Morgunblaðið - 21.09.1932, Side 2
i
M O R G V N B L A Ð I T>
f
frð Hstrfður Úlafsdúttir.
4 -í-/ 4
ílún var í daglegu tali kend við
Nes — „Ástríður Óiafsdóttir frá
. Jíesi'' — enda bjó hún þar ásanit fyrri
apanni sínum, Sigurði Ólafssyni, yfir
30 'ár. Hann dó árið 192L Þau eignuð-
*st eitt barn, sem dó í bernsku. Þeir,
sem kunnugir voru á heimili þeirra,
en þeir voru margir, vissu að bæði
hjónin voru öðrum til fyrirmyndar í
einn og öðru. Sigurður var framtaks-
maður um margt. Jafnframt því sem
Jiann ræktaði jörðina og rak stórt bú,
sótti hann auðœfi í skaut Ægis. Á
vetrum „gerði hann út4 ‘ suður með
sjó, en á vorin frá Nesi. Heimilið var
því umfangsmikið. Reyndi að sjálf-
sögðu mjög á forsjá húsmóðurinnar.
Sameiginlegt álit allra kunnugra er,
að Ástríður, fyrir margra hluta sakir,
hafi verið öðrum færari til þess að
standa í stqrræðum. Hún var persónu-
•ieg kona í orðains sönnustu og bestu
merkingu, kona, sem rækti öll störf
með frábærum dugnaði og alúð, kona,
sem hjelt einarðlega á sínu í hvívetna.
Margir munu minnast Ástríðar fyrir
góðan skilning á að hjálpa. Pyrir
hénnar atbeina gafst allmörgum tæki-
færi á ,,að koma fótunum fvrir sig“
fjárhagsiega. Hitt mun þó sannast,
að með uppeldi fósturbarnanna hafi
liún reist sjer varanlegastae minnis-
v.irða. Börnin, sem þau hjónin tóku
; ð sjer og ólu upp voru fjögur. Var
J eim öllum veittur eins góður undir-
búningur undir lífið, sem frekast varð
á kosið. Gengu þau hjónin þessum
börnum í foreldra stað.
Fyrir átta árum giftist Ástríður
öðru sinni, Oddi Jónssyni hafnarfó-
geta. Verkefni biðu hennar nú sem
fyr. Stjúpbörnin þrjú nutu glaðlynd-
is hennar og hetjulundar; var hún
þeim sem móðir, og hlaut að launum
ústúð þeirra.
Nokkurs lasleika mun Ástríður hafa
kent síðustu mánuðina, þótt lítið bæri
á. —
Pædd var hún 23. júní 1866, en dó
13. þ. m. eftir uppskurð. Eftirlifandi
maður hennar, uppeldis- og stjúpbörn,
nákomnir ættingjar og aðrir vinir,
sakna hennar sárt. Margir votta henni
í dag þakklæti sitt, þegar hún er borín
til grafar. Þess er að vænta að minn-
ii.'gin um fágæta og ágæta konu, verði
söknuðinum yfirsterkari.
Kunnugur.
Flugvjel v. Gronau skemmist.
Samkvæmt útvarpsfrjettum í gær
hefir v. Gronau orðið fyrir síysi í
-Tapan og skemt flugvjel sína.
Skemdirnar voru þó ekki miklar, og
]>vst flugmaðurinn við því að geta
híildið fluginu áfram.
Notið
HBEINS-
|RE,NM stai|flMáP,l»
hún er jafngild bestn
erlendri, en er ðdýrarl
eg þar að anki innlend.
Þýska þingrofið. — Myndin, er tekin á því augnabliki er v. Papen ríkiskanslari hað um orðið í þýska ríkis-
þinginu, en forseti þingsins, GÖhring, neitaði honum um það.
Þingrofið
í Þýskalanöi.
Strax eftir þingsetninguna 31. ág.
var fundum þýska ríkisþingsins frest-
að, þangað tii forsetar þingsins höfðu
fcngið tækifæri til að tala við Hind-
enburg um þingrofsáform stjórnarinn-
ar. í byrjun þessa mánaðar kom Hind-
enburg frá sumarbústað sínum, Neu-
deek, til Berlín. Hann !). þ. m. fóru
forsetar þingsins á fund Hindenburg
og reyndu að afstýra því, að þingið
yrði rofið. En viðræður þeirra við rík-
isforsetann báru engan árangur. Hinn
12. þ. m.* koni fíkisþingið svo aftur
safflan. Og stjóri) v. Papens mætti þá
í fyrsta sinn í þinginu. Á dagskrá var
aðeins eitt mál: Stefiiuræða ríkis-
kanslara.
Kommúnistar veitast að stjórninni.
Menn bjuggust við að forseti þings-
ins, Nazistinu Göhring, inundi strax
gefa v. Papen orðið. En Göhring leyfði
kommúnistaniun Torgler að taka fyrst
til máls. Torgler lagði til, að dag-
skránni yrði breytt þannig, að tillaga
um afnám neyðarráðstafanalaganna
fvá -.5. þ. in. og vnntraustsyfirlýsing
til stjórnarinnar yrði sett efst á dag-
skrá. Neyðarráðstafanaliigin voru gef-
ii: út með undirskrift ríkisforseta án
samþykkis þingsins. En þingið getur
livenær sem er felt þau úr gildi. Með
þessum lögum lögleiddi Papen efna-
hagstillögur sínar, sem áður hefir
verið getið um hjer í blaðinu. — Á
næstu 4 árum á ríkið að endurgreiða
helming þeirra skatta, sem greiddir
verða á yfirstandandi ári — þó ekki
tekju- og eignaskatta. Atvinnurekend-
um er heimilað að lækka verkmanna-
kaup um 20%, og þeir fá verðlaun
fyrir að veita atvinnulausum atvinnu.
Atvinnuleysisstyrkir og ellistyrkir
verða lækkaðir.
Göhring spurði, hvort þingmenn
hefðn nokkuð við það að athuga, að
dagskránni yrði brevtt samkvæmt til-
lögu Torgífers. Dagskránni má ekki
breyta, e£ aðeins einn þingmaður mót-
mælir því. En enginn mælti á móti
tillögu Torglers, ekki heldur þingmenn
úr „þýsk-nationaIa“ flokknnm, einu
-tuðningsmeiin Papen-stj,órnarinnar. —
Það vakti almenna undrun í þingsaln-
nm. Göhring frestaði nú þingfundi
um hálfa klukkustund.
HI. 16 hófst þingfundur að nýju.
AJHr ráðherrarnir voru mættir. Menn
tóku eftir því, að Papen hafði nú
,,rauða skjalahvlkið" með sjer. — í
Þýskalandi er það siður, að kanslar-
inn hafi tilskipnn nm þingrof í rauðu
] skjalahylki.
Göhring lýsti yfir, að enginn hefði
mótmælt því, að dagskránni væri
breytt. Tillagan um afnám neyðarráð-
stafanalaganna og vantraustsyfirlýs-
i ngin var því borin undir atkvæði.
j
j Göhting neitar kanslaranum um orðið.
Kanslarinn fleygir í reiði þingrofs-
skjalinn á horð þingforseta.
Nú biður v. Papen um orðið. —
Göhring tekur ekki eftir því, eða
íast ekki sjá það. Planck undirstjórn-
arherra flýtir sjer upp að forsetaborð-
inu og segir, að kanslarinn biðji um
orðið. Göhring svarar: „Atkvæða-
greiðslan er byrjuð. Jeg get ekki
gefið neinum orðið fyr en henni er
Iokið.“ Aldrei hefir það komið fyrir
að þingforseti hafi neitað æðsta em-
bættismanni ríkisins um orðið. Papen
virðist fyrst vera agndofa og er ná-
j föitir af geðshrærir.gu. .Tlann teknr
•i'ii si jal upp úr „fii hylkinu“
og kastar því — auðsjáanlega í reiði
— á borð þingforseta. Svo gengur
liann af fundi, og allir hinir ráðherr-
arnir með honum.
Þingmenn standa á öndinni af eft- :
irvæntingu. Var það þingrofsskjalið
sein Papen kastaði á borð forsetans?
Göhring ýtir skjaldinu til hliðar. 0g
atkvæöagreiðslan heldur áfram.
I
f
Vantraustsyfirlýsing samþykt með. í
513 atkvæðum á móti 32.
Forsetinn hringir. Atkvæðagreiðsi-.
unni er lokið. Með 513 atkvæðum á
móti 32 hefir þingið samþykt að af-
1 nema neyðarráðstafanalögin og iýst j
vantrausti á stjórn Papens. Aldrei fyr|
hefir nökkur stjórn beðið annan eins
ósigur í þýska þinginu.
| Göhring tók nú til máis og las upp
skjal það, sem kanslarinn hafði fleygt
á borð forsetans. Það hljóðaði þannig: J
„Samkvæmt 15. grein í stjórnarskránni
rýf jeg hjer með ríkisþingið, þar sem
búast má við að það felli úr gildi
neyðarráðstafanir mínar útgefnar 5.
ji. m.“ 'Skjalið var undirskrifað af
Hindenburg og meðnndirskrifað af
Paxien.
„Kanslarinn kom með þetta skjal
eftir að atkvæðagreiðslan um van-
traustsyfirlýsinguna var byr juð‘ ‘,
sagði Göhring. „Við þessa atkvæða-
greiðslu var stjórnin feld. Þingrofs-
skjalið er undirskrifað af ráðherra,
sem þingið hefir felt með yfirgnæf-
andi meiri hluta. Þingrofsskjalið er
því algerlega ógilt. Jeg er staði'áðinn
í því, að vernda rjettindi þingsins.
Næsti þingfundur verður haldinn á
morgun‘ ‘.
Gohring lítur þannig á, að þing-
ið sje ekki rofið, en aftur á móti sje
stjórn Papens fallin. Hn stjórnin held-
ur því fram, að Göhring hafi brotið
stjórnarskrána. Samkvæmt henni eigi
ríkiskanslarinn heimtingu á að fá orð-
ið, hvenær sem er, einnig utan dag-
skrár. Göhring hafi því ekki haft
heimild til að neita kanslaranum um
orðið. Ennfremur heldur stjóruin því
fram, að þingið hafi verið rofið áður
en atkvæðagreiðslan um vantrausts-
yfirlýsinguna hófst. Vantraustsyfir-
lýsingin sje því ógild. Stjórnin ætlar
}>v í að sitja áfram við völd. Og hún
: egist ekki hika við að beita valdi, ef
þingið verði kvatt saman, þrátt fyrir
Jiingrofið. Papen segist ætla að stofnn
nýrra kosninga innan 60 daga,
samkv. ákvæðum stjórnarskrárinnar.
Eins og þegar hefir verið sagt, ætl-
aðist Göhring til, að þingfundir haldi
áfram þrátt fyrir þingrofið. En bæði
miðflokkurinn, ríkisflokkurinn og
socialistar líta svo á, að þingið sje
rofið. Nazistar hafa. því ákveðið, að
kveðja ekki þing saman að svo stöddu,
hóldur láta ríkisrjettinn í Leipzig
skéra úr því, hvort þingrofið sje lög-
legt.
Annað mál er það, hvað Papen ger-
iv, þegar þingkosningar eru um garð
gengnar að 2 mánuðum liðnum. Því
engar líkur eru til að hann fái þá
meiri hluta í þinginu.
Khöfn, 13. ágúst 1932.
Hiðnatkllnaiarriistefna.
í ágústmánuði var haldin alþjóða-
ráðstefna í Oxford til þess að ræða um
lög hinna ýmsu landa um hjónaskiln-
aði, eða lagaleysi um jxitta efni. I
ráðstefnunni tóku aðeins þátt lög-
fræðingar og komu þeir sjer saman
um tillögur að sameiginlegi'i löggjöf
um hjónaskilnaði um allan heim til
jiess- að freista að koma á sem mestu
samræmi í þessum efiíum, en nú er
sinn siður í landi hverju þar um.
Hvert af ríkjum Bandaríkjanna hef-
■ir sjerstök hjónaskilnaðarlög. í Aust-
urríki krefjast lögin þess ekki að
hjónin þurfi að vera skilin að borði og
sæng svo og svo langan tíma áður en
þau geta skilið. — í Hollandi þurfa
l>au að hafa verið skilin að borði og
sæng í 7 vikur, og í Belgíu eitt ár. I
ítölskum lögum er enginn stafur um
lijónaskilnað.
Fulltrúarnir í Oxford voru allir fje-
lagar í „Alþjóða lögjafnaðarsam-
bandi“, sem stofnað var í Bryssel
fyrir 59 árum. í þeim fjelagsskap eru
r.ú 3000 menn. Forseti ráðstefnunnar
var Blanesburgh lávarður.
Sirhu Konsam gúkknlaði
er fyrsta flokks vara, sem
þjer sjáið aldrei eftir
að kaupa.
Sigurður Agústason
Laekjargötu 2.
Raf lagnir
Viðgerðir
Breytingar
Hringingar-
lagnir.
Simi 1019
Stangalamir,
ýmgar tegnndir nýkonmar.
Lndvig Storr.
Langaveg 16.
Lifnr.liiartii og srið.
Klota,
Baldursgötu 14. Sími 73.
Öut i hálst
þekja l>eir
ekki,
sem ætíð reykja
Tiornn
cigarettur.
Verðið óbreytt
20 stk. 1.25.
TEOFANI - LONDON.