Morgunblaðið - 24.07.1932, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ
issEna
y Ruglíslngadagbðk
Café Höfn selur meiri mat, 6-
dýrari, betri, fjölbreyttari og
fljótar afgreiddan en annars stað-
ar.____________________________
Góð íbúð 2—3 berbergi óskast
fyrsta ágúst. Upplýsingar í síma
1229. Kristinn Signrðsson.
Kaupamann, röskan beyskapar-
í ágætu standi, til sölu með tæki-
færisverði. Upplýsingar í síma 996
kl. 12—iy2, ___________________
Karlmannsreiðbjól (Convincible)
mann vantar mig 3—4 vikur. Sig-
urður Daníelsson, Kolviðarbóli.
I»að vita aJlir að besta og ódýr-
asta fæðið selur Fjallkonan, Mjó-
stræti 6.
ftdýrt.
Herra vasaúr á 10.00
Dömutöskur frá 5.00
Ferðatöskur frá 4.50
Diskar djúpir 0.50
Diskar, desert 0.35
Diskar, ávaxta 0.35
Bollapör frá 0,35
Vatnsglös 0.50
Matskeiðar 2 turna 1.75
Oafflar 2 turna 1.75
Teskeiðar 2 t. 0.50
Borðhnífar, ryðfríir 0.90
Pottar með loki 1.45
Áleíruð bollapör o. m. fl.
ódýrt hjá
AmatBrdeild
Langaregs Apóteks
er innrjettuð með nýjum áböldum
frá Kodak. — Öll vinna fram-
kvæmd af útlærðum mynda-
smið. — Filmur sem eru
afhentar fyrir kl. 10
að morgni, eru
jafnaðarlega til-
búnar kl. 6 að
kvöldi. -
Framköllun Kopiering. Stækknn.
Matborð
og Borðstofustólar.
Fallegar gerðir.
Lágt verð.
Húsgagnaversl. Reykjavíkur,
Vatnsstíg 3. Simi 1040.
Borgarfjörður.
Borgarnes.
fastar ferðir hvern
mánndag og flmtnd.
frá
Blfrelðastðð Kristins.
Símar 847 og 1214
Norskt veiðiskip ferst.
Oslo, 23. júlí. NB/P. — FB.
Skútan Barry frá Tromsö kom
í gær frá fiskimiðunum við Spitz-
bergen með áböfnina af veiðiskip-
inu „Österisen“, sem hafði kvikn-
að í og sokkið undan Popen. Eld-
ur kom upp í vjelarrúmi skipsins,
er áhöfnin var að veiðum í bátnm
skipsins. Þegar skipsmenn urðu
eldsins í skipinu varir bjuggust
þeir til að bverfa að skipinu og
gera tilraun til að bjarga eigum
'sínum og skipsskjölunum, en þá
varð sprenging í skipinu, og fengu
þeir engu úr því bjargað. „Öster-
isen“ hafði fengið 700 kópa og 34
stórseli.
Dagbók.
Veðrið (laugardagskvöld kl. 5):
Lægðin, sem var við V-land í gær,
hefir í dag hreyfst austur með
landinu að sunnan og valdið
hvassri SA- og A-átt um miðbik
S-lands, en annars víðast A-kaldi.
Á S- og A-landi hefir rignt dálítið
í dag. Hiti er víðast 9—11 st.
Vestan lands mun vindur verða N-
lægur á morgun og birta upp.
Veðurútlit í Rvík í dag: N-
kaldi. Ljettir til.
ísland fór frá Höfn í gærmorg-
un kl. 10. Botnía frá Leitb kl. 5.
Til Strandarkirkju frá S. S. 2
kr., N. N. 20 kr„ S. J. 5 kr.,
stúlku 5 kr.
Til Hallgrímskirkju í Saurbæ.
Frá S. J. 5 kr.
Til atvinnulausa mannsins frá L.
F. 10 kr.
Bethaníæ. Samkoma kl. Sy2 í
kvöld. Jóhann Hannesson kristni-
boðsnemi talar. Allir velkomnir.
Bjarki, línuveiðari, er að búast
á síldveiðar.
Togarann Draupni hafa sjómenn
tekið á leigu til síldveiða. Skip-
stjóri verður Jón Bjöm Elíasson.
Skipið mnn vera leigt til eins
mánaðar, til að byrja með, og
kaupa Ragnarsbræður í Siglufirði
alla þá síld sem það veiðir á þeim
tíma.
Heimatrúboð leikmanna, Vatns-
stíg 3. Almenn samkoma í kvöld
kl. 8. —
55 ára er í dag Runólfur Stef-
ánsson, Litla-Holti.
Skipafrjettir. Uullfoss er enn í
Kaupmannaböfn. — Uoðafoss er
á útleið. — Brúarfoss var í gær í
ísafirði. — Lagarfoss mun hafa
komið til Kaupmannabafnar í gær.
— Dettifoss kom frá útlöndum í
fyrrakvöld. — Selfoss fór frá
Aberdeen í fyrradag.
Hallgrímur Tulinius stórkaup-
maður og frú voru meðal farþega
á Dettifossi í fyrrakvöld.
Hjálpræðisherinn. Samkomur í
dag: Kl. 9^/2 árd. útisamkoma í
Grjótaþorpi. Kl. 10y2 helgunarsam
koma í salnum. Kl. 2 bamasam-
koma. Kl. 4 útisamkoma og kl. 7%.
Kl. 8i/2 síðd. bjálpræðissamkoma.
Miss Sehwartz talar. — Mánudag-
inn kl. 4 síðd. beimilissambands-
fundur. Miss Schwartz frá Ame-
ríku talar.
Þorkell Þorkelsson forstjóri veð-
urstofunnar hefir nýlega fengið
skeyti um það, að nú sje fullráðið
að Hollendingar sendi bingað flug-
mennina til þess að hafa á bendi
daglegar veðuratbuganir úr lofti
meðan á pólrannsóknum stendur,
eða þangað til í ágúst 1933.
Grundarþingaprestakall í Eyja-
firði (Grundar, Saurbæjar, Hóla,
Möðruvalla, Munkaþverár og
Kaupangssóknir) er auglýst laust
til umsóknar og er umsóknarfrest-
nr til 1. september.
Skólastjórastaðan við bamaskól-
ann í Siglufirði er auglýst laus til
umsóknar og er umsóknarfrestur
til 15. ágúst.
Útisamkoma á túnblettinum við
Elliheimilið kl. 2 í dag. Jóhann
Hannesson frá Stafamýri talar.
Verði rigning, verður samkoman
í hátíðasal heimilisins. Allir vel-
komnir.
Dr. A. Nawrath frá Bremen var
meðal farþega á e.s. Resolute frá
Hamborg. Mun bann ferðast nm
Norðurland í sumar. Dr. Nawrath
var á ferð hjer á landi sumarið
1930 og fór þá um Suðurlands-
undirlendið, austur að Heklu. —
Hefir hann skrifað mikið um Is-
land í þýsk blöð og mun innan
skamms gefa út bók um ferðalög
sín, þar á meðal nm íslandsferðir
sínar. — í fyrrakvöld flntti bann
fyrirlestur um ísland um borð í
e.s. Resolute.
Ensk-íslensk orðabók eftir Geir
Zoega, þriðja útgáfa, aukin og
endurbætt, er nýkomin út. Bótin
hefir lengi verið ófáanleg og er því
bætt úr miklum vandræðnm nem-
enda í skólum og kaupsýslumanua
með þessari nýju útgáfu. Höfund-
urinn bafði nýlega lokið við að
ganga frá handritinu áður en hann
dó, en tengdasonur hans, Þor-
steinn Þorsteinsson bagstofustjóri
hefir sjeð um útgáfuna. Bókin er
rúmlega 44 arkir að stærð, en 2.
útgáfa var ekki nema 35 arkir, svo
að af því má sjá hve miklu hefir
verið aukið við hana. Er aukning-
in fólgin bæði í nýjum orðaforða,
nýjum þýðingum og einkum skýr-
ingardæmum (setningum og tals-
háttum). Útgefandi >er Bókaversl-
un Sigurðar Kristjánssonar og er
frágangur bókarinnar um letur,
prentun og band hinn prýðilegasti.
Þorvaldur Friðfinnsson útgerð-
armaður í Ólafsfirði er stafldnr
hjer í bænum.
Jón A. Jónsson alþm. er staddur
bjer í bænum.
Nafnbreyting. Um þáð bil eem
hið aldraða skip Súðin var tjóðruð
við bafnargarðinn og hætt var við
að fleyta henni áfram, hefir hún
meðal bæjarbúa fengið nýtt viður-
nefni, og er nú nefnd „hraðlestin“.
Með Drottningunni fór í gær
sendiherra Bandaríkjanna, Cole-
man, sendiherra Itala, Vare og
frú hans og dönskn nefndarmenn-
irnir í ráðgjafarnefndinni.
Frá ráðgjafamefndinni hefir
ekkert frjettst um störf hennar
að þessu sinni, nema hvað frjettst
hefir á skotspónum, að nefndar-
menn hafi ekki verið sammála.
Resolute, skemtiferðaskip Ham-
borg-Ameríkulínunnar lá bjer í
gær. Farþegar á 4. hundrað. Fóru
til Þingvalla, suður í Hafnarfjörð,
og um bæinn eins og gengur. Veð-
ur bærilegt. Skipið fór í nótt á-
leiðis til Svalbarða. Nokkrir ís-
lendingar höfðu tekið sjer far með
skipinu hingað, þeir Tómas Tóm-
asson ölgerðarmaður og frú bans,
Bjarni Jónsson forstjóri frá Galta-
felli og frú bans og Guðm. Ás-
bjömsson bæjarfulltrúi.
Stjóm Síldarverksmiðju ríkisins.
Atvinnumálaráðherra (M. G.) hef-
ir sett Loft Bjamason útgerðar-
mann í stjórn verksmiðjunnar í
stað Sveins Benediktssonar.
Útvarpið í dag: 10.00 Messa í
dómkirkjunni (síra Friðrik Hall-
grímsson). 11.15 Veðurfregnir.
19.30 Veðurfregnir 19.40 Bama-
Meðeiganöi.
Maður, sem gæti lagt fram ca. kr. 2500.00, getur orðið
meðeigandi í tryggu fyrirtæki og haft þar fasta atvinnu.
Umsækjandi láti sín getið í lokuðu brjefi, merkt „Meðeig-
andi“ til A. S. I.
tími. (Ben. G. Waage). 20.00
Klukkusláttur. Erindi: Frá Finn-
landi (síra Sig. Einarsson). 20.30
Frjettir. 21.00 Grammófóntónleik-
ar: „Jupiter“ Symphonia eftir
Mozart. Einsöngur: Lög ur „Rak-
aranum í Sevilla“ eftir Rossini:
Lag Rosinu sungið af Ebbu Wil-
ton, Jeg beyrði veika rödd, sung-
ið af Amelita Galli-Curci og La
calunnia, sungið af Chaliauine. —
Danslög til kl. 24.
Útvarpið á morgun. 10.00 Veð-
urfregnir. 12.15 Hádegisútvarp.
16.00 Veðurfregnir. 19.30 Veður-
fregnir. 19.40 Tónleikar: Alþýðu-
lög (Útvarpskvartettinn). 20.00
Klukkusláttur. Söngur. 20.30
Frjettdr. Músík.
íslajidsvikan sænska. í Svenska
Dagbladet, sem út kom þ. 18. júní,
er skýrt frá „íslandsvikunni“, sem
haldin verður í Stokkhólmi 14.—
19. aept. næstkomandi. Er þess
getið, að Stokkhólmsdeild fj'elags-
ings „Norden“ hafi gengist fyrir
„Finnlandsviku“ 1925, „Danmerk-
urviku“ 1928, en 1930 „Noregs-
viku“ og nú sje röðin komin að
Islandi. 1 blaðinu er farið nokkr-
um orðum í hvaða tilgangi vikan
sje haldin, en það er vitanlega
gert í þeim tilgangi að kynna
Svínm íslenska menningu. Frá ís-
landi segir blaðið, að væntanlegir
sjeu margir kunnir menn, og telur
fremstan þeirra Ásgeir forsætis-
ráðherra Ásgeirsson. Er ráðgert,
að forsætisráðh'erra haldi fyrir-
lestur um atvinnulíf íslendinga þ.
15. sept. og að G. Kamban ritböf-
undur haldi einnig fyrirlestur
þennan sama dag. Þ. 16. sept.
flytji Sigurður Nordal fyrirlestnr
um íslenskar bókmentir. Því næst
er gert ráð fyrir, að íslenskir rit-
höfundar lesi upp úr ritum sínum.
Sunnudaginn 17. sept. eiga Ár-
menningar að sýna íslenska glímu
og leikfimi. íslensk lög verða leik-
in og þjóðdansar dansaðir. — Vik-
unni lýkur með bátíðlegnm bljóm-
leikum í operuleikhúsinu. Loks
má geta þess, að íslensk kvikmynd
verður sýnd í Stokkhólmi viku
þessa. Auk Norden starfa þessi
fjelög og stofnanir að undirbún-
ingi vikunnar: „Sverige-Island“,
„Musikalska akademien* ‘, „Aka-
demien för de fria konsterna“,
„Ingenjörsvetenskapsakademien1 ‘,
„Nordiska Musæet“, „Operan“,
„Dramatiska Teatern", „Sveriges
allmánna sjöfartsförening“, „Lett-
erstediska föreningen“, „Nordiska
administrativa förbundet", „Sver-
iges författarförening“ og „Pen-
klubben' ‘.
SílTO-
^ silfurfægi-
lögur er 6-
viðjafnan-
legur á silf-
ur plett og
aluminium.
Gefur fagr-
an varan-
legan gljáa.
„Dettifoss"
fer á þriðjudagskvöld 26. júlí
í hraðferð til ísafjarðar,
Siglufjarðar, Akureyrar og:
Húsavíkur.
Farseðlar óskast sóttir
fyrir hádegi á þriðjudag.
„Brnarfoss"
fer 29. júlí til Leith og Kaup-
mannahafnar (um Vest-
mannaeyjar).
THE PASSING SHOW
— Mjer er sagt að þið hjónin
jhafið ferðast til Dresden í snmar.
jÞið hafið þá náttúrlega komið á
jmálverkasafnið þar?
— Nei, við þurftum þess ekki,
því hún dóttir okkar kann atS
mála.
5mœlki.
A. og B. voru í golfkeppni.
A. : Það er blátt áfram ósvífið
hvemig stúlkurnar hegða sjer nú
,á dögum; þær klæða sig nákvæm-
lega eins og karlmenn, ern í poka-
buxum og sportskyrtum og svo
auðvitað með drengjakoll. Líttu
til dæmis á þessa þama?
B. : Þessi stúlka er dóttir mín.
A.: Fyrirgefið; jeg vissi ekki
iað þj'er voruð faðir stúlkunnar.
j B.: Jeg er ekki faðir stúlkunn-
ar; jeg er móðir hennar.
— Hefirðu ekki fengið neina at-
vinnu enn ?
I •— Nei, í hVert skifti sem mjer
býðst atvinna verður mjer bugsað
til hinna mörgu, sem eru atvinnú-
lausir og þá get jeg ekki fengið
það af mjer að taka atvinnuna
frá þeim.