einn þátt
ur í þeirri viðleitni, sem miðar að
því, að rífa niður tollamúrana og
skapa st.ærri og stærri viðskifta-
svæði. Þetta er einmitt markmið
hinna svokölluðu ,.Oslo-ríkja“.
Oslo-ríkin eru: Danmörk. Noregur,