Morgunblaðið - 10.11.1932, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.11.1932, Blaðsíða 4
'4 MORGUNBLAÐIÐ mwezmi y ?iufliv HuglýslogaflBgliÉk BIAm og Áwextir, Hainar- stræti 5. Daglega allar íáanlegar tegundir afskorinna blóma. Mikið úrval aí krönsum úr tilbúnum blómum og lifandi blómum. Margs- konar tækifærisgjafir. Munið símanúmerið 1663, því það er í Nýju fiskbúðinni, Lauf- ásvegi 37. íslensk málverk, fjölbreytt úrval, bæði í olíu og vatnslitum, sporöskju- rammar af mörgum stærðum, vegg- myndir í stóru úrvali. Mynda- og rammaverslunin, Freyjugötu 11. Sig. Þorsteinsson. Sími 2105. Sigurður Thoroddsen verkfrœð- ingur. Tek að mjer mælingar lóða, ballamælingar, vegamælingar Qg ýms önnur verkfræðingastörf. — Fríkirkjuveg 3. -Sími 227. Viðtals- tími frá 4—6 síðd. Fæði, einstakar máltíðir, kaffi, öl, gosdrykkir með lægsta verði í Cafe Svanurinn. (Hornið við Barónsstíg og Grettisgötu). Best bita kolin frá Kolaverslun Ólafs Benediktssonar. Sími 1845. Giænýtt fars er altaf til. Fiskmetis- gerðin, Hverfisgötu 57. Sími 2212. Orgelkensla. Kristinn Ingvarsson, Laugaveg 76. ReiChjól tekin til geymslu. „Órn- ínn“, sími 1161, Laugaveg 8 og Laugaveg 20. % Fiskfars, heimatilbúið, 60 aura ■■ Vs kg., fæst daglega á Fríkirkju- veg 3. Sími 227. Kristín Thorodd- . sen, —___________________________ ■ Nýtt andlitsbað sem gerir húð- ina hvíta og eyðir blettum og fréknum. Hárgreiðslustofa Reykja vífeur (J. A. Hobbs), Aðalstræti l(b Sími 1045. Barnapeysnr. Smábarnaföt.;™ „DTNGJA er íslenskt skúri- og ræstidi og fæst hjá Úlali Gnnnlangss5 Ránargötu 15. EGGERT CLAESSEN hæstarjettarmálaflutningsmaCur. Skrifstofa: OddfellowhúsiC, Vonarstræti 10. (Inngangur nm anstnrdyr). Súni 871. ViCtalstími 10—12 árdegi*. Afrit af dómnum hefir blaðið ekki getað fengið enn, en það liitti í gærkvöldi að máli Magnús Guðmundsson ráðh. og afhenti hann yfirlýsingn þá, sem birt er á öðrum stað í blaðiiiu. Væntanlega verður máli þessu hraðað sem mest í Hæstarjetti. Allir Sjálfstæðismenn eru þess fullvissir, að ekki líði langur tími þangað til Magnús Guðmundsson á kost á að skipa aftur það trún- aðarsæti, sem flokksmenn hafa falið bonnm. Forsetakosning ~í Banöaríkjum. Roosevelt sigrar glæsilega. New York 9. nóv. United Press. FB. Samkvæmt upplýsingum þeim, sem nú eru fyrir hendi, um kosn- ingaúrslitin, hefir Roosevelt verið kosinn forseti með glæsilegum meiri hluta atkvæða. Hefir hann unnið sigur í 38 ríkjum, sem hafa samtals 434 kjörmannaatkvæði, en_, 266 kjörmannaatkvæði nægja. í Nevv York ríki, er befir 47 kjör- mannaatkvæði, vann Roosvelt með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða, en 1928 vanu Hoover sig- ur í New York ríki og hlaut því öll kjörmanna-atkvæði þess. — Lehman bankastjóri hefir verið kjörinn ríkisstjóri í New York. Hann er demokrat, en 0,Brien, demokrat, hefir verið kjörinn borgarstjóri í New York borg. Hoover forseti, sem er staddur í Kaliforníu, hefir símað Roose- velt heillaóskir sínar. ’Dagbók. Veðrið í gær: Stilt og bjart veðnr á N- og A-landi, en SV- gola eða kaldi með skúrum á S- og V-landi. Hiti er víðast 1—4 stig. Úti fyrir Vestfjörðum mun vera NA-strekkingur og snjó- koma. Suðvestur í hafi er ný lægð, sem hreyfist NA-eftir en fer að öllum Iíkindum fyrir sunnan land. Má því bráðlega búast við NA- N-átt bjer á landi, en líklega rign- ir eitthvað áður sunnanlands að minsta kosti. Veðurútlit í dag: SA-átt og rigning fyrst, en gengur sennilega í NA og ljettir til með kvöldinu. Smásöluverð í byrjun október- mánaðar hefir verið 2% lægra heldur en mánuði fyr. -Stafar sú lækkun eingöngu af lækkuðu kjöt- verði. Flutningaskip, sem ,Columbia‘ heitir, kom hingað í gær með timburfarm. Látixui er vestanhafs Baldur Guðjohnsen frá Húsavík, 53 ára að aldri. Hann dó úr krabbameini. Foreldrar hans voru Þórður Guð- johnsen verslunarstjóri hjá Orum & Wulff og fyrri kona hans Hall- dóra, systir Sveinbjörns Svein- björnsson tónskálds. Um aldamót- in fór Baldur vestur um haf og alla leið til Alaska. Gerðist hann þar gullnemi og var við það í 10 ár. Mun hann lítið hafa grætt á því annað en reynslu í æfintýrum og mannraunum. Þegar hann kom þaðan settist hann að í Seattle og átti þar síðan heimá. Árið 1918 kvæntist hann ungfrú Salome Ól- afsdóttur frá Múla í Gufudals- sveit. Móðir hennar var Guðrún Aradóttir og voru þau Björn Jónsson, ritstjóri ísafoldar, bræðra börn. Skemtikvöld. Norræna fjelagið og íslensk-sænska fjelagið Svíþjóð ætla að liafa skemtun í Hótel Borg á Jaugardagskvöld. Þar verða ræð- ur fluttar, sungið og dansað. Ungbarnavernd Líknar, Báru- götu 2. Opin hvem fimtudag og f-östudag frá kl. 3—4. Skipafrjettir: Gullfoss fór frá HÖfn í fyrradag. Goðafoss fór frá Húsavík í gærmorgun, áleiðis til Kópaskers. Brúarfoss fór frá Vest- mannaeyjum í gærmorgun, áleiðis út. Dettifoss fór frá Hull í fyrra- dag. Lagarfoss fór frá Höfn í fjTradag. Selfoss mun vera kom- inn til Antwerpen. Danska fjelagið í Reykjavík efnir til skemtisamkomu fyrir fje- laga og gesti í Hótel Borg, annað kvöld. La Cour verkfræðingur flytur þar erindi. Esja er væntanleg úr strandferð í dag, og Dronning Alexandrine að norðan. Áttræður verður í dag Hannes Hannesson í Suðurkoti á Vatns- leysuströnd. Bjó hann lengi í Suð- urkoti, en dvelur nú hjá tengda- dóttur sinni, sem er ekkja og hef- ir um mörg ár verið stoð hans, og stytta. Hannes hefir jafnan verið hinn nýtasti maður, duglegur og þrekmikill, trúlyndur og vandaður í öllum greinum. Ellina ber hann vel, en heilsan er að þrotum kom- in. Margir vinir og kunningjar munu senda gamla manninum hlýjar árnaðaróskir á þessum merkisdegi, því að flestum er þeim hlýtt til hans, sem honum hafa kynst. Verslunarmannafjel. Reykjavik- ur. Aðalfundur fjelagsins verður haldinn í kvöld, og hefst kl. 8y2 síðd. samkvæmt auglýsingu í hlað- inu í gær, og væntir stjórnin þess að fjelagsmenn mæti vel og stund- víslega. Háskólafyrirlestrar Matthías- ar Þórðarsonar þjóðminjavarðar verða framvegis á fimtudögum kl. 6. Fvrirlesturinn í kvöld verður fluttur í Þjóðminjasafninu. Til Strandarkirkju frá M. N. 20 kr. Stínu 2 kr. Ónefndri konti 5 kr. Ónefndum manni í Hafnar- firði 10 kr. Útvarpið í dag: 10,00 Veður- fregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 16,00 Veðurfregnir. 19,05 Grammófón- tónleikar. 19,30 Veðnrfregnir. 19,40 Tilkynningar. Tónleikar. 20,00 Klnkkusláttnr. Frjettir. 20,30 Erindi: Ferðaminningar, III. (Mafnús Jónsson, próf.) 21,00 Tónleikar (útvarpskvartettinn). Orgel-sóló: Sonata í A-dúr, eftir Mendelsohn og Choral í A-moll, eftir César Franck (Páll ísólfs- son), Grammófón: Capriecio Ital- ien, eftir Tschaikowski. Farsóttir. Sýrsla nm farsóttir í landinu í októbermánuði er komin frá landlækni. Sjest á henni, að alls hafa verið skráð 1389 tilfelli á öllu landinu í þessum mánuði. Tiltölulega hefir verið mikið um f'arsóttir á Norðurlandi (380 tíl- felli). Blóðsótt. Af henni veiktust 58 í októbermánuði, þar af 10 í Þing- evrarhjeraði, 5 í Flateyrarhjeraði og 43 i Akureyrarhjeraði. Skarlatssóttin er enn á ferð um landið. Veiktust 68 af henni í síð- asta mánuði, þar af 1 í Eyrar- bakkahjeraði, 4 í Hofsósshjeraði, 30 í Siglufjarðarhjeraði, 4 í Svarf- dælahjeraði, 12 í Akureyrarhjer- aði, 1 í Reykdælahjeraði og 15 í Seyðisfjarðarhjeraði. Af mænnsótt veiktust 4 í októ- bermánuði austanlands, þrír í Seyðisfjarðarhjeraði og einn í L i* Svom vinn jeqmjer Derkid hœgt ^ segir María STOR PAKKI 0,55 AURA LÍTILL PAKKI 0,30 AURA A M-R 44*047A IC Þvotturinn er enginn þræl- dómur fyrir mig. Jeg bleyti þvottinn í heitu Rinso vatni, kanske þvæli lauslega eða sýð pau fötin sem eru mjög óhrein. Síðan skola jeg þvot- tinn vel og eins og þið sjáið, pá er þvotturinn minn hreinxi og mjallhvítur. Reynið þið bara Rinso, jeg veit áð þið segið : „En sá mikli munur R. S. HUDSON LIMITED, LIVERPOOL, ENGLANT>* Kaupmenn! er lang útbreiddasta blaðið tíi sveita og við sjó, utan Reykjavikur og um hverfis hennar, og er því besta auglýsingabl aðið á þessum mM fik slóðum. Norðfjarðarlijeraði. Annars staðar á landinu gerði hún ekki vart við sig. Ferðalaga og Ijósmyndasýning. Stjórn Ferðafjelags íslands til- kj'nnnir: Ferðafjelag fslands hef- ir ákveðið að efna til almennrar sýningar, er hefjist um miðjan febrúar n.k. í Sundhöllinni í Rvík. Sýnt verður: 1) Alt, sem lýtur að útbiinaði til ferðalaga á landi, svo sem tjöld, hvtlupokar, mat- reiðsluáhöld, fatnaður, reiðtýgi, skíði og skíðaútbúnaður, mynda- vjelar, mælingaáhöld o. s. frv. 2) Ljósmyndir. Þessi sýning verð- ur í tvennu lagi. A) Fyrir áhuga- menn og er hverjum heimilt að sýna alt að 10 myndir af ferða- laga og útimyndum og 10 and- lits eða innimyndir. Stærð mynda fari ekki fram úr fjórðungsörk. B) fyrir atvinnuljósmyndara.Hver sýnandi getur sýnt alt að 20 myndir og fari veggflötur hvers sýnanda ekki fram úr 24 ferm. Verðlaun verða veitt, í tveimur flokkum, þátttakendum í áhuga- mannasýningunni, en atvinnuljós- myndarasýningin verður sölusýn- ing án verðlauna. Þátttöku í sýn- ingunni verður að tilkynna stjórn f jelagsins fyrir 15. janúar, en sýn- íngarmunir og myndir sje komið til fjelagsins eigi seinna en 12. febrúar. Nánari upplýsingar um sýninguna verða birtar innan skamms. (FB). Spilakvðldin em byrjnð. Lltið í glngga , Leðuivörudeildar Hliáðfœraimssins- Hndlítspúður. grænt, rautt, hleikt, hvítt, gult, grúnt og fljótandi. Mest og besfc úrval. Hárgreiðslustofa Reykjavíkur;, J. A, Hobbs. Aðalstræti 10. Sími 1045. Purkaðir og niðursoðnlr ðTsxtlr allar teganðir. BSknnaregg 16 aara, Aibragðs gðð kæts á£80 anra v, kg. TiPirawoi LAUGAVEG 63. SÍMI 2393. Þe i r, sem kaupa trúIofunarhrinff» hjá Sigurþór verða altaf ánægðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.