Morgunblaðið - 16.10.1932, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
3
» •
9 __ •
JfftorgttnMaMA ;
« •
• t'tgaí.: SLÍ. Árvakur, KaxkJftTtk. •
® EJtatJörkr: Jön KJartnnsaoB.
VkltjT attíinncK. J
® Kltatjörr oir afcr«lB»L»:
▲natarstratl t. — Blaal Ml. *
* ▲nsl?slncaatjOrl: K. HjLfber*. •
• Anariy«inraakrlf«tofa: •
▲nstnratrasti 17. — Blal Mí, •
f UMilaar: «
» Jön Kjartanaion nr. 741. •
# Valtjr Stiflanon nr. 1111. •
® B. Hafbor* nr. T70. J
a Aakrlftarjald: •
Innanlan'la kr. 1.00 A nAnaVl. •
Utanlanda kr. 1.10 4 anAanBl, •
* I laniaaöln 10 anra elntaklQ. 2
10 anra m«B LmML •
* •
«••••••••••••••••••••••••'
Heyr!
Alþýðublaðið skýrir frá því í
gær, að Sigui'.jón A. Ólafsson hafi á
fundi Alþýðuflokksins fundið ráð til
þess að bjargast út úr kreppunni og
öðrum vandræðum, sem nú steðja að.
'Og ráðið var þetta garnla, að þjóðnýta
togarana og önnur atvinnutæki. Segir
blaðið, að Sigurjón hafi krafist þess,
,að Reykjavíkurbær taki togarana og
önnur fiskiskip bæjarins og annaðist
rekstur þeirra. Svo hrifnir höfðu fund
• armenn orðið af þessari uppástungu
Sigurjóns, segir blaðið, að hröpað var
heyr um allan salinn.
Heyr! Heyr! Heyr!
Sigurjón Ólafsson hefir fundið
hjargdáðið. Það á að þjóðnýta togara.
Heyr!
Sigurj. Ólafsson og aðrar sprautur
sósíalista hafa áður fundið þetta sama
bjargráð, við síldarútveginn. En hvern-
Ig fór þar ? Síldareinkasalan varð
•sjálfdauð, en sjómenn fengu lítið
sem ekkert fyrir sína vinnu. En
ispraptur sósíalista og kommúnista, sem
stýrðu þessu þjóðnýtta fyrirtæki, Ijetu
tgreipar sópa, á kostnað sjómannanna.
Eins mundi fara ef togaraflotinn
;yrði þjóðnýttur. Það yrði fyrst og
fremst hugsað um feit embætti handa
Sigurjóni og öðrum landkröbbum. Þeir
myndu hver um sig fá 10—15 þús.
kr ánslaun. En sjómennirnir1? Hvað
íengi þeir ? 'Sennilega yrði útkoman
svipuð og við síldina. Þeir myndu e.
”t. v. verða matvinnungar.
Hvílík sæla!
Sjálfstæðismenn! C-listinn
er ykkar listi.
Kjósið C-listann.
Stærstu f járlöff Spánar.
Madrid, 15. október.
United Press. FB.
Fjármálaráðherrann hefir lagt frum-
varp til fjárlaga fyrir lárið 1933, fyrir
þjóðþingið. Eru það mestu fjárlög sem
tögð hafa verið fram í sögu Spánar.
Útgjöldin eru áætluð 4.711.169.395 pe-
:setar. I fjárlagafrumvarpi þessu er í
fyrsta sinni gert ráð fyrir tekjuskatti,
sem er frá 1%—7.7% og bitnar að-
•eins á auðmönnum, sem hafa að
minsta kosti 100.000 peseta í árs-
tekjur. — Tekjuhalli fjárlaganna er
áætlaður 570.891.274 pesetar, en gefin
verða út ríkisskuldabrjef að upphæð
550 milj. peseta, af ríkissjóði, en
tnentamálaráðuneytið gefur út til að
vega upp á móti tekjuhallanum, svo-
kölluð menningarskuldabrjef að upp-
hæð 25 milj. peseta. — Áætluð útgjöld
til herm'álanna eru aðeins aukin um
22 milj. peseta miðað við fjárl. fyrir
yfirstandandi ár og fer allmikill hluti
þessara 22 milj. til þess að reisa
:sjúkrahús fýrir herinn.
C-íistinn er listi Sjálfstæð-
ismanna.
listinn er listi Sjálfstæðismanna
Kosningin.
Á laugardaginn kemur eiga
Reykvíkingar að kjósa sjer
einn þingmann. Af hálfu Sjálf-
stæðismanna verður Pjetur
Halldórsson bóksali í kjöri.
Það eru alveg sjerstakar á-
stæður til þess fyrir Reykvík-
inga að fjölmenna við þessa
kosningu. Bæjarbúar eru mjög
afskiftir um þingmannatölu,
móts við aðra landsmenn. Bar-
áttan fyrir jafnrjetti kjósend-
anna, sem á að bæta meðal ann-
ars úr þessu, er að vísu byrjuð,
en ekki enduð, og þótt menn
geri sjer góðar vonir um farsæl-
legan endi þeirrar baráttu á
næstunni, þá er það þó víst, að
á næsta þingi geta Reykvíking-
ar ekki átt nema 4 fulltrúa.
Reykjavík er nú orðin svo fyr
irferðamikil innan þjóðfjelags-
us, bæði að fólksfjölda og að
starfsemi á mörgum sviðum, að
velgengni bæjarins er alveg ómiss
andi þáttur í velgengni þjóðfje-
lagsins. Ef hag bæjarins hnignar,
þá kemur afturkippur í hag
þjóðarheildarinnar. Þetta skilja
nú orðið allir nægilega víðsýnir
menn, en vöxtur og viðgangur
Reykjavíkur er svo nýlegur, að
fjöldi alþingiskjósenda úti um
land hefir ekki áttað sig á þessu
enn þá. Og á Alþingi sitja allt
of margir fulltrúar þessara kjós
enda, sem fyrirsvarsmenn hins
ríkjandi skilningsleysis á því, að
hagur þjóðarheildarinnar hækk
ar nú og lækkar, stendur og fel
ur með hag þess landshluta, þar
sem fólksfjöldinn er mestur, at-
vinnulífið kföftugast og næs1
nútíma sniði — en það er höf-
uðstaðurinn.
Á Alþingi verður það auðvit-
að sjerstaklega verkefni hinna
fáu þingmanna Reykjavíkur að
beita sjer gegn þessu skilnings-
leysi, færa fram rökin fyrir því,
að velgengni Reykjavíkur er nú
orðin svo yfirgnæfandi mikil
liður í velgengni þjóðarheildar-
innar, að löggjafarvaldið má
hvorki sýna sinnuleysi nje skiln-
ingsleysi um velferðarmál höf-
uðstaðarins. Til þessa mikilvæga
og erfiða starfs hefir Pjetur
Halldórsson alveg sjerstaklega
framúrskarandi hæfileika.
Hann er borinn og barnfæddur
í bænum, hefir, síðan hann
komst á fullorðinsár tekið ó-
venju mikinn og farsælan þátt
í fjelagslífi og framfaramálum
bæjarins — það má svo sem
rjett til dæmis minnast á Gagn-
fræðaskóla Reykvíkinga, sem
hann, ásamt nokkrum góðum
mönnum, gekkst fyrir að stofna
þegar svartasta afturhaldið í
landinu, Hrifluvaldið, ætlaði að
loka mentabrautinni fyrir æsku-
lýð bæjarins. Hann hefir feng-
ist við fjölbreyttan atvinnurekst-
ur, og við það fengið meðal
annars náin kynni af undirstöðu
atvinnu bæjarins, fiskveiðunum.
Og loks hefir hann nú um langt
skeið verið einn hinna atkvæða-
mestu bæjarfulltrúa í stiórn
kaupstaðarins. Af öllu þessu
lífsstarfi sínu hefir Pjetur Hall-
dórsson fengið þann nána kunn
ugleik á högum, þörfum og mál-
ef-num bæjarins, sem er fyrsta
skilyrðið til þess að geta með
rjettum röksemdum og ýtarleg-
um upplýsingum, unnið bug á
skilningsskortinum, sem við er
að stríða á Alþingi.
En í þessu efni hefir Pjetur
Halldórsson einnig aðra yfir-
burði. Fyrir margháttaða starf-
semi sína í annara þarfir og
fyrir framúrskaranjdi vandaða
framkomu í öllum efnum hefir
hann áunnið sjer virðingu lands-
manna, og það í fágætum mæli.
Hann er landskunnur maður,
og það ekki síst fyrir prúð-
mensku sína og mannkosti. Og
þá eru mestar líkur til að rök-
semdir og upplýsingar sjeu
teknar til greina, þegar þær eru
fram bornar af manni, sem nýt-
ur óvenjulegs trausts og virð-
ingar þeirra, sem undir á að
sækja, og það gerir einmitt Pjet-
ur Halldórsson.
Reykvíkingar geta með rjettu
kvartað undan því, að þeir njóti
eigi jafnrjettis við aðra lands-
menn um fulltrúatölu á þingi.
Kröfur sínar um leiðrjettingu á
þessu báru bæjarbúar fram með
óvenjulegum myndarskap, þég-
ar þeir sendu síðasta Alþingi á-
skoranir um jafnrjetti fyrir
borgara landsins, undirskrifað-
ar af fleiri kjósendum en tekið
höfðu þátt í næstu alþingiskosn-
ingum á undan. Nú hefir borið
svo til, að vopnahlje hefir orðið
milli þinga um þetta mál, í eft-
irvæntingu um efndir sam-
steypustjórnarinnar á gefnum
yfirlýsingum um sanngjarnar
tillögur í málinu á næsta þingi.
Þetta vopnahlje hafa nú and-
stæðingar jafnrjettiskröfunnar
verið að reyna að túlka svo, sem
áhuginn fyrir jafnrjettiskröf-
unni væri dvínaður hjá fylgis-
mönnum hennar. Auðvitað er
þetta rógur einn. JafnrjettiS-
kröfurnar verða bornar fram af
sama kappi á næsta þingi sem
á síðasta þingi, en með meiri sig-
urvonum, með fullri sigurvissu.
En Reykvíkingar geta notað
þetta tækifæri, kosninguna á
laugardaginn, til þess að sýna
Afturhaldinu í Tímaherbúðun-
um að þeir eru ekki orðnir sinnu
lausir um rjettindakröfurnar frá
í fyrra. Þeir geta sýnt þetta með
þiú, að gjöra kosriinguna svo
fjölmenna, að Pjetur Halldórs-
son nái kosningu með glæsiiegri
atkvæðatölu.
Þess vegna verður ósk ,run
mín til bæjarins þessi:
Fjölmennið á kjörfund á laug-
ardaginn.
Kjósið Pjetur Halldórsson,
sem hefir einmitt þá þingmanns
kosti til að bera, sem mestu
varða.
Sýnið með kosningunni áhuga
ykkar fyrir rjettlátri þátttöku í
skipun Alþingis og meðferð
valdanna í landinu.
Sýnið afturhaldinu að ekkert
lát er á kröfum Reykvíkinga um
jafnrjetti við aðra landsmenn.
Jón Þorláksson.
Dagbók.
Veðrið í gær: Lægðin, sem var fyrir
suðvestan land í gær, hefir farið aust-
ur fyrir sunnan land í dag og valdið
talsverðri úrkomu á S- og A-landi,
mest 14 mm. á Vattamesi. Á S- og
V-landi er nú víðast komin hæg N-
átt og bjartviðri og 3—5 stiga hita.
Á N- og A-landi er kyrt veður, dimm-
viðri og dálítil úrkoma og 1—3 st.
hiti. Vestan frá Grænlandi má búast
við nýrri lægð innan skamms.
Veðurútlit í Reykjavík í dag: N-
gola. Bjartviðri.
Sjálfstæðismenn! C-listinn
er ykkar listi.
Prjónanámskeið. Haraldur Ámason
kaupm. hefir mörg undanfarin ár
haldið prjónan'ámskeið víða um land. j
Kennari hefir að jafnaði verið frú I
Valgerður Gísladóttir frá Mosfelli. —
Hafa um fjögur hundruð manns lært
að fara fullkomlega með prjónavjelar
á þessum námskeiðum, og hafa þau
því orðið íslenskum iðnaði mikil stoð,
og mikið meiri en fólk gerir sjer í
hugarlund í fljótu bragði. Næsta nám-
skeið verður nm mánaðamótin.
Bethania. Samkoma í kvöld kl. 8.
Síra Friðrik Hallgrímsson talar. —
Allir velkomnir.
Heimatrúboð leikmanna, Vatnsstíg
3. Eftir að fram hefir farið viðgerð
á samkomusal Heimatrúboðs leik-
manna, hefst vetrarstarfið «með sam-
komu í kvöld kl. 8. Allir velkomnir.
Fiskveiðafjelag uppleyst. Ákveðið
hefir verið að slíta fiskveiðasamvinnu-
fjelaginu „Haförninn“ í Hafnarfirði.
Skipafrjettir. Gullfoss er í Khöfn.
— Goðafoss er á útleið. — Brúarfoss
kom til London í fyrradag. — Lagar-
foss var á Raufarhöfn í gær. —
Dettifoss kom til Reykjavíkur í gær-
kvöldi frá útlöndum. — Selfoss kom
til Reykjavíkur um hádegi í gær, frá
útlöndum.
Kjósið C-listann.
Lúðrasveit Reykjavíkur .spilar .á
Austurvelli í dag kl. 1.30, ef Veður
leyfir. Stjórnandi: Páll Isólfsson.
Nordisk Tidskrift for International
Ret. Brúel landrjettarmálafærslumaður
hefir beðið Morgunblaðið að vekja at-
hygli manna á tímariti þessU. Það
kostar í rauninni 20 kr., en vegna
þess að helmingur af útgáfukostnaði
er greiddur með framlögum, m. a. frá
Nobelsnefndinni, er áskriftargjaldið
ekki nema 10 krónur (hálfu lægra fyr-
ir stúdenta). Fyrir þetta verð fá menn
4 hefti á ári, hvert um 7 arkir. Þar
rita hinir bestn norrænir og útlendir
höfundar um alþjóðamálefni. Þar er
og yfirlit um dægurmál, Þjóðabanda-
lagið og ýmsar aðrar alþjóðastofnanir
og starf þeirra. Af Islands hálfu er
Einar Arnórsson hæstarjettardómari
í ritstjórn tímaritsins.
Sjálfstæðismenn þeir, sem fara 'burt
úr bænum fyrir kjördag og búast við
að verða fjarverandi þann dag, ættu
að muna að kjósa hjá lögmanni áður
en þeir fara. Skrifstofa lögmanns er
í Amarhváli og geta menn kosið þar
alla virka daga frá kl. 10—12 árd.
og 1—4 síðd. í skrifstofu Sjálfstæðis-
manna í Varðarhúsinu geta menn
fengið allar upplýsingar viðvíkjandi
kosningunni; þar liggur og kjörskrá
frammi.
C-listinn er listi Sjálfstæð-
ismanna.
Þegiðu strákur —! verður sýnt í
dag í Iðnó kl. 3y2 síðd. Leikskrá
ókeypis.
Guðspekifjelagið, Aðalfundur þess
verður settur í dag kl. 1% í húsi
fjelagsins við Ingólfsstræti og stendur
í þrjá daga. Á morgun flytur frú
Kristín Matthíasson erindi um fyrsta
forseta Guðspekifjelagsins og á þriðju
daginn flytur frú Martha Kalman
erindi, sem hún nefnir „Loginn helgi“
Sj álfstæðismenn! C -listinn
ykkar listi.
Hlutaveltu heldur Glímufjelagið
Ármann í K. R. húsinu í dag og hefst
hún kl. 4 síðd. Þar eru margir ágætir
drættir t. d. 100 krónur í peningum,
00 kr. í peningum, nýtt útvarpstæki,
rnörg dýr málverk o. m. fl.
Togarinn Geysir (áður Draupnir) fór
á ísfiskveiðar í gær.
Björgunarnámskeið Ármanns og K.
R. heldur áfram í sundlaugunum í
dag kl. 1%.
Kjósið C-listann.
Hjúskapur. Gefin voru saman í
hjónaband s.l. föstudag ungfrú Sigrún
Bjarnadóttir frá Bóli í Biskupstungum
og Sigurðttr Greipsson skólastjóri í
Haukadal.
Farsóttir og manndauði í Reykjavík
Vikan 2.—8. okt. (í svigum tölur
næstu viku á undan). Hálsbólga 39
(22). Kvefsótt 35 (62). Kveflunga-
bólga 0 (1). Iðrakvef 9 (12). Tak-
sótt 1 (0). Heimakoma 2 (0). Munn-
angur 3 (0). Hlaupabóla .3 (0). Um-
ferðargula 2 (0). Mannslát 9 (3).
Landlæknisskrifstofan.
C-listinn er listi Sjálfstæð-
ismanna.
Eimskipafjelag Reykjavíkur. Skipið,
sem fjelagið hefir keypt frá Noregi
verður ferðbúið frá Ósló hinn 25. þ.
m. Siglir það þá til Englands og tekur
þar 'farm hingað til Reykjavíkur og
kemur hingað upp úr mánaðamótim-
um. Afgreiðsla skipafjelagsins verður
hjá Faaberg & Jakobsson.
Guðbrandur ísberg alþm. hefir ver-
ið ískipaður sýslumaður í Húnavatns-
sýslu.
Sjálfstæðismenn! C-listinn
er ykkar listi.
Einar Jónsson magister hefir verið
skipaður fastur kennari við' Stýri-
mannaskólann.
Knattspyrnuæfing milli K. R. og
sjóliða af enska varðskipinu Doon
fer fram í dag kl. 3 á íþróttavellinum.
Kjósið C-listann.
Sóknarnefndafundurinn byrjar á
morgun kl. 2 síðd. með guðsþjónustu
í fríkirkjunni. Síra Eiríkur Brynjólfs-
son á Útskálum stígur í stólinn, en
síra Garðar Þorsteinsson verður fyrir
altarinu. Umræðufundir verða í húisi
K.F.U.M. og byrja kl. 4. En kl. 8y2
annað kvöld flytur síra Sigurður Þor-
steinsson frá Bjarkey í Noregi erindi
í fríkirkjunni; allir velkomnir.
C-listinn er listi Sjálfstæð-
ismanna.
Er þingmaðurinn í hættn? Tíminn
er auðsjáanlega orðinn smeykur um
pað,- að Jónasi Þorbergssyni þýði ekki
framar að sýna sig í Dölum, sem fram
bjóðanda til þings. Er blaðið strax
farið að giska á ýmsa eftirmenn J.
Þorb. Hrakspár Tímans í garð J.
Þorb. eiga vafalaust rót sína að rekja
til þess, sem nú er upplýst, að J.
Þorb. hefir gerst sekur í stórfeldri
misnotkun á fje útvarpsins. Og það
er ekki ósennilegt, að rjett sje til
getið hjá Tímanum, að Dalamenn telji
sjer lítinn sóma að þingmanni sínum.