Morgunblaðið - 28.08.1932, Qupperneq 6
6
MORG ÖNBLAÐIÐ
Huernig er hdttað
launagreiðslum ríkisins?
I.
Á síðasta þingi fluttu Framsóku-
armenn í efri deild frv. um að
breytt yrði reglum þeim, er gilt
hafa um dýrtíðaruppbót embættis-
manna og starfsmanna ríkisins. —
Samkvæmt frv. þessu mátti dýr-
tíðaruppbótin aldrei verða til þess,
að hækka laun fjölskyldumanna
upp úr 4000 kr. eða einhleypra upp
úr 3000 kr. Frumvarpið fjell í
deildinni.
Tíminn, blað Jónasardeildar
Framsóknarflokksins, hefir við og
við verið að senda þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins í efri deild
glósur fyrir það, að þeir snerust
gegn þessu máli. Eigi hefir verið
hirt um að svara þessum glósum
hingað til. En þar sem Jónas Jóns-
son frá Hriflu hefir fyrir skömmu
skrifað um þetta mál í Tímann,
þykir rjett að ræða það nokkuð.
II.
Lögin um laun embættismanna
eru frá 1919. í þessum lögum eru
ákvæði um launagreiSslur til ein-
stakra embættismanna og starfs-
manna ríkisins; þar eru einnig
fyrirmæli um dýrtíðaruppbótina.
Svo var til ætlast, þegar ,launa
lögin voru lögfest, að þau skyldu
endurskoðuð að 5 árum liðnum. Ur
þessu hefir þó aldrei orðið, heldur
hefir Alþingi látið sjer nægja, að
framlengja dýrtíðaruppbótina frá
ári til árs.
Til eru þeir menn sem halda að
laun embættismanna samkvæmt
launalögum sjeu óhæfilega há. En
þetta stafar af ókunnleik eða
missltilningi. Hjer skulu nefnd
nokkur dæmi:
Dómsforseti Hæstarjettar hefir
10 þús. kr. og hæstarjettardómarar
8000 kr. Bæjarfógetar hafa byrj-
unarlaun 4600 kr., sýslumenn 4200
kr., landlæknir 6000 kr., lijeraðs-
læknar 2500, 3000 og 3500 kr.,
póstmálastjóri 6000 kr., landssíma-
stjóri 5000 kr., vegamálastjóri 5000
lrr, biskup 6000 kr., prófessorar
við Háskólann 4500 kr., dósentar
3500 kr., kennarar við Mentaskól-
ann 3400 kr., landsbókavörður, rík-
isskjalavörður og þjóðminjavörður
4500 kr.
Dýrtíðaruppbót fá embættis-
menn og er hún nú 17%%, en
reiknast aldrei af hærri upphæð en
4500 kr.
Dæmi þau, sem hjer eru tekin
eru úr hæstu launaflokkunum. —
Allur fjöldi starfsmanna hefir
miklu lægri laun. Má t. d. minna
á starfsmenn við póst og sxma,
kennara, bókaverði, fulltrúa og
aðstoðarmenn í stjórnarráðinu o.
fl. o. fl.
Laun ráðherra eru ákveðin í
sjerstökum lögum! og eru þau 10
þús. kr.
III.
Kíkinu hefir, sem kunnugt er,
bættst við fjöldi starfsmanna eft-
ir að launalögin voru lögtekin.
Einkum varð viðbótin mikil í tíð
fyrverandi stjómar, og átti Jónas
frá Hriflu drýgstan þátt í þeirri
starfsmannafjölgun.
Mörgum mun þykja fróðlegt að
sjá, hvaða laun Jónas frá Hriflu og
hans samverkamenn í stjórninni
ákváðu handa þessu nýja starfs-
mannaliði ríkisins. Ætla mætti, að
þar liefði ekki verið farið fram úr
fyrirmælum launalaga, ekki síst
þar sem J. J. hefir verið að kasta
hnútum til Sjálfstæðismanna fyrir
afskifti þeirra af frv. því, sem
getið var í upphafi þessarar
greinar.
Nú vill svo vel til, að fyrir
liggja nýjar skýrslur um launa-
greiðslur til ýmsra starfsmanna,
sem fj'rv. stjóm hefir skipað. —
Bíkisgjaldanefndin, sem skipuð
,var í efri deild á síðasta þingi
hafði aflað skýrslna um þetta. Bit-
stjóri þessa blaðs var nýlega að
glugga í þessum skýrslum og þyk-
ir rjett, að almenningur fái nokk-
ur sýnishorn úr þeim.
Skipaútgerðin.
Samkvæmt skýrslu forstjórans,
Pálma Loftssonar, hafa laun verið
greidd þar 1931, sem hjer segir:
\ Kr.
Pálmi Loftsson, forstj. 9600
Gnðjón J. Teitsson, skrifst.stj. 6000
Sig. Sveinsson, bókh. 4200
Bjarni Magnússon, afgrm. 4200
Hjörtur Ingþórsson, innhm. 4200
Helgi Sveinsson, gjaldk. 3600
Sigurjón Olafsson, verkstj. 5000
Hjörtur Elíasson, verkstj. 4200
Ennfremur eru nokkrir menn
rneð lægri launum.
Útvarpið.
Þar tíundar útvarpsstjórinn,
Jónas Þorbergsson, á þessa leið:
Kr.
Jónas Þorbergsson 11300
Sig. Þórðarson, ftr. 7200
G. Briem verkfr. (% laun) 3000
G. Beykholt, skrifari 4800
Ásg. Magnússon, frjettar. 4800
Aðalbjörg Johnson, frjettar. 4800
Sig. Einarsson, frjettar. 3000
V. Þ. Gíslason, frjettar. 3000
Sigr. Ogmundsd., þulur 3600
D. Sveinbjörnss., magnarav. 4800
Davíð Árnason, magnarav. 4800
Emil Thoroddsen, pianol. 7200
Þór. Guðmundss. fiðlul. 7200
Jón AJexanderson forstm.
Viðgerðarstofunnar 7000
Gunnar Snorrason, rafv.sv. 4800
Auk þess nokkrir starfsmenn
við stöðina á Vatnsenda og aðrir,
er hafa lægri laun.
Yiðtækj a verslunin,
Forstjórinn, Sveinn Ingvarsson,
tíundar þannig:
Kr.
Sveinn Ingvarsson 9000
Jóh. Ólafsson, gjaldk. 4800
Th. Lilliendahl. lagerm. 5300
Filippus Gunnlaugss., afgrm. 3900
Sv. Ólafsson, afgrm. 3000
Joh. Höyer 4200
Áf engis verslunin.
Guðbrandur Magnússon forstj.
tíundar þannig 1931:
Kr.
Guðbr. Magnússon 10312
Ól. Thorlacius, lyfsölustj. 6600
Helgi Lárusson, skrifst.stj. 7200
Árni Benediktss., bók 9 mán. 4950
Helgi Þórarinss., brjefr. 5400
Tr. Guðmundsson, gjaldk. 7200
Valdim. Helgas., skrif. 7% m. 3625
M. Stefánsson, birgðav. 6400
Guðm. Halldórss., afgrm. 6000
Alfred Búason, aftappari 4800
Skx'xli Magnússon bílstj. 4200
Auk þess margir á lægri launum
Landssmiðjan.
Forstjórinn þar, Ásgeir
urðsson tíundar þannig:
Ásgeir Sigurðsson
Kj. Gíslason, skrifst.stj.
Gísli Gíslason, bókari
Sig-
Kr.
9000
7200
3000
Tóbakseinkasalan.
Forstjórinn, Sigurður Jónasson,
tíxmdar þannig:
Kr.
10000
6420
4920
4800
4800
4620
4380
4500
Sig. Jónasson
Gestur Pálsson, bókari
Sig. HjálmsSon, afgrm.
Jónas Ólafsson, sölum.
Ari Guðm.ss. aðst.bókh.
.01. Þorateinsson, gjaldk.
Örn Matthíass., afgrm.
Sigurbj. Sigurðss. pakkhm.
Auk þess fjöldi af fólki með
lægri launum.
Forstjóri ríkisprentsmiðjunnar
tíundar laun sín 8000 kr. og upp-
bót 2000 kr., samtals 10 þús. kr.;
skrifstofumaður þar hefir 6000 kr.,
bókari um 4000 kr„ og gjaldkeri
yfir 5000 kr.
IV.
Hjer að framan hafa verið birt
nokkur sýnishorn af launagreiðsl-
um til ýmsra starfsmanna, sem
Jónas frá Hriflu og hans samherj-
ar liafa komið upp.
Skýrsla þessi ber með sjer, að
allir forstjórar nefndra ríkisfyrir-
tækja hafæ mikið hærri laun en
dómarar í Hæstarjetti.
Skýrslan sýnir enn fremur, að
þeir Jónas Þorbergsson, Sigurður
Jónasson og Guðbrandur Magn-
ússon hafa ýmist jafnhá eða hærri
laun en ráðherrar og dómsforseti í
Hæstarjetti. Þessir herrar eru því
hæstlaunuðu embættismenn lands-
ins.
Þó koma hjer ekki öll kurl til
^rafar. Kumpánar þessir eru, sem
kujinugt er, hlaðnir bitlingum
bak og fyrir; en bitlingarnir eru
ekki með taldir í skýrslum þeirra.
Loks sýnir skýrslan, að fjöldi
óbreyttra skrifstofumanna hefir
hærri laun en prófessorar við
lxáskólann, og flestir þeirra hafa
miklu hærri laun en dósentar við
háskólann og kennarar við Menta-
skólann.
Birgðavörður og afgreiðslumað-
ui við áfengisverslunina hafa
miklu hærri laun en prófessorar!
Ójöfnuður sá, sem nú ríkir í
launagreiðslum til starfsmanna
ríkisins, er gersamlega óþolandi.
Og það er fyrst og fremst Jónas
Sparsemi.
Hjnn góðkunni sómamaður, Vig-
fús Guðmundsson, skrifar góðar
hugvpkjur um sparnað og ráð til
þess að fá fólkið til að spara f je
og leggja það í sparisjóði eða
banka, og er sú hugmynd gömul
og í margra augum nytsöm og
sjálfsögð, enda hefir sú kend lif-
að lengi með íslensku þjóðinni,
það sýna sparisjóðir þeir sem nú
eru til í landinu, en sem hafa orð
ið hjer, eins og í öðrum löndumx
til þess að ljetta þá örðugleika sem
steðjað hafa að og ávalt má búast
við að komið geti aftur fyrir ein-
staklinga og þjóðfjelagsheildina.
En nú er verið að drepa þessa
þjóðlegu sparnaðarlöngun fólks-
ins, því að hver sá sem hefir spar-
að saman aura til geymslu í banka
eða sparisjóði er eltur og ataður
illyrðum, svo og rúinn eftir því
sem hægt er og tekinn af honum
arður af slíku fje og jafnvel skert-
ur stofninn, og því kastað oft í
hendur iðjuleysingja og óhófs-
manna, svo og í eyðsluhít þeirra
seih fara með völdin í landinu.
Með slíku háttalagi er allur sparn
aðaráhugi og löngun ungra og
eldri manna gersamlega drepinn,
enda liggur næst að segja, eins og
rui er í pottinn búið, að besta ráðið
sje að njóta lífsins og fá styrk
úr ríkissjóði, bæjarsjóði eða frá
sveitafjelögum, til framfærslu sj'er
og sínum — en hve lengi slík fá-
sinna getur lialdist, verður síðar
svarað með sulti — og hungri. —
Það verður, þegar enginn hefir
lengur löngun til að spara og 'eng-
inn er orðinn aflögufær.
Ef menn vilja hvetja þjóðina
til að spara og leggja skildinga
í sparisjóði, og ætlast er til að
það geti borið raunverulegan ár-
angur, verður að veita fólkinu
ívilnanir, en ekki einskonar rækt-
unarsjóðsstyrk eða gjafir, lieldur
rjettlát hlunnindi. Ef skattaálög-
unum. yrði breytt þannig að spari-
fjáreigendur skyldu ekki telja
fram til skatt eða til útsvarsálagn-
ingar spariskildinga sína, og að
engan eignaskatt bæri að greiða
af því, ])á væri nokkuð fyrir
fólkið til að keppa að, og þá
gæti sjerhver sparnaðarmaðurinn
sofið áhyggjulaust fyrir því, að
„þessir aurar mínir, sem jeg liefi
nurlað saman, verða ekki hjer eft-
ir sýndir óreiðumönnum og eyðslu
seggjum, sem úthrópuðu inneign
mína um allar trissur áður.“ —
Væri fyrirkomulagið þannig, gætu
slíkir þjóðþrifamenn rólega lagt
ti) lxliðar og „nurlað“ saman, en
AmatfirdeUd
Lofts í Nýja Bíó.
Framköllun og kopíeríng
fljótt og vel af hendi leyet.
frá Hriflu, sem hefir skapað þénna jverið óhræddir um að það kæmist
ójöfnuð. Hann hefir verið að hlaðajút í almenning, og einmitt með
undir pólitíska flokksbræður. -—iþessu fyrirkomulagi ætti hver að
Honum ferst því illa að vera að
kasta hnútum til Sjálfstæðismanna
fyrir það, að þeir komu í veg fyr-
ir, að ójöfnuðurinn yrði gerður
enn þá meiri, en hann nú er.
Þess verður að krefjast, að
stjórn og þing taki föstum tökum
á þessu máli. Það verður þegar í
stað að lækka svo laun forstjóra
ríkisfyrirtækjanna, að þau verði
fyrir neðan lægstu launaflokka
fá það sem honum bæri. En til
þess að ríkið fengi alt sem því
væri ætlað að fá í skatt af inn-
stæðuarði, ættu peningastofnanirn-
ar að greiða skattinn af arðinum
sem innstæðueigendur fá. Til þess
að gera betri grein fyrir þessari
hugmynd, þarf að breyta skatta-
lögunum þannig, að alt sparifje í
landinu sje eignaskattfrjá)st, sömu
leiðis verðbrjef þau sem ríkið,
samkv. launalögunum. Laun ann-jbankar og hlutafjelög gefa út. En
ara starfsmanna verður einnig að' af ársarði þeirra ætti að greiða
færa í samræmi við launaákvæði gjald í ríkissjóð, en það á að
launalaganna.
ákveðast svo lágt að það dragi
ekki úr sparnaðaráhuga manna, og
stofnanir þær sem greiða arðinn
handhöfum, dragi frá skattinn og
standi ríkissjóði skil á heildarupp-
liæðinni í lok hvers almanaksárs.
En bankar og sparisjóðir svari inn-
stæðueigendum það lægri ársarði
sem skattinum nemur, og afhendi
svo ríkissjóði það sem til er ætlast
1 lok hvers árs. Bæjarfjelögum og
sveitafjelögum, þar sem sparisjóðir
eru fyrir, mætti ætla tekjur á
sama hátt og haga innheimtunni
eins, en ríkissjóður og þeir sem
skatt eiga að fá á þann hátt, skifta
þá gjaldinu á milli sín eftir á-
kveðnum reglum. Slíkt gæti og
orðið hvöt fyrir önnur sveitafjelög,
að gera sparifje sitt arðberandi
innan sinnar sveitar.
Af sparifje manna gefa nú bank-
ar hjer alment 4%% ársvexti, en
ef taka bæri skattinn eftir því
sem gert er ráð fyrir hjer, mundu
peningastofnanir lækka innláns-
vexti sem skattinum næmi. Þá yrði
engin skattsvik, en hver fengi
það sem honum væri ætlað, og al-
menningur fyndi livöt hjá sjer til
að safna fje, er hann vissi að hann
fengi rjettláta ívilnun, og þyrfti
ekki að tíunda spariskildinga sína.
AS sá sem ætti smáa upphæð í
sparisjóði, ætti að greiða jafnan
hundraðshluta og hinn, sem sparað
hefði saman stærri fúlgu, verður
að telja sanngjarnt, því að stærri
ppphæðin veitir atvinnuvegum
landsmanna og þjóðinni stórum
meiri stuðning.
Atli.
Lá uið slysi.
Það er mjög sjaldan að óhöpp
koma fyrir flugvjelarnar, sem eru
í föstum ferðum á Norðurlöndum,
en hjerna um daginn lá við slysi
hjá flughöfninni í Kastrup hjá
Kaupmannahöfn. Flugvjelin frá
Hamborg var að koma þangað, en
er hún átti skamt 'eftir ófarið til
fiugvallarins; bilaði hreyfillinn. —
Flugmaðurinn sá í hendi sjer að
hann mundi ekki ná að fljúga í
svifflugi inn á flugvöllinn og tók
hann þá það fangaráð að renna
flugvjelinni niður í sævarströnd-
ina, því að mýrar eru þar á milli
og flughafnarinnar, og þar hefði
verið enn háskalegra að lenda.
Flugvjelin kom niður örskamt frá
ströndinni og af kastinu, sem á
henni var, rendi hún upp í fjöru.
Við þann árekstur skemdist húa
dálítið og skrúfan brotnaði. En
annars var enginn skaði skeður.
Flugmaðurinn og þrír farþegar,
sem með honum voru, sluppu ó-
meiddir.
En þessi nauðlending hefði þó
getað valdið stórkostlegu slysi,
því að á sjávarbakkanum, rjelrt
fvrir ofan þar sem flugvjelin stöðv
aðist, höfðu skátar tjaldbúðir sín-
ar. Stóðu tjöldin þjett saman, og
voru full af skátum, þegar þetta
vildi til. Ef flugmaðurinn hefði
ekki steypt flugvjelinni svo að
segja beint á skrúfuna, svo «ð
hún hefði runnið upp úr fjörunni,
og á tjöldin, mundi hún óefað
hafa slasað og drepið fjölda skáta.