Morgunblaðið - 06.10.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.1932, Blaðsíða 2
2 MORG0NBLAÐIÐ Flygel. Lítið flygel, sem nýtt, til sýnis og sölu í hijóðfæra- verslun Helga Hallffrímsson- ar. — Ennfremur veggmynd'- ir, plattar úr dönsku postu- líni (B. & G.), saumavjel, ryksuga (Nilfisk), gardínu- stangir og fleira í Bröttu- pötu 3A. Ásta Ölafsson. EGQERT CLAESSEN hæstarjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa: OddfeUowhúsið, Vonarstræti 10. (Inngangux um austurdyr). Sími 871. Viðtalstími 10—12 árdegis. Gardinustengur Fjölbreytt úrval, nýkomið. LadTig Storr. Laugaveg 15. 91 DYNGJA“ er íslenskt skúri- og ræstiduft og fæst i Verslunlnni Fell. hætti : Þorvaldur sjóferðum og rjeðst til' fiskveiðahlutafjelagsins „Alliance' ‘ lijer í bænum, hafði hann þar á hendi innsjón með útbúnaði veiðariæra til skijja fjelagsins. Þau störf fóru hon- um hið besta úr hendi, því hann var hverjum manni dyggari og betur verki farinn. Svo sem að framan segir, var Þor- valdur mjög vel að sjer í stýrimanna- fræði, en þó fór engu minna orð af honum sem afburða sjómanni, og þóttu þar fáir honum jafn slingir, enda hafði hann vanist sjómensku frá bernsku; við það starf var hann heill og óskiftur. Hanri hafði og marga þá kosti, sem nauðsynlegif eru stjórn- ara; hann var rólegur jafnan, ákveð- inn og svo dagfarsgóður, að haim skifti sjaldan skapi, athugaði hvert rcál rækilega og var sanngjai'n mjög. Þorvaldi var jafnan hugleikið að Jminnast veru sinnar á seglskipum; þótti honum, sem og fleirum, að þar hefði meira reynt á sjómensku en nú gerist, síðan togararnir komu til sög- unnar. Hann kunni frá mörgu að( segja af fvrstu árum þilskipflútvegs- ins hjer, einkum skútulífinu og ritaði nokkuð um það efni, en þó mundií meira hafa orðið, ef honum hefði enst aldur til. Þorvaldur kvæntist árið 1907, Jak- ohínu Guðmundsdóttur. Lifir hún mann sinn ásamt fimm börnum þeirra, öllum uppkomnum. T. Kr. Þ. Eftirmœli. Þorvaldur Eyjólfsson, skipstjóri. Þorvaldur Eyjólfsson skipstjóri and- aðist 25. september að heimili sínu, Grettisgötu 4, eftir istutta legu. Þorvaldur var fæddur 5. apríl 1876 íið Fíflholtum í Hraunahreppi í Mýra- sýslu; voru foreldrar hans Eyjólfur Þorvaldsson og Guðrún Bergþórsdóttir. Hngur Þorvaldar hneigðist snemma að sjómensku, og 14 ára gamall mun liann hafa ráðist til sjóferða á fiski skipið „Den Lille“, sem var eitt með fvrstu seglskipum, er. gengu til fisk- veiða hjer sunnanlands. Haustið 1893 fór Þorvaldur á Sjó- mannaskólann og lauk skipstjóraprófi þaðan vorið 1895 með mjög hárri einkunn, þá 19 ára gamall. Mentun, eða mentalöngun, almennings var hjer eigi aJgengari en svo á þeim árum, að það lýsir nokkuð dugnaði Þorvalds og framsækni, er hann svo ungur og efnalítill rjeðst í að afla sjer Tiinnar fullkomnustu mentunar í starfi sínu, sem þá var kostur á hjerlendis, ernla var hann mjög námfús og veitt- iist nám ljett, því að hann var glögg- nr í besta lagi. Að loknu prófi var I'orvaldur stýrimaður á ýmsum þil- skjpum til ársins 1902, er hann tók sldpstjóm á þilskipinu „Róbert“ og muu það hafa veri$ fyrsta skipið,. er hann stjórnaði. Síðar var hann skipstjóri á ýmsum þilskipum til árs- íns 1909. Þá var fyrir nokkuru byrj- uð hjer togaraútgerð og fór skútu- útvegur mjög minkandi úr því og er nú, svo sem kunnugt er, að mestu horfin hjerlendis. Arið 1910 var hann stýrimaður iá togaranum „Erey“ og •síðan á ýmsum togurum öðrum en síðast á „Víðir“ árið 1915, var hann þá og oftsinnis fyrir skipum þes-sum á milli landa, er skipstjórar tóku sjer hvíld, og gekk svo öll ófriðar- áriö. Nokkru eftir lok ófriðarins Þorvaldiir Bjarnason, kaupmaðu.r. F. 6. nóv. 1895. D. 29. sept. 1932. Horfinn, — dáinn. Fánarnir, sem blöktu í hálfri stöng um állan bæinn, færðu oss óræka sönnun þeirrar sorgarfrjettar að bær- inn hefði orðið á bak að sjá, einum af sínum bestu og nýtuistu sonum. Þorvaraldur Bjamason, kflupmaður var dáinn. Við vinimir áttum erfitt með að trúa því, svo skyndilega bar það að höndum, — og hvar var rjettlæti þeirrar ráðstöfunar? — en Drottins vegir eru órannsakanlegir. — Hann gefur, og Hnnn tekur. .Teg kyntist Þorvaldi sáluga fyrir aðeins átta árum; var hann þá orð- inn fulltíða maður. Hann var fæddur 6. nóvemher 1895, í Kirkjuvogi, í Ilöfnum í HafnahreppÞ og var af góðú fólki kominn. Ólst hann þar upp með foreldrum sínum, syStkinum og fósturbróður, og var elskaður af þeim öllum, enda var hann góður bróðir og sonur. Þung og mikil er því isorg, sjer- siaklegn. hans öldruðu og veikluðu móður, sem átti svo mikinn stuðning og nthvarf í skjóli hans. Þegar ÞorvaJdur var kominn yfir fcrmingaraldur, fór hann að þrá meiri Sfmi: 1845. Simi: 1845. Oriseidlig til hðttvirtra Revkviklnn. Föstudaginn 7. þ. m. opna jeg á austuruppfyllingunni við Faxagötu, kolaverslun und- ir nafninu: Kolaverslnn Ólais Benediktssonar. Simi: 1845. Mun framvegis hafa á boðstólum bestu tegund af kolum, og leggja sjerstaka áherslu á lipra og fljóta afgreiðslu. Gjörið svo vel og reynið viðskiftin. Best er að panta meðan kolin eru þur og á uppskipun stendur, sem verður nú næstu daga. , Virðingarfylst. Jh " Í. v.V^' • / % ... - V . . .; \ • Ólafur Benediktsson. Sfmi: 1845. Sfmi: 1845. mentun, en hanmn átti kost á í föður- húsum og í því augnamiði gekk hann hjer í Flensborgarskólann. En skömmu síðar byrjaði hann verslun þá er ber hans nafn, og lifði og starfaði eftir það í þessjum bæ, á meðan æfin entist. Þorvaldur var í hærra meðallagi á vöxt, samsvaraði sjer vel, og var fríður sýnum, svipurínn hreinn, kurt- eis í framkomu og grandvar í orðum. Hann var söngelskur mjög, og hafði góða rödd, enda tók hann mikinn þátt í sönglífi bæjarins, bæði í söng- fjelögum og einnig í kirkju sinni. Verslun sína rak bann með stakri árvekni, skyldurækni og dugnaði, og var hann sjenstaklega aðlaðandi kaup- sýslumaður, prúður í framgöngu, á- byggilegur og orðheldinn í viðskiftum, og vandaður í allri sinni breytni. í fjelagslífi bæjarins tók hann all- mikinn þátt, einkum hin síðari ár, og nlstaðar vöru honum falin trúnaðar- störf; vegna mannkosta hans og hæfi- leika. Hann var einlægur bindindis- maður, og var á því sviði, eins og á mörgum fleiri sviðum, öðrum til fyrirmyndar. Honum þótti mjög vænt um kirkju sína, sótti hana vel, og vildi vinna henni alt það gagn er hann mátti, enda var hann líka í stjórn hennar. Hann var einníg í stjórn kaupmanna fjelags bæjarins, stofnandi fjelagsins „Magni“, og meðliinur ýmsra annara f jelaga, og hvarvetna virtur og mikiils metinn. Árið 1922 giftist Þorvaldur eftir- lifandi ekkju sinni, Maríu Jónsdóttur Víðis, og eignuðust þau fimm dætur, og eru fjörar þeirra á lífi, allar í æsku. Var heimili þeirra hjóna í hvívetna myndarheimili, þrifnaður, reglusemi og gestrisni, sátu þar í öndvegi, og voru bæði hjónin samhuga og samhent í því að fegra það og prýða. Fráfall hans er því ekkju hams og börnum óbætandi missir, og þyngst er sorgin, og miestur er harmurinn kveð- inn að heimilinu ]>eirra, þar sem svo margt, var eftir óunnið, og margar óskir uppf.yltar, en sem vafaláust héfðu ræst, ef honum hefði auðnast ltngra líf. Því að sá mr Þorvaldar einna mesti og besti koistur, hversu sjerstaMega góður og nængætinn heim- ilisfaðir hann var, í því átti hann fáa sína líka. Blessuð sje miuning hans. Vinur. ftft Línuveiðaskipið Jalðrnlnn er til sölu. Skipið er 67 smálestir að stærð, og fylgir því veiðarfæri. Uppl. gefa og tilboð sendist til Stefáns Jóh. Stefánssonar. Ásgeirs Guðmundssonar hæstarjettarmflm. cand. juris. Austurstræti 1. Helmdallnr. Fundur verður haldinn í fjelaginu n.k. föstudag kl. 8y2 síðd. í Varðarhúsinu. DAGSKRÁ: 1. Pjetur Hallclórsson bæjarfulltrúi hefur umræður. 2. Fjelagsmál, sem upp kunna að verða borin. Mætið stundvíslega. STJÓRNIN. Heiðruðu húsmæður! leggið þetta á minnið: Eeynsl- an talar og segir það satt, að Lillu-ger og Lillu-eggjaduftið er þjóðfrægt. Það besta er frá H.f. EfnagerC Eeykjávíkur. Mýrlendi er arðlaus eign. Notið „grðftedVnamit" (I. F.) frá idistrl B.S 1 BirgSir hjá 1 Smith Beykjavík. Allir mnna A. S. L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.