Morgunblaðið - 10.11.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.11.1932, Blaðsíða 3
MORGUNBLA^IÐ 8 JfRorgutiWaMfc H.f. ÁTT«knr, lirUkTllíi SUtstJðrar: Jön KJartansaoB. ValtjT Stafánaaotf, JUtatJör" o( afcralQala: Anaturatrntl I. — Slaai Mlf AUBlýalncaatJörl: B. Hafbarc, Anriyalnraakrifatofa: Auaturatraetl 17. •— Slaal fM< Holaaaalaaar: Jön KJartanaaon nr. 741. Valtjr Stafánaaon nr. 1111, M. Hafbarn nr. 771, Askrlf tanJald: Innanlanda kr. 1.00 á aaánaVL Htanlanda kr. 1.10 á aaánnBi, fi lauaaaðlu 10 aura olntakK. 10 aura aasS Hasbák. Yfirlýsing. Þó að jeg telji dóm þann rang- an, sem lögreglustjórinn í Reykja- vík liefir ltveðið upp yfir mjer, þá hefi jeg þó tekið þá ákvörð- un að beiðast þegar lausnar, því - að 'jeg lít svo á, að í ráðherrasæti «igi enginn að sitja, sem hefir hlotið áfellisdóm hjá löglegum dómstóli, meðan dóminum er ekki hrundið með æðri dómi. Jeg nota þetta tækifæri til þess -að lýsa vfir því, að jeg mundi alls ekki á síðastliðnu vori hafa ■tekið sæti í landsstjórninni, hefði jeg verið mjer þess meðvitandi, að jeg væri selíur um það, sem jeg nú er dæmdur fyrir. Má.lið hefi jeg borið undir ýmsa merka og glöggskygna lögfræð- inga og allir hafa þeir verið sam- mála mjer um málstaðinn. Jeg bíð því rólegur úrslitanna í Hæsta- rjetti, en þangað hefi jeg þegar skotið málinu. Magnús Guðmundsson. StórkosM rán. Tveir bófar ráðast á Svein- björn Egilson, á skrifstofu Fiskifjelaffsins í Landsbank- anum, berja hann og binda ræna bví fje, er bar var, á briðja búsund krónur. 1 gærkvöldi, rjett áður en blað- ið fór í prentun barst sú fregn um bæinn. að tveir menn hefði í gærkvöldi um kl. 9, komið inn í skrifstofu Fiskifjelagsins í Landsbankaliúsinu, til Sveinbj. Egilson. Gerðu þeir sjer það til erindis, að spyrja Sveinbjörn um skip. Er Sveinbjörn opnaði skúffu til að ná í einhver gögn, og- laut niður; rjeðust þeir á hann, börðu hann, svo hann tapaði meðvitund og bundu hann. Síðan liafa þeir látið þarna greipar sópa og stolið á 3. þúsund krónum. Komið var að Sveinbirni þarna tveim klst. síðar, þar sem hann lá bjargar- laus. Klæðnaður Gretu Garbo. Síðan kvik myndadrotningin Greta Garbo kom til Svíþjóðar í sumar hefir hún jafnan, er hún hefir sýnt sig á manna inótum á leikhusum og víðar, verið svo afkáralega klædd að furðu gegnir. Hefir hún verið í jússulegum yfir- höfnum, duggarapeysu og með húfu- pottlok, svo klæðnaðurinn hefir blátt áfram afskræmt hana. — Samt hafa margar konur ekki staðist mátið, og stæla nú hina óviðjafnanlegu Gretu 3 klæðaburði á almannafæri. í m ? i I i * I Leifar Hriflu-„riettuí5innar“. Lögreglustjórinn í Reykjauík öœm- ir (Tlagnús öuðmunösson, öóms- málarúðherra í 15 öaga fangelsi. Kl. 5 síðdegis í gær kvað Her- mann Jónasson lögreglustjóri upp dóm í máli því, sem .Jónas frá Hriflu fyrirskipaði gegn eftir- manni sínum i dómsmálaráðherra- sætinu, Magnúsi Gnðmnndssyni. Þetta mál er, sem kunnugt er, í sambandi við gjaldþrot G. Behr- ens fyrv. heildsala hjer í bænum. Þáttur Magnúsar Guðmundssonar. Afskifti Magnúsár Guðmunds- sonar af máli þessu eru í stórum dráttum þau, er nú skal greina: í októbermá.nuði 1929 kom til M. G., sem málaflutningsmanns, C. Behrens kaupmaður og tjáði hon- um, að hann hefði notað í eigin þarfir mikið af fje, sem bann liefði innheimt. fvrir erlent firma. Kaup- maðnrinn tjáði M. G., að umboðs- maður liins erlenda firma mundi bráðlega koma bingað til lands og heimta greiðslu, en liann hefði ekki handbæra peninga til þess að greiða nema lítið af skuldinni. M. G. tjáði kaupmanninum, að bann gæti ekkert um það sagt bvað gera skyldi fyr en hann hefði sjeð efnahagssþýslu lians, en hún yrði að vera samin af löggiltum endurskoðenda. Efnahp,gsskýrslan var svo gerð og var bún samin af N. Mancher endurskoðanda. Samkvæmt skýrsl unni voru skuldir alls tæplega 123.000 kr., þar af nimlega 68 þúsund við hið erlenda firma. sem átti hið innheimta fje, rúm). 27 þús. kr. við aðra skuldlieimtu- menn, flesta erlenda, umboðsvörur fyrir rúml. 4 þús. kr. og um 23.500 kr. við ýms skyldmenni kaup- mannsins erlendis. Kaupmaðurinn gaf þær upplýsingar,- sem stað- festar voru síðar, að eigi þyrfti I að taka tillit til skuldanna við skyldmenni lians, því að þær yrðu ekki af honum heimtar. Nálnu því skuldirnar alls tæpl. 100 þús. kr. En eignir samkv. efnahagsskýrsl- jjnni voru um 98 þús. kr. og voru þá ekki meðtaldar 6000 kr., sem var óumsamin innieign hjá er- lendu firma. Ennfr. upplýstist síð- ar. að 5000 kr., sem talið var að hefði verið eytt, voru greiddar upp í skuld, sem þannig var talin 5000 kr. of hátt. Á efnahagsskýrslunni var því ekki annað sjáanlegt, en að C. Behrens hafi átt 8—9 þús. kr. umfram skuldir, þegar frá eru taldar skuldir venslamanna hans. Hið erlenda firma gekk hart eftir sinni skuld, en C. Behrens iiafði litla peninga til þess að greiða skuldina með. Var þá það ráð tekið, að framselja firmanu útistandandi skuldir og vörur fyr- ir samtals um 47 þús. kr. og sá M. G. um samningagerðin'a og tók að sjer innheimtu skuldanna. ■— Þetta gerðist í októher 1929. Sex mánuðum síðar, eða í júnímánuði 1930 reyndi C. Behrens að fá nauð asamnin ga við skuldheimtu- emnn sína, en þeir strönduðu.Loks í febrúar 1931 var svo komið fjár- hag C. Behrens, að bú hans var tekið til gjaldþrotaskifta og fór rannsókn þá fram lögum sam- kvæmt. Þáttur Jónasar frá Hriflu. Rannsókn út af gjaldþroti C. Behrens byrjaði í fehrúar 1931. Að rannsókn lokinni voru máls- skjölin send í dómsmálaráðuneyt- ið, en þá var Jónas Jónsson frá Hriflu, æðsti vörður laga og rjettar í landinu. Málið lá lengi í stjórnarráðinu án þess ákvörð- un yrði tekin um það hvað gera skyldi. En þegar leið á þingið 1932 fór Jónas frá Hriflu að verða valtur í ráðherrasessi. Og 25. maí í vor var sú ákörðun tekin á flokksfundi í Framsóknarflokkn- um, að þáverandi forsætisráðherra Tryggvi Þórhallsson skyldi beið- a.st lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Næsta dag fekk vikapiltur Jón- asar, Hermann Jónasson lögreglu- stjóri svohljóðandi brjef frá hús- bónda sínum, hinum fráfarandi dómsmálaráðherra: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, Reykjavík, 23. maí 1932. Jafnframt þvi að endursenda yð- ur, herra lögreglustjóri útskrift af rjettarrannsókn, sem þjer hafið haldið í tilefni af gjaldþroti C. Behrens kaupmanns, ásamt 7 fylgi skjölum, er hjermeð lagt fyrir yður að halda áfram rannsókn máls þessa og koma síðan fram á.byrgð lögum samkvæmt gegn nefndum gjaldþrota C. Behrens, og ennfremur gegn lögfræðingi þeim, og endurskoðanda, sem að- stoðuðu hann við eignayfirfærsl- una fyrir gjaldþrotið. Jónas Jónsson. G. Sveinhjörnsson Til lögreglustjórans í Reykjavík. Þetta var ekki eina kveðjan. er hinn fráfarandi dómsmálaráðherra ljet frá sjer fara úm leið og hann hröklaðist úr ráðherrasæti. Hann fyrirskipaði einnig sakamálshöfð- un gegn fyrv. bankastjórum ís- landsljanka og borgarstjóranum í Reykjavík. Sósíalistar reka erindi Jónasar frá Hriflu á Alþingi Laugardaginn 5. júní s.li var fundur haldinn í sameinuðu þingi og þar tilkynt myndun samsteypu stjórnar Ásgeirs Ásgeirssonar. — Sósíalistár, samherjar Jónasar frá Hriflu not.uðu að sjálfsögðu þetta tækifæri til þess að reka þar er- indi samherja síns. Jón Baldvinsson spurði forsæt- isráðherra Ásg. Ásg. um saka- málshöfun þá, sem Jónas frá Hriflu hafði fvrirskipað gegn M. Guðmundssyni. Þessu svaraði for- sætisráðherra þannig, að J. Bald. vissi vel, að M. G. væri ekki fremur sakamaður en hann (J. B.) sjálfur. Þetta svar þótti þingheimi vel við eigandi, en Jónas frá Hriflu þrútnaði af reiði. Sósíalistar 'báru nú fram van- traust á stjórnina, en hún var feld með 30 atkv. gegn 4. Á þenna hátt svaraði Alþingi hinni svivirðilegn herferð Jónasar frá Hriflu á hend- ur Magnúsi Guðmundssyni. Leifar Hriflu-„rjett- vísinnar.“ Jónas frá Hriflu sá nú fram á, að ekki þýddi fyrir hann að halda ofsóknarherferðinni áfram í söl- um Alþingis. Þar var hann orðinn áhrifa- og valdalaus og fyrirlit- inn. Hann hafði aðeins fylgi 2—3 manna i sínum flokki og svo só- síalistanna. En nú kom sjer vel fyrir Jónas frá Hriflu, að eiga mann í ábyrgð- armesta dómaraembætti landsins, lögreglustjórann í Reykjavík. — Þessi maður átti að kveða upp dóm í máli M. Guðmundssonar. Jónas treysti honum til, að kveða upp pólitískan dóm og nú er sá dómur kominn í dagsins ljós. , Hermann lögreglustjóri kvað upp sinn dóm kl. 5 síðd. í gær. Hann )as aðeins upp niðurstöðu dómsins og var hún ,á þessa leið: C. Behr- ens kaupmaður var dæmdur í 45 daga fangelsi og auk þess sviftur leyfi til að reka .verslun hjer eða atvinnu í 6 ár, Magnús Guðmnnds son var dæmdur í 15 daga fang- elsi, en N. Mancher var sýknaður. Hinir dómfeldu, C. Behrens, og Magnús Guðmundsson, sem báðir voru viðstaddir í rjettinum, lýstu yfir því, að þeir óskuðu að mál- inu yrði áfrýjað til Hæstarjettar. M. Guðm. tók það sjerstaklega fram og hað bókað, að hann ósk- aði eftir, að áfrýjun yrði flýtt sem unt væri. Því lofaði dómarinn. Það eru síðustu drefjar Hriflu- „rjettvísinnar“ gömlu, sem end- urspeglast í þessum dómi lög- reglustjórans. Þjóðfjelagið býr enn að spillingu Hriflu-valdsins. En því meir sem þjónar Hriflu- .rjettvísinnar' koma fram í dags- ius ljós, þvi auðveldara verður að hreínsa til á sínum tíma. Þess vegna skal það ekki harmað, að lögreglustjórinn kvað upp þenna dóm. Magnús Guðmundsson beiðist lausnar. Magnús Guðmundsson tók þá álivörðun í gær, eftir að lögreglu- stjórinn liafði kveðið upp hinn merkilega dóm, að beiðast lausnar. Ákvörðun þessi er þó vitanlega ekki tekinn vegna þess, að M. G. fallist á dóminn, heldur vegna hins, að liann virðir dómsvaldið x landinu, þó að það hjer hafi lent í höndum pólitískra ofstækis- manna. Lögreglustjórinn er ekki öf- undsverður af dagsverki sími í gær. Fyrri hluta dagsins urðu hjer í bænum þær alvarlegustu óeirðir/ sem hjer hafa borið að höndum um langan tíma. Lög- reglustjórinn hlaut, að sjá óeirðir fyrir, en samt var hann óviðbúinn. Og það, að lögreglan hjelt hinum stjórnlausa skríl furðanlega í skefjum var ekki lögreglustjór- anum að þakka, heldur einstöku lögregluþjónum, sem sigað var út Happrn lieitir ný tegund af sjálf- blekungum, þeir eru fram- leiddir af sömu verksm. og Pelikan-sjálfblekungarnir og hinar vinsælu Pelikan- vör- ur. Rappen er með gull- penna og gegnsæum þlek- geymi og er mjög sterkxír og fallegur. RAPPEN kosta aðeins 11.50 Við hiifum fengið mikið úr- val af þessum pennum svo allir geta fengið penna við við sitt hæfi. BdkUiaicnt’ Lækjargötn 2---Sími 736. af fyrirhyggjulansum lögreglu- stjóra gegn margföldu ofurefli. En meðan segja má, að bærinn hafi logað í uppreisnarástandi sá lögreglustjóri ekki anrrað starf jarfara, en að snúa sjer að því máli, sem hann nú hefir haft und- ir liöndnm um nær tveggja ára skeið, og kveða upp í því þann dóm, sem hlaut að verða ríkis- yaldinu til stórhnekkis og koma sem olía í eld æsingamannanna. Hæstirjettur mun innan skams dæma um dómsathöfn HJermanns Jónassonar í gær. Er bæjarbúar hafa nú þegar kveðið upp úrslita- dóm um frammistöðu lögregln- stjórans, sem handhafa ríkis- valdsins. Krafa almennings var, að lögregluvaldið yrði þegar í stað tekið af Hermanni Jónassyni. Dómurinn. Eftiv langar og eflaust strangar fæðingarhríðir er nú loks komiirn dómurinn í máli því, sem Jónas Jónsson frá Hriflu fyrirskipa|Si gegn eftirmanni sínuin í dómp- málaráðherrasætinu, Magnúsi Guð- mundssvni. Dómurinn var uppkveðinn kl. 5 í gær og urðu úrslitin þau, að Magnús Guðmuiidsson var dæmd- ur í 15 daga fangelsi. O. Behrens kaupmaður í 45 daga, fangelsi, en N. Maneher endurskoðandi var sýknaður. Það er hinn reglulegi dómari, Hermann Jónasson lögreglustjóri, sem hefir kveðið upp þenna ein- kennilega dóm, sem án efa verð- ur að teljast pólitískt hermdar- verk. Það er kunnugt, að lög- reglustjórinn er einhver þægasti vikapiltur Jónasar frá Hriflu. er fyrirskipaði þessa málssókn. Það er og kunnugt, að lögreglustjórinn er aðalsprauta Hjriflnliðsins hjer 3 bæmim og innsti koppur í húri þeirrar fámennu klíku hjer í höf- uðstaðnum. sem enn hangir utan á Jónasi frá Hriflu. Engnm mun detta í hug að telja slíkan dómara óhlutdrægan í máli gegn M. G., sem sjálfur húsbóndi dómarans hefir til stofn að. Það gegnir furðu, að lögreglu- stjórinn skyldi ekki ótilkvaddur hafa vit á, að víkja úr sæti í þessu máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.