Morgunblaðið - 01.10.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.10.1932, Blaðsíða 3
MORGUNBIAÐIÐ JfRorgtittbUMft H.Í. Arraknr, KtTkKTlk, Bltatjörar: Jön KJartnnaaon. ValtjT stafAnaaon. mtatjör" ok afrralSala: ▲uaturatraetl I. .— Slaal •»*, Anrltalnraatjörl: *. Hafbarc. Anslýalnraakrltatofa: Auaturatraetl 17. — Slatl Illj Melataalmar: Jön Kjartanaaon nr. 741. Valtýr Stafánaaon nr. 11II, *. Hafbar* nr. 770, áakrlftarjald: Innanlanda kr. 1.00 A aaAnnSL Utanlanda kr. 1.10 A mánaBl. 1 lauaaaölu 10 aura alntaklS, 10 aura maS Uaabðk. Foruextir lœkka. Bankarnir auglýsa að frá deginum ,1 dag lækki forvextir af víxlum og Vextir af lánum um 1%. Bankavextir hafa haldist hjer óbreyttir, síðan í desember 1929. — Hafa forvextir Landsbankans, sem 'kunnugt er verið 7%% — framleng- ángargjald %%. Nú eru forvextir Landsbankans því '6%%, en framlengingargjald y2%, helst hið sama og verið hefir. Forvextir Útvegsbankans hafa ver- i£ i/2% hærri en í Landsbankanum — og svo er enn. Innlánsvöxtum er ekki breytt. — Verða þeir framvegis eins og hingað til 4%% á sparisjóðsfje og 5% á inn- lánsskírteinum. minningarhátíð Flensborgarskólans í dag og á morgun halda Flens- ■borgarnienn hátíðlegt 50 ára afmæli .ískóla síns. Hefir nemendasambandið igengist fyrir því, að út er komið mik- ið og vandað minningarrit skólans, er ■Cruðni Jónsson magister hefir samið. f ritinu er saga skólans rakin frá upphafi, og skýrt frá hinum merku sog merkilegu tildrögum að skólastofn- mninni. Þar er æfiágrip skólastjóra og kennara skólans og skrá yfir þá, sem útskrifast hafa. í fonnála ritsins segir formað- nemendasambandsins, Gunnlaugur Kristmundsson: „Á þeirri hálfu öld, sem liðin er áíðan Flensborgarskóli tók til starfa 'hafa mörg hundruð ungra karla og kvenna úr öllum hjeruðum landsins sótt þangað mentun og fræðslu. Vega- mesti ]iað, sem menn fengu þar, hefir réynst mörgum dfjúgt, og vænlegt til heilla, er út í lífsstarfið kom. Skólinn hefir átt því láni að fagna, að nem- endur hans hafa reynst vel, orðið nýtir menn og góðir þegnar þjóðfje- ilagsins.En einmitt það sannar betur en alt annað, að þeir hafa fengið mentun sítia í góðum skóla“. — , Minningarritið, og minningarhátíðin er vottur þess, að fyrri nemendur skólans halda trygð við stofnunina, sem veitti þeim hið góða veganesti. 'Bæktarsemi þeirra við skólann getur orðið honum hinn besti styrkur til 'þess að inna hlutverk sitt jafnvel af hendi í framtíðinni, einsog tekist hefir bingað til. Togararnir. Haukanes (áður Njörð- nr) fór a veiðar í gærkvöldi; Geir kom af veiðum með 1900 körfur; Karlsefni kom inn í gær, hafði fest vír í skrúfu. Sviði tók hjer ís og ífór þvínæst á veiðar. MorgrmblaðiS er 6 síður í dag Rannsóknir dr. Nörlunds í Grænlandi í sumar. Nákvæmar rannsóknir í Bratta hlíð, bústað Eiríks rauða. Margar merkilegar fornminjar fundnar — þar á meðal fjórar kirkjurústir, sem menn höfðu ekki rekist á áður. Með Hvidbjörnen, sem kom hingað í vikunni komu þrír vís- indamenn, er verið hafa í Græn landi í sumar, þeir dr. Pouf Nörlund, sem víðfrægur er fyr- ir hinar stórmerku fornleifa- rannsóknir í Islendingabygð- um þar vestra, dr. Márten Steen- berger safnvörður við þjóð- minjasafnið í Stokkhólmi, og dr. Gudmund Hatt landfræðingur. í gær hafði Mbl. tal af þeim dr. Nörlund og Steenberger. Frásögn dr. Nörlunds. Fornleifarannsóknirnar í Grænlandi í sumar voru víðtæk- ari en undanfarin ár. Einn rannsóknarflokkur var í Vestri- bygð. Hann er kominn heim. Af honum hafið þið frjett. Jeg fór um Eystri-bygð til að finna merka staði, og fá yfirlit yfir bygðina. En nákvæm rannsókn fór fram á Brattahlíð. Rústirnar þar eru gamlar, enda þótt ekki verði fyllilega á- kveðið hve gamlar þær eru. Sumar geta verið frá því um ár- ið 1100. en aðrar frá 14. öld. Eftir að við komum hingað fi'á Grænlandi skruppum við aust- ur að Keldum á Rangárvöllum til þess að skoða hin fornu hí- býli þar, og svipar þeim mikið til híbýlanna, sem verið hafa í Grænlandi. Af rannsóknunum í Bratta- hlíð er, það Ijóst, að þarna hef- ir verið höfðingjasetur, enda er hvergi nokkurs staðar í Græn- landi jafn búsældarlegt og þar. Þar er sljett tún og mikið, lík- Iega um 30 hektarar, slægjur talsverðar utan túns og fjalla- hlíðarnar grösugar og gróði'i vafðar, en slíkt sjest hvergi ann ars staðar í Grænlandi, því að annars staðar eru fjallshlíðar berar og hrjóstrugar. Er eng- inn efi á því, að Eiríkur rauði hefir ekki valið sjer bústað af handahófi, heldur hefir hann kannað landið fyrst og síðan valið þann bústað, sem honum leist best á. Þarna hefir líka ver ið stórbú, það sjer maður á hin- um mörgu útihúsum. Báshell- urnar í fjósinu standa ennþá, og af bá^unum má sjá, að þar hafa verið 40 kýr í fjósi, og enn fremur hefir verið þar mesti fjöldi sauðfjár. Landkostir hafa verið betri í Grænlandi áður. Það er sýnilegt, að landkostir hafa verið miklu betri í Græn- landi áður, heldur en þeir eru nú — hverju, sem um er að kenna. Getur þar margt komið til greina og vil jeg ekki leggja neinn dóm á1 það. En ekki mundi Brattahlíð geta borið annað eins kúabú og þar hefir verið fyrr- um. Nú búa þarna grænlenskir bændur, sem fengið hafa styrk til að reisa bú. Þeir hafa 5 kýr, en geta vart aflað heyja handa þeim. En þeir hafa nú um 1500 f jár og fyrir það er víður og góð ur afrjettur og útibeit ágæt. Gengiur fje þarna sjálfala að mestu. Víða annars staðar í Græn- landi sjer maður ennþá glöggv- ari merki þess hvað landinu hefir hrakað. I sumum dala- drögunum hafa verið stórbýli, þar sem nú sjest varla stingandi strá. Víða hefir undirlendi sokk- ið í sæ, líklega stór landflæmi. Hefir lækkun landsins sums- staðar verið svo hraðfara, að nú er sjávarborð 4—5 metrum hærra, heldur en var fyrir svo tem mannsaldri. Fyrir nokkrum árum var jeg í Vestri-bygð að grafa upp kirkjuna á Sandnesi. Þá hafði landið lækkað þar svo, að með flóði voru kirkjurústirn- ar í kafi. Sums staðar munu jöklarnir hafa átt sinn þátt í því að spilla landinu. Á einum stað á sunnanverðu Grænlandi ætl- uðum vjer að skoða bæjarrústir, sem fundust fyrir 10 árum. Þær voru í f jarðarbotni hjá á, en jökl ar alt um kring. Þegar vjer kom um þangað sáust ekki örmul af þessum rústum. Jökullinn hafði skriðið þar yfir, jafnað rústirn- ar við jörðu og borið leir og möl yfir þær. Á enn öðrum stöð- um hefir sandfok valdið tjóni, t. d. ,,undir Höfða“. Þar ei*u rústir þessa mikla bæjar sand- orpnar og stór dalur þar inn af ör alveg gróðurlaus, og er þar ekki annað en roksandur. Þetta á sjer þó ekki víða stað, og um uppblástur er ólíku saman að jafna á Grænlandi og íslandi, hve stórbrotnari hann er hjer en þar. Rannsókriimar í Brattahlíð. Það er eigi aðeins að stór- bú hafi verið á sjálfu höfuðból- inu Brattahlíð, heldur hafa þar verið þrír aðrir bæir í landinu og skilur á eða lækur á milli drra og höfuðbólsins. Vjer rannsökuðum aðeins höfuðból- ið. Þar fundum vjer rústir af stórri kirkju — hinni fornu Hlíðarkirkju. Hún hefir verið hlaðin úr sandsteini og standa undirstöður veggjanna vel enn. Umhverfis hana er kirkjugarð- ur og þar fundum vjer nokkra legsteina. Eru það hellur, sem lagðar hafa verið á leiðin, og þeim hjer um bil jafn stórar, en við höfuðendann hafa verið reistar hellur á rönd, og veit jeg ekki til að slíkur umbúnaður á leiðum hafi fundist áður. Engar rúnir voru á legsteinunum. Voru flestir alveg sljettir, en kross markaður á suma. Vjer grófum upp nokkrár grafir í kirkjugarðinum, en fundum þar ekkert markvert, enda er jarðvegur þar þannig, að hvorki líkkistur nje annað hefir getað geymst þar lengi. I Þarna fundum vjer einnig rústir af skála allmiklum og munu þær vera mjög gamlar. Hefir skálinn verið um 22 metr- ar á lengd. En það sem oss þótti merkilegast við hann er það, að undan öðrum hliðarvegg, innar- lega, kemur fram uppsprettulind Er lindinni veitt eftir skálanum að endilöngu á miðju gólfi, og þakið yfir með hellum. Síðan er lindinni veitt út um hinn hliðar- vegg hússins, skamt frá dyrun- um. Hellurnar, sem þekja lind- ina, þar sem hún rennur í gegn um húsið, bera þesö glögg merki að á þeim hefir brunnið eldur. Hús þetta stendur eitt sjer, og verður að svo komnu máli ekki um það sagt til hvers það hefir verið notað. Annað fundum vjer mjög merkilegt þama í túninu. Er það fom brunnur. Hann er ekki grafinn, heldur hlaðinn upp um- hverfis uppsprettulind, sem ver- ið hefir á milli tveggja steina. Öll er hleðslan úr steini, mjög vandlega gerð og stendur óhögg uð um mannhæðar-há. Vjer fundum ennfremur mik- ið af forngripum, líklega eitt- hvað um 200 muni. Þar á með- al eru leirker, pottar, ausur og ýmiskonar önnur búsgögn, tunnu- stafir o. fl. o. fl.---- Fjórar kirkjurústir fundnar. — Flugmenn taka myndir úr loft- inu af gömlum bygðum. Meðan Steenberger var að rannsóknunum í Brattahlíð, fór dr. Nörlund víða um og starfaði að öðrum rannsóknum með að- stoð leiðangurs dr. Knud Ras- mussens. Eitt af því, sem gert var, var að láta flugmenn leið- angursins fijúga yfir mikinn hluta Eystri-bygðar og taka myndir úr loftinu. Var það aðal- Iega gert til þess að uppgötva hvar fornir bústaðir hefði verið, því að hægara er að sjá það úr loftinu, heldur en með því að ferðast á landi. í sumar fann dr. Nörlund rústir af fjórum kirkjum, sem ívar Bárðarson minnfst á, en menn hafa ekki fundið áður. Eru það rústir kirkjunnar und- ir Sólarfjöllum, kirkjunnar á Miðnesi, kirkjunnar í Dýrafirði og klausturkirkjunnar í Hrafns firði. Þar var nunnuklaustur og hefir þar sýnilega verið stór- bú, eins og annars staðar, þar sem klaustur voru. Umhverfis kirkjuna og klaustrið hefir ver- ið hár og mikill grjótgarður, en annars eru rústirnar þar svip- aðar og annars staðar. Ekki var grafið í neinar af rústum þessum og bíður það anhars tíma. FerS suður með landi og norður með austurströndinni. — Jeg fór nú, segir Nör- lund enn fremur, með leiðangri dr. Knud Rasmussen, suður fyrir Hvarf og all-langt norður með austurströnd Grænlands til þess að athuga hvort þar hefði ekki verið forn bygð Islendinga. Var jeg mánaðartíma í þeirri för. Skamt frá Hvarfi fann jeg nokkrar bæjarústir, og get jeg ekki hugsað mjer ömurlegri staði til þess að reisa bygð á. — Getur ekki verið, að þetta hafi verið bústaðir útlaga? —Nei, það getur ekki ver- ið. Til þess eru rústirnar alt of stórar. Þarna hafa verið stórir bæir. Sama máli er að gegna um bæjarústir, sem fundist hafa inni í dölum, þar sem nú er eng- inn gróður. Þar hafa víða ver- ið stórbýli áður. Og sama málí er að gegna um bæina í fjörðum, þar sem nú er ófært að vegnai jökuls. Skáli Þorgils örrabeinsstjúps ófundinn enn. • — Komust þjer norður í Skjöldungafjörð til þess að at- huga rústirnar, sem dr. Knud Rasmussen fann þar í fyrra, og helt að væri leifar af skála Þor- gils örrabeinsstjúps? — Nei, jeg komst ekki alveg svo langt. En dr. Therkel Mat- hiesen gróf í þær rústir í sum- ar, og komst að þeirri niður- stöðu, að þótt þær væri ólíkar öðrum kofarústum Skrælingja, þá mundi þar hafa verið Skræl- ingjabygð, því að allir þeir munir, sem hann fann þar, voru frá Skrælingjum komnir. Einkennin á þessum fornu rústum, þau, er bentu til þess að þar hefði norrænar hendur um fjallað, eru hvað veggirnir eru hlaðnír úr stóru grjóti. 1 veggjum Skrælingjakofa eru jafnan smáir steinar og stafar það af því, að það eru konurn- ar, en ekki karlmennirnir, sem veggina hlaða. Dr. Nörlund ætlar ekki að fara fleiri rannsóknarferðir til Græn- lands. — Hvernig hafið þjer hugs- að yður að haga framhalds- rannsóknum í Grænlandi? — Jeg fer ekki oftar til Græn lands. Þetta er seinasta ferðin mín. Jeg er orðinn of gamall til þess að standa í þessu lengur, svarar dr. Nörlund, og þó er- hann svo unglegur og frískleg- ur, að manni liggur við að brösa að slíkum upplýsingum. — Nei, jeg fer ekki fleiri ferð ir þangað, en rannsóknunum verður haldið áfram fyrir því. Nú tekur við Roussell bygginga- meistari, sem hefir verið aðstoð- armaður minn seinustu árin, sá sem stóð fyrir rannsóknunum í Vestri-bygð í sumar, og er nú nýkominn heim til Danmerk- ur með „Disko“. Það er ætlast til að rannsóknunum þar verði haldið áfram enn um eitt ár. Síðan fara fram rannsóknir í Eystri-bygð, líklega í Hvalseyj- arfirði, þar sem Þorkell ullserk- ur, frændi Eiríks rauða, bjó, og þar sem enn stendur hin fræga Hvalseyjarkirkja, merkilegasta handaverk, sem til er frá dÖg- um fornmanna í Grænlandi. Svo á og að rannsaka Vatnabygðina, hjeraðið, sem fyrrum hefir ver- ið svo ótrúlega þjettbýlt, en er, nú ekki sjerstaklega búsældar- legt, þótt landkostir sjeu þar betri en víða annars staðar, og þar muni enn 1 dag hægt að stunda sauðfjárrækt með góð- um árangri. Vel á minst — sauðfjárrækt! Jeg skal segja yð ur það, að þrátt fyrir lágt verð hafa bændurnir í Brattahlíð um 3000 króna tekjur af búum sín- um á ári, og það er mikið fje í Grænlandi, þar sem allar lífs- nauðsynjar eru í mörgum sinn- um lægra verði heldur en ann- ars staðar!----------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.