Morgunblaðið - 23.10.1932, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 23.10.1932, Qupperneq 5
Shinnudaginn 23. október 1932. 5 UognBflaiðarklöt. Aðeias ðrfáar tnnnnr ðseldar Vielhreínsuð nvmiðlk (v o 1 o > f*st nú og framvegis í Bviemsfjósi frá kl. 9—12 árd. og kl. 7—8 síðd. ftinfremur fæst eftir nokkra daga kæld vjelhreinsuð nýmjólk á flöskum 1 I. og y2 1. með loftþjettum tappa (aluminium). 8end heim ef óskað er. Fððnrsfld. • Báinm með „Esju“ á sunnudaginn 200 tunnur af ágætis fóðnrsíld. Síldin er ódýrasti fóðurbætir, sem fáanlegur er, aðeins kr. 7.50 tunnan. Þar sem kíast má við að birgðir þessar seljist á fáum dögum þá er ráðlegt að senda pöntun sem fyrst. Silanefod Sfldareinkasðln 1 slands. Sánú 1733. Sambandshúsinu. H. B. h GO. Knnpmenn! Kelloges All Bran og Gorn Flakes er komið aftnr. H. Bonedikfsson & Co. Sími 8 (4 línur). Dðnsknbðk Jóns Ófeigssonar I. og II. hefti og Þýskubókin eru nú aftur til í Bókaverslun Sigfúsar Eymnndssonar (og bókabúð Austurbæjar BSE, Laugaveg 34). Gyða gljáir gólfin sín með Gljávaxinu góða og raular fyrir munai sér: Fjallkonan min friða'* fljót ert þú að príða. No»ið að eins Gijávaxið góða frá H.f. Efnagerð Reykjavlkur. „Sambœrilegar 5tofnanir“. Jónas Þorbergsson, útvarps- stjóri, heldur áfram að blaðra um það í Tímanum, að stofnanir — „sambærilegar“ útvarpinu — hafi bíla til umráða, og að for- stjórar þeirra noti bílana í per- sónulegar þarfir. ■ Þessar „sambærilegu“ stofn- anir eru, að áliti J. Þorb.: Póst- málaskrifstofan, landssíminn og vegamálaskrifstofan. Það sjá nú væntanlega allir, sem nokkurt skyn bera á þessi mál, að útvarpið er ekki á neinn hátt ,,sambærileg“ stofnun við hinar þrjár, er taldar voru. — Póstmálaskrifstofan og landssím- inn hafa, sem kunnugt er, fjölda af stofnunum víðs vegar úti um land, sem lúta stjórn aðalskrif- stofanna í Reykjavík. — Allir vita, að hið verklega starf vega- málastjóra, er eingöngu utan Reykjavíkur. Hins vegar hefir út varpið enga stofnun utan Reykja víkur, nema stöðina á Vatns- enda, sem er rjett utan við borg- ina. — Stofnanir, eins og póstmála- skrifstofan, landssíminn og vega- málaskrifstofan, þurfa vitanlega mikið að nota bíla í ferðir til og frá um landið. En útvarpið hefir engin slík ferðalög, og þar af leiðandi ekkert við bíl að gera. Er því hjer engan veginn hægt að tala um „sambærilegar“ stofn- anir. Jónas Þorbergsson bregður ekki vana sínum í síðustu grein sinni í Tímanum. Hann reynir þar að sverta látinn heiðurs- mann, Gísla Ólafson, landssíma- stjóra. En minning þessa sæmd- ar- og heiðursmanns mun áreið- anlega ekki bíða neinn hnekki, þótt róg-penni J. Þorb. reyni nú að sverta hana. Þá hefir J. Þorb. ekki gleymt því, að Sig. Briem póstmála- stjóri er tengdafaðir annars rit- stjóra þessa blaðs. Því er sjálf- sagt, að reyna að sverta hann. En þar hljóp heimskan og ill- girnin með J. Þorb. í gönur. — Póstmálaskrifstofan hafði stutt- an tíma bíl til umráða. En í hvert einasta skifti, sem Sig. Briem notaði þann bíl í eigin þarfir, greiddi hann kostnaðinn úr eigin vasa. Það var ekki heppilegt fyrir J. Þorb., að fara að bera em- bættisstörf sín saman við störf S. Briem. Það er alkunna og við- urkent af stjórn og Alþingi, að S. Briem er meðal gætnustu og samviskusömustu embættis- manna, sem þjóðin á. En hver hefir ennþá fengist til að gefa J. Þorbergssyni vottorð um trú- mensku og samviskusemi í em- bætti? Enginn. Og það mun eng- inn treysta sjer til að gera. Nei, J. Þorb. getur leitað með Iogandi ljósi í skrifstofum póst- málastjóra, vegamálastjóra og landssímastjóra, en hann mun ekkert þar finna, sem „sambæri- legt“ er athæfi hans í útvarpinu. ’Stjóniarskifti hafa orðið í Rúm- eníu út af fjármálunum. Maniu, leið- togi þjóðernissinna, hefir myndað nýja sjóm. Titulescu er utanríkismálaráð- kerra. Reykiaviknrbrfef. 22. október. Veðuryfirlit. Alla vikuna var NA- og A-átt hjer á landi, nema laust fyrir miðja viku brá snöggvast til S-áttar, en gekk fijótt til austurs aftur og varð þá víða hvast, einkum við suðurströndina (að- faranótt fimtudags varð veðurhæðin 11 vindstig í Vestmannaeyjnm). A 5- og V-landi hefir oftast verið þurt veður og bjart allan síðari hluta vik- unnar; A N- og A-landi hefir verið dálítil úrkoma bæði fyrstu dagana. og eins síðan um miðja viku, ýmist snjó- koma eða slydda og stundum rigning. Oft hefir verið dálítið frost, einkum nyrðra. í Rvík varð kaldast 1.6 st. aðfaranótt mánudags, en hlýjast 6— 7 st. á fimtudag. Íslandssíld Norðmanna. í norskum hlöðum birtast nú grein- ar um það, að Norðmenn þurfi sjálfir að meta betur en hingað til hvílíkur herramannsmatur síldin er, sem þeir veiða hjer við land. Segir að þeir selji jafnan mest af íslandsaflanum til Svía. En nú er markaður þar svo tregur, að útgerðarmenn j>eir, sem gert hafa út síldveiðaskip hingað í sumar eru margir í mestu vandræðum vegna þess, hve mikið af síldinni er óselt enn. Andersen-Rysst stórþingsmaður, er hjer var í sumar við samningana, ritar um málið í „Aftenposten1 ‘ í Ósló. Segir bann, að norskir útgerðar- menn vilja nú selja Íslandssíld í Ósló fyrir 15 kr. tunnnna. Og Óslóbúar verði nú að revnast útgerðinni vel, og kaupa síldina af þeim ]>essu verði. í sama blað skrifar kaupmaður eiim úr Koparvík, og segir, að ef ekki rætist úr með söluna á Islandsaflan- nm, megi búast við því, að útgerð Norðmanna við ísland hætti. Þessi eru viðbrigðin fyrir fi'ændur vora Norðmenn, er þeir geta ekki lengur selt síld sína, og komið henni í gott verð, í skjóli þess að íslensk síldarverslun er eyðilögð með einka- sölnfargani. IJm leið og einkasalan er úr sögunni hefir íslensk síldarútgerð yfir engu að kvarta. En Norðmenn lenda í vand- ræðum. Kartöflur í brauð. Norskar húsmæður hafa lengi kunn- að að drýgja brauðmjöl sitt með kartöflum. En slík „kartöflubrauð“ hafa ekki verið framleidd í stórum stíl', ekki verið söluvarningur. Eyrri en nú. f Noregi hefir kart- öfluuppskera verið með allra mesta móti í ár. Hefir mikið verið nm það rætt, hvernig ætti að koma öllum þessum kartöflum í lóg. En nú hafa brauðgerðarhús tekið að sjer málið, með því móti, að þau nota kartöflur í brauð sín í stórum stíl. Er mælt að 35% af brauðdeiginu sje úr kartöflum Þessa nýbreytni ættu íslensk branð- gerðarhús að reyna. Hjer á landi ætti ekki aðein® að nota kartöflur í brauð í einstökum árum, heldur ætti þetta að verða þjóðsiður, í landi sem þarf að flytja inn alt brauð- korn sitt. Þegar þetta mál væri komið á rek- spöl er líklegt að menn færi að gefa kartöflugæðunum meiri gaum en menn hafa gert nú um skeið. Því vafalaust hefir það mikla þýðingn, að þær kartöflur, sem notaðar eru í brauð hafi sem mest sterkjuinnihald. Nýr fiskur til Ítalíu. 1 sænskúm blöðum er frá því sagt, að teknir sje upp fiskflutningar frá Svíþjóð til Ítalíu í stærri stíl, en áður hafa verið. Er fiskurinu send- ur í frysti- eða kælivögnum alla leið. Flutningsgjaldið er um 10 aur. á kg. og eru sendingarnar 4—5 daga á leiðinni. Telja blöðin að íniklar líkur sjeu til þess að fiskútflutningur Svía geti aukist að verulegum mun, með því uo selja fisk til Italíu á þennan hátt, þvi markaður fyrir þenna nýja fisk muni fara þar vaxandi. SjáJfsagt ef það fyrir okkur Is- lendinga að gefa þessum fisksölumál- um gaum. Ensku samningarnir. í dönskum blöðum er sagt frá Eng- landsför Ásgeirs Asgeirssonar for- sa'tisráðherra, og að hann hafi átt tal við ensku stjórnina — Stanley Baldwin — um væntanlega viðskifta- samninga. Blöðin geta þess sjerstak- Jega, að íslendingar þykist hafa góð spil á hendinni, þar sem meira er flutt frá Englandi til íslands, en sem nemur útflutningi okkar þangað. Finna blöðin auðsjáanlega til þess hve aðstaða okkar er að því leyti betri en aðstaða t. d. Dana, sem selt liafa Englendingum mun meira, en I'anir hafa keypt á móti. 1 ■Síðan hafa íslensku stjórninni bor- ist boð að samningaborði í Englandi, sem kunnugt er. Er búist við því, að þeir samningar hefjist í næsta mán- uði. — Dagkaup. Mánaðar- f kaup. Árskaup. Á bæjarstjórnarfundinum síðasta g'loppaðist það fram úr Ólafi Friðriks- syni, að þegar rætt væri um kaup manna þýddi ekki að miða við dag- kaup eða mánaðarkaup þann tíma sem menn hiefðu vinnu, heldur yrði að rniða við þá upphæð, sem menn gætu unnið sjer inn yfir alt árið. Þessi sannindi eru sæmilega augljós öllu landsfólki. Þó hefir sósíalista- broddum hjer í bænnm veist erfitt að skilja þan. Þeir hafa reynt að telja fólki trú um, að þeir væru að berjast fyrir hagsmunum almennings, mieð þvi að skrúfa tímakaup, dagkaup og mánað- arkaup sem hæst, án fillits til þess, hvað menn, með því móti gengi at- vinnulausir mikinn tíma af árinu. En stefna Morgunblaðsins í at- vinnumálum hefir ávalt verið og er og verður sú, að tryggja almenningi sem hæst árskanp, en vegurinn til þess er sá, að miða kaupið við afrakstur vinnunnar og með því tryggja mönn- um atvinnu sem næst allan ársins trring. Þó Ólafi Friðrikssyni hafi ratast eitt sinn satt orð á munn, með því að segja, að mest sje undir því komið, að árskaupið sje aðalatriðið, þá má búast við því, að hann snúi aftur í sína fyrri villu. Átökin í þessum málum verða milli þeirra rnanna, sem vilja sem hæst dag- kaup og sem lengst atvinnuleysi — og hinna, sem vilja sem hæst árskaup og sem styst atvinnuleysi. Það er alþjóðartjón að fullvinnandi menn sitji anðnm höndum. Það er alþjóðarhagur, að árskaup manna sje sem hæst, með því móti að kaupgjald miðist við afrakstur ^vinnunnar og að atvinna hvers manns haldist sem lengst. v Skólarnir. Mikið hafa Tímamenn gumað af umstangi sínu til þess að bæta alþýðu- mentun sveitanna, og er líklegt að ýmsir þeirra hafi í raun og vern haft áhuga fyrir þeim málum. En það er með skólamál sveitanna eins og annað, sem Tímamenn hafa haft afskifti af, að þan hafa snúist

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.