Morgunblaðið - 01.09.1932, Síða 3

Morgunblaðið - 01.09.1932, Síða 3
8 vr n T? C 7T- V H T 4 4 -. f 5amgöngumálin. « » JRorgmiHato^ -1 * Stc«f.: H.f. Árvakur, KitWitIIl * SiUtjðrar: Jön Kjartanaaon. Valtýr Staf&naaoa. m Rltatjörn og afsrelBala: Auaturstrstl S. — Slmi (01. « Áuelýslnarastjörl: H. Hafbers. 1 Auclýslnfraakrifatofa: * Austuratrætl 17. — Msei 19*. * SCslssasImar: 2 Jön KJartansson nr. 741. s Valtýr Stefinsson nr. llt*. * B. Hafbers nr. 770. s Aakrtftasjald: * Innanlands kr. 1.00 * saAnuBl. * IJtanlands kr. 1.(0 A utAnuBl. * t lausasölu 10 aura elntaklB. 2 10 aura meO Losbök, ItVi kirkjugarðurinn I fossvugi verður vigður í dag. f dag eru tímamót í kirkju- garðsmálum Reyk javíkurb æ j ar, með því að hinn nýi kirkjugarð- ur í Fossvogi verður vígður, um leið og þar verða í fyrsta sínn jarðsungnir tveir menn, hinn aldr- aði, landskunni vefari, Gunnar Hinriksson, og Ólafur Þorkelsson, pilturinn ungi, er fórst af bílslys- inu norðan í Öskjuhlíðinni á dög- unum. Kirkjugarðslandið í Fossvogi hefir, sem kunnugt er, verið ræst ■og ræktað, og er fullgerð girðing úr steinsteypu og vírneti um hinn nýja kirkjugarð. Tvö hlið eru á garðinum, annað á norðurhlið, en bitt á austurhlið. Hefir verið bygt lítið hús þarna fyrir kirkjugarðs- vörðinn. Þar eru og klukkur til líkhringingar. I þetta sinn er gert ráð fyrir, að söfnuðurinn, sem verður í dóm- kirkjunni fari suður í garð, í til- •efni af vígslunni. Bn annars er ■gert ráð fyrir, að kirkjugarðs- göngur frá kirkjunum falli niður upp frá þessu, en sjeð verði við út.farir fyrir bílfari suður í kirkju- garð lianda presti, líkmönnum og nánustu ættingjum hinna fram- liðnu. í gamla kirkjugarðinum verður ekki jarðað framvegis nema í reiti þá, sem þegar hafa verið útmældir þar. Samningarnir N i/ið Horðmenn hófust í Ósló á þriðjudag. Norskir bændur mótmæla lækkun kjöttollsins. Osló 31. ág. NRP—FB. Samningaumléitanir Islendinga ■og Norðmanna hófust á ný í gær í Ósló. Taka þátt í þeim sömu menn og áður. Fundir nefndarihnar eru haldn- ir í ráðherraherbergi Stórþingsins •og standa sennilega yfir út þessa viku. Mótmæli frá norsktun bændum. Oeild norska bændasambandsins (Norsk Bondelag) í Setesdal hef- 'ir sent samninganefndinni mót- mæli gegn læKkun á tolli á ís- lensku saltkjöti. „Charmaine“ klúbburinn lieldur haustfagnað með dansleik í Iðnó .á laugardaginn. I. Deilau um strandferðaskipið Meðan Sjálfstæðismenn sátu við völd á kjörtímabilinu 1924—1927, klifaði Framsókn stöðugt á því, að sjálfsagt væri áð kaupa skip til strandferða í viðbót við það, sem fyrir var. Sjálfstæðismenn voru þessu mót- fallnir, ekki af því, að nauðsynja- laust væri að bæta við öðru strand ferðaskipi, heldur af því, að þeir töldu enn meiri nauðsyn á að bæta samgöngur á landi, með lagning nýrra vega, bróa og síma. Þeir bentu .ennfremur á, að þótt gott og blessað væri að hafa tvö strand ferðaskipin, væri hitt þó nauðsyn- legra, að eignast kæliskip, er gæti annast útflutning á frystu kjöti bænda. Sjálfstæðismenn bentu emnig á, að rekstur tveggja strand ferðaskipa myndi verða ríkissjóði óbærilega dýr og draga mjög úr öðrum, nauðsynlegum framkvæmd- um. Deilu þessari lauk í fyrstu þann- ig, að Sjálfstæðismenn sigurðu. — Gerðar voru risavaxnar samgöngu- bætur á landi og kæliskip keypt, og var það landbúnaði vorum til ómetanlegs gagns. Svo komu stjórnarskiftin síðla árs 1927. Framsóknarflokkurinn koinst til valda og 1928 var sam- þykt að kaupa annað strandferða- skip. Síðar var keyptur 35 ára gamall skipsskrokkur, en þó kostaði hann með öllu um 300 þúsund krónur. Bn spádómur Sjálfstæðismanna var ekki lengi að rætast. Rekstur tveggja strandferðaskipa varð rík- issjóði óbærilega dýr. Á árinu 1931 nam beinn kostnaður nálægt liálfri miljón króna, en var áætl- aður 200 þús. kr. í fjárlögum. — Eyðslan umfram áætlun nam um 280 þús. kr. Næsta skrefið var svo vitanlega það, að stjórnin neyddist til að leggja öðru strand ferðaskipinu í höfn, enda hefir að eins eitt skip að jafnaði verið í ferðum á yfirstandandi ári. n. Eftir víxlsporið. Nú er eftir að vita, hvað þjóðin — og þó einkum ráðandi mennj liennar — hafa lært af víxlspori því, sem stigið var í samgöngu- málunum. Enn hefir ekki verið ráðin bót á ástandinu. Hjer í blaðinu hefir marg oft verið á það bent, að 'eina leiðin út úr ógöngunum sje sú, að ríkið feli Bimskip að annast strand- ferðirnar og lögð verði niður hin rándýra skrifstofa, er ríkið starf- rækir nú í sambandi við iitgerð þessa. Með þessu mætti spara stór- fje árlega og samgöngurnar með ströndum fram yrðu margfalt betri og hagfeldari, ef þær væru í beinu sambandi við millilanda- ferðirnar. Þegar búið er að kippa þessu í lag, má aftur snúa sjer af alefli að því höfuðverkefni, sem fyrir liggur, en það er: bættar samgöngur á landi. Þar er einkum þrent, sem þarfn- ast skjótrar framkvæmdar: 1. Að fá akvegasamband við Skaftafellssýslu, með því að brúa stórárnar í Rangárvallasýslu og nokkurar smá-ár. 2. Að tengja saman Norður- og Austurland með því að gera bílfært yfir Möðrudalsfjöll, austur í Jökuldal. 3. Að leggja góðan veg yfir Holtavörðuheiði, svo að samband- ið milli Suður- og Norðurlands verði örugt. Rangæingar hafa nú unnið það mikla. þrekvirki, að leggja fram fje til brúa á Þverá og Affall. Markarfljót verður því hjer eftir eini erfiði þröskuldurinn á leiðinni austur í Skaftafellssýslu, auk smærri torfæra, sem auðvelt er að yfirvinna. íbúarnir austan Markarfljóts )rá það eðlilega mjög, að fá brú á fljótið. Og það er lifsskilyrði fyrir þá, að brúin komi strax. Sá, sem þetta ritar var staddur aust- ur í Vík í Mýrdal snemma í ágúst- mánuði í sumar. Þá voru garð- ávextir þar orðnir svo þroskaðir, að betri gerast þeir ekki hjer um slóðir á haustdegi. Á sama tíma komu með hverri skipsferð til Reýkjavíkur frá útlöndum stórar sendingar af jarðeplum, sem seld vorú dýru verði í höfuðstaðnum. Víkurbiium var þess varnað, að koma sinni ágötu vöru á markað- inn, vegna samgönguleysis. Þess 'er nú að vænta, að þetta samgöngumál — brú á Markar- fljót — verði leyst á næsta sumri. Þegar því verki er lokið og búið er að brúa nokkrar minni ár á austurleiðinni, þá er komið ak- vegasamband alla leið frá Reykja- vík austur að Skeiðarársandi. Austfirðingar hafa nú um nokkurt skeið verið illa útundan hvað samgöngur snertir.Lega Aust fjarða og staðhættir valda því, að aðalflutningar til og frá Austur- landi hljóta að fara fram sjóleið- ina. En mikil samgöngubót yrði pað fyrir Austfirðinga, ef akfært yrði yfir Möðrudalsfjöll að sumar- lagi og á þann hátt tengdir saman bílvegir Norður- og Austurlands. Vegamálastjóri hefir nýlega lýst þessu samgöngumáli hjer í blað- inu, og er sá kostnaður, sem af þessari samtengingu leiðir svo hverfandi, að sjálfsagt er að fram- kvæma það verk hið bráðasta. Eftir að bílar fóru að fara yfir Holtavörðuheiði að staðaldri að sumarlagi, má segja, að nálega allur fólksflutningur milli Suður- og Norðurlands hafi farið með bíl- um. Enn eru þó torfærur á þessari leið, sem þa.rf að vinna bug á. Hinn ruddi vegur yfir Holtavörðu- heiði getur orðið illfær eða ófær fyrir bíla í rigningatíð. Þar þarf að koma góð akbraut og mun nú byrj.að að leggja hana. Einnig þarf að fá góðan veg inn fyrir Hvalfjörð, enda hefir vegamála- stjóri látið í ljós það álit sitt, að sú leið verði framtíðarleiðin til Norðurlands. Hjer hefir verið bent á nokkur þan verkefni í samgöngumálum vorum, sem þarfnast skjótra fram- kvæmda. En svo standa í beinu samhandi við þau önnur verkefni, sem einnig bíða úrlausnar. Tengja þarf t. d. Vestfirði við Norður- land með vegakerfi og einnig Dalasýslu. Verkefnin eru svo ó- tal-mörg, að ógerningur er upp að telja. En verði -ekki aftur stigið stórt víxlspor í samgöngumálum vorum, má óefað treysta því, að eigi verði langt að bíða þess, að fara megi á bíl frá Reykjavík til Reyðarfjarðar og lijer sunnan lands alla leið að Skeiðarársandi. l?ýska ríkisþingið sett. Berlín 30. ágúst. United Press. FB. Ríkisþingið var sett í dag kl. 3 síðd. í forsetastól (sem aldurs- forseti) var frú Zetkin, „móðir stjórnarbyltingarinnar.“ Var það í fyrsta skifti í sögu þingsins, að kona hefir sétið þar í forsetastól. Göring var kosinn forseti með 367 atkvæðum, jafnaðarmaðurinn Löbe hlaut 135, kommúnistinn Torgler 80, Göring er Nazisti. Berlín, 31. ágúst. United Press. FB. Þegar kommúnistinn Klara Zet- kin sat í forsetastól ríkisþingsins hjelt hún ræðu og fór hörðum orðum um framkomu Hindenburgs forseta, og kvað hann hafa brotið ákvæði stjórnarskrárinnar. — Rík- isþinginu var frestað um óákveð- inn tíma, en Göring var veitt heimild til þess að boða byrjun venjulegra þingfunda og gerir hann það sennilega 8.—9. sept., en þá gera menn ráð fyrir, að við- ræðum þeim, sem nú fara fram milli Hindenburgs og ríkisstjóm- arinnar, verði lokið. Verður þingið rofið? Berlín, 31. ágúst. United Preea. FB. von Papen kanslari, von Gayl og von Schlejcher, eru komnir frá Neudeck, þar sem þeir sátu á ráðstefnu við Hindenburg ríkis- f'orseta. Veitti hann von Papen heimild til þess að rjúfa ríkis- þingið, ef hann teldi þess þörf. mollison hættur við að fljúga heim, Sidney 31. ágúst. United Press. FB. Fyrir þrábeiðni konu sinmar, liefir Mollison horfið frá því á- formj^að fljúga heim til Bretlands frá Kanada. Leggur hann á stað heimleiðis á skipinu „Empress of Britain* ‘, sem samkvæmt áætlun ,á að fara frá Quebec þ. 3. sept. (Mollison gekk fyrir nokkuru að eiga flugkonuna Amy Johnson, sem talin er frægasta flugkona Bretlands). Þjóðverjar heimta jafnrjetti. París 31. ágúst. United Press. FB. Opinberlega tilkynt, að þýska ríkisstjórnin hafi tilkynt frakk- nesku ríkisstjóminni, að Þýska- land fari fram á hernaðarlegt jafn rjetti. Skipsflakið „Inger Benedikte11 í ytri Reykjavíkurhöfn, hefir nú að mestu verið jafnað við botn og talið hættulaust að sigla þar um. ,Þó eru farmenn varaðir við að leggjast þar sem flakíð er. t uan Rossum kardináli, andaðist í fyrradag á leiðinni frá Kaupmannahöfn til Hollands. — Kardinálinn hafði setið fund ka- þólskra manna í Kaupmannahöfn. Hann var, sem kunnugt er, einn af merkustu höfðingjum hinnar kaþólsku kirkju. Hann var 78 ára að aldri. Rsigling. 17 menn drukkna. í gær rákust á tvö japönsk skip við norðurströnd Japan. — Sökk annað skipið á fáum mín- útum, og drukknuðu 17 menn. uon Oronau hjelt í gær áfram flugi sínu. -— Hann flaug frá Alaska og til eyja, sem eru norðarlega í Kyrra- hafinu. Þaðan áformar hann að fljúga til Japan. Flug Hutchinson. Port Meniér, Anticosti 30. ág. United Press FB. Hutchinson lagði af stað hjeðan kl. 11 árd. í dag áleiðis til Hope- dale, Labrador. Hann kominn til Labrador. Montreal 31. ágúst. United Press. FB Loftskeytastöð ríkisins tilkynn- ir, að Hutchinson hafi lent í Hope dale kl. 2.30 síðd. IþrdtHr ð Vestflörðum. Isafirði 31. ág. FB. Knattspyrnumóti 3. aldursflokks lauk 27. ágúst. Vestri vann með 4 stigum. 1. flokks mótinu lauk 28. ágúst. Vestri vann það einnig með 4 stigum og hefir þannig unnið í öllum aldursflokkum í sumar. Þátttakendur í mótum þessum voru Vestri, Hörður og Stefnir, Suðureyri. Á Suðureyri hefir verið knatt- spyrnunámskeið að undanfömu. Kennari: Axel Andrjesson. Voru 42 þátttakendur, en 3 tóku dóm- arapróf. 1 lok námskeiðsins var kennaranum haldið samsæti. Töl- uðu þar form. Stefnis, Sturla Jónsson, Friðrik Hjartar skólastj. og Friðbert Friðbertsson kennari. Sundmót var haldið hjer síðast- liðinn sunnudag. 50 m. hraðsund nieð frjálsri aðferð vann Jónas Magnússon frá Vestra. 1 .verðl. í fegurðarsundi hlaut Haukur Helga son úr Vestra, en 2. verðl. Leó Leósson rir Herði, og 3. verðl. Sig. Jónsson, úr ísfirðingi. Höfnin. Fisktöþuskipið ,Ophir‘ kom í gær, og norskur flutninga- bátur, ,Resolut'e‘. Enskur togari kom til að sækja fiskiskipstjóra (Guðna Pájsson). Pollux, hinn franski ísbrjótur, fór í fyrradag. Ætlaði upprunalega að bíða hjer eftir rannsóknaskipinu „Pour quoi pas?“ En „Pour quoi pas?“ hefír seinkað, vegna vjelarbilunar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.