Morgunblaðið - 23.10.1932, Page 4
4
4
MORGUNBLAÐIÐ
v
Huglttlngidagbðk
0
ísl. málverk, fjölbreytt úrval bæði
í olíu og vatrislitum, sporöskjurammar
af mörgum stærðum, veggmyndir í
stóru úrvali. Mynda- og rammaverslun-
in, Freyjugötu 1. Sig. Þorsteinsson.
Sími 2105.
Blóm og ávextir Hafnarstræti 5.
Úrvals blómlaukar: Tulipanar. Hya-
ehintur. Páskaliljur. Hvítasunnuliljur.
Krokus. Seilla.
Café Höfn selur: Miðdegisverð með
kaffi c. kr. 1.25 og einstakar máltíðir
á 75 aura. Fljót afgreiðsla, og góður
matur.
Nýtt. Nýtt. Húsmæður lítið í glugga-
ana í White Star.
Reiðhjól tekin til geymslu. „Orn-
inn“, sími 1161, Laugaveg 8 og
Laugaveg 20.
Fiskfars, heimatilbúið, 60 aura
Vz kg., fæst daglega á Fríkirkju-;
veg 3. Sími 227. Kristín Thorodd-1
sen. —_____________________________i
Afskorin hlóm. Chrycanthemums.
Nellikur. Aspargus fínn og grófur.
Kransar hundnir úr lifandi blómum
f öllum stærðum, einnig kransabönd.
Pappírsserviettur og crepe pappír,
fleiri gerðir. Blómaverslunin Sóley.
Sími 587. Bangastræti 14.
Orgelkensla. Kristinn Ingvarsson,
Laugaveg 76.
Glæný ýsa, stútungur, stór lúða.
Símar 1456 og 2098. Tekið á móti
pöntunum alla daga í síma 1456. Haf-
liði Baldvinsson.
Athygli skal vakin á minningar-
spjöldum árstíðarskrár Barnavinafje-
lagsins „Sumargjöf“. Minningar-
spjöldin fást á eftirtöldum stöðum:
Hjá Arsæli Ámasyni, Guðrúnu Magn-
úsdóttur, Tóbakshúsinu, Austurstræti
17, Sigríði Magnúsdóttur, Týsgötu
4 B, Steingrími Arasyni, Grænuborg
og hjá gjaldkera fjelagsins, Berg-
þórugötu 33. Fjelagar Sumargjafar
geta vitjað ársskýrslu fjelagsins til
gjaldkerans og greitt árstillag sitt.-
Ársskýrslan verður einnig borin út
til -fjalgsmanna um leið og gjaldið
verður innheimt.
^comalt
Best fyrir barnið yðar.
E.kkert eins gott —
Ekkert betra en
Qocomalt
Biðjið kaupmann yðar
um eina reynslu dós.
Taugaveiki hefir stungið sjer niður
á Akureyrj. Fyrst veiktust þrír menn.
Höfðu þeir komið til Ólafsfjarðar. Þar
höfðu þeir fengið mjólk að drekka.
Seinna veiktust tveir aðrir. Allir eru
sjúklingamir í sóttvarnarhúsi bæjar-
ins. t—
Málverkasýningu opnar Magnús Á.
Árnason í dag í Pósthússtræti 7, þar
sem Hressingarskálinn var áður. —
Yerður sýningin opin daglega klukkan
10—21.
Heimatrúboð leikmanna, Yatnsstíg
3. Almenn samkoma í kvöld kl. 8.
Dansskóli Rigmor Hanson. Skemti-
dansæfing, hin fyrsta á þessum vetri,
verður á morgun (mánudag) í Iðnó
fyrir alla nemendur skólans frá í vet-
ur og undanfarna vetur og eins fyrir
ballet og plastik og leikfimisnemend-
ur. Kl. 4 og 5 fyrir börn og unglinga
og gesti þeirra. Kl. 9 til 1 fyrir full-
orðna. Þriggja manna hljómsveit leik-
ur .(Sjá augl. í blaðinu í dag).
Aðalfundur í. R. verður í dag kl.
3 í húsi fjelagsins við Túngötu. Old
Boys æfing er á morgun kl. 6. Nýir
fjelagar og þeir, sem tóku þátt í æf-
ingum í fyrra, komi á þessa æfingu.
Skarlatssótt hefir gengið í ýmsum
hjemðum landsins í sumar. Er búist
við því að hún muni berast hingað
með aðkomufólki utan af landi. í
blaðinu í dag skorar hjeraðslæknir
l>ess vegna á menn að gera þegar í
stað aðvart ef einhver grunur leikur
á að sjúklingur sje haldinn af skar-
latssótt.
Mötuneyti safnaðanna. Eftirtaldar
gjafir hafa borist: Frá Tómasi Jóns-
syni kaupmanni 30 kg. kjötfars, hol-
lensku flugmennirnir gáfu 8 stóra
aunka af smjöri. — Nokkrir gestir
greiddu fyrir hádegisverð kr. 47.45.
Bestu þakkir. Gísli Sigurbjörnsson.
Útvarpið í dag: 10.40 Veðurfregnir
11.00 Messa í dómkirkjunni. (Ferm-
ing. Síra Bjarni Jónsson). 15.30 Mið-
degisútvarp: Erindi: KlaHstrin á Is-
landi, IV. (síra Ólafur Ólafsson).
Tónleikar. 18.40 Barnatími (frú Soffía
Guðlaugsdóttir). 19.30 Veðurfregnir.
19.40 Grammófónsöngur: Donkósakka-
kórinn syngur: 1. og 55. sálm Davíðs,
eftir Arehangelsky; —1 Frelsa þú,
Drottinn, þjóð þína og Varðveit oss,
Drottinn, eftir Tschesnokoff. 20.00
Klhkkusláttur. Frjettir. 20.30 Erindi:
Davíð. konungur. (Síra Gunnar Bene-
Hktsson). 21.00 Grammófóntónleikar:
Brandenburger-Konsert No. 3, eftir
Baeh. Einsöngur: Lög úr óperum, eft-
ir "Wagner: Inbrunst im Herzen og
Da sah ich ihn, úr „Tannhauser“. O,
Else, nur ein Jahr an deiner Seite og
Höchstes Vertrau’n, úr „Lohengrin“,
sungin af Lauritz Melchior; Draumur
Eísu úr „Lobengrin“ og Bæn Elísa-
betar úr „Tannhauser“, sungin af
Maríu Jeritza. anslög til kl. 24.
Útvarpið á morgun: 10.00 Veður-
iregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00
Veðurfregnir. 19.05 Grammófóntón-
leikar. 19.30 Veourfregnir. 19.40 Til-
kynningar. Tónleikar. 20.00 Klukku-
sláttur. Frjettir. 20.30 Erindi: Frá
útlöndum (Vilhj. Þ. Gíslason). 21.00
Tónleikar: Alþýðulög (Útvarpskvar-
tettinn). Einsöngur (síra Garðar Þor-
steinsson). Fiðlusóló: Mischa Elman
leikur: Lag án orða, eftir Mendelsohn;
I skóginum, eftir Paganini. — Jasoha
Pleifatz leikur: Soherzo Tarantelle,
eftir Wieniavski; La Ronde des Lu-
tins, eftir Bazzini.
Blönduósskólinn. Ætlast er til að
þar sjeu námsmeyjar flest 32. En
sakir mikillar aðsóknar að skólanum
hefir verið ákveðið að þar yrðu 34
námsmeyjar í vetur. Nokkrar fleiri
hafa sótt um inntöku í skólann, en fá
ekki inngöngu fyrri en næsta ár.
Húsnæði í bænum. Fasteignasáli
einn hjer í bænum, sem kunnugur er
húsnæðismálum, hefir sagt blaðinu frá
því, að nú standi all-margar stórar í-
búðir tómar hjer í bænum, vegna þess
að Ieigjendur hafi ekki fengist fyrir
þá leigu, sem húseigendur vilja fá.
Eru það einkum 5-herbergja íbúðir,
6em auðar standa nú.
Fangi á Djöflaey. Endurminningar
Alfons Paoli Schwartz kennara, sem
eru að birtast neðanmáls í Morg-
unblaðinu, eru ekki skáldsaga, en
þó eru þær engu líkari en skáldsögu.
Ráðum vjer öllum lesöndum blaðsins
til þess að lesa endurminningar þess-
ar frá upphafi, og til þess að gera
þeim hægra fyrir með það að missa
ekkert úr, verða kaflarnir framvegis
tölusettir í blaðinu. Upphafið var í
Iaugardagsblaðinu 15. október og geta
menn fengið á afgreiðslunni þau blöð,
sem út eru komin síðan.
Mötuneyti safnaðanna. Á mánudag-
inn 24. þ. m. tekur til starfa sauma-
etofa, sem rekin verður í sambandi
við mötuneytið. Ættu velunnarar þessa
starfa að muna eftir saumastofunni
og senda þangað föt, sem þeir geta
ekki notað, gömul eða ný, sem svo
verður saumað úr handa þeim, sem
minna hafa. í fyrra vetur varð af
starfi saumastofunnar mikill árangur
og fengu margar fjölskyldur, sem lítið
höfðu, hlý og góð föt. Einnig væri
"ott ef einhverjar konur vildu hjálpa
til með saumaskapinn. Föt verða sótt
heim ef þess er óskað í síma 1292.
flfengismðlið I Finnlandi.
Eins og kunnugt er, hafa Finnar
lagt aðaláhersluna á það, eftir af-
;ám bannsins, að gera smyglurum
og heimabruggi erfitt updráttar, að-
allega með því að setja hóflegt verð
a lögfest áfengi. Þá reyna þeir að
stuðla að því, að frekar sje drukkið
gott öl en sterkari drykkir. Þeir hafa
því nýlega tekið upp sölú á allsterku
öli (41/2%)• Þetta hafði þau áhrif,
að sala ú öli tífaldaðist á skömm-
um tíma, en ekki er kunnugt um
það hvort sala brennivíns og annara
sterkra drykkja minkaði að sama
skapi. Hin mikla sala varð aftur til
þess að ölverðið lækkaði stórum. —
Gera menn sjer vonir um, að þetta
dragi að miklum mun úr nautn
sterkra drykkja.
Þó sitt hæfi hverju landi, þá er
eftirtektarvert fyrir oss hvað Finn-
ar gera, úr því að bannið er hráð-
lega úr sögunni hjá oss.
G. H.
Hegar böndin losna.
Maður nokkur sagði barnamanni
þessa sögu, sém hann hafði heyrt að
gengi hjer á milli manna:
Bóndi nokkur norðanlands þóttist
sjá það í hendi sinni, að hann kæm-
ist ekki af með því verði, sem nú er
á öllum sveitaafurðum. Hann tók því
það ráð, að selja eina kúna og kaupa
sjer bruggunartæki. Þóttist hann sjá
að þetta væri hálfu arðsamara en bú-
skapurinn. Setti hann nú upp mikinn
þruggunarstamp í auðum bás í fjós-
inu, og komst fljótlega upp á það að
brugga áfengi. Þá tókst svo illa til
eina nóttina, að band bilaði á einni
kúnni; hefir sjálfsagt Ijelegt verið.
Kýrin notaði tækifærið, fór á kreik og
fann fljótlega gerðarstampinn, gatst
vel að drykknum og svalg stórum. —
Gerðist kýrin fljótlega full,. darkaði
fram og aftur um fjósið og gerði ýms-
an óskunda. Um morguninn fannst
hún illa til reika, hafði látið kálfinum
og drapst síðan út úr öllu 'þessu.
Bannmaðurinn hlustaði með miklum
fjálgleik á söguna og þótti nú kasta
tólfunum, er jafnvel kýrnar voru
lagstar í fyllirí. Eftir nokkra um-
hugsun segir hann síðan með mikilli
alvörugefni:
„Já, svona fer það, þegar böndin
losna“.
G. H.
Tekjuhalli á f.járlögum Pól-
verja.
Varsjá 21. okt.
United Press. FB.
Ríkisstjórnin hefir lokið við samn-
ing uppkasts að fjárlögum fyrir árið
1933. Gert er ráð fyrir, að tekjurnar
nemi 2088 milj. zloty, en útgjöldin
2450 milj. og tekjuhalli því 362
milj. zloty.
írskt bókmentafjelag stofnað
Dublin 14. okt.
United Press. FB.
Stofnað hefir verið nýlega írskt
bókmentafjelag og voru þeir George
Bernard Shaw og William Butler
Yeats aðalhvatamenn að stofnun þess.
Stofnendurnir eru 25 talsins og allir
kunnir írskir rithöfundar. Fjelagið
hefir m. a. á stefnuskrá sinni að gera
írskar bókmentir kunnar með öðrum
þjóðum.
Skemtt-
dansæfing
á morgnn
mánndag
& Iðnó
kl. 4-5 og kl. 9 tll I.
3« int
DECGA,
þessar dansplötur teknar upp í dagi
Oh’ Mo ’nah.
Just another dream of you.
Auf wiedersehen.
Mona Lisa.
Marta.
Lullaby of the leaves.
Underneath the arches.
You rascál you.
One hour with you.
We will always be sweethearts.
, Og margar fleiri.
Decca eru bestu og ódýrustu plötur-
sem hjer eru seldar.
ÚÐINN,
Bankastræti 2.
Grænmeti
svo sem:
Hvítkál.
Rauðkál.
Gulrætur.
Rauðrófur.
Blaðlaukur.
Selja.
Gúrkur.
Græskar.
Nýkomið í
Mtfil íslcfiikaf nm
ö og ískazk slig.
i