Morgunblaðið - 13.10.1932, Side 2

Morgunblaðið - 13.10.1932, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ * 2 HeUdsSlnbirgðir s Þakjárn No, 24 og 26. Gaddavír. - Girðingarnet. Viljum selja hús vort á Hofstanga á Kjalarnesi til niðurrifs, eða notk- unar á staðnum. Húsið er úr timbri, járnklætt. Það er 10 x 33 metrar að stærð. Þeir, sem vildu skoða húsið, geta snúið sjer til Ólafs Kinnssonar, Bergvík, eða til vor sjálfra. Tilboð um kaup á húsinu sendist oss fyrir lok þessa mánaðar. H.I. PfpnTerksmiðJan, - sími 251. verslunin Skðgafoss or flntt á Klapparstfg 37. (áðnr Barnafataverslnnin). Hattabúðin. Hlapparstíg 37, (ekki Stjarnan). hefir mikið úrv. af fallegum og ódýrum kvenvetrarhöttum — seljum næstu daga nokkur stykki fyrir kr. 4.50. Gerum upp gamla hatta, sem nýja, einnig yfirdekkjum lampa- skerma og setjum upp stofupúða. Klapparstíg 37. Inga Gíslason. H. B. IGO. Kanpmenn! Kelloggs AU Bran og Gorn Flakes er komfð aftnr. H. Benediktsson & Co, Sími 8 (4 línur). Þeir, sem ganga best klæddír orn f fðtnm frá Árna & Ejarna. Verslun i göium stað. t,il sölu, afhendingar um næstu mánaðamót. Góð búð, ódýr búðarleiga. Fyrirspurnir merktar „Verslun“, sendist A. S. í. Allir rnana A. S. L SÍ5júkraBamlag (Reykjauíkur. A síðasta aðalfundi þess, sem hald- inn var 20. f. m. lagði stjómin fram ýmsar lagabreytingar, er hún að vel athugnðu máli taldi nauðsynlegt að næðu samþykki fundarmanna, isvo að samlagið gæti starfað framvegis án þess að lenda í líkum kriiggnm sem þeim, er það komst í síðastl. ár. Til- lögurnar voru vel skýrðar og rök- studdar í fundinum og sýnt fram á, að án samræmis þess, milli tekna og gjalda, er í þeim fælist, væri óhugsan- legt að samlagið gæti starfað fram- vegis. Þrátt fyrir þetta kom þó svo mikill misskilningur fram meðal fund- armanna, að þeir feldu flestar laga- breytingatillögur stjómarinnar, þær er veigamestar voru: Hækkun iðgjalda um 7 kr. á ári, takmörkun dýrra lyfja, er víkja mættu fyrir öðrum miklu ó- ■dýrari lyfjum, en ágætum þó, sem að ráði lækna gena sama gagn, og loks, að fella niður aukaviðtöl og vitjanir að næturlagi, sem stjórninni virtist að spara mætti og spara þyrfti nú, með- an kreppan stendur yfir. Þegar svo stjóm S. R. leitaði stað- festingar lá þeim lagabreytingum, sem samþyktar vom á fundinum, taldi stjórnarráðið, í brjefi sínu til stjórnar S. R., dags. 4. þ. m., að þær kæmi samlaginu að svo litlu liði, að ekki væri unt að staðfesta þær einar íit af fyrir sig eða án gagngjörðari trygg- inga fyrir framtíð samlagsins. Jafn- framt benti stjórnarráðið stjóm S. R. á það í sama brjefi, að nauðsynlegt væri að halda fund í samlaginu hið fyrsta og kippa þessu í lag. Af þessu er auðsætt, að !hjer er um all-alvarlegt máí að ræða. Allir þeir, er 'bestan skilning hafa sýnt á starfsemi S. R. og styrkt það mjög lofsamlega, einkum nú á síðastl. ári, ríkisstjórn, bæjarstjórn og einstaklingar, bafa sagt og segja: „Sjúkrasamlag Reykjavíkur má ekki leggjast niður!“ Hins vegar virðast sumir meðlimir sjúkrasamlagsins sjálfs, a. m. k. þeir, er urðu til þess að fella tillögur samlagsstjórnarinnar — sennilega í hugsunarleysi og af mis- skilningi —: eiga bágt með að skilja það, hversu hættulegt og óhyggilegt það getur verið í þessu efni, „að spara skildinginn en láta dalinn fjúka“ : Að spara sjer 7 kr. iðgjaldshækkun á ári — þ. e. tæpir 2 anrar á dag — og halda dauðahaldi í einhver smá-' vægileg hlunnindi, sem hægt er án að vera, a. m. k. í bili, en eiga svo á liættu að missa að meira eða minna leyti styrki þá, sem samlagið hefir orðið aðnjótandi, og gæti átt von á að fiá, ef samlagsmenn sjálfir sýndn viðleitni sína í því að inna sjálfsagða iskyjdu sína af hendi við sitt eigið f je- lag og styrktarstofnun, til þess að tryggja sjer þau miklu hlunnindi, sem S. R. veitir þeim, hvenær sem slys eða sjúkdómar bera þeim að höndum. Samlagsmenn verða einnig að skilja það, að sú stjórn, hver svo sem hún er, sem þeir fela forstöðu samlagsins, getur ekki til lengdar gengið fyrir hvers manns dyr og beðið um æ hærri og hærri styrk til samlagsins, án þess að þeir íþyngi sjálfum ,sjer eitthvað í móti, einkum eins og nú stendur á, þegar allir, jafnt hið opinbera sem einstaklingar, eiga í vök að verjast með afkomu alla, á þessum krepputím- um, enda hafa samlagsmenn að und- anfömn og um langt skeið að miklu leyti sloppið við kröggur samlagsins hvað aukin útgjöld snertir. S. R. mun nú orðið hafa h'átt á 8. þúsund manna, eldri og yngri, ‘á sínum vegum; það mun hafa, notið rúmlega 40 þús. kr. styrkja frá ríkissjóði og bæjarsjóði síðastliðið ár, auk fullra 21 þús. kr. auka-afsláttar af viðskiftum sinum við lækna, lyfjabúðir og sjúkra- hús, Stjórn S. R. hefir alla tíð unnið og vinnur enn istörf sín í þágu þess endurgjaldslaust (sumir Jieirra hafa þegar verið í istjórn þess frá byrjun eða um nærri 24 ára. sfeeið, og af 236 þús. kr. viðskiftaveltu samlagsins nam allur starfskostnaður þess („vinna, á skrifstofu og annar kostnaður") rúml. 6% síðastl. ár. Að þessu athuguðu virðiist naumast sanngjarnt að gera frekari kröfur til styrkveitinga frá hinu opinbera eða einstökum stofnunum, nje heldur til stjómenda samlagsins, sem áreiðanlega hafa haft mikil og margvísleg störf á höndum fyrir það og haldið sparlega á öllu. Er nú hugsanlegt, að samlagsmenn felli tillögur þær til lagabreytinga, sem stjórn S. R. ber fram á næsta fundi og sem allar fara í þá átt, að tryggja hag og tilveru samlagsins í framtíð- inni og isjá því borgið? Fari svo, sem ólíklegt er að verði, þegar samlags- menn hafa áttað sig á málinu og sjá hverja þýðingu það hefir fyrir þá og samlagið, þá virðist enginn kostur vera fyrir samlagsstjórnina annar en sá, að segja samlaginu slitið og jafna skuldum jjess niður á samlagsmenn sjálfa, samkv. lögum um sjúkrasamlög og lögum 'saiplagsins sjálfs, þeim, er í gildi eru. Mundi þá mörgum bregða kynlega v^ð og margir sakna vinar í stað, ef það vrði að leggjast niður fyrir þá sök eina að samlagsmenn sjálfir með þröngsýni sinni yrðu til þess að gera istjórn þess ókleyft með öllu að halda þv.í við lýði; þeim, er að því hefðu umnið, mundu engar góð- ar þakkir goldnar. Hjer er um svo mikilvægt velferðar- mál fyrir Reykjavíkurbæ og lands- menn alla áð ræða, að ,full ástæða er til að skora 'á meðlimi S. R. að at- huga það gaumgæfilega, og mæta á fundinum, sem haldinn verður nú í kvöld, og taka skynsamlegar á- kvarðanir í málinu, því að Sjúkrasam lag Reykjavíkur má ekki leggjast nið- ur! — JÓN PÁLSSON. Kuxteisi. Danir gerðu sem eðlilegt er alt sem í þeirra valdi stóð til þess að taka sem best á móti prinsinum af Wales, er •hann kom til Danmerkur í tilefni af bresku sýningunni. Að aflokinni heim- sóknirmi 'í Höfn ætlaði prinsinn að vera nokkra daga um kyrt á herra- garði einum á Fjóni. Þar eru allstórir skógar. Yar búist við að prinsinn vildi fara þar á veiðar, isjer til dægra,- •styttingar. En samkv. friðunarlögun- um m'átti ekki skjóta hjera 'nje fasana fyr en nokkrum dögum eftir að prins- inn var farinn. Búnaðarraðherra Dana fanst þetta ótækt. Hann gaf út bráða- birgðalög um, að veiðin mætti bvrja þessum dögum fyr ,og hætta að sama sfeapi, fyr í vetur. Þetta þótti veiði- mönnum landsiins afleitt, því með því móti var veiðin úti í jólafríi manna í vetur. Fekk ráðherrann ákúrur fyrir þetta kurteisisbragð. Jukust þær eink- um er það vitnaðist, að hinn breski prins alls ekki hafði hugsað sjer að gera veiðidýrum Dana neitt ónæði. Hann ætlaði sjer aldrei að fara þar á veiðar, sýo fyrirskipanir ráðherrans komu að engum notum. , „Brnatrf oss“ fermir í London nálægt 17. október, kemur við í Leith, til Reykjavíkur. Hentug brúðargjðf. Verslnnin „París“ selnr nokknr ekta anstnrlensk borð með afslætti. Svið. Lifur opr hjörtu. Ávextir, hurkaðir, nýir off niðursoðnir, flestar tegundir — sanngjarnt verð. Nýlendnvörn og matarverslnn Svelns Þoikefssonar. Sími 1969. Muilersskólinn, Austurstræti 14. Sími 738. Vegna þess, að fjölgað hefir verið leikfimitímum, fyrir börn innan skólaskyldualdurs (frá 5—8 ára), er hægt að bæta við 11 drengjum kl. 10 —11 lá'rd. á niánudögum og fimtudög- um og 8 drengjum kl. 4—5 síðd. á þriðjud. og föstud., 4 telpum kl. 10— 11 'árd. á miðvikud. og laugardögum og 8 telpu.m kl 5—6 síðd. sömu dsga. Allir kvenflokkar, ,sem áður hafa verið auglýstir og æfa eftir kl. 6 á kvöldin, ei.u þegar fullskipaðir, en nýir kvenflokkar hyrja leikfimi eftir 20. þ. m. og æfa á kvöldin tvisvar í viku kl. 7—8 eða kl. 9—10, tveir af þessum flokkum verða eingöngu fyrir bvrjendur. Stúlkur, er sótt hafa um skólann í haust og ekki fengið inn- göngu, eru vinsamlega beðnar að ítreka umsókn sína, ef þær geta æft með þessum nýju flokkum. Nánari upplýsingar kenslunni við- víkjandi gefur aðstoðarkennari skól- an,s, un'gfrú Ingibjörg Stefánsdóttir, eða undirritaður. Jón Þorsteinsson, frá Hofsstöðum. EGQERT CLAESSEN hæstar j ettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa: Oddfellowhúsið, Vonaistræti 10. (Inngangur nm austurdyr). Sími 871. Viðtalstími 10—12 árdegis. Heii ávalt tilbúnar líkkistur frá allra ódýrustu til fullkomnttstu gerðar. Leigi vand- aðasta líkbílimn fyrir lægstu leigu. Sje um útfarið að öllu leyti. Tryggvi Árnason, Njálsgötu 9. 'Sími 862.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.