Morgunblaðið - 31.08.1932, Page 3

Morgunblaðið - 31.08.1932, Page 3
!W O R G TT N B T A F> 1 f) S Ottauuafunðurinn. Prá Ottawafundinmn. Helstu fulltrúarnir: Stanley Baldwin, Benn- ett forsætisráðherra Kanada og Chamberlain fjármálaráðh. Breta, myndaðir í Ottawa. JHorgnnHaMd • 2 Útgtt: H.f. Árrakur, KtjkhTlk, • • Kltatjörar: Jön KJartanaaon. Valtýr Stafánaaoa, 2 • Kltatjörn og afarrelöala: • • Auaturatrntl t. — Sfaal tll, • • AuKlýalnraatJörl: H. Hafberv. • 2 AUKlýalnffaakrlfatofa: # • Auaturatrntl 17. — Slaal Tll. • • Helm&elmar: s Jön KJartanaaon nr. T4I. • • Valtýr Stefánaaon nr. ÍHI, * • H. H&fberg nr. 770. 2 2 lakrlftasJald: • • Innanlanda kr. S.00 á aaánaBL • 2 Utanlanda kr. 1.10 á máaabl. • • S laaaaaölu 10 aura elataklO. 2 2 10 aura aaeB Ueakðk. • • • •••••••••••••••••••••••••% Bílferðir tim örœfi — norður á Sprengi- sandsveg og austur á Fjallabaksveg. Eins og Morgunblaðið hefir sagt frá áður, fóru hjeðan fjórir menn í bíl fyrra þriðjudag og var ferðinni heitið um nýjar bílaleiðir upp um öræfi, annað hvort norð- ur SprengLsand, eða austur Fjalla- baksveg. 1 ferðinni voru þeir Hjörtur Bjömsson, Sigurður Jóns- son bílstjóri frá Laug, Einar Magnússon og Valdemar Svein- bjömsson leikfimiskennari. Þeir fóru hjeðan eins og leið liggur alla leið austur að Tungna- a. Yfir hana ferjuðu þeir bílinn á bátunum þremur sem þar eru. Var þar síðan sæmileg- ur vegur eftir Búðarhálsi. Þoka var oftast á og rigning og vita þeir fjelagar ekki fyrir .víst, hve langt þeir komust norður á bóg- inn, en telja að það muni hafa verið 25—30 km. leið frá Tungna- á. — ‘A föstudaginn mættu þeir þrem- ur Þjóðverjum á Búðarhálsi. — Höfðu þeir lagt á stað frá Akur- eyri, farið fyrst til Svartárkots og þaðan gangandi áð Oskju, suður yfir Vonarskarð, og höfðu verið þrettán daga í óbygðum. — Feugu þeir versta veður, stórhríð á há- lendinu og voru þar veðurteptir i þrjá daga í senn, og var orðið þröngt í búi hjá þeim. Eftir að þeir bílfjelagar höfðu farið svo langt norður, sem nú er sagt, sneru þeir við og reyndu nú Fjallabaksveg. Komust þeir aust- ur undir Valahnúka. Var þangað dágóður vegur og S'egja þeir að gera mætti hann ágætan með lít- illi fyrirhöfn. Bjuggust þeir við því að komast alla leið að Land- mannahelli, en urðu nú að snúa .aftur vegna bensínskorts. mollison New York 30. ágúst. United Press. FB. Mollison lenti í Sidney heilu og ’höldnu. Bretar borga. London 30. ágúst. United Press. FB. Fullyrt er, samkvæmt góðum heimildum, að Bretar ætli að greiða Frökkum þ. 10. sept. láns- fje að upphæð 2% miljarð franka. Er þar með lokið greiðslu á láni að upphæð 80 milj. sterlingspunda, sem tekið var í Frakklandi og Bandaríkjunum. til þess að reyna að komast hjá því að hverfa frá gHllinHlausn. Loksins náðist samkomulag um tollamálin í Ottawa. En miklum erfiðleikum var það bundið. — Hagsmunir Breta og nýlenduþjóð- anna rákust óþyrmilega á. Einkum var mikill ágreiningur milli Eng- lendinga og Kanadabúa, svo mik- ill, að stundum leit út fyrir, að fundurinn mundi verða árangurs- laus. Markmiðið var að auka gagn kvæmar tollaívilnanir og um leið viðskiftin innan breska ríkisins. Enska stjórnin vildi ná þessu marki, með því að lækka tollana innan ríkisins. En nýlenduþjóðirn- ar spyrntu ákaft á móti því og vildu í þess stað auka viðskifta- höftin gagnvart þjóðunum, utan ríkisins. Þar að auki stóð upp á síðkastið hörð deila um viðskifti Breta og Rússa. Kanadabúar vildu láta Englendinga segja upp við- skiftasamningum við Rússa og úti- loka rússneskt timbur og hveiti frá markaðnum í Englandi. . Enska stjórnin spymti á móti' þessari kröfu. Englendingar eiga mikið hjá Rússum og Rússar geta ekki borgað nema þeir geti selt vörur sínar. En loksins náðist þó sam- komulag, bæði um verslunina við Rússa og viðskiftamál enska rík- isins yfirleitt. Hinn 20. þ. m. voru undirskrifaðir 10 samningar milli Englendinga og sjálfstjórnar- nýlendanna og milli nýlenduþjóð- anna innbyrðis.Englendingargerðu þó enga samninga við íra. Daginn eftir voru samningarnir birtir að mestu leyti. Aðalatriði þeirra eru þessi: Samkvæmt núgildandi lögum eru vörur nýlenduþjóðanna toll- frjálsar í Énglandi þangað til 15. nóv. n.k. Englendingar hafa fallist á, að vörur nýlenduþjóðanna verði áfram tollfrjálsar eftír 15. nóv. Englendingar skuldbinda sig til þess að lögleiða eftirfarandi nýja tclla eða tollahækkanir í Englandi. Tollur verður lagður á hveiti 2 sh. á vættarfjórðung (quarter). — Smjörtollur verður hækkaður upp í 15 sh. á vættina (hundred- weight). Tollur á osti verður 15% af verðinu, ávaxtatollur 15%, eggtollur 1 sh.—1 sh. 0 d. á vætt- ina, kartöflutollur Í0 sh. 4 d. á vættina. Fisktollurinn verður ekki hækkaður. Enska stjórnin segist ekki sjá sjer fært að leggja tolla á flesk eða kjöt, 'en lofar að takmarka innflutning á erlendu svinakjöti, svínslærum og frosnu kinda- og nautakjöti, með því að setja „kvóta“-ákvæði um innflutning þessara vara. Enska stjórnin lof- ar að tryggja Kanada markað í Englandi fyrir 125.000 smálestir af svínsfleski og svínslærum ár- lega. Innflutningur á kældu kjöti verður ekki takmarkaður, aðallega vegna Argentínu. Framannefndar innflutningstak- markánir eiga að gilda að minsta kosti í 5 ár. Þá má segja samn- ingunum upp með 6 mánaða fyr- irvara. Englendingar áskilja sjer þó rjett til þess að fella framan- nefndar takmarkanir fyr úr gildi, ef ekki flyst nægilegt af kjöti til Englands. 1 þessu sambandi má nefna, að Kanada hefir að und- anförnu selt Englendingum að eins 6000 smálestir af fleski og svínslærum á ári. Enn fremur á- skilja Englendingar sjer rj'ett til að leggja tolla á egg, smjör og ýmsar rjómabúsafurðir frá ný- lendunum að þremur árum liðnum, ef það verður nauðsynlegt til þess að vernda enska framleiðslu. Englendingar hafa lofað að læbka ekki án samþykkis nýlendu þjóðanna núgildandi tolla á ýms- em utanríkisvörum, sem seinna verða tilgreindar. Bæði Englendingar og nýlendu- þjóðirnar skuldbinda sig til þess að hindra „dumpingsölu“ studda af erlendum ríkjum. Þetta ákvæði ev vafalaust s'ett vegna Riissa. Sjálfstjórnarnýlendumar lofa að lækka tollana á ýmsum enskum vörum. Listi yfir þessar vörur hefir þó enn ekki verið birtur. Úrslitin í Ottawa eru töluvert öðru vísi en menn höfðu búist við og enska stjórnin hafði óskað. — Hún vildi einmitt ekki auka við- skiftahöftin gagnvart öðrum þjóð- um. En niðurstaðan varð sú, að viðskiftahöftin í Englandi aukast sumpart 'vegna nýrra eða hærri tolla, sumpart vegna kvóta-ákvæð anna. Og hvað fá Englendingar í staðinn? Enn þá veit enginn hvers virði loforð nýlendnþjóðanna um auknar tollaívilnanir eru. — Eng- lendingar hafa yfirleitt orðið að slaka mikið til við nýlenduþjóð- irnar, til þess að Ottawafundurinn yrði ekki árangurslaus. Hvaða áhrif hefir niðurstaðan í Ottawa á afstöðu Englendinga til annara þjóða? Oft hefir verið talað um, að Norðurlandaþjóðirnar myndn ef til vill geta fengið tölnverðar íviln- anir fyrir vörnr sínar í Englandi eftir Ottawafundinn. En nú hafa Englendingar orðið að lofa ný- lenduþjóðunum að ívilnanirnar innan breska ríkisins megi ekki ná til annara þjóða. Eftir þetta geta Norðurlandaþjóðir að minsta kosti ekki notið sömu ívilnana í Eng- landi og nýlenduþjóðimar. í Danmörku virðast menn nú vera orðnir vondaufari um góðan árangur af væntanlegri samninga- umleitan við England. Eina von Dana er sú, að þeim takist að fá hlutfallslega hærri kvóta fyrir fleskið í Englandi en aðrar þjóð- ir fá. Við hlið tollamáláins voru pen- ingamálin annað aðalviðfangsefni Ottawafundarins. Margir höfðu búist við töluverðum árangri í þessum efnnm. Margir vonnðu að þjóðirnar í breska ríkinu myndu bindast samtöknm um að halda gangverði gjaldeyris síns innbyrð- is óbreyttu, og að þær myndu gera ráðstafanir til þess að hækka vöruverðið í breska ríkinu. Margir bjuggust ennfremur við að seinna mundu aðrar þjóðir, sem látið hafa gjaldeyri sinn fylgja pund- inu, geta tekið þátt í þessari sam- vinnu. En svo fór, að umræðurnar um peningamálin í Ottawa bám svo að segja engan árangur. Sam- komulag náðist um það 'eitt, að alþjóðasamtök um almenna verð- hækknn sje æskileg. Bretar og nýlendnþjóðirnar vilja styðja við- leitni í þá átt á alþjóða fjármála- fundinum í haust. Eftir þetta ern litlar líknr til að „sterlingþjóð- irnar“ bindist samtökum um að lækka vöruverðið innan sinna vje- banda. Að minsta kosti vilja þær fyrst sjá árangurinn á alþjóða- fundinnm í hanst. Khöfn, 22. ágúst 1932. P. Herkostnaður heimsófriðarins. Á síðari árum hafa menn gert sjer far um, að gera sjer grein fyrir hvað heimsófriðurinn kostaði þjóðirnar. Eftir nýjustu niður- stöðum, á ófriðurinn að hafa kost- að 45 miljónir króna á hverjnm klukkutíma, frá því hann byrjaði og uns honnm lauk. Hefir verið reiknað út, að fyrir þá upphæð hefði verið hægt að gefa hverri einustu fjölskyldu í Bandaríkjunum, Canada, Ástralíu, Englandi, Frakklandi og Belgíu 2 hektara af ræktuðu landi, hús og innanstokksmuni, auk þess nauð- synleg sjúkrahús og alla skóla, að háskóhim meðtöldum. Frá Heimöalli. í fyrrakvöld var fundur haldinn í Heimdalli. Jóhann G. Möller flutti þar snjalt og ítarlegt er- indi um kreppuna og afstöðu só- sialista, kommúnista og Sjálfstæð- ismanna til hennar og skoðanir þessara aðilja á eðli og orsökum hennar og annara erfiðleika í þjóð fjelögunnm. Sýndi hann fram á það, að kenningar sameignannannanna um þessa hluti ættu ekki heima í reynslunni. Jafnframt benti hann á galla núverandi þjóðskipulags, og sýndi fram á það, að leiðin fram lægi í endurbótum á núver- andi þjöðskipulagi, en ekki í nið- urrifi á því. Yfirleitt væri stefna sú, sem liti út fjTÍr að upp kæmi í heiminum, sameiningarstefna, og því væri ekki nema rjett að við færum að athuga þann litla mun sem lægi í stefnu bvgðri á reynslu sósíalistanna um villu síns vegar og stefnu bygðri á þeirri reynslu, sem kapitalisminn hefði fært mannkyninu. Sameining þeirra stefna væri langt frá því óhngs- anleg. Nú sem fyr sýndi ræðumaður vel kunnugleika sinn á þessum málum og má án efa telja hann, einn þann mentaðasta mann á hiira' ,.pólitíska“ sviði. Heimdellingnr. •••« »••• Werkfallið I tnglandl. Manchester 29. ágúst. United Press. FB. Giskað er á, að minsta kosti 100.000 vefarar hafi hætt vinnn, samkvæmt verkfallsboðinu. — 1, Accrington lenti verkfallsmöma- nm og verkamönnum, sem vildu halda áfram vinnu, saman, og skarst riddaralið lögreglunnar í' leikinn, til þess að koma í veg fyrir frekari óeirðir. Er fjársjóður Kristjáns IV. í Stilling-vatni. Gömul munnmælasaga, sem lifað hefir á vörum manna í Skander- borghjeraði á Jótlandi, hermir, að í svonefndu Stilling-vatni sje fólg- inn fjársjóður, sem Kristján PV. hafi átt. Sagan er á þessa leið: Einu sinni á dögum Kristjáns IV., er hann átti í ófriði við Svía, varð herlið Dana að hörfa undan árásum Svía norður eftir Jótlandi. Nokkuð af flóttaliðinu leitaði víg- is í Skanderborgkastala, en varð brátt að hörfa þaðan. Herdeild sú, sem verið liafði í kastalanum um hríð, liafði meðferðis fjársjóð kon- ungs, 70.000 ríkisdali í gulli og Jóakimsdölum. Er herliðið flýði úr kastalanum brotnaði sleðinn nndir fjársjóðnum. En til þess að óvinir fengju ekki fjársjóð þenna að her- fangi, tóku hinir dönskn hermenn það ráð, að fara með sjóðhirsluna út á Stilling-vatn, sem var á ís, og sökkva henni niður um ísinn. SagnfræSingar hafa ekki viljað fallast á, að munnmælasaga þessi sje á rökum bygð. En ekki alls fyrir löngu vildi það til, að ferju- maðnr við Stilling-vatn fekk helj- armikla kistuskrá í net. Er skráin hin mesta smíði 5 kg. að þyngd, hinn prýðilegasti jpii|)mr; Segja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.