Morgunblaðið - 30.08.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.08.1932, Blaðsíða 2
2 M O R G TT N B L A f) I Ð Gunnar Hinriksson. > Hann andaðist á elliheimilinu (írund 2~>. þ. m., einni stundu fyrir iniðnætti. Hafði legið þungt hald- inn um tveggja mánaða tíma. Hon- i m var sjálfum ljó.st, eigi síður en vinum hans, að þetta voru endalok liinnar löngu ævi. Hann tók því með sömu skynsemd og hugarró sem Öðru, eins og vænta mátti af honum. Gunnar var fæddur á Mýrum í Skriðudal 27. febrúar 1845. Yrar Hinrik faðir hans Hinriksson og er mjer ókunnugt um föðurætt hans. Hann var þá vinnumaður á Mýrum, 34 ára að aldri, og vinnu- maður var hann alla ævi. Kona hans, móðir Gunnars, var Sigríður Eiríksdóttir; hún var vinnukona á sama hæ. Áttu þau áður dóttur, Sigurbjörgu, sem var þá komin undir fermingu. Eiríkur, móður- íaðir Gunnars, og Guðrún föður- móðir hans, voru bæði komin af hinum kynsæla höfðingja, Einari prófasti Sigurðssyni í Heydölum, föður Odds biskups og Ólafs pró- fasts í Vallanesi. Gunnar var með foreldrum sín- um 4 ár á Mýrum og 7 ár á Arn- heiðarstöðum og loks 1 ár á Bessa- stöðum, en er hann var orðinn 12 ára, fór hann frá þeim og vann síðan fyrir sjer sjálfur. Næstu 18 ár var hann löngum í Víðivalla- gerði og á Skriðuklaustri, og þar kvæntist hann 14. okt. 1872 Guð- rúnu Sigmundardóttur, en var þar þó enn sem vinnumaður til vorsins 1875. Þá, 29. mars, fjell askan frá gosinu í Dyngjufjöllum yfir Jök- uldal, FljótsdaLshjerað o. fl. sveit- ir, og varð Gunnar þá að flýja það an sem fieiri. Settist hann þá að suður í Hálsþinghá. Þar voru þau hjónin nokkur ár, og þar mistu þau son, er þau höfðu eignast 2. okt. 1873, Sigurbjörn að nafni; dó hann 25. ágúst 1879, sama mánaðardag og faðir hans nú. Þá áttu þau hjónin heima á Hálsi, en árið eftir fóru þau að Beru- íirði, og næsta ár, 1881, fóru þau aftur í Fljótsdal. Voru þau þar á Valþjófsstað og víðar, uns Guðrún dó, 20. ágúst 1885, af barnsburði; fæddist það barn andvana. Var Gunnar síðan einstæðingur og barnlaus alla sína ævi. Var hann nú næstu 11—12 ár h.já Páli Þor- steinssyni, systursyni sínum, á Víði læk og Þingmúla, en er Páll fór að Tungu í Fáskrúðsfirði, fór Gunnar í Eyjafjörð, til að kynna sjer þar heyvinnuvjelar. Yfirgaf hann þá átthaga sína að fullu, því að um haustið 1898 fór hann hingað suður á land. Hann var mjög hagur maður og laginn til allra verka, en einkum kunni hann góð skil á vefnaði og stundaði liann mjög mikið. Mátti í rauninni telja liann sannan listamann í þeirri iðnaðargrein. Kom liann hingað suður fyrir bón Bjarnar Þorlákssonar á Varmá og var Gunnar fyrst 2 ár sem vefari við ullarverksmiðju þá, er Björn hafði komið á fót. Gunnar liafði fundið upp eystra að gera reiðingsdýnur úr heyi og kendi mönnum hjer syðra að gera þær. Tóku þær þá að breiðast út og fengu margir Gunnar til að koma og gera þær og kenna sjer. Var hann þá næstu árin víða um Rangárvallasýslu, Árnessýslu og Gullbringusýslu við þann starfa eða við vefnað á' vetr- um, en heyskap á sumrum. Einnig fekkst liann þá stundum við að lcoma upp vatnsmyllum fyrir bænd ur og að leiðbeina þeim í ýmsum verklegum efnum. Haustið 1913 kom hann hingað til Reykjavíkur og var hjer við vefnað næsta vetur. Næstu ár var Gunnar svo oftast hjer, en dvaldist þó stundum uppi í sveit, því að hann átti víða vini og var þarfur maður á heimili, en ’eit jafnan fremur á hag annara en sinn eigin og var sístarfandi, þótt nú færðist ellin yfir hann. Veturinn 1923-—1924 var hann á Leirá og næsta vetur í Haga á Barðaströnd ,en síðan kom hann hingað aftur og fór á elliheimilið (5. okt. 1925), þar sem hann var síðan. Undi hann þar hið besta við; vefstólinn sinn, hugsaði upp nýjar og nýjar gerðir af vefnaði, hverja annari skrautlegri og vanda samari, en ýmsir vildu eiga eitt- hvað eftir hann, einkum vinir hans, og þeir eru margir, því að Gunnar var hvers manns hugljúfi, sem kyntist honum. Hann var maður ólærður, hafði aldrei setið á skólabekk; þó var hann vel ment- aður og mörgum lærðum fróðari í þjóðlegum efnum. Hann kendi sjer mest sjálfur á barnsaldri bæði að lesa og skrifa og reikna. Ritföngin voru þá stundum einungis smala- prikið og leirflag eða svell. Nám- fýsin var honum meðsköpuð, enda átti hann skamt til ýmsra lærðra manna að telja. Mentun hugar og hjarta var svo, að lengra munu óskir öllum fjarstöddum vinum og kunningjum. Gunnar verður jarðaður í hinum nýja kirkjugarði í Fossvogi, allra manna fyrstur. Verður þá garður- inn vígður um leið. Mun í ráði að forstöðunefnd garðsins setji þar stein á gröf hans. Verður vígsl an og jarðarförin auglýst síðar. 1 M. Þ. Rthugasemð. í Lesbók Morgunblaðsins, frá 26. júní 8.1., er ritgerð um Krýsu- vík eftir Árna Ola. Þar er sumt sagt á þann hátt að valdið getur misskilningi hjá þeim, sem hjer 'eru ókunnugir, ef engin athuga- semd fylgir, hygg jeg það stafi af því að höfundurinn taki heimild- armanninn helst til bókstaflega. Hið fyrsta, sem jeg hygg rangt með farið er það, að mjer vitan- lega liefir enginn bíll farið 'enn milli fsólfsskála og Krýsuvíkur, en frá Hafnarfirði fór bíll í fyrrasum- ar þangað. Það í umræddri grein, sem jeg vil aðallega gera athugasemdir við eru ummæli þau, er höfundurinn hefir eftir Nýjabæjarbóndanum um Grindvíkinga og sauðfje þeirra. Það, sem fyrst skal tekið fram er það, að sauðfje í Grindavík mun ekki hafa fjölgað á síðustu árum. Þá er það ekki rjett, að Grinda- vík eigi ekkert beitiland. Það er að vísu ekki mikill gróður í því eftir stærðinni að dæma, en hið sama má segja um Krýsuvíkur- land, það er víða ærið hrjóstugt þó gróður sje þar meiri en í Grindavíkurlandi. — Grindavíkur- land er geisistórt. Það nær vestan frá Valahnúkamöl ú Reykjanesi, liggja landamörkin þaðan um Sýr- ifell, Stapafell, Kálffell, Vatnskatla í Fagradalsvatnsfell og Sogasel, þaðan suður Núpshlíðarháls og að sjó í Seltöngum. Að dæma alt þetta svæði haglaust, er vægast sagt þarflausar ýkjur, enda geng- ur þar margt af fje Grindvíkinga og sjest það best er smalað er til rjetta á haustin, fæst þá góður samanburður á því fje, sem kemur iir Grindavíkurlandi og því er frá Nýkomið: Appelsínu? Epli. Sí tr finar. BilrslðastQi ikureyrar sendir sínar ágætu bifreiðar norður í land næstum daglega. Til Húsavíkur og Mývatns tvisvar í viku. Afgreiðsla bfá Bifreiðastfið Steiaðérs. Krýsuvík kemur, og er það altaf fæstir komast í þeim efnum. Sann- Htill hluti heildarinnar samanborið við heimasafnið. En þetta er þar að auki mál, er fyrir allmörgum árum hefir náðst samkomulag um, þar sem Grindvíkingar borga ár- lega hagatoll til ábúandans í Krýsu vík og auk þess leggja þeir til milli 20 og 30 menn við fjársöfn- un í Krýsuvíkurlandi til rjetta á hverju hausti. Það, sem sagt er um smölun á vorin er sumt hreinasta bull, t. d. það, að menn viti ekki hve margar ær þeirra eru geldar eða búnar að missa. Það er að vísu satt, að raenn vita það ekki fyr en í rjett- irnar kemur, en þá er vönum f.jár- mönnum auðvelt að ganga úr skugga um hvort ær eru með lambi eða ekki; hitt ‘er oft að menn vita ekki hvaða ær eru með einu eða tveimur lömbum, en aðferðir til að komast, að því, og oft heppnast, þekkja vanir fjárm'enn, að minsta kosti þar, sem fje gengur saman úr fleiri sveitum um sauðburðinn. Jeg tel það mjög vafasamt að Nýjabæjarmenn hafi nokkurn tíma hirt um að telja lömb þau, er af- arleg göfugmenska kom jafnan fram bæði við orð og atvik, fram- koman mótaðist öll af sálargöfgi hins aldraða prúðmennis. — Hjann var meðalmaður að hæð, grann- vaxinn, snyrtilegur í allri fram- göngu og fríður maður sýnum. — Vöxtur og viðgangur heimiiisiðn aðarins, einkum vefnaðar, var að- al-áhugamál hans hinn síðari hluta ævinnar. Hann þráði að kenna öðrum það, sem hann kunni í þeirri grein, og honum var mikil ánægja að því, er hjer komust á námskeið í vefnaði hjá Heimilis- iðnaðarfjelaginu. Á síðasta aðal- fundi þess var hann kjörinn heið- ursfjelagi þess. Er hann lá banaleguna komu margir vinir hans, sem hjer eru, til hans að kveðja nann. En hann hugsaði jafnframt til sinna mörgu vina, sem fjarstaddir voru, því hann var maður mjög tryggur í lund og vinfastur; bað hann for- .stöðumann elliheimilisins að birta hinstu kveðjur sínar og árnaðar- gangs verða þar við aðrekstra á vorin, en hafi þeir talið þau í fyrra og þá reynst að vera 60, þá mun það vera óvenju margt, en svo ber þess að gæta að nokkuð af móðurlausum lömbum kemst til mæðra sinna eftir að öllu fjenu hefir verið slept í hvert sinn. Það verður ekki annað sjeð en öllu þessu fje sje safnað á vorin í einn rekstur, sem allur sje rekinn í eina geisistóra rjett, en svo er ekki. Á hverju vori smala Grindvíkingar tvisvar Krýsuvíkur- land með Nýjabæjarmönnum, með nokkru millibili. 1 hvorri ferð er rekið að, til rúnings og mörkunar, a fjórum stöðum, svo lambatalan deilist á 8 aðrekstra og þar af leiðir að meiri líkur eru til að fleiri af lömbunum hitti mæður sínar, heldur en ef um eina rjett og einn aðrekstur væri að ræða. Um ullina í „rjettinni“ er það að segja, að hún er að vísu nokk- ur, en ekki meiri en annars staðar þar, sem jeg hefi komið undir svipuðum skilyrðum. Það, að „rjett ar“-gólfið sje eins og „ullarbyng- ur“, og menn vaði ullina eins og „lausamjöll“ eru þær ýkjur, sem sverja sig í ættina til lieimildar- mannsins. Annars þarf hann 'ekki að taka það sárt þó aðkomufje skilji eitthvað af ull eftir í „rjett- inni“, því það mundi með öllu reiðilaust, af eigendum þeirra laigða, þó hann hirti þá og hag- nýtti sjer. Þeir, sem lesa umrædda grein munu vænta þess að Nýjabæjar- menn forðuðust af fremsta, megni að ómerkingar þeirra og fje í ull lenti í þessum vandræðarjettum, t. d. með því að ganga til ánna nm sauðburðinn og marka lömbin og hirða ullina jafnóðum og ær eru rýjandi. Þetta virðist vel fram- kvæmanlegt, í fyrsta lagi af því, að mestur hlutinn af ám þeirra gengur um sauðburðinn á engjun- um og syðrihluta. Sveifluháls, sem er skamt frá bænum og ekki víð- áttumikið og í öðru lagi eru þar venjulega heima 4 eða 5 karlmenn og drengir til að smala, en þeir, sem þessum málum eru kunnugir vita, að lömb þeirra koma venju- ega langflest ómörkuð til rjetta og fje þeirra leggur til sinn skerf af ull í ,,bynginn“ á rjettargólfið. Að mínu áliti er það hvorki á- gangur Kleifarvatns nje aðkomu- fjenaðar, sem aðallega hefir lagt Krýsuvík í eyði, að svo miklu leyti sem orðið er, þó livort tveggja hafi átt nokkurn þátt í því. Aðal- orsökin hygg jeg sje hve jörðin er mannfrek og erfitt til aðdrátta, en á síðari árum hafa það reynst verstu gallar á jörðum. Eiríkur Tómasson, J ámgerðarstöðum. HeilræðaTlsnr. Þeir með fjandann fara á kreik og fylla mæli synda, sem æskunni í óguðleik ætla sjer að hrynda. Brátt að drífur dauðans nótt og dóminn á vill benda: að hneyksla ungan æskuþrótt, aldrei lát þig henda. Marra við því huga hraus að hneyksla barnsins sinni; betra væri hella um haus, hafs í djúpið rynni. Guðs ríki með gæsku þrótt, göfgar mannsins anda; angurgapa óláns drótt aldrei mun því granda. Jens J. Jensson. Helluristur á Rogalandi. í sumar hefir stud. mag. Eva Nissen verið að rannsaka hellu- ristur á Rogalandi. Byrjaði hún þar sem heitir Eystri-Ámuey og þar er svo mikið af helluristum, að hún hefir ekki getað nun- sakað þær allar í sumar. — Alls hefir liún fundið þar um 1000 myndir höggnar á stein, og hafa sumar slíkar myndir aldrei fund- ist fyr. Auk óteljandi skips- mynda. hefir hún fundið tvær myndir af öxum, eina mynd af grefi og mynd af hesti. Á einum stað fann hún tvær þykkar hellur — fórnarsteina, Voru á annari 150 ristur, en 70 á hinni. Mest þótti þó í það varið að þama fann hún stærstu helluristu- mynd af skipi, sem fundist hefir á Norðurlöndum. Er skipsmyndin 5,70 metrar á lengd og 2.70 métrar á hæð um framst.afn. Yfir skipinu er sólmynd og alt um kring það eru mvndir af nær 20 öðrum kipum. Engar mannamyndir eru á þéssu stóra skipi, en það er búið vel og. stafnarnir mjög ein- kennilegir í laginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.