Morgunblaðið - 30.08.1932, Page 3

Morgunblaðið - 30.08.1932, Page 3
MORGUNBIAÐIÐ 8 Pólitísk ferðasaga. « * gaor&nnbUbxb | • • 2 H.f. Áryakur, Rtykjayfk. • * Sltatjörar: Jön KJartanasoa. Valtýr StetAnaaon. J * Sltatjðrn og atsrclðala: * ® Auaturatraetl S. — Slaal 181. J e • « J.utrlýalnKaatJðrl: B. Hafber*. • * Auslýaingaakrlfatofa: e * Auaturatraatl 17. — Slxal (08. e * Melaaaalmar: • Jön KJartanaaon nr. 741. e « Valtýr Stef&naaon nr. 18X8. • * B. Hafberc nr. 770, * * Áskriftag-Jald: • « Innanlanda kr. 1.00 & at&naBl. • 2 Utanlands kr. X.Efl & m&nnOS. e * t Ia.u*a»ölu 10 aura «intaklQ. J 20 aura neQ Leibök. • * • 4» 9 •••• ð> ••••••••••••••••• £,,.. islendingasundið. Ferþrautarkepnin. Sundmót. Þrjú ný met. Á sunnudaginn var fór íslend- ingasundið fram úti hjá Ör- firisey. Sundið er 500 stikur og er kept um íslandsbikarinn og sundmeistara nafnbót. Jónas Halldór.sson (Æ) sund- kappi Islands varð fyrstur á sundinu og setti nýtt met á 7 mín. 33.5 sek. Gamla metið, sem hann átti sjálfur og setti 1930, vaí 8 mín. 44.8 sek. Næstur hon- um gekk Hafliði Magnússon (Á) 15 ára piltur. Haun synti 500 m. á 8 mín. 4.7 sek. og er það hetri tími heldur en metið var áður, og er þetta frækileg frammistaða. hjá honum. Þriðji maður varð Sigurður Runólfsson (KR) á 9 mín. 29.6 sek. í ferþrautarkeppninni sigraði Hanknr Einarsson (KR) á 35 mín. 12 sek. og er það nýtt met. Haukur átti metið áður, og hefir verið að bæta það ár frá ári, og ætti hann sannarlega skilið ■að fá nú til eignar verðlauniu í þessari þraut, sem hann hefir unnið svo glæsilega á undanförn- um árum. Guðjón Guðlaugsson (K Jf) var 37 mín. 10,5 sek. Sundkeppni. í 50 m. frjálsu sundi fyrir karla ■sigraði Jón D. Jónsson (Æ) á 31.1 sek. og >er það nýtt met. Gamla nietið var 31.6 sek. Næstur var Haraldur Sæmundsson (ÍR) 32 sekúndur. Þá var kept í 50 m. baksundi (drengir innan 15 ára). 1. verðl. lilaut Rögnvaldur Sigurjónsson á 51.1 sek. 2. varð Gestur Þorgrímn- son á 1 mín. 12.1 sek. Þá var kept í 300 m. snndi — drengir innan 18 ára. — Fyrstur varð Stefán Jónsson (Á) 5 mín. 28.1 sek. Annar Ögmundur Guð- muudsson (Á) 5 mín. 48.2 siek., og þriðji Ingiþór Jónsson TJ. M. F. Keflavíkur á 5 mín. 48.7 sek. Þá var kept í 50 m. sundi (frj&i« aðferð) fyrir telpur innan 15 ára. Fyrst varð Hanna Skagfjörð á 45.1 sek., en næst varð Klara Klængs- dóttir (Á) 47.1 sek.. og þriðja Guðríður Mýrdal úr íþróttafjel. „Þjálfa“ í Hafnarfirði, á 49.1 sek. Bygging'anefnd hefir falið bygg- ingafulltrúa að gera uppdrætti að skýlum þeim, sem menn vilja ^yggja í smágörðum. Þegar það varð ofan á undir þinglokin í vor, að mynda sam- steypustjórn var talsverður uggur í ýmsum mönnum úr báðum hinna stóru flokka, sem að þeirri stjórn- armyndun stóðu. Ef ráða má af því, sem fram kemur í röddum víðs vegar af landinu, þá fer uggur þessi þverrandi og eins og friður færist yfir meir og meir. Yfirleitt verður ekki annað sagt en að svo líti út sem landsmenn kunni þessu vel. Þeir sýnast hafa verið orðnir þreyttir á ofsóknun- um og ófriðnum. En einn er sá maður á landi hjer, sem illa kann friðnum. Þessi maður er Jónas frá Hriflu. Hann er síhvæsandi í blaði sínu og hann hefir verið á sífeldu flökti um landið í sumar, til þess að reyna að hlása að glóðum tvídrægni, hat- urs og ófriðar. Ymsar fregnir ber- ast frá ferðum hans og allar á þatín veg, að honum gangi erfið- lega trúboð sitt. Náttúrlega eru enn einhverjir, sem hann getur haldið á sínu bandi, en sögur segja, að þeir sjeu næsta fáir. Margir munu telja að ekki sje trygt að reiða sig á sögnsagnir um þetta og víst >er það rjettast að trúa ekki orðrómi að órann- sökuðu máli. En orðrómur þessi hefir nú fengið staðfestingu úr óvæntri átt. Jónas frá Hriflu hefir sjálfur staðfest hann í grein, sem hann ritar í Tímann nýlega. í þeirri grein barmar hann sjer yfir því, að rnenn utan Sjálfstæðis- flokksins láti í ljós traust ‘á flokkn um eða leiðtogum hans og að þeir sjeu teknir að efast um, að gömul vígorð J. J. sjeu á rökum hygð. Það er eftirtektarvert, að Jónas frá Hriflu skrifar þetta í blað sitt einmitt nú, þegar hann er nýbúinn að ferðast um mestan hluta lands- ins. Greinilegri vott um sviknar vonir þessa pólitíska langferða- manns er ekki vel hægt að fá. Aðaláhrifum sínum úr ferðalaginu lýsir hann með þessu andvarpi sinnar mæddu sálar: Sjálfstæðis- flokknum >er að vaxa fylgi. Honum liefir orðið hverft við og til þess að reyna að draga úr þessum veðrahrigðum endurtekur hann mikinn þorra af margtuggnum i ósannindum sínum og rangfærsl- um um Sjálfstæðisflokkinn. Engu af því er nein ástæða til að svara. Það er alt áður marghrakið og skýrt. Þar er 'ekkert nýtt annað en þessi andlega stuna, þetta ang- Istarvein hins pólitíska ferðalangs, sem finnur að fótfestan er brostin og að hann er sífelt að tapa, sífelt að hrapa. Enginn þeirra, sem við stjórn- mál fást á landi hjer, hefir gert eins mikið til þess að rægja sam- starf flokkanna til stjórnarmynd- unar eins og J. J, Hann hefir aldrei sjeð í friði þann Sjálfstæð- ismanninn, sem í stjórninni er. Hann hefir farið um mestan hluta iandsins til þess að spilla fyrir samvinnunni milli flokkanna. Upp- skeru sinni hefir hann nú sjálfur lýst. Honum liefir mistekist her- ferðin. Hanu kemur bónleiður til búðar. Ósigur sinn í ferðalagiuu hyggst hann að hæta með því að endurtaka hrakyrði sín um Sjálf- stæðisflokkinn, en liann er óleyfi- lega grunnhygginn ef hann held- ur, að einmitt sömu vopnin, sem hann hefir notað í mörg ár og hafa snúist gegn honum sjálfum, muni vinna á andstæðingunum. Jónas frá Hriflú ætti að athuga það, að ástæðan til, að landsmenn yfirleitt eru honum fráhverfir orðnir, er hans eigin framferði. Landsmenn eru orðnir þreyttir á ófriðnum. Þeir eru að. fá óbeit á manninum, sem þeir vita nú, að hefir sagt þeim ósatt. Þeir horfa með lítilli virðingu á manninn, sem hefiir notað aðstöðu sína til hefnda á pólitískum andstæðing- um. Þeir liafa óbeit á manninum, sem hefir sökt ríkissjóðnum í skuldafen og sýnt það átakanlega, að hann er gersneiddur allri þekk- ingu á meðférð fjár. í stuttu máli: Þeir trúa honum ekki lengur. Ferðir sínar um landið hefir J. J. farið til þess að útvega sjálfum sjer fylgi, með andróðri gegn sam- vinnu stóru flokkanna um stjórn- armyndunina. Þetta er sama og að reyna að kljúfa Framsóknarflokk- inn, því að nær allur flokkurinn studdi það mál. Svo djúpt er hanrt sokkinn,' að hann er tekinn að vinna gegn sínum eigin flokki. Hið eina, sem enn þá er í myrkrum hulið, er hvort hann ætlar sjer að taka sig út úr og kljúfa flokk- inn með þeim, sem honum vilja fylgja. Engu skal um það spáð, en hitt er víst, að starf hans í sumar er svik við flokk hans, en yfir því gráta Sjlálfstæðismenn þurrum tárum. Þeir hafa altaf haldið því fram, að hann væri að- skotadýr í flokknum og hirða lítt hvort hann verður dreginn í sinn rjetta dilk fyr eða síðar. Hkureyrarkaupstaður 70 ðra. Akureyri, FB. 28. ágúst. Akureyrarkaupstaður á sjötíu ára afmæli á mánudaginn. Akur- eyri fekk kaupstaðarrjettindi með konunglegri reglugerð 29. ágúst 1862. Fyrsta bæjarstjórn var kosin 31. mars vorið eftir og var hún skipuð 5 mönnum, auk bæjarfó- geta. Fimm verslanir voru á Akur- eyri fyrir 70 árum og allar dansk- ar, tvær veitingaknæpur og ný- bygð kirkja, sú sama, sem bærinn á enn við að búa, en engan spítala og engan barnaskóla átti bærinn þá. Prentsmiðja var á staðnum og eitt blað var gefið út og var rit- stjóri þess Björn Jónsson hinn eldri. Lyfjabúð var hjer og dansk- ur lyfsali. Embættismenn voru: Sýslumaður og bæjarfógeti Stefán Thorarensen, h jeraðslæknir J ón Finsen, sóknarprestur Daníel Hall- dórsson, en hann var búsettur á Hrafnagili. Amtmaðurinn, Pjetur Hafstein, sat á Möðravöllum. íbú- ar Akureyrar voru þá 286, en eru nú fjórum þúsundum fleiri. Tekj- ur fyrsta fjárhagsárið voru 644 ríkisdalir og 30 skildingar eða um 1330 krónur. Árið 1931 námu þær 654 þíisundum. Hjálpræðisherinn. Opinber sam- koma í kvöld kl. 8%. Kapt. H. Andrésen stjórnar. Samkoma fyrir hermenn og nýfrelsaða annað kvöld kl. 8%. Majór Hal. Beckett talar. t H. 5. Hanson kaupmaður ljest í Landakotsspítala í fyrri nótt, eftir langan og erfiðan sjúk- dóm. Uígsla 5iglufjarðarkirkju. Mikil viðhöfn. Siglufirði, mánudag. Eins og til stóð fór vígsla liinn- ar nýju kirkju hjer fram klukkan 2 á sunnudaginn. Hófst hún með því að klukkum gömlu kirkjunn- ar var hringt og síðan gengu hisk- up og átta prestvígðir menn á- samt honum með gripi gömlu kirkjunnar til hinnar nýju kirkju. Biskup vígði kirkjuna og síð- an lijelt síra Bjarni Þorsteinsson guðsþjónustu. Var kirkjan troð- full af fólki. Hún tekur um 600 manns í sæti, en talið var að 900 væri þar inni, en þó mundi hitt fleira, sem úti fyrir stóð, og ekki lcomst inn. Að vígslu lokinni var haldið samsæti og voru þar mikil ræðu- hMd. Kirkjan' hefir kostað rúmlega hundrað þúsundir króna, en þó vantar enn nokkuð á það, að hún sjs fullger. fnollison leg-gur á stað heimleiðis. New York 28. ágúst. United Press. FB. ÍMollison lagði af stað hjeðan áleiðis til St. Johns New Bruns- wick í morgun. Mollison og flugvjel hans. • St. Johns New B. 28. ág. United Press FB. Mollison lenti á grasvelli í 13 mílná fjarlægð frá borginni ld. 6.06 síðd. St, John, New B. 29. ág. Mollison lagði af stað hjeðan í dag áleiðis til Sidney, Nova Scotia — Þaðan flýgnr hann til Harbour Grace, á Nýfundnalandi. Htuinnubcetur í Þýskalandi. Berlín 29. ág. United Press. FB von Papen hjelt ræðu í gær og skýrði frá áformum ríkisstjórnar- innar til þess að bæta úr at- vinnuleysi og auka viðskiftin í landinu. Ætlar stjórnin að leggja fram 2 miljarða ríkismarka til framkvæmda á víðtækum verk- legum fyrirtækjum og gerir sjer vonir um, að geta með þessu móti veitt um 2 milj. atvinnuleysingja atvinnu. Furðuleg hjótrú. ,,Tartaramýrar“ gátan í Helsingfors leyst. Eins og getið var um í blaðinu í fyrra, fundu menn í -svonefndri ,,Tartaramýri“, skamt frá Hels- ingfors, mikið af afhöggnum mannshöfðum, höndum og fótum í dýi nokkru. Fregnin um þetta vakti skelfingu þar í landi eg vissi enginn hvernig á þessum hryllilega fundi gæti staðið. — Rannsókn var þegar hafin, en henni miðaði lengi vel ekki neitt áfram. Hjeldu meun fyrst að hjer hefði verið morðingjar — eða jafnvel mannætur að verki. En svo var það, að einhverjum hug- kvæmdist, að þessum líkamaleifum hefði verið rænt úr Malm-kirkju- garði og fluttar út í mýrina. Voru þá margar grafir í kirkjugarðin- um rannsakaður, og kom í ljós, að mörg lík höfðu verið grafin upp og höggvin af þeim höfuð, hendur og fætur. Og nú hefir lögreglunni að lokum tekist að handsama þá, sem þessa voru valdir. Það eru þrír ungir menn. — Sá helsti þeirra heitir Kallio og hafði áður verið vinnumaður. Hinir heita Saari og Hedman, háðir at- vinnuleysingjar, og hafa lifað á sveitarstyrk. Auk þess höfðu tvær eða þrjár stúlkur verið í vitorði með þeim. Ekki höfðu þau flutt alla líkamspartana út í Tartara- mýri, heldur höfðu þau grafið talsvert af höfðum, höndum og fótum í gamla kirkjugarðinum til þess að hafa þar handhægar birgðir og þar hefir lögreglan fundið þær að tilvísan þeirra. Við yfirheyrslurnar hefir það komið í ljós, að þau hjeldu að þau gæti náð sambandi við anda- heiminn með því að hafa þessa líkamshluta í fórum sínum, og þóttust á þann hátt geta fengið hæfileika til að lækna »jiika, finna stolna muni, og koma í veg fyrir rangindi. Meðal annars er það upplýst að þau ætluðu á þenna hátt að hjálpa móður Hedmansi tii að vinna erfðaþrætumál sem hún átti í. Kallio hefir í mörg ár þóst vera læknir. Lækningalyf hans hefir verið vatn úr dýinu í Tart- aramýri, því að hann áleit að það hefði yfirnáttúrlegan kraft, eftir að líkhlutarnir höfðu í því legið. Aðrar ástæður en þessar virð- ast ekki hafa verið fyrir hinu ógeðslega framferði þeirra. Það er hlind hjátrú, löngun til galdra, gerninga og kraftaverka, sem hefir verið aðalhvötin að því.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.