Morgunblaðið - 30.10.1932, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.10.1932, Blaðsíða 6
anpr^VRT AF>T*> HeiIdsOlubirgðir: Krystalsápa ■ Raksápa. Handsápa - Dönsknbðk Jóns Ófeigssonar I. og II. hefti og Þýskubókin eru nú aftur til í Bákaverslnn Sigfúsar Eymnndssonar (og bókabúð Austurbæjar BSE, Laugaveg 34). „Góða frú Sigríður, hvemig fer þú að búa til svoua góðar kökur?“ „Jeg skal kenna þjer galdurinn, Ólöf mín. Not- aðu aðeins Lillu-gea-ið og Lillu-eggjaduftið og hina makalaust góðu bökunardropa, alt frá Efnagerð Eeykjavíkur. En gæta verður þú þess, að telpan Lilla sje á öllum umbúðum. Þessar ágætu vörur fást bjá öllum helstu kaupmönnum og kaupfjelögum á landinu, en taktu það ákveðið fram, Ólöf mín, að þetta sje frá Efnagerð Reykjavíkur“. „Þakka, góða frú Sigríður greiðann, þó galdur sje ei, því gott er að muna hana Lillu mey“. (ffiataujllcglsjauitiuc jSemiíkfatahmtmw 00 íifutt 1 ^augaveg 34 <$íam 1300 Nýr verðlisti frá 1. júlí. Verðið ndkið lækkað an að ræðu S. B. sem vildi með engu móti að pólitík kæmist í fjelag þetta, en sjálfur bæri hann fram dagskrár- tillögu sem væri traust á stjórnina. Reyndar væri nú traustið ekki meira en það, að ekki væri alveg örrænt um að stjórnin kynni að gera akyldu sína. En óvíst væri, að fundurinn vildi gefa það transt. Hann sagði ennfremur: Hjer hafa menn staðið upp, hver á fætur öðrum, og talað um hve háska- legt það væri, að koma pólitík í útvarpið. En hver byrjaði á því, an»- ar en sá, sem veitti Jónaai Þorbergs- svni útvarpsstjórastöðuna, eingöngu af því, að hann var nægilega »v*s- inn pólitískur stuðningsmaður hans. Engin önnur ástæða gat verið til þess. En af því að útvarpsatjórinn er svona póiltískur, þá er það kölluð „pólitík“ að finna að honum. Ef það er svo, að fjelagsstjórnin vill ekki finna að gerCura útvarps- •tjóra af ótta fyrir því, aö það væri kallað pólitík, þá bregst hún fyrstu skyldu sinni, og er ekki hægt við það að una. Þá vjek hann að ræðu Jónasar t'orbergssonar, sem taldi að starf- semi sín gæti ekki komið þessum fundi við, þar sem hann hefði haldið, að hjer ætti að ræða, úvarpsmálefni. Kvaðst M. J. þá ekki vita hvað væri útvarpsmálefni, ef starfsemi útvarps- stjórans væri ekki eitt þeirra. Eng- um gæti staðið það nær, en útvarps notendum, hvernig hann íækti starf sitt, hvort hann stæði í vegi fyrir útbreiðslu útvarpsins og misnotaði t’je þess. M. J. kvaðst þess albúir.n, að bera embættisstarf sitt saman við starf- smni útvarpsstjórans. En fnndur í Fjcl. útvarpsnotenda væri tæplega rjerlur vettvangur til þess, útvarp - stjóri yrði að sætta sig við, að það væri hann og hans atarf, sem hjer væri til umræðu. J. Þ. sagði að enginn ágreiningur hefði verið milli sín og útvarpsráðs- ins um að halda útvarpinu hlut- lausu. Sagði M. J. það ekki í frásögur færandi, þó ekki væri neítt bókað um ágreining útvarpsstj. og útvarps- ráðs, hvort halda ætti lögin í þessu cfni. En annars myndu menn úr útvarpsráðinu, sem hjer eru geta sagt um það, hvernig samvinnan hefir verið. Þá sagði J. Þ. að enginn, og síst hann hefið legið á liði sínu við störf- in. En óneitanlega hefði verið ávinu- ingur fyrir fundinn, ef útvarpstj. he.fði getað sagt hvað hann ynni. Að því hefir enginn getað komist hingað til. Ekki reyndi J. Þ. með einu orði að verja fjármeðferð sína, en sagði að hún væri undir rannsókn í stjómar- rðiánu. Skal jég ekkert segja' um, hve ströng þessi raxmsókn er. En nægilegt er þegar komið fram í því máli til þess að vita að meiri ásteeða yæri til að hefja hjer opinbera rann- sókn, heldur en í sumum þeim mál- um sem fyrv. stjórn þótti nægilega stór til að henni þætti ástæða til ss kamálshöf ðunai’. „Kæru andstæðingar mínir.“ Er hjer var komið hafði enginn beðið fundarstjóra um orðið, og var hann því staðinn upp til að slíta umræðum. Þá læddist fram á gólfið Jónas Jónsson, og bað um að fá að ' cgja nokkur orð. Því miður eru ekki tök á að rekja hjer ræðu þessa fyrv. ráðh., ef ræðu skyldi kaila. Því hún var fyrst og fremst einskonar kenslu sýning á því, sem Magnús Jónsson hafði sagt skömmu áður, að þegar Jónas Jónsson talaði, forðaðist hann eins og heitan eld að koma nokkum tíma nálægt efninu. Hann talaði um Jónas Þorbergsson sem fengið hefði útvarpsstjóra stöð- una, af því haön væri Framsóknar- maður, og ýmsa starfsmenn útvarps- ns, sem væri Sjál fstæðismenn eða í >tt við Sjálfstæðismenn, ‘ um að komið hefðu póstbrjef utan af landi með þakklæti til útvarpsins og stöð- in á Vatnsendahæð, sem hefði 16 kw. styrkleika, hefði reynst mnn langdræg ari en stöð sem hefði 1% tw., og héfði verið reist á „samkepnisgrand- velli.“ Hann hefði að vísu lengi vel ekki vitað hvað kilowatt væri. En nú vissn þingmenn það alment — og hann líka. Fundarmenn hentu oft gaman að honnm. Tók hann því með hógværð og gaf það í skyn, að úr því fnnd- urinn væri svona vel sóttnr, væri ástæða til að ,■ halda honum áfram alla n'tMna alt til morguns. En bvergi fanst neitt vit eða sam- ^engi í ræðunni. Og aldrei kom nein veraleg gola í rasðumann. Nema helst einn sinni, er hann brýndi röddina og sagði: „Jeg skal segja ykkur það, kæru andstæðingar mínir, sem hjer eru saman komnir, að þið megið vara ykknr á því, að hera saman þessa stöð, með 16 kvr. og hálftannað kilowattið ykkar'M Er Jónas Jónsson hætti talia* var rðið áliðið kvölds. Bending til útvarpsstjórans. Magnús Jónsson þakkaði honum fyrir, hve vel hann hefði staðfest þá umsögn. sína, að hann kæmi aldrei nrlæri málefninu, sem um væri talað. Því næst talaði Valtýr Stefánssou nokkur orð, um útvarpið og blöðin, g hveraig útvarp, sem vel væri rekið, styddi velgengni og útbreiðslu blaðanna. Verður að því málefni vik- ið hjer síðar. Að endingu benti hann Jónasi Þor- bergssvni á það, þessnra manni, sem aldrei hefði gert *eitt gagn I út- varpsstjórastöðunni, að hann hefði nú fyrir framan sig alveg einstakt tæki- færi, til að gera þessari stofnun gagn, og það tækifæri ætti hann ekki að lóta ganga úr greipum sjer — að segja af sjer starfinu. Krafan um opinbera rannsókn. Ásg. L. Jónsson verkfræðingur kvaddi sjer hljóðs, er liðið var á fundinn. Sagði hann, að hann væri >ki fylllilega ánægður með till. þá, er Magnús Jónsson bar fram. Út- • arpsstjórinn þyrfti að fá ' til þess, að koma fram við opin- bera rannsókn ó málum hans, áðnr, en ákveðið væri, hvort víkja ætti honum frá starfinu. Hann lýsti því ennfremur hvílík óhæfa það væri talin meðal Evrópn- þjóða, að hafa pólitískan útvarps- stjóra. T. d. hefði útvarpsstjórinn þýski fyrir tveim árum sagt frá því, að hann aðhyltist sósíalismann. Reis sírax alda meðal útvarpsnotenda gegn þeim útvarpsstjóra, er teldi sig fylgja ákveðnnm stjórnmálaflokki. Að lokum bar Ásg. L. Jónsson fram kröfnna um opinbera rannsókn, er samþykt var með samhljóða atkvæð- um í lok fundarins. Ennfremur tóku þessir til máls: Maggi Magnús læknir, lýsti hlut,- drægni útvarpsins, Helgi Hjörvar og íluðbram’ur Jónsson. Síðarmeii’ var gengið til atkv., eins og sagt var í blaðinu í gær. AS atkvæðagreiðsiu lokinni var samþ. að fresta fundi og taka önnur n\ál, sem á dagskrá voru til nmræðn síðar. Var talað um að hafa fram- haldsfund í stærra húsnæði svo allir f lagsmenn, er sæka vildu þann fund kaunust að, því í þetta sinn varð fjöldi manns frá að hverfa. Revkjavíkurb’jef. 29. október. Veðnryfirlit. Stilt og góð tíð um alt land. Hæg A- og NA-átt nær alla viknna. A föstndag var vindur þó vestlægur en gekk aftnr í NA aðfaranótt laugar- dags með snjójeljum nyrðra. Um miðja vikn (þriðjudag til fimtudags) var vindur hvass á A eða> ASA í Vestmannaeyjum (veðurhæð 8—10 vindstig). Alla viknna var úrkomu- lítið og stundum bjartviðri. Oft nokk- urí frost, einkum norðan lands. f Revkjavík varð hiti mestur á sunnu- dag, 5,7 st., en minstur aðfaranótt mánudags, 3.0 st. froet. Afurðasalan. Talsverð raunabót er það fyrir út- gerðina að tekist hefir að ná samn- ingmn við Þjóðverja um sölu á ís- fiski þangað. Eru þeir samningar með líku móti og í fyrra. fslenskir útgerðarmenn geta selt ákveðið fisk- magn í þýskum fískihöfnum, gegn því að andvirði aflans sje notað lil þess að kaupa þýskar vörur. fslenska stjórain hefir náð samn- ingum þessum með aðstoð danska ræðismannsins í Berlín. Þegar á 1 annað borð fiskmarkaður í Þýskalandi er opinn, kemnr það fyrir, að hægt er að komast þar að góðum aflasölum. En Þýskalands- markaðurinn er að því leyti hentugur samhliða enska markaðnum, að Þjóð- verjar eru sem kunnugt er jafnan kanpendnr að öðrnm fiskitegundum en Englendingar. Samningarnir við Breta. Breska stjórniii hefir boðið Dönum að byrja viðskiftasamninga í London E.s. Suðurland fer ankaferð til Borgarness á þriðjndag n k. Lftlð llygel, mahogniborð, stólar, skáp- srrammófónn, ferðafónn og grammófónplötur eiera af sjerstökum ástæðum að selj- t hæstbióðendum fyrir mánudagskvöld. Sími 147. Hótel Skjaldbreið. I dag er kökubúð opnuð og seldar verða allskonar heima bakaðar kökur. Einnig fjöl- breytt sælgæti og ávextir. Virðingarfylst. Kökubúðin SKJALDBREIÐ. þ. 18 nóvember og Svíum hafa þeir hoðið þ. .20. s. m. Hefir íslensk* stjóminni verið boðið að senda menn til samninga um sama leyti, og er talið, að ráðlegt sje, að íslenskir samningamenn verði í London ura Hiima leyti og sendimenn annara Norð- arlandaþjóða,, íslenska stjórnin hefir farið þess á leit við sömu menn og önnuðust norsku samningana, þá Ólaf Thors al- þm. og Jón Árnason framkvæmdastj., að þeir tækju að sjer að semja í London. En ennþá hafa þeir ekki gefið svar um það, hvort þeir vilji taka það starf að sjer. Samningar og höft. Á því hefir borið á vissum stöðum, að menn lifi í þeim misskilningi aS innflutningshöft okkar og innflutn- ingshömlur komi ekki öðrum við e* okkur sjálfum, við getum heft og bannað innflutning til landsins eins og okkur býður við að horfa um sam» ieyti og við erum að semja við við- skiftaþjóðir okkar um sem hagkværa- ust kjör fjrrir sölu á afurðum okkar til þeirra. Það ætti þó að liggja mjög í augura ’iuni, að sú þjóð, sem þarf á því a$ haida, að fá ívilnanir og velvild hjá viðskiftaþjóðum sínum fyrir afurðir sínar, getur ekki í sömu andránni með köldu blóði lokað fyrir innflut*- ing frá samningaþjóðum sínum. Hjer þarf að leita þess fylsta jafnvægis og samræmis, ef við ei'gum að geta vænst bestu kjara fyrir útflutning okkar. Enn sem komið er virðist skorts nokkuð á rjettan skilning á þessu ’ á æðstu stöðum, þar sem með þrákelkni er haldið í innflutningshöftin, jafn- vel eftir að þau hafa verið notuð tii að koma fram óafsakanlegu órjett- læti og hlutdrægni innan lands. Næg- ir í því efni að benda á hinn marg- um rædda innflutning á þnrkuðura ávöxtum, þar sem fáeinum mönnura er leyfður innflutningur,. er svo geta í skjóli haftanna selt hannvöru þessa okurverði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.