Morgunblaðið - 01.10.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.1932, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ )) ManæiM i Olsem (( Stormvaxið •r komlð aftnr. Hý kenslubók. ftölsk málfræði eftir Þórhall Þorgilsson er komin i bókaverslanir. ísafolöarprentsmiðja h.f. Kolaverslnn Oigeirs Friðgeirssonar við Geirsgötu á Austuruppfyllingunni, selur ágæt kastkol og smámulið koks. Fljót og ábyggileg afgreiðsla. Reynið, og þjer munuð verða ánægður með viðskiftin. Sími 2255. Porvaldur Biarnason kaupmaður í Hafnarfirði, andaðist 29. þessa mánaðar eftir upp- skurð í Hafnarfjarðarspítala. Hann var mjög vel látinn ruaður, enda prýðilega vel gefinn, vandaður ■og dagfars góður. Hann var giftnr Maríu Víðis Jónsdóttur Þveræings. Frá Akureyri. Akureyri FB. 30. sept. Kjötverð nú í sláturtíðtnni er 40 til 70 aura á kgr. Hefir verð á kjöti ekki verið jafn lágt í 16 ár. Mjólkurverð er nú 25 aura lítrinn og hefir lækkað um 10 aura frá því í fyrra. Skip er nýlega komið til Kanpfje- lags Eyfirðinga, hlaðið vörum frá Rússlandi, aðallega trjávið og rúg- mjöli. Prestskosning til Grundarþinga fer fram sunnudag- inn 9. október. Umsækjendur eru tveir, sr Benjamín Kristjánsson og Gunnar Jóhannesson eand. theol. frá Fagra- <lal á Fjöllum. Dagbók. □ 59321047—1. Framh.-fjárhagsst. Lóðarn. gefur skýrslu. Veðrið í gær: Veður er bjart um .alt land og víðast hæg N-átt. Þó er allhvast í Vestmannaeyjum og sums staðar á Austfjörðum. Hiti er 2—5 stig. Fyrir norðan landið er V-átt -og má búast við að hún breiðist suður yfir landið á morgun. Veðurútlit í dag: N og síðan SV- gola. Þykknar upp og rignir senni- lega með kvöldinu. Kenslu.bók í ítölsku. Ahugi á róm- iinskum málum er allmjög að aukast hjer á landi, og er það vel farið, þar sem Islendingar eiga svo mikil viðskifti við þær þjóðir. f fyrra kom rit kenslubók í spönsku eftir Þórhall Þorgilsson kennara, og nú er ný- komin kensluliók í ítölsku, eftir sama höfnnd. Þórhallur er góður kennari «g manna best mentaður í rómönskum málum. Messnr á morgun: f Fríkirkjunni kl. 11, síra Bjarni Jónsson; kl. 2 síra Friðrik Hallgrímsson; kl. 5 síra Arni Sígurðsson. Vegna aðgerðar á Dómkirkjunni eru guðsþjónustu safn- aðarins haldnar í Fríkirkjunni. Hjónabönd. í dag verða gefin sam- an í hjónaband ungfrú Margrjet Jóns- dóttir, Hverfisgötu 68 A, og Þór- bergur Þórðarson, rithöfundur. 1 dag verða gefin saman í hjóna- band, ungfrú Ásta Lára Jónsdóttir Olafssonar bankastjóra, og Othar Ellingsen, verslunarmaður. í dag verða gefin saman í hjóna- band af síra Árna Sigurðssyni ungfrú Sigþrúður Guðjónsdóttir og Tryggvi Andreasen, vjelstjóri. Heimili þeirra verður á Sólvallagötu 5 A. í kvöld verða gefin saman í hjóna- band Andrea - Soffía Wedholm hár- greiðslukona og Marínó Jónsson loft- skeytamaðuf. Faðir brúðgumans, síra Jón Árnason frá Bíldudal gefur brúð- hjónin saman. Heimili þeirra verður á Uppsölum. Iðnskólinn verður settur í Varðar- húsinu í kvöld kl. 7%. Kennarar skólans eru beðnir að koma á fund í skólanum kl. 8% síðdegis. Kvöldskóli K. F. U. M. verður settur á mánudagskvöld (3. okt.) k' 8y2 síðd. Mentaskólinn verður settur kl. 1 í dag. • Kennaraskólinn verður settur í dag kl. 2 síðd. 80 ára verður í dag merkiskonan Sigríður Sveinbjarnardóttir Magnús- sonar óðalsbónda í Skáleyjum á Breiðafirði. — — Hún flutt- ist þegar á æskuskeiði til Flateyrar í Önundarfirði og giftist þar Sveini Rósinkranssyni skipstjóra, alþektum dugnaðar og framkvæmdamanni. Frá Flateyri fluttust þau að Hvylft og hafa alið aldur sinn þar síðan. Þeim j varð 10 barna auðið, og eru 7 þeirraá jlífi; þar á meðal Ólafur Th. Sveins- ■ son, skipaskoðunarstjóri og Guðmund- j ur iSveinsson skipstjóri hjer' í bæ. — j Mann sinn- misti hún 1907. Hún dvélur nú hjá Guðlaugu dóttur sinni : og tengdasyni sínum, Finni Finns- svni á Hvylft. Frú Sigríður hefir verið mikil og góð húsmóðir og móð- ir, og kveikti ljós og yl hjá öllum 6r kyntust henni. Það munu margir senda henni hlýjar kveðjur á þessu 80 ára aldursskeiði, og óska henni sól- ríkra æfístunda með þökk fyrir liðnu árin. J. Dánarfregn. Frú Nellv og Skúli Skúlason ritstjóri hafa orðið fyrir þcirri sorg, að missa son sinn, Skúla að nafni. ITann andaðist í fvrrinótt. Ásgeir Bjarnþórsson málari opnar sýningij í dag í Goodtemplarahúsinu. Sjá auglýsin^u. Útvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veður- fregnir. 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Tón- leikar (útvarpstríóið). 20.00 Klukku- sláttur. Grammófóntónleikar: Kór- söngur: Landkending eftir Grieg, sungið af Handelstandens Sangforen- ing; Der Tanz og Die Nacht, eftir Schubert, Sungin af Wiener Schu- bertbund. Piano-sólo: Ballade í As- dúr, eftir Chopin, leikin af Alfred Cortot. 20.30 Frjettir. Danslög til kl. 24. — Sauðnautið í Gunnarsholti, það sein- asta sem eftir var, drapst í gær. Hafði það lengi verið lasburða, var því beitt á töðuvöll og það hýst í fjósi, en var samt grindhorað, aug- un' bólgin og öll skepnan sýnilega þjáð. — Skrokkurinn verður fluttur hingað til Reykjavíkur til rannsóknar. Sunnudagaskóli K.F.U.M. byrjar í fvrramálið kl. 10 árd.'Öll börn vel- komin. Kennarastöður. Sigurvin Einarsson og Jóhannes Jónsson úr Kötlum, hafa verið settir kennarar við barnaskól- ann í Revkjavík. Til Strandarkirkju frá sjúkling 10 kr. V. S. 5 kr. Óla 2 kr. 3./9. 10 krónur. Gnðbrandur ísberg hefir verið sett- ur sýslumaður í Húnavatnssýslu frá 1. október að telja. Kappskákir hefjast innan Taflfje- lags Reykjavíkur næstu daga í Hafn- arstræti 8. Þátttakendur eru beðnir að skrifa sig á lista, sem lagður verður fram kl. 2 á morgun. Innanfjelagskappleikir fyrir 4. fl. K. R. fer fram á morgun kl. 1 e.h. Hlutaveltunefnd K. R. biður alla þá sem eru að safna á hlutaveltuna, að koma með drættina eftir kl. 1 í dag í K. R. húsið. Flensborgarar, sem ætla að vera við skólasetninguna í dag, eru mintir á, að farið verður frá Steindóri kl. 1. Þeir sem ætla að taka þátt í samsætinu á morgun, geta enn skrifað sig á lista í bókaverslun Snæbjarnar Jónssonar Á söngskrá Eggerts Stefánssonar í Gamla Bíó á morgun verða m. a. lög eftir tvö tónskáld á Akureyri, Áskel Snorrason og Karl Runólfsson. Áskell var söngkennari við Menta- skóla Norðurlands og naut þar mikils álits. Karl er stjórnandi hljómsveitar- innar á Akureyri, og talinn mjög efnilegur. Vafalaust munu Reykvík- ingar hafa gaman að kynnast þessum nýju tónskáldum. Eggert syngur einn- ig ný lög eftir Jón Leifs og Sigvalda Kaldalóns. Eggert er nú á förum til Italíu og getur því orðið bið á, að hann syngi hjer aftur. Leikhúsið. Á morgun byrjar Leik- f jelagið sýningar sínar á þessu leikári. Verður „Karlinn í kassanum“ sýndur fyrir lækkað verð aðgöngumiða. Sýn- ingar á leiknum verða fáar, svo þeir sem ætla sjer að sjá leikinn ættu að hraða sjer að ná í aðgöngumiða. Fjöltefli. Ásmundur Ásgeirsson tefldi í gær fjöltefli í Siglufirði á móti 22 mönnum og voru flestir úr Taflfjelagi Sigluf jarðar. Ásmundur vann 14 skúkirnar, tapaði 7 en ein varð jafntefli. Strandferðaskipin. Esja var á Rauf- arhöfn í gær, en Súðin á Breið- dalsvík. Sundflokkur Ármanns og K. R. hafa ákveðið að halda námskeið í björgun- arsundi og lífgunum á sunnudögum kl. 11V2 síðd. í Sundlaugunum. Eru sundmonn beggja fjelaganna beðnir að mætp stundvíslega. Allar nánari upp- lýsingar gefur Þ. Magnússon, Lauga- veg 30. Kauþlækkun í Englandi. London 30. sept. United Press. FB. Á sameiginlegum fundi járnbraut- armanna og járnbrautarfjelaganna hefir verið rætt um tillögu fulltrúa jérnbrautarfjelaganna um 10% launa- lækkun. Járnbrautarmenn hafa fallist á að fresta svari sínu við tillögunni, á meðan málið er athugað nánara. Samkvæmt tillögunni er lækkun ráð- gerð á kaupi 600.000 járnbrautarverka manna. Reykvikiigarl Nú stendur sláturtíðin sem hæst og er því sjerstakt tækifæri til að birgja sig upp með kjöt til vetrarins. Til þess að gera viðskiftavinum vorum hægara fyrir, seljum við kjöt í heilum kroppum með sömu flokkun og sama verði og það er selt í sláturhúsinu sjálfu. Einnig viljum við minna yður á, að daglega höfum við nýsviðin svið. Einnig lifur og hjörtu. Tryggið yður góða vöru með því að versla við okkur. Matarbnðin, Laugavegi 42. — Sími: 812. i Matardeildin, Hafnarstræti 5. — Sími: 211. Kjðtbnðin, Týsgötu 1. — Sími: 1685. Musik- nemendur Skólar og Æfingar fyrir öll hljóðfæri. Hlióðfærahúsið Austurstræti 10. Laugaveg 38. Skðio- tðskur 8 mismunandi tegundir, verð frá kr. 2.50. Leðnrvörndeild Hljððfærahnssins Tilkynning. Hjer með tilkynnist háttvirtum við- skiftavinum mínuin, að í dag (1. okt) flyt jeg köku gerð mína í TJARNARGÖTU 3 (neðstu hæð). Fæ jeg þar að mun hentugri húsa- kynni og mun kappkosta að vera á- valt vel birg af allskonar heimabök- uðum kökum. Kökusalan verður opin alla daga, jafnt helga sem rúméhlga, frá kl. 10 á morgnana til kl. 11 á kvöldin. Virðingarfylst. GUÐMUNDA NIELSEN. Eggerl Stefánsson syngur Ný íslensk lög á morgnn kl. 3 í Gamla Bfð Aðgm. 2.00, í Bókaverslun Sigf. Eymundssonar Sínu 135. Hljóðfærahúsinu. Sími 656. Hljóðfærahúsi Austurbæjar,' Laugav. 38. Sími 15. Bókaversl. E. P. Briem. Sími 26, og við innganginn. Bfirn bai, er eiga að sækja skóla hjá okkur í vetnr, komi til viðtals í Vonarstræti 12 ,laugardaginn 1. október kl. 1 síðdegis. Vigdis Blöndal. Sigrlður Magnúsdðttir. ESTU ÚSÁHÖLD ÆJARINS Allskonar Pottar, Katlar, Pönnur og Skaftpottar 5 m/m Dykku Mominium. Kornið skoðið og sannfærist um gæðin. H.f. Isaga. Lækjargötu 8. Sími 1905.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.