Morgunblaðið - 30.08.1932, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.08.1932, Blaðsíða 4
4 M () R H r r \i R f, /\ f) T Ð ^ liglfiiasððnMk Glænýr silungur, stór og góð rauðspretta, beinlaus fiskur og ótal margt fleira. Símar 1456 og 2098. Hafliði Baldvinsson. Reynið góða kjötfarsið frá okk- ur í dag. Kjöt- og Grænmeti. — Bjargarstíg 16. Sími 464. Café Höfn selur meiri mat, ó dýrari, betri, fjölbreyttari og fljótar afgreiddan en annars stað- Í.T- Sigurður Thoroddsen verkfræð- ingur. Tek að mjer mælingar lóða, hanamælingar, vegamælingar og ýms önnur verkfræðingastörf. - Fríkirkjuveg 3. Sími 227. Viðtals- tími frá 4—6 síðd. Ódýrl Bollapör 0.35 Matardiskar 0.50 Desertdiskar 0.35 Ávaxtadiskar 0.35 Áleggsföt 0.75 Ávaxtaskálar 1.50 Kökudiskar 1.00 Hitaflöskur 1.35 Vekjaraklukkur 6.00 Borðhnífar, ryðfríir 0.90 Blómsturvasar 1.50 2ja turna silfurplett afar mikið úrval o. m. m. fl. ódýrast hjá R. Bankastræti 11. Hýja öráttarbrautin Fyrir fundi Hafnarstjórnar á laugardaginn lá brjef frá h.f. Slippfjelagið Reykjavík þar sem það tilkynnir hafnarstjórn að það hafi fengið tilboð frá h.f. Hamar í framkvæmd alls verksins fyrir kr. 85.000.00, og telur Slippfje- lagið að með þessu tilboði hf. Ham ars sje hægt að koma minni drátt- arbrautinni upp fyrir það fje, sem er fyrir hendi. Oskar fjelagið eft- ir að hafnarstjórn fallist á þetta sem tryggingu þess, að verkinu verði að fullu lokið, og fallist á að greiða væntanlegt lánsfje hafnar- innar jafnóðum og verkinu miðar áfram, alt samkvæmt nánari samn- ingum. Hafnarstjórn hafði það við þetta að athuga, að úr upprunalegri áætl un, setn Slippfjelagið sendi hafn- arstjórn með fyrstu lánsbeiðninni, er nú fallinn niður einn liður, sem er loftþrýstivjel, sem áætluð var kr. 10.000.00. Enn fremur að ekki náist samkomulag við stjórn Slipp fjelagsins um kröfur hafnarstjórn ar viðvíkjandi samþyktum fje- lagsins. Meðan þessum skilyrðum er ekki fullnægt vill hafnarstjórn ekki breyta fyrri samþyktum sínum. Dagbók. Diikaslátur fæst nú flesto virka daga. Sláturfielagið. Lffsábyrgð er fundið fje. — Kaupið líftrygg- ingu í Llfsðbyrgðarfjel. Indvöku Lækjartorgi 1. Sími 1250. Kaupmenn! er lang útbreiddasta blaðift til sveita og við sjó, utan Reykjavíkur og um hverfis hennar, og er þvi besta auglýsingablaðið á þessum slóðum. Prýðisvel barinn barðffsknr á 75 aura V2 kg. og riklingur á 90 aura V2 kg. Hjörtnr Hjartarson. Bræðraborgarstíg 1. Sími: 1256. Veðrið í gær: SA-hvassviðri og rigning á SV og V-landi, en S kaldi og þurt veður á N- og A- landi. Lægðarmiðjan er nú skamt fyrir vestan Island og er vindnr NVlægur um suðurhluta Græn- landshafsins, en austlægnr fyrir norðan fsland. Lítur út fyrir að lægðin færist hjer austur yfir landið á morgun og vindur verði vestanstæður. Veðurútlit í dag: SV og V-kaldi. Skúrir, en sennilega þurt á milli Dánarfregn. Á laugardaginn var andaðist H. J. Hansen bakari í Stykkishólmi. Hann rak lengi brauðgerðarhús hjer í Reykjavík, kvæntist íslenskri konu, og vildi hvergi vera nema hjer á íslandi, þótt útlendingur væri. Fyrir nokk urum árum fór hann vestnr til Snæfellsness, rak fyrst brauðgerð arhús á Sandi og síðan í Stykkis- hólmi. Bæjarráðið hefir farið um ýmis erfðafestulönd bæjarins til þess að athnga vegabætur á þeim, og er tilætlunin sú, að vegabætur þær verði unnár í atvinnubótavinnu. —- Hefir bæjarráðið falið bæj- arverkfræðingi að leggja fyrir næsta bæjarráðsfund tillögur nm það hvernig vegalagningu á lönd- um þessum skuli hagað. Ljeleg húsakynni. Nýlega fór fram úttekt á bæjarhúsunum í Breiðholti. Eru þau talin næsta ljeleg, enda leggur hæjarráðið til að ábúandanum, Jóni Ingimars- syni, verði seld byggingin fyrir 100 krónur. Hafnarstjóm Reykjavíkur hef- ir fengið beiðni frá Rafmagnsveit- unni nm alt að 180 þús. kr. bráða- birgðalán til greiðslu vaxta og af- borgana á lánum Rafmagnsveit- nnnar, sem falla í gjalddaga 1. sept. Hefir hafnarstjóm samþykt á fundi 27. ágúst að verða við þessari lánsbeiðni. Kosning eins alþingismanns hjer í Reykjavík, í stað Einars Arnórssonar, fer sennilega fram fyrsta vetrardag. Olíuverslun íslands hefir sótt um að fá á leigu „frönsku húsin“ hjá Lindargötu með tilheyrandi lóð. Bæjarverkfræðingi hefir verið falið að athuga málið. Mullersskólinn. Hinn 7. þ. mán. fer glímuflokkur Ármanns til Sví- þjóðar, undir stjórn Jóns Þor- steinssonar íþróttakennara. í blað- inu í dag er auglýsing frá honum nm það, að þeir, sem ætla að mynda smáa leikfimisflokka hjá Mullersskólanum í vetur, verði að gefa sig fram áður en kennarinn fer til Svíþjóðar, því að hann kemur ekki aftur fyr en í október, og getur þá verið orðið of seint fýrir menn að komast að í íþrótta- skólanum. Útvarpið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Tónleikar: Fiðlusóló (Þór. Guðmundsson). 20.00 Klukkuslátt- ur. Erindi: Síld og síldarrannsókn- ix-; II. (Árni Friðriksson). 20.30 Frjettir. 21.00 Grammófóntónleik- ar: Coriolan-Ouverture, eftir Beet- hoven. Einsöngur: Chaliapine syngur lög úr „Boris Godounow“ eftir Moussorgsky: Krýningarsen- una; Kveðju og dauða Boris. Stormur verður seldur á götun- um í dag. Efni: Landinn og þing- ið. — Höskuldur þjóðveganna. — Áskorun til hálaunamannanna. — Aðdá'endur eogesprittsins. - Hriflu- Jónas og ánamaðkurinn. — Sagan o. fl. — Skipafrjettir. Gullfoss fer frá Reykjavík í kvöld, vestur og norð- ur. Goðafoss kom til Hull í gær- morgun, fer þaðan í kvöld. Brú- arfoss fór frá Vestmannaeyjum í fyrradag, áleiðis út. Dettifoss kom til Rvíkur í nótt. Lagarfoss er á Vopnafirði. Selfoss fór frá Ham- borg 26. ág. til Antverpen. Frækileg björgnn. Þriggja ára telpa fjell út af bryggju á Eski- firði í gær. Enginn var þarna ná- lægur, en móðir telpunnar varð slyssins vör og hrópaði á hjálp. Jónas Liliendahl símritari frá Ak. er staddnr var á Eskifirði, hljóp þangað er slysið varð og steypti sjer í sjóinn. Með snarræði tókst honum að bjarga barninu og synti með það til lands. Var barnið mjög aðfram komið, en lækni tókst að lífga það Trúlofun sína hafa nýlega opin- berað ungfrú Guðleif Helgadóttir frá Þyrli og Hallgrímur Jónsson frá Bakka. Undir minningargrein um Björn lireppstjóra Árnason á Hólanesi stóð Skagfirðingur, en átti að standa Skagstrendingur. Reykjavíkurkeppnin. Kappleik- urinn á sunnudaginn fór þannig að Valur sigraði K. R. með 6:0. Urslit keppninnar eru þau, að Val- ur hefir fengið 12 stig, K. R. 7 stig. Fram 3 stig. Víkingur 2 stig. Verðlaunin, hið svonefnda ,Reykja víkurhorn1 var sigurvegurunum af hent í leikslok. Knattspyrna 2. flokks. í kvöld kl. 6i/2 keppa Valur og Víkingur. Leikurinn í þessum flokki milli K. R. og Víkings á sunnudag, fór þannig að K. R, sigraði með 4:0. Farþegar með Gullfossi frá út- löndum á laugardaginn voru milli 40 og 50, þar á meðal frú Anna Torfason, ungfrú Svanhvít Lar- sen, H. M. Kragh rafmagnsfræð- ingur, Simonsen lyfsali, Barði Guðmundsson magister, Gnðmnnd- ur Thoroddsen prófessor og frú, Marteinn Einarsson kaupm., frú Margrjet Leví, stúdentamir Jón Sigurðsson, Árni Árnason, Björg- vin Finnsson, Ingólfur Gíslason, Haraldur Sigurðsson, Kristján Hannesson, Ófeigur Ófeigsson, Viktor Gestsson, Jóhanna Guð- mundsdóttir, Finnbogi R. Valdi- marsson o. m. fl. Áttræðisafmæli á Björgúlfur Björgúlfsson, Fitjum á Miðnesi í dag. Mál G. J. Johnsen. Nýlega var hjer í blaðinu skýrt frá dómi þeim er Þórður Eyjólfsson kvað npp í gjaldþrotamáli G. J. Johnsen frá Vestmannaeyjum. — MáLhöfðun þessi var fyrirskipuð af fyrv. dómsmálaráðherra. Tvö atriði voru það, sem dómarinn bygði sektar- dóm sinn á. Hið fyrra var við- víkjandi bókfærsiuatriði einu og snerti eignaframtal í sambandi við sjereign konunnar. Skrifstofa N. Manscher og Björns E. Árnasonar hafði sjeð nm skattaframtal og eínahagsuppgjör G. J. J. og fekk N. Manscher skilorðsbundinn dóm fyrir þessa færsln. Að öðru leyti var ekkert við bókhaldið að at- huga. Hitt atriðið var viðvíkjandi „ívilnun“ til 'eins skuldheimtu- manns. Hafði G. J. J. greitt manni rjettmæta skuld mánuði áður en Útvegsbankinn krafðist þess, að ihann framseldi hú sitt til skifta- meðferðar, en alt fram að þeim tíma hafði engin stöðvun orðið á greiðslum hjá honum og hann notið stuðnings bankans við at- vinnurekstur sinn, eins og áður; var m. a. að byggja stórt, nýtísku þurkhús í Eyjum, með stuðningi bankans. G. J. J. hefir áfrýjað dómi undirrjettar til Hæstarjettar Kerið mælt. Á fimtudaginn var fóru þýskir vísindamenn upp að Kerinu í Grímsnesi til þess að mæla þar dýpi og rannsaka dýra- líf og gróður í vatninu. Höfðu þeir með sjer gúmmíbát og net. Vatnið er dýpst 8—9 metra og leireðja í botni, en grjót þegar nær dregur löndum. Talsvert fanst af horn- síli í vatninu, ennfremur vatna- kröbbum og svifi (plankton). Eru lífverur þessar aðallega upp við löndin, en botngróður mun lítill vera, og enginn í miðju, þar sem vatnið er dýpst. Silungs varð ekki vart, enda mun hann ekki vera þar. Flug Hollending’anna. Lögreglan biður þess getið að mönnum sje stranglega bannað að hafa um- gang um . flugvöll þann, sunnan við Tjömina, þar sem hollensku flugmennirnir hafa bækistöð sína. Lyra kom til Bergen klukkan 8 í gærmorgun. Dr. Max Keil ætlar að sigla hjeðan í dag til Þýskalands með eftirlitsskipinu „Weser.“ — Hann kemur aftur hingað í október og byrjar þá fyrirlestra við Háskól- ann. Jón Sveinbjömsson konungsrit- ari var meðal farþega á Gullfossi' á laugardaginn. pm í XA og % lbs. pk., einnig í V2 og 1 lbs. skraut-dósum. Hressandi. Ljúffengt. Heildsölubirgðir. H. ÓLAFSSON & BERNHOFT Súðin fer hjeðan samkvæmt áætlun vest- ur um land laugardaginn 3. sept. næstkomandi. Tekið verður á mót£ vörum fram á föstudag (til há- degis). Skipaltgerð Ríkisins. Fjallkonu- skúriduftið reynist betur en nokkuð annað skúridnft sem hingað til hefir þetet hjer á landi. Reynið strax. einn pakka, og (látið reynsluna tala. Það besta er frá H f. E nagerö Reykjavíkur. nsðir torgvefðl. Verslnnin Tveir menn veiða hval. Fyrir nokkru voru tveir menn á trillubáti að styrjuveiðum úti í Þrándheimsfirði. Sáu þeir þar þá stóran hva.1 og þótt þeir vissu að hættulegt mundi að fást við hann á svona lítilli kænu, var veiðigræðgin svo mikil, að þeir þoldu ekki mátið. Þeir skutu á hvalinn úr styrjuhyssunni. Fleinn- inn hæfði vel og nú hófst æðis- gengið ferðalag fram og aftur um fjörðinn, en að lokum gafst hval- urinn upp og gátu þeir drepið hann. Er þetta í fyrsta skifti svo sögur fara af, að stór hvalur veið- ist inni í Þrándheimsfirði. Blábe r, Kirsnberf þiirknð, nýbomin. Halldór R. Gunnarsson. Aðalstræti 6. Sími 1318. Amatör-albúir, mikið úrval. — Framköllnn, Kopiering, stækknn. THIELE, Husturstr. . Islensk egg. K1 e i n, Baldursgötu 14. Sími 73.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.