Morgunblaðið - 23.10.1932, Page 7

Morgunblaðið - 23.10.1932, Page 7
Skipulagsferðir 1932. Eftir Guðm. Hannesson. Framh. Jeg get ekki 'lokið frásögn minni ■om Flateyrina án þess aS minnast á Flateyrarfólkið, þó aðeins þekti jeg þar tvo menn: læknirinn og frk. Ast- ríði Torfadóttur. Læknirinn Guðm. O. Einarsson, skaut yfir mig skjó*lshúsi, því ekki var þar gistihús, og leið mjer vel hjá læknishjónunum. Guðmundur Iseknir er jafnvígur á læknisstörf og fjelagsmál, dugnaðar og áhugamaður í hvorutveggja og nýtur að sjálfsögðu almennings trausts, eins og ráða má af því, að hann situr bæði í hrepps- nefnd og sýslunefnd og sjer auk þeSs aðallega um sparisjóð Önfirðinga, en ekki man jeg með vissu hvort hann gekst fyrir stofnun hans eða ekki. J«g er ekki í neinum vafa um, að ráð Guðmundar læknis muni gefast ■Onfirðingum vel, en mjef var það sjer- stök ánægja að sjá þessar handatil- 'tcktir hjá stjettarbróður mínum. — Læknar hafa undanfarið verið rægð- ir og n'íddir, sjerstaklega. af einum stjórnmálagarpnum, en það er svo gott ■<ið vita, að aðrar stjettir hafa ekki hetri mönnnum á að skipa. Jeg spurði að gamni mínu Guðmund lækni um álit hans á andstæðing, sem hann hafði átt í nokkrum brösum við, og- bjóst við því að hann myndi finna honum nokkuð til foháttu. „Mesti ágætismað- ur, mesti ágætismaður' ‘ var svarið! 'Oeri stjórnmálagarparnir betur, þessir „sykofantar1/, sem fylgja þeirri reglu að segja ætíð ilt eitt um andstæðinga, jefnvel þó þeir viti að það sje 'helber Jeg notaði eitt kvöldið til þess að hitta frk. Ástríði Torfadóttur, sem hafði verið hjúkrunarstúlka hjá mjer á Akureyrarspíala. Hún gegndi þar svo erfiðu starfi, að jeg tel óvíst að hjúkrunarstúlbur ljetu hjóða sjer slíkt nú, þó kanp þeirra sje margfalt við það sem þá var. Hún virti þó alla mína heimtufrekju og ónærgætni á betri veg, vann verk sín með alúð og samviskusemi, svo öllum þótti vænt um hajia, bæði lækni og sjúklingum. Nú býr hún þar á Flateyri með syst- ur sinni og var gott að koma til þessara ágætu kenna. Því miður hafði jeg ekki tíma til þess að keimsækja Kristján heitinn Torfason, eiganda Flateyrar, og Ijek mjer þó hugnr á því. Jeg talaði þó stuttlega við hann um skipulagið og framtíð Flateyrar, en síst kom mjer þá til hugar, að hann ætti svo skamt eftir ólifað. Hann sagði, að sjer litist ágastlega á skipulagið og mintist síð- an á hve glæsileg myndi framtíðin á Fla.teyri. Jeg sleppi því að minnast á aðra góða menix, sem jeg sá þar. Jeg hafði gaman af börnunum þar. Þau söfn- uðust saman fyrir ntan gluggan, þar sem jeg var að vinna, og reyndu að sjá hvað jeg væri að gera. Jeg kallaði þá eitt sinn á þau og sýndi þeim hvað um væri að vera. En þegar jeg sýndi bæjarbúum skipulagið og hjelt stutt erindi um það, fyltist stofan af börn- um. Þau langaði auðsjáanlega til þess að sjá skipulagsuppdráttinn, en engan óskunda gerðu þau eða hávaða. Hver veit nema þessi unga kynslóð eigi cftir að gera garðinn frægan. Frá Flatevri lagði jeg af stað með Brúaxfossi og var förinni heitið til Ólafsfjarðar. Þar hefir sprottið upp útvegsbær á síðustu áratugunum, og hefir þess oft verið óskað, að litið væri á skipulag hans. Ór því skipið fór norður en ekki suður, þá sýnd- ist mjer rjett að nota tækifærið og vita hvað skipulaginu liði í Ólafsfirði'. Fyrsti áfanginn hjá Brúarfossi var í Súgandafirði (Suðureyri). Þar er sæmileg höfn og liggur ágætlega við útgerð, en landkostir sýndust mjer þar svo litlir, að helst hefði jeg óskað bænum á betri stað. Fjöllin ganga víðast brött og gróðurlítil niður í sjó. Jeg sá þar ekki annað ræktanlegt land en hjalla nokkum í fjallinu ofan og utan þorpsins, og er þar þó stór- grýtt og erfitt viðureignar. 1 mín- um augum eru það neyðarkjör fyrir útvegsbæi vora, að hafa ekki all- mikið af ræktanlegu landi. Böm og fullorðnir þurfa að hafa næga mjólk og svo ódýra, að almenningur geti veitt sjer hana. í útvegsbæjunum berst ógrynni af sjávaráburði, slori og slógi á land, og skrælingjabáttur er það að fleygja öllu þessu í sjóinn og kaupa aftur rándýran útlendan áburð í staðinn. Slíkir bæir ættu að geta rekið stórfelda jarðrækt sem aukavinnu, og hún gæti orðið bæjar- búum mikil búbót og atvinna á land- legu tímum. Þessir bæir ættu að geta flotið í mjólk, ef ekki hunangi. Auk þessa, þá mun það sannast að jarð- ræktin bætir siði manna og menningu drjúgum. Sjóslarkið eitt og fiskiveið- arnar er of einhæft til þess að skapa góða menningu. Ef hver heimilisfáðir ætti húsið sitt og svo stóran blett af landi, sem fólk hans kæmist yfir að rækta, þá yrði minna um ósjálf- bjarga kommúnistalýð, sem ekkert getur nema heimtað alt af öðrum. Jeg fór í land til þess að líta á skipulag bæjarins, bjóst helst við áð það væri bághorið. Var þar lagt að bryggju mikilli og traustlegri, en tii þess að komast upp á hana verð- ur maður að klifra upp snarbrattan járnstiga. Er það ekki öðrum hent en Súgfirðingum — og mjer. — Þegar upp var komið, sá jeg að traustlega var hjer frá öllu gengið, steinsteypt- ur athafnapallur og spo-hrautir fyr- ir alla flutninga. Þeir vita þá sínu viti hugsaði jeg, og láta það sitja í fyrirrúmi, sem nauðsynlegast er. Þá sá jeg og er lengra kom, að við- leitni höfðu þorpsbúar haft til þess að koma skipulagi á bæinn sinn, en ýmsu mun þó ábótavant. Jeg fór nú að svipast eftir vegi npp á hjallann. Hann var þar, en hálfgerður. Nokkur túnrækt var þar og í brekkunni, þó ekki væri landið álitlegt og fult var það af grjóti. Meðan jeg var í þess- ari landkönnun kom til mín maður, Örnólfur Valdimarsson oddviti og út- gerðarmaður. Gekk hann með mjer um þorpið, og ræddi við mig um skipulag þess. Viðkynning okkar var stutt, en trúað gæti jeg því, að ekki sjeu Súgfirðingar með öllu foringja- lausir meðan hans nýtur við. Jeg varð svo að fara, en gott þótti mjer að hafa sjeð bæinn og virtist hann betri en jeg hafði búist við. Síðan jeg kom keim hefir mjer oft döttið Suðureyri í hug, og alltaf finst mjer landleysið þar óviðunandi. Jeg man, að Guðm. læknir á Plateyri mintist á það við mig, að ráða mætti bót á því. Það má rækta hjallann, þó vondnr sje, og er þá fyrst að leggja akfæran veg upp á hann og eftir honum. Mætti þá vera, að bæj- arbúar fengist til að taka þar bletti til ræktunar. Nægi þerta ekki, «ða M O V G | T N B L A Ð T f) þyki einhver vancíkvæði á því,5 þá sjo ,]eg- ekki betur eftir landsúpþ-- drættinum að dæma, en áð álitlegt land sje á næstu gi'ösum, þar sem er Staður í Súgaudafirði eða gras- lendið í Vatnadal og Sunnudal. — Vegaiengdin á sjó er ekki ö!!u meiri en 2—3 kílómetrar, pg auk þess er mjer sagt, að vegur sje sæmilegur ýfir Spillirinn. Kirkju mætti byggja í þorpinu og nokkru fje hefir verið safnað til hennar, flytja prestssetrið þangað, en Staðarland mætti selja bænum, alt eða nokkurn hluta þess. Bærinn hefði þá álitlegri framtíðar- horfur en hann hefir nú. Auðvitað hefði þorpið verið hetur sett hjá Stað, en þar mun verri landtakan. Þannig kemur mjer þetta fyrir sjónir, en jeg ókunnugur þar vestra. Frh. Eggert Stefðnsson. Meðal fagurra lista munu einsöngv- ar eflaust verða mest áberandi með- al íslendinga. Er ýmislegt sem veldur þessu. Að uppruna er þjóð vor eðlis- söngvin og er frábærlega margt og mikið í þessu fólgið — alt frá flutn- ingi máls og kvæðum eða kórsöngv- um. Einradda Ijóð eru'meðal almenn- ings vors mjög frábrugðin því, sem gerist hjá grannaþjóðum vorum. — Veldur eðli og lögmál kvæða vorra mjög mikils um stuðlamál tungunnar. Jafnvel í daglegri ræðu ber venju- legast mjög á hinu íslenska rími, enda er það alviðurkent að varð- veisla tungu vorrar á þessu sem er- lendir menn nefna „Alliteration", brageyrað, er fastur, •• einkennilegur grundvöllur undir íslensku bundnu máli. Jeg hefi um margra ára skeið veitt sjerstaklega athygli einum söngvara vorum, Eggert Stefánssyni, og á ferð- um mínum víðsvegar hefir mjer gefist færi til þess að mynda mjer álit nm hæfileika og skólun hans. Jeg hefi tekið eftir því, hve djúp áhrif hann hefir fengið í Höfn og öðrum stór- borgum þar sem norrænn andi hefir mjög ráðið skólum og blaðadómum. Það sem mjer virðist nú einkenna hann sjerlega er yfirlitið og djúpnr skilningur tónsmíða vorra. Eins og nú er komið framþróun frumlegra tónsmíða hjer á landi, er auðsætt að þessi söngvari hefir náð | megintökum á þeim erfiðu hlutverkum, j er íslensk þjóð þráir að göfga og 1 styrkja í sönglist. Honnm mun það tvímælalaust að þakka öðrum frem- ur, hve mikið af framförum í leikni og göfgun sönglífs vors hefir orðið á síðustu árum Herdísarvík, 19. október 1932. Einar Benediktsson. AÐVORUN % við Skarlatssótt. Skarlatssótt hefir gengið í ýmsum hjeruðum landsins í sumar. — Fólk hefir nú flykkst og flykkist til bæjarins hvaðanæfa af landinu, og má því búast við að eitthvað af því kunni að flytja með sjer veiki þessa. Að gefnu tilefni er því hjer með athygli lækna og al- mennings beint að þessu og þess jafnframt krafist að mjer sje þegar í stað gert aðvart, ef einhver grunur leik- ur á að sjúklingur sje haldinn skarlatssótt. Hjeraðslæknirinn í Reykjavík, 22. október 1932. Magnús Pjetursson. iicmtsk fatahtcittsuti o$ (itutt 34 £500 <3$etjbiautk„ Nýr verðlisti frá I. júlí. Verðið Mikið lækkað. Fiskiskýrslur og hlunninöa. Frá Rúmeníu. Bukarest 14. okt. United Press. PB. Samkvæmt opinberum áætlnnum rík- isstjórnarinnar um uppskeruhorfur er búist við, að Rúmenar geti selt mikið af korni á erlendum mörkuðum af þessa árs uppskeru. Vegna tiltölulega lítillar uppskeru í Bandaríkjunum og Kanada af hveiti og byggi er búist við, að samkepnin um kornsöluna verði hörðust milli Argentínumanna og Rúmena. Gert er ráð fyrir að Rúmenar geti flutt út til sölu af þessa árs uppskera eftir 1. nóv. 250.000—300.000 járnbrantar vagna- lilöss af korni, en auk þess hafa þeir 75,000 vagnMöss af nppekerunni í fyrr*. Hagstofan hefir nú gefið út skýrsl- ur um fiskveiðar og hlunnindi árið 1930. Þótt skýrslur þessar sjeu nú bráðum tveggja ára gamlar, er margt á þeim að græða, sjerstaklega við- víkjandi fiskveiðunum. Hefir aflinn alls orðið 21 % meiri á þessu ári held- ur en 1929, miðað við vigt. Að með- altali koma þetta ár 1771 þús. kg. af fiski á hvern togara (1379 þús. kg. árið áður) og 285 þús. kg. á önnur þilskip (205 þús. kg. árið áður). Hlut- deild þilskipanna í aflanum hefir verið 75%, en rúmlega 70%, næstu árin á undan. Alls hafa togarar aflað 72.610 þús. kg., önnur þilskiþ 73.777 þús. kg. og bátar minni en 12 smál. 48.226 þús. kg. Hlutdeild róðrarbát- anna í aflanum hefir minkað mjög ört undanfarin ár ög var nú orðið hverfandi lítil. Fiskitegundirnar, sem veiddust. í skýrslunum er fróðleg sundurlið- uri á því hvernig aflinn skiftist eftir tegundum. Sjest á henni að yfirgnæf- andi hluti aflans er þorskur, 65,3% stórfiskur og 24.2% smáfiskur. Næst er upsi 4.5%, þá ýsa 3.7%, koli 0.6%, steinbítur 0.5%, langa 0.5%, keila 0.2%, heilagfiski, 0,2%, skata 0.1% og aðrar fisktegundir 0.2%. Nokkuð er það misjafnt hvernig hin- a,r ýmsu fisktegundir skiftast á veiði- skipin. Þannig hafa bátarnir aflað meginþorrann af steinbítnum, en tog- ararnir mest allan kolann. Verð aflans. Afli þilskipanna af þorskveiðun- mn eins og hann kom frá hendi fiski- manna (nýr eða saltaður), hefir ver- ið 28,4 miljónir króna virði á þessu ári, þar af afli togara 15.4 milj. kr. og afli annara þilskipa 13 milj. kr. ;Um verð bátaaflane eru engar skýrsÞ ur, en sje gert ráð fyrir sama verði á honum og þilskipafiski, þá hefir andvirði hans orðið 8,6 milj. kr. Yfirleitt var verð á öllum fiski tölu- vert lægra heldur en árið áður, 100 kg. af fullverkuðum stórfiski 55.96 kr. af smáfiski 43.84 kr. Verð á öðr- um fisktegundum var yfirleitt hærra fyrir fiskinn nýjan (ísfisk) heldur en verkaðan. Fyrir 100 kg. af sölt- uðu heilagfiski vár verðið t. d. 20 kr., en fyrir 100 kg. af nýju heil- agfiski 107.50 kr. Fyrir 100 kg. af sMtaðri löngu fengust 36.46 kr., en fyrir 100 kg. af nýrri löngu 54.46. Söltuð skata 24.30 kr., en ný skata 37.88 kr. hver 100 kg. Saltaður upsi 20.69 kr., nýr 25,84 kr. Söltuð keila 14.48 kr., ný kr. 19.76. Saltaður steinbítur 16.03 kr., nýr 24.35 kr., alt miðað við 100 kg. Aftur var hlutfallslega lægra verð á nýjum þorski heldur en söltuðum eða verk- uðum. Lifraraflinn. Á árunum 1897—1905 fekst tnikið meira af hákarlslifur heldur en fisk- lifur. Síðan fer hákarlslifraraflinn stöðugt minkandi og er alveg horfin* árið 1930. En þá er fisklifur (aðalleg* þorsklifur) talin 120.392 hl. og er það meira heldur en nokkru sinni áður. 1 Síldaraflin* varð á þessu ári miklu meiri en und- anfavin ár, eða 686.801 hl. (árið 1926 var hann 208.073 hl.) Af þessum afla hafa komið til jafnaðar 14.188 hl. * togara og 4030 hl. á önnur þilskip. Verðið, sem fyrir sfldina fekst var miklu lægra heldur en nndanfarin ár. Hlnnnindi. Árið 1930 var laxveiði töluvert minni en í meðallagi, en silungsveiði í meðallagi. Selveiði varð töluvest minni en í meðallagi. Dúntekja va»8 lík* minni cn undanfarin ár, útflutn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.