Morgunblaðið - 07.08.1932, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
»
mikið utan um mína stóru —
B)bombu“ — sem jeg er (jeg veit
ekki annað) aleinn um. Jeg hefi
verið með hana í huganum í fleiri
ár, og e rjafnsannfærður um, nú
■eins og í byrjun, að hún sje
rjett.
í öllum hlutafjelögum hafa allir
atkvæðisrjett; atkvæðisrjetturinn
er miðaður við lægsta hlutinn í
fjelaginu, svo það getur verið,
■að þeir sem eiga 100 hluti, greiði
100 atkvæði, en sá sem á einn
hlut eitt atkvæði. Það er ekki
talin nein mannskerðing, það er
aðeins þannig af því, að það ligg-
ur í .lilutarins eðli. Alveg eins og
sá sem greiðir meira, fær líka
meira; það leiðir líka af sjálfu
sjer, að sá sem á mikið í fjelag-
inu, varði meir um hvernig- það
gengur.
Má -ekki líkja slíkum eða lík-
um fjelagsskap við okkar bæjar-
fjelag? Bæjarbúar rebg bæjarfje-
lagið og ef um nokkum eignarrjett
væri að ræða, þá ættu sumir
(stóra) marga hluti, en sumir fáa,
jafnvel ekki nema einn og sumir
engan. Þar kæmi sama fram, að
sá, eða þeir, sem mikið ættu, eða
rjettara sagt mikið leggja fram,
þá varðar meira um, hvernig bær-
inn er rekinn, en þá, sem lítið
eða ekkert leggja.
Mjer datt í hug hvað margar
krónur mundu vera atkvæðislaus-
ar á útsvarsskránni. Mjer hafði
aldrei dottið það í hug fyr, að
eins fundið misrjettinn á milli
þeirra, sem greiða 10 kr. og
þeirra, sem t. d. greiða 10 þús.
; og báðir hafa eitt atkvæði; sitt
atkvæðið hvor.
Jeg tók útsvarsskrárnar 1931
og fór að leita og finn 84 upp-
hæðir (eða gjaldendur), sem
greiða 751 þús. kr. til samans,
án þess þeir hafi rjett eða getu
til að hafa nokkur áhrif á stjórn
bæjarins, nema að greiða upp-
hæðina.
Svo greiða þessir 84 að auki
til bæjarins húsa- og lóðaskatt,
sjálfsagt 100 þús. kr.
Bæjarstjórnin hafði ákveðið
1931, að jafna niður 2.154.713 kr.,
svo við sjáum, að það er ekki
að fullu helmingur útsvara atkvæð
islaus. Jeg fór enn í leit, og fann
34 hæstu gjaldendurna, sem höfðu
atkvæðisrjett (ásamt komun sín-
um, auðvitað). Upphæðir þeirra til
samans gerðu 327000 kr. þeir, sem
mæta við kjörborðið með þessa
upphæð, liafa þó um 68 atkv. Það
er nokkuru betra, en að fyrir 751
þús. mætir enginn. Lögin segja,
þú skalt borga, en hverjir ráð-
stafa krónunum, hefir þú ekkert
með að gera. Það gera hinir, sem
greiða 10 kr. eða ekkert.
Eins og áður er sagt, var ilt-
svarsupphæðin .... kr. 2.154.713
Dragi maður þar frá
751 þús. og 327 þús— — 1,078.000
verða eftir ......... kr. 1.076.713
Af þessu sjest glögglega, að
aí rjettum helmingi útsvara 1931,
höfðu rjett á að greiða 68 atkvæði,
en af hinum helmingnum 14.639
atkvæði. Svona lítur þetta rjett-
læti út samkvæmt kjörskrá.
Þessi mannrjettindi, n.f.l. að
hafa sömu áhrif t. d. á bæjar-
stjórnarkosningar og sá sem geld-
ur hundraðfalt meira, eru að mín-
um dómi eða hugsun ekki neitt í þá
átt að vera meðskapað frá fyrstu
tilveru. Það Vita flestir eða allir,
að lengst af tilveru mannkynsins
hefir slíkt fyrirkomulag ekki
þekst. Nú á síðari tímum, og sjer-
staklega eftir að mannfjölgun varð
mikil í þorpum og bæjum, þykir
það betur henta. Þetta, eins og
margt annað, kemur af þörfum,
eins og t. d. þegar maður er orð-
inn svangur og þyrstur eða klæð-
lítill, þá gerir hann það sem hon-
um finst, eða hann heldur að best
sje til að fá þetta uppfylt. En á
þessu er allur munurinn. Það er
meðfætt, að bjarga lífinu. Alt,
sem lifsanda dregur gerir það.
En eins og sá sem mikið vinnur
fær mikil laun, eins er eðlilegt,
að þeir sem mikið greiða ráði
meiru í mannfjelaginu. Til dæm-
is við hjer í Reykjavík ættum að
ráða % í þinginu, ef satt er, að í
landssjóð komi frá Reykjavík %
alls, sem inn kemur.
Jeg liitti eftir síðasta þingrof
mjög góðan lögfræðing þessa bæj-
ar, og spurði hann hvort það væri
nokkuð á móti því, eða hvort það
væri hægt fyrir Reykvíkinga, að
skil ja við landið. Jeg meina, að við
værum út af fyrir okkur. Þetta var
víst eftir að okkar góði nú fyrv.
dómsmálaráðh. hafði haldið eina af
þessum sínum bestu ræðum í okk-
ar garð í útvarpinu. Jeg hlustaði
á hann, og mjer datt í liug það
sem Bergþóra sagði sonum sínum:
„Gjafir eru ykkur gefnar“ o. s.
frv.
Lögfræðingurinn svaraði ekki
spumingu minni beint. En hann
.sagði: Hvað haldið þjer að Ham-
brosbanki segði? Haldið þjer að
hann hafi lánað stóra lánið út
á aðra en okkur hjer í Reykja-
vík?
Er ekki sama á bak við þetta
eins og 751 þús. kr. í útsvarinu
okkar. Þeir, sem borga þar, mega
aðeins borga en ekki greiða at-
kvæði, eins og jeg hefi áður lýst.
Óheppilegur
leiðtogi
og akitin
blaðamennska.
(í Bolungavílc í Norður-fsafjarð-
arsýslu, hefir staðið vinnudeila.
í vor og er ekki lokið enn. Ai-
þýðublaðið hefir sagt frá deilu
þessari — og ýmsum atvikum í
sambandi við hana — frá sjónar-
miði sósíalista. En af því að þar
er víða hallað rjettu máli, og
gengið á hlið við sannleikann,
þykir rjett að blaðlesendur hjer
sunnan lands sjái þessi deiluatriði
einnig frá öðru sjónarmiði. Birt-
ast því hjer kaflar úr greinum,
sem hjeraðslæknirinn í Hólshreppi
H. Kristinsson, liefir skrifað um
þessa deilu. Er það maður, sem
lítur æsingalaust á málstað beggja.
Greinarkaflar þessir sýna, að deil-
an er að minstu leyti milli verka-
manna og vinnuveitenda. Hún er
aðallega milli sósíalistabroddanna
á ísafirði, og sjómannastjettarinn-
ar í Bolungavík).
I.
Pyrir síðustu alþingiskosningar
(1931) stofnaði Hannibal Valdi-
marsson verklýðsfjelag hjer í Bol-
ungavík, og mæltist til, að í það
gengju bæði sjómenn og verka-
menn. Taldi hann þessar stjettir
hafa sameiginlegra hagsmuna að
gæta. — Fjelag þetta hefir átt
mjög litlum vinsældum að fagna,
ekki aðeins af hálfu fiskikaup-
enda, heldur líka sjómanna og al-
vörugefinna borgara.
Fiskikaupendur hafa eigi talið
sig þurfa á verklýðsfjelagsmönn-
um að halda, þareð nóg framboð
hefir verið á fólki, utan fjelagsins
fyrir það kaup, er þeir buðu.
Sjómenn hafa ekki trúað því,
að einu gilti fyrir þá hvort land-
vinnukaup væri hátt eða lágt, —
þvert á móti, — enda furða, að
nokkur skuli heimska sig á að
halda slíku fram í alvöru.
Athugulir og sanngjamir menn
hafa sjeð og viðurkent, að hlutur
sjómanna er svo lítill, að hann
þolir illa hátt landvinnukaup (sbr.
hluti ísfirskra sjómanna.)
Hannibal mun hafa lofað verk-
lýðsfjelagsmönnum í Bolungavík
gulli og grænum skógum, ef þeir
fylgdu honum, en raunin hefir
orðið önnur. Fjelagsmenn hafa
farið á mis við allmikla atvinnu,
og atvinna hjeraðsins í heild hefir
stórminkað fyrir afskifti Hanni-
bals. Mun eigi of hátt að meta
atvinnutjón almennings 20—30
þúsund krónur, og verður senni-
lega meira áður en lýkur.
Annað þrekvirki hefir Hannibal
unnið lijer í Bolungavík. Afskifti
hans af málefnum hjeraðsins hafa
komið af stað úlfúð og illdeilum
manna á milli, svo að nærri stapp-
ar fullum fjandskap.
Loks verður ekki hjá því kom-
ist, að vekja athygli á rithætti
Hannibals í garð plássins og ein-
stakra mann*, einkum þeirra, er
starfa að opinberum málum, og
eru honum andvígir í skoðunum.
Bolungavík líkir hann við Sódóma,
oddvitinn er „vesalingur“, lækn-
irinn er „siðlaus óþokki“, Högni
Gunnarsson og Bjarni Fannberg
„óþokkar og níðingar“, hrepps-
nefndin og „svokölluð“ fátækra-
nefnd eiga að „verða alræmdar
um land alt.“
Hins vegar telur Hannibal fje-
laga sína í Bolungavík hafa „sann-
girnina og allan rjettinn sín meg-
in“, og sóknarprestinn, sem er
„bolsi“, jafnast „nærri því á við
Jesú Krist.“
Þetta nægir til að sýna rithátt-
inn og hlutdrægnina hjá Hanni-
bal. Vil jeg benda honum 4, að
svona ritmenska er alt í senn:
ódrengileg, óviturleg og setur ó-
afmáanlegan blett á þann er veit-
jr, en hrín eigi á þeim er þiggur.
Raunar veit Hannibal þetta, sem
sjá má á grein hans til Áka Egg-
ertssonar 14. maí s.l., en því und-
arlegra er, að hann skuli steypa
sjer í forarpollinn.
Að endingu vil jeg segja Hanni-
bal þetta:
1. Svívirðingar hans um mig
persónulega dæma sig sjálfar og
þess veg^a fyrirgef jeg honum
þær.
2. Sem hreppsnefndarmaður og
borgari í Bolungavík, er jeg sár-
óánægður yfir atvinnutjóni því er
liann hefir valdið hjeraðinu, og
sem jeg veit, að hann er enginn
maður til að bæta fyrir.
3. Ulindin og liatrið sem hann
hefir orsakað í hjeraðinu, mun
enginn Bolvíkingur kunna honum
þakkir fyrir.
4. Sennilega hefði hann talið
mig dágóðan verklýðsfjelaga ?
5. Jeg er reiðubúinn til að rök-
ræða málefni Bolungavíkur við
hann kurteislega, bæði á mann-
fundum og í blöðum, en skítkast
vil jeg ekki við hann eiga.
II.
Hannibal og sjómennirnir
í Bolnngavík.
Eins og áður er sagt, teliir
Hannibal verkamenn og sjómenn
hafa sameiginlegra hagsmuna að
gæta.
Sjómenn hjer hafa aldrei fallist
á þessa skoðun, — þvert á móti
talið þetta blekkingax við sig.
Jeg bið lesendur að athuga, hvaða
þýðingu þetta hefir fyrir mála-
flutning og starfsemi Hannibals í
Bolungavík. Sjómennirnir eru
aðal- eða undirstöðustjett í pláss-
inu, — án þeirra væri lítil eða
engin landvinna. Þetta vita sjó-
menn auðvitað, og þeir vita, að
vöskustu mennina þarf til að
sækja sjóinn, og þó þeir geti vel
unt eldri mönnum, kvenfólki og
unglingum, sem í landi vinna, að
liafa gott kaup, þá eiga þeir bágt
með að sætta sig að hafa:
1. erfiðari og áhættumeiri vinnu,
2. lægra kaup en landfólkið, —
og þeim finst það ljeleg „jafnaðar-
menska“ hjá Hannibal, að. berjast
fyrir slíku hjer eða annars staðar.
Hvað segir Hannibal um þessa
skoðun og afstöðu bolvískra sjó-
manna? Jeg veit það ekki, en
eftir orðbragði hans í Skutli að
dæma, gæti jeg trúað honum til
að segja, að þeir væru asnar, sem
kynnu ekki að meta sig og sína
líka, sem væru að brjóta sig í
mola fyrir velferð þeirra(!) o. s.
frv. Vitanlega eru bolvískir sjó-
menn minna mentaðir en Hanni-
bal, en þeir eru margir jafn
greindir, og hafa sína rökfræði
fyrir sig, —og hvað sem Hannibal
segir, þá sitja sjómennirnir við
sinn keip, leggja lífið í hættu
fyrir Htinn hlut (hann mun vera
100—200 kr. yfir vorvertíðina) —
og vilja enga „blaðlús' ‘ eða „að-
skotadýr“, sem spilli atvinnu
þeirra eða sambúðinni í plássinu.
Jeg efast ekki um, að Hannibal
hefir vitað um þessa afstöðu sjó-
manna, þó hann hafi þagað vand-
lega um það, og skelt við skolla-
eyrum, — j'eg veit líka, að honum
þykir ilt og bölvað að sjá þetta
á prenti, og reynir e. t. v. að
þvæla eitthvað um það í ,Skutli‘
sínum, t. d. að jeg eða aðrir hafi
æst sjómennina gegn sjer.
Að það sje rjett ,sem jeg segi
um afstöðu sjómanna, sjest á því,
að verklýðsfjelagið hjer samþykti
í vetur, að leyfa engum úr „Sjó-
mannafjelagi Bolungavíkur“ inn-
göngu. Ennfremur heyrðu og sáu
þeir sem voru hjer á fundinum
29. maí s,l„ að sjómenn vildu alls
eigi á Hannibal hlýða. Maggir
tugir sjómanna píptu hann niður.
Það var fyrir mín orð að Hanni-
bal fekk að tala, — og sögðu
margir sjómenn við mig á eftir,
að þeir hefðu „tekið nærri sjer“,
er þeir urðu við bón minni. Fleira
gæti jeg bent á, er sannar, að sjó-
mennirnir vilja ekkert af Hanni-
bal vita, — en það kemur betur
í ljós síðar, og tel jeg þetta nægja
í bili til að sanna, að kaupdeilan
í Bolungavík er ekki aðeins á milli
Bjarna Fannberg og Högna Gmm-
arssonar annars vegar og E|anni-
bals Yaldimarssonar fyrir hönd
,,Yerklýðfifjelag.s Bolungavíkur‘ ‘
hinsvegar, heldur telja bolvískir
sjómenn afskifti Hannibals bein-
línis árás á atvinnu sína og at-
hafnafrelsi, og þess vegna munu
þeir hafa veitt honum „frítt far“
til ísafjarðar 26. maí s.l.
Loks má benda á það, að verði
bannfæringunni eigi ljett af S.s.
Olver (eign Bjarna Fannberg), þá
missa ca. 15 bolvískir sjómenn
vonina um sumaratvinnu. Góð
kreppuráðstöfun hjá Hannibal, txl
handa fátækum sjómönnum! —
Hvers eiga þeir eiginlega að
gjalda?
Bolungavík í júlí 1932.
H. Kristinsso*.
„Hiður með
foruextina“.
Svo heitir grein í „Alþýðublað-
inu“ 2. þ. m.
Rjettmætt er að ræða um vext-
ina, og sjalfsagt að bankamir
lækki forvexti að mun, svo fljótjt
sem stjórnir þeirra sjá þess nokk-
urn kost. En grein sú er rituð
með svo miklum gorgeir, eins og
höf. — 'er nefnir sig jafnaðar-
mann — viti alt og geti, en and-
stæðingar hans viti svo sem ekki
neitt, og vilji því hvorki neitt nje
geti. Greinin er rituð svo nákvæm-
lega í anda J. J. — eins og marg-
ar aðrar í því blaði — með í-
smeygilegum og rótarlegum blekk
ingum, árásum og lýgi á andstæð-
ingana, að manni dettur hann
að sjálfsögðu í hug, sem
lærifaðir, ef ekki höfundur. —
Það er því hættara við, að greinin
spilli en bæti fyrir vaxtalækkun-
inni. Er þá ver farið, en heima
setið, því oft kann sá, sem full-
yrðir meira en hann veit, vera
heimskari og illviljaðri en hinn,
sem hefir vit á að þegja.
Höf. þessi þykist vita, að „ís-
lenskir atvinnurekendur eru fá-
fróðari og ómentaðri en nokkur
önnur atvinnurekendastjett í heim
inum.‘ ‘ —------
Víða má hann vera kunnugur!!
Og hann segir um atvinnurekend-
ur: „Þeim dettur heldur ekki í
hug að gera neitt til að auka og
bæta markaðina fyrír vöru sína.
Um þá eru þeir fáfróðir og úr-
ræðalausir. Þeir kunna ekki ein*
sinni mál þeirra þjóða, sem þeir
skifta við, hvað þá heldur að þeir
viti nokkuð um þær og markaði
þeirra. Út á við vita þeir engia
ráð nema að selja fiskiim langt
undir mærkaðsverði 4 Spáni og
ítalíu (í umboðssölu!) og inn 4
við engin nema kauplækkun.“
Hjer kemur skýrt í ljós, hverj-
ir það eru sem eiga þessa fögrn
lýsingu. Það er gamla og nýja
Jónasar og Alþýðublaðs eðlið, a3
ljúga lýtum á útgerðarmenn,
rægja og svívirða máttar stólpa
landsins. Slíkir menn vilja, ein*
og kommúnistar og (Samson)
kippa þessum stoðum undan höll
þjóðfjelagsins, svo hún hrynji í
rústir. — En þeir vilja síst fórna.
sjálfum sjer (eins og Samson),
heldur lifa til þess að leita í rúst-
unum.
Þegar um róginn og bankatöp-
in er að ræða, hjá þessum mönn-
um, þá erxx naumast til aðrir at-
vinnurekendur í landinu, en stór-
útgerðarmenn, og engir sem meira
é