Morgunblaðið - 09.11.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.11.1932, Blaðsíða 3
M O R G U N B L A’D IÐ 8 6 $&orwnbl*t>ib É'ta«f.: H.f. ÁrTJLkur, ItrUtTlll. Xltatjðrw: Jðn Kjaxtanaaon. Valtyr Sttf&naaoa. Kltatjðrn o* afarelBala: Auaturatrntl (. — glal IM, AuBltalnKaatJðrl: B. Htíbtrf. ▲UKl?alnffaakrlfatoía: Auaturatrastl 1T. — Waal ttl, Xafmaalaear: Jðn Kjartanaaon nr. T4I. ValtjT Stefánaaon nr. l*»l. B. Hafbarc nr. 770, AakrlftaBjald: Innanlanda kr. 1.00 & nlillL Utanlanda kr. 1.10 á. nlnilL É lauaaaðlu 10 aura alntaklO. 10 aura nal liaabOk. Einkennileg neitun. íslenskum togara neit- a5 um ag fá keyptan ís í Hull. Fyrir nokkrum clögum kom tog- arinn Snorri goði til Hull. Hafði Jhann selt afla sinn í Þýskalandi. En þareð kol og ís fást jafnan fyrir lægra verð í Englandi en Þýskalandi, var farið til Hull til þess að fá þessar nauðsynjavörur. En er til Hull kom fekk togar- inn eltki nema kolin keypt þar. Um ísinn var neitað. Er mein- bægni útgerðarmanna þar kent um, því þeir munu eiga lilutdeild í ís- kúsunum. En þetta þykir því merkilegra, sem togarinn var hjer ekki að selja afla, í samkeppni við enska útgerðarmenn, heldur kom aðeins til að kaupa nauðsynj- ar sínar. „Snorri goði“ sigldi til Aber- deen og fekk þar keyptan ísinn. „Hekla“ Eimskipafjelags Reykja- víkur kom hingað í gær. Frá því var sagt hjer í blaðinu nýlega, að stofnað væri Eimskipa- fjelag Reykjavíkur, er keypt hefði í Noregi flutningaskip til flutn- inga milli íslands og Miðjarðar- hafslandanna. Nú er þetta fyrsta skip fjelags- ins komið hingað. Er skipið á "Stærð við Gullfoss, t.ekur 1200 smál í farmrými. Skipið hefir verið nefnt „Hekla“. Var það áður eign „Söndenf jeldske1 gufuskipafjelags í Ósló. Er það rúml. 20 ára og hefir nýlega fengið mikla við- gerð. Skipið hefir verið bygt til ávaxtaflutnings, er hraðskreitt, eins og slík skip eru, og er allur útbúnaður þess mjög vandaður. Það hefir kolarúm fyrir 250—300 smálestir kola, járndekk með timburþiljum ofan á, tvennar bómur og því sex vindur, svo hægt -er að losa sltipið á bæði borð í -einu. Allar eru íbúðir í skipinu hin- _ar vönduðustu og rúmgóðar. Yfirleitt- er skipið rennilegt og -eigulegt í alla staði, og er ástæðá til þess að óska hinu nýju fjelagi til hamingju með þetta fyrsta .skip sitt. K. R. dansleikur. Á laugardag- inn kemur heldur K. R. fyrsta dansleik sinn á þessum vetri. — Ágæt hljómsveit verður og húsið fagurlega skreytt. (Sjá nánar aug- lýsingu í blaðinu). Mjólkurverðið lækkar. Lelðin út úr atvinnuleysinu. Frekari lækkun fáanleg um leið og betra skipulag kemst á söluna, segir Eyjólfur Jöhannsson framkvæmdar- stjóri Mjólkurfjelagsins. Mjólkurbandalagið hefir nú á- kveðið að frá 16. nóv. skuli mjólk- urverðið lækka úr 44 aurum lítr- inn í 40 aura, þegar mjólk er seld í lausu máli, en mjóllc í flöskum á að kosta 42 aura. í sambandi við lækkun þessa hefir Mbl. haft tal af Eyjólfi Jó- hannssyni framkvæmdastj. Mjólk- urfjelagsins. Hann sagði m. a. Lengi hefir verið um það talað, að lækka mjólkurverðið hjer í bænum. En við mjólkurbandalags- menn höfum óskað þess, að um leið og verðlækkunin kæmist til framkvæmda þá kæmust önnur at- riði mjólkursölumálsins í æskilegt horf. " Það er hagnaður jafnt selj- anda sem kaupanda, að mjólkur- sölunni sje þannig fyrir komið, að útsöluverðið geti . orðið sem lægst, og mjólkurframleiðslan þó borið sig, þ. e. a. s. að kostnaður við sölu og meðferð mjólkur verði sem minstur. Á síðastliðnum vetri ritaði Mjólkurbandalagið bæjarstjórn brjef, þar sem bandalagið fór fram á, að bæjarstjórn gerði reglu gerð um mjólkursöluna lijer í bænum, sem miðaði að því að minka útsölukostnaðinn, lækka verðið. Þessu ætlum við að fá framgengt aðallega með tvennu rnóti: Með því að útsölustöðum mjólkur yrði fækkað og með þvi að bæjarstjórn gæfi út reglur um það, að eigi mætti selja aðra mjólk hjer í bænum en geril- sneyddu, eða mjólkin væri fram- leidd og seld undir þeim skilyrð- um, að full trygging sje fyrir því að mjólkin sje upp á það besta. Nú hefir Mjólkurbanda- lagíð yfir svo stórum mjólkur- stöðvum að ráða, að þær geta hreinsað eða gerilsneytt alla þá mjólk, sem hjer er seld. En kostn- aðurinn við hreinsun hvers mjólk- urlítra verður þeim mun minni, sem meiri mjólk fer gegnum stöðvarnar. Um útsölustaði mjólkur lijer í bænum er það að segja, að þeir eru eitthvað ferfalt fleiri en þörf er á. Liggur í augum uppi, að það eykur mjög sölukostnaðinn í heild sinni, að hafa útsölustaðina svo marga. Nú er kostnaðurinn við þá mjólk sem gerilsneydd er og sett í flöskur, sem hjer segir, á hvern l’ítra: Útsölukostnaður 6-8 aurar. Ger- ilsneyðing 5 aurar. Kostnaður við flöskur 5 aurar, en af flöskukostn aði borgar kaupandi 2 aura. Alls er það 16—18 aura kostnaður, sem legst á hvern lítra mjólkur, eftir að mjólltin er komin liingað til bæjarins. En fækki útsölustöðum og fari öll mjólkin gegnum mjólkur stöðv arnar, lækka tveir þessara kostn- aðarliða að verulegu leyti. Mjólkurbandalagið ætlast sem sje til þess, að bæjarstjórn sjái sjer fært að kveða á um hæfilegan fjölda útsölustaða og að öll mjólk sem hjer er seld, verði geril- sneydd eða hreinsuð á fullgildum mjólkumstöðvum. En fyrir þá aðstoð við mjólkur- framleiðendur, ætlumst við til þess, að þau fríðindi komi 4 móti, að bæjarstjórn megi framvegis hafa íhlutun um útsöluverð mjólk ur hjer í bænum. Að mjólkurverð- ið breytist eftir því hvernig fram- leiðslukostnaðurinn breytist, og verði verðlag mjóikurinnar ákveð ið svo oft sem þurfa þykir sam- kvæmt breytingum á ýmsum kostn aðarliðum við framleiðslu mjólk- urinnar, er reiknast eftir fyrir- fram ákveðnu vísitalnakerfi. Með því móti væri það trygt, að framleiðendur og neýtendur mættust á miðri leið í samningum um sanngjarnt mjólkurverð hjer i bænum. Jafnframt verðúm við framleið- endur vitanlega að lilíta því strangasta eftirliti frá hendi heil- brigðisyfirvalda og bæjarstjórnar, um að öll meðferð mjólkurinnar sje hin vandaðasta og besta. Mun jeg innan skamms, segir Eyjólfur að lokum, gefa bæjar- búum kost 4 að kynnast af eigin sjón og raun síðustu nýjung- ,um 4 því sviði, sem vísindi og vjelamenning stórþjóðanna hafa að bjóða. Forsetafcosning í Banöaríkjum. I gær fór fram kjörmannakosn- ing í Bandaríkjunum, og hinir kosnu kjörmenn eiga síðan að velja forseta. Fer sú kosning ekki fram fyr en í febrúar, en eftir úrslitum kjörmannakosningarinn- ar í gær, verður vitað hvert for- setaefnið verður valið. Er ekki nema tveimur mönnum til að dreifa. Hoover núverandi forseta, sem er forsetaefni republikana, og Theodore Roosevelt, forsetaefni demokrata. Seinustu kosningaræður sínar hjeldu þeir í gærmorgun í út- varpið. H.oover var þá á ferð í járnbrautarvagni, en Roosevelt heima hjá sjer í New York. Samkvæmt seinustu fregnum að vestan er talið, að Roosevelt muni vinna stórsigur í kosningunum. í vesturríkjunum og miðríkjunum, þar sem Hoover hafði mest fylgi áður, muu i demokratar nú hafá stórum meira fylgi heldur en re- publikanar. 1 nótt var útvarpað kosningafrjettum frá stuttbylgju- stöðvum vestra, en úrslitatölur munu tæplega væntanlegar í dag. Sá, sem kjörinn verður forseti, ;á að taka við völdum 4. mars. Stiórnarummyndun í Juffoslaviu. Belgrade, 5. nóv. United Press. FB. Srsehitch hefir lokið við að endur- -kipnleggja ríkisstjórnina. Flestir gömlu ráðherranna eiga sæti í nýju ríkisstjórninni. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir haldið uppi svonefndri atvinnu- bótavinnu síðan í miðjum ágúst- mánuði síðastliðnum og hefir rík- issjóður styrkt vinnu þessa með nokltrum f járframlögum. Mun hafa farið hátt 4 þriðja hundrað þúsund króna í þessa atvinnubóta vinnu til þessa tíma. Og nú er svo komið, að bæjarsjóður og ríkis- sjóður hafa eytt nálega öllu því fje, sem liægt er að verja í þessu skyni. Það liggur í augum uppi, að það er ákaflega miklum erfiðleik- um bundið fyrir ríkið og bæjar- sjóðj, að; leggja fram stórfje á þess- um krepputímum í vinnu, sem engan arð gefur. Það mun ög flestum hafa verið ljóst frá upp- hafi, að til þessara atvinnubóta- vinnu var gripið aðeins út úr neyð. Hún átti að draga úr sár- ustu neyðinni, sem af atvihnuleys- inu stafaði. En nú verða menn hinsvegar að horfast í augu við blákaldan sann- leikann, og hann er sá, að atvinnu bótavinnan getur ekki haldið á- fram eins og verið hefir, af þeirri einföldu ástæðu, að fje er ekki til. í þessu ináli er ekki til neins að vera að rífast um það, hvort kaupgjald í atvinnubótavinnunni verði kr. 1,36 (1,50) um klst. eða 1 kr.óna. Hitt er aðalatriðið, að sáralítið fje er eftir, sem hægt er að verja í þessu skyni og að eins lítill hluti þeirra, sem atvinnu lausir eru, geta komist að í at- vinnubótavinnunni. Það er því ber sýnilegt, að atvinnubótavinnan ein út af fyrir sig er engin lausn á atvinnuleysinu. Hjer í blaðinu hefir oft verið á það bent, að eina leiðin út úr atvinnuleysi væri sú, að koma öllum togaraflotanum af stað, og sjá svo um, að hann geti gengið nokkurn veginn liindrunarlaust mikinn hluta ársins. En til þess að þetta megi takast, verða allir aðilar, sem hjer eiga hlut að máli að taka liöndum saman og vinná sameiginlega að lausn málanna. Reykjavíkurbær stendur og fell- ur með togoraútgerðinni. Bæjar- stjórn ætti því að skilja það, að ekki er lítið leggjandi í sölurnar til þess, að þessi atvinnuvegur geti blómgast og dafnað hjer í höfuð- staðnum. En því miður hefir bæj- árstjórn ekki sýnt þann skilning 4 þessum málum, sem vera ber. Gjöld þau, sem Reykjavíkurbær tekur af fiskiflota sínum eru svo gífurleg, að menn flýja hjeðan með skip sín. Reykjavíkurbær á að veita fiskiflotanum vildarkjör, svo að menn sækist eftir að gera út hjeðan. Ríkið eða ríkissjóður er vissu- lega veigamikill aðili í þessum málum. Það má segja líkt um ríkisbúskapinn og sagt var um bæjarsjóð Reykjavíkur, að hann stendur og fellur með útgerðinni. Það er fyrst og fremst hún, sem færir ríkissjóði þær tekjur, sem hann þarf að fá til þess að geta staðist sín útgjöld. En hvað hef- ir ríkið gert til þess að hlúa að þessum atvinnurekstri ? Ekkert. — Þvert 4 móti hefir stefna Alþing- is tíðum verið sú, að finna öll hugsanleg ráð til þess að fjefletta isem best þenna aðalatvinnurekstur þjóðarinnar. Enda er nú svo kom- ið, að togaraútgerðin rís ekki lengur undir þeim gífurlegu skott um, sem ríkið leggur á hana. Alt sem útgerðin þarfnast til fram- leiðslunnar er skattað og sumt gífurlega. Jafnvel sjálf framleiðslu varan er sköttuð. Hvaða vit er í þessu ? . Utgerðarmenn, sjómenn og verka menn, sem eiga alla sína afltomu undir því, að togaraútgerðin gangi vel, eyða miklum tíma í illkynj- aðar deilur innbyrðis, í stað þess að vinna sameiginlega að vél- gengni . útgerðarinnar. Þetta er hörmulegt og óútreiknanlegt það tjón, sem af þessu hlýst. Hvers vegna reyna ekki þepsir aðilar að koma sjer saman um kaupgrund- völl, sem miðast við afkomu at- (vinnuvegarins á hverjum tíma? — Fengist kaupgjaldsmálið leyst 4 þessum "rundvélli. þá mundi skap ast varanlegur vinnufriður við þenna atvinnurekstur. Utgerðarmenn, sjómenn, verka- menn í landi, bæjarstjórn og rík- isstjórn, takið nú liöndum saman og vinnið í sameiningu að því, að koma togaraútgerðinni á heil- brigðan grundvöll.Heppnist þetta, þá mvndi um leið leysast að sjálfu sjer flest þau vandræðamál, sem bæjarstjórn á nú við að gliíma. Lausn vandamálanna getnr aldrei verið fólgin í því, að nokk- ur hluti borgaranna heimti alt af samborgurum sínum, en leggi ekkert í sölurnar sjálfir. Frá Þýskalandi. \ Beflin. 6. nóvember. ITnited Press. FB. Kosningarnar fóru fram án ó- eirða að kalla má og voru í því frábrugðnar þeim kosningum, er seinast fóru fram í Þýskalandi, því að þá var allvíða óeirðasamt í landinu á kosningadaginn. Þátt- takan í kosningunum var ljeleg — einkum framan af degi, sumpart vegna deyfðar kjósenda, en einn- ig veðurs vegna. Berlin. 7. nóvember. United Press. FB. Verkfallinu mátti heita lokið síðari hhita dags í dag. Yfirvöld- in tilkyntu þá, að umferð væri hafin á 62 af 73 sporvagnabraut- um borgarinnar og 22 af 32 stræt- isvagnabrautum. Umferð er einnig liafin á flestpm neðanjarðar-járn- brautarlestunum. — Lögreglu- varðlið er á öllu lestum og stöðv- um. — Ofviðri í Noregi. Oslo, 7. nóv. NRP. — FB. Frá Tromsö er símað að mikið óveður hafi farið vfir Norður- Noreg í gær. Miklar skemdir urðu á húsum í Tromsö. Frá Sörengen á Vestfold er símar að enski botn- vörpungurinn Golden Deep hafi farist. Skipsmenn gerðu t.ilraun til þess að komast í land, en mikið brim var, og óttast menn, aS þeir þafi allir farist. ... i » » ♦ >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.