Morgunblaðið - 20.11.1932, Side 5

Morgunblaðið - 20.11.1932, Side 5
Summdaginn 20. nóv. 1932. 5 í'rá þyí það fyrst kom á markaðinn fyrir tæpum tveim árum, stöðugt hefir verið blandað íslenskri smjörfeiti (rjóma) og inniheldur nú smjörfeiti sem svarar 5% af íslensku smjöri, — hámark samkvæmt ísl. lögum, samkvæmt íjörefnarannsókn, sem gerð var í Oslo síðastliðið sumar á 4 smjörlíkistegundum hjeðan úr Rvík, sýndi SYANA- SMJÖRLÍKI sig að innihalda meira af bætiefnum en hinar tegundirnar. Vjer staðhæfum, að vjer notum betri hráefni í SVANA-SMJÖRLÍKI en aðrar smjörlíkisgerðir hjer á landi nota yfirleitt. Öll blöndun vor og meðferð á hráefnum er sú besta, sem til er, enda sýnir það sig líka, að aðrar smjörlíkisgerðir hjer þafa hvað eftir annað auglýst umbætur á framleiðslu sinni til þess ð reyna að keppa við SVANA-SMJÖRLlKI. Svana smjörlíkisgerðin er eina verksmiðjan hjer á land‘i, sem hefir efnafræðing í sinni þjónustu, sem stöð- ugt er vakandi og sofandi yfir því, að framleiðsian sje altiaf eins og hún getur best verið. f nafnlausri auglýsingu um smjörlíki í Morgunblaðinu þann 19. þ. m. er það gefið í skyn, að það sje snert á smjörlíkinu með höndunum í smjörlíkisgerðunum. Þetta er auðvitað staðleysa, sem nálgast atvinnuróg. I Svana-smjörlíkisgerðinni er aldrei snert á smjör.líkinu með höndunum nema utan á pappírnum. Viðskiftamönnum vorum er því óhætt að treysta því, að SVANA-SMJÖRLlKI er og verður betra en allar eftirlíkingar og þolir allan samanburð við hvaða smjörlík i sem er. Forðist eitirlíkingar ! Orðtak vort hefir verið og verður altaf þetta: Berið SVANA-SMJÖRLÍKI saman við annað smjörlíki og notið síðan það sem yður líkar best. H.L Svanur, smiOrlihis- 09 einaoeri. Lindargötu 14. Reykjavík. Hermann 1 ,Vísi‘ var fyrir nokkru skýrt frá leigusamningi ,sem Hermann .Jónassön 'lögreglustjóri gerði við jónas frá Hriflu á síðastliðinu vori, um landspilciú tilheyrandi Garðakirkju á Álftanesi. Jónas fi'á Hriflu gerði samninginn sem kirkjumálaráðherra. Lögreglustjóri sendi Vísi eitt- fivert yfirklór út af þessu og átti |>að víst að heita leiðrjetting, en var ekkert annað en viðurkenning «úm rjetta skýrslu af hálfu Vísis. Nokkru síðar racdc „Tíminn“ upp á nef sjer út af þessu og helti sjer yfir ritstjóra ,,Vísis“ fyrir að skýra frá þessum óttalega ieyndardómi og taldi }>etta hið mesta óhæfuverk og áleit, að eitt- hvert samband mundi vera milli þessa uppljósturs og máls M. Gr. Af æsingi „Tímans‘‘ mátti ráða það, að þetta mál var J. J. og Hermanni eitthvað viðkvæmt. — Morghl. hefir því þótt rjett að útvega sjer nánari upplýsingar um þetta mál og fara þær hjer á eftir: og lónas. Hinn 14. maí í vor var útbýtt á Alþingi tillÖgu til þingsályktun- ar um leigu á landi Garðakirkju á Álftanesi og var þar skorað á landstjórnina að leigja íbúum Hafnarfjarðarkaupstaðar til rækt unar land Garða á Álftanesi, því að í ITafnarfirði er mjög örðugt að fó land til ræktunar. Þessi }>ingsályktunartillaga var svo sam þvkt í efri deild 20. maí í vor. Bn 18. maí, eða 4 dögum eftir að þingsálýktunartillagan var orð- in kunn og 2 clögum áður en til- lagan var samþykt, leigir Jónas frá Hriflu Hermanni sínum hjer um bil 80 — áttatíu — dagsláttna lancl á erfðafestu af landi Garða, því sem liggur við Hafnarfjarð- , arveginn og talið er að sje besta | ræktunarland Garðanna og að sjálfsögðu mjög verðmætt, þar I sem það liggur við veginn milli | Hjafnarf jarðar og Reykjavíkur. — Leigan mun vera mjög lítil meðan i landið er óræktað. en síðan er sagt I að ársleigan sje 5 kr. fyrir dag- sláttu á ári. Þegar þessar staðreyndir eru athugaðar er ekkert undarlegt, ]>ótt þeim kumpánum Hermanni og Jónasi sje lítið um það gefið, að þetta komi opinberlega fram. Það lítur sannarlega ekki vel út og ber ekki vott um hreint mjöl í poka, að J. J. misbrúkar ráð- lierrástöðu sína til þess að gera þennan samning við einkavin sinn einmitt á þeim tíma, sem hann vissi, að þingið var að ráðstafa landinu til hagsbóta fyrir þurra- búðarmennina í Hafnarfirði, sem eru óvenjulega illa settir um að útvega sjer land til ræktunar. Stærð þessa ræktunarlands sting- rcr mjög í augun. Þegar 80 dag- sláttur eru komnar í rækt, gefa þær af sjer 1200—1500 liesta af töðu. Á því er hægt að fóðra 30 —40 kýr. Stórbú er sem sje hægt að hafa á þessu landi og vita allir livers virði slílct er hjer rjett við Reykjavík. Ræktun landsins kostar ekki mikið, því að það er auðunnið, enda borgar ríkissjóð- ur mikinn liluta kostnaðarins. Þetta sýnir, að hjer er ekki um neinn smávægilegan greiða að ræða við Hermann. Hjer er um stórfje að ræða. Slíkt land mundi ganga kaupum og sölum hjer fyr- ir stórfje. Það má því með sanni segja, að Hermann hafi komist í krásina. Það er eklci hlutskifti allra að komast þannig yfir land í'jett hjá Reykjavík, fyrir lítið gjald og kostnaðarlítið — land, sem gefur af sjer eins og stærstu vildisjarðir landsins. Maður er í hálfgerðum vand- ræðum yfir því, hvort frekar beri ac undrast græðgi Hermanns eða gerræði Jónasar. Líklega er rjett- ast að leggja livorttveggja að jöfnu. Það er varla liægt að gera upp á milli hálaunaðs og bitling- um hlaðins embættismanns, sem mænir eftir gróða og ávinningi, og opinberum trúnaðarmanni, sem notar aðstöðu sína til að seðja gráðuga hít pólitísks vikapilts. — Báðir eru jafn fyrirlitlegir. „Tíminn“ setti þessa landleigu fyrstur blaða í samband við mál M. G. Kannske honum hafi í eitt skifti orðið það að fara með rjett mál. Þetta er sjálfsagt að athuga nánar. Hinn 18. maí er leigusamn- ingurinn gerður. Hinn 23. maí er málshöfðunin gegn M. G, fyrir- skipuð. Samband milli þessara at- burða c-r ekki útilokað. Um þetta er þó ekkert hægt að fullyrða. Aftur á móti er það kunnugt, „að æ sjer gjöf til gjalda“ og að aurasálir eru þægar gefendum, eklci síst, ef nýjar snapir kynnu að vera í vændum. Þingkosningav i U. S. A. Denver, Col., 19. nóv. United Press. FB. Karl Schuyler, republikani, hefir unnið sigur í aukakosn- ingunni í Colorado, og hafa því republikanar eins atkv. meiri hluta í öldungadeild þjóðþings- ins, er það kemur saman í des- ember. Þingsetutíminn í des- ember stendur áð venju í lengsta lagi til jóla, og lýkur þá störfum yfirstandandi þings, en á þingi því, sem kemur sam- an á næsta ári, hafa demokrat- ar mikinn meiri hluta í báðum deildum þjóðþingsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.