Morgunblaðið - 23.11.1932, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.11.1932, Qupperneq 2
2 MORG unblað; ð Otleisdar Srfettir. Útvarpsfrjettir frá Berlín 22. nóvember. Stjórnarmyndunin í Þýskalandi. Enn hefir ekki fengist lausn á því, hvort Hitler muni taka að sjer kanslarastöðuna eða ekki. Brjef það, er hann sendi ríkisrit- aranum dr. Meissner í gær, inni- heldur aðallega fyrirspurnir við- víkjandi ýmsum skilvrðum, sem Hindenburg hefir sett við því, að Hitler verði kanslari. Skilyrði þessi eru fyrst og fremst í sam- bandi við persónur ráðherranna og áskilur Hindenburg sjer rjett til þess að hafna mönnum, sem Hitler kunni að bera fram. Auk þess krefst Hindenburg að Hitler birti skýra stefnuskrá um meðferð sína á fjármálum ríkisins. f þriðja lagi krefst Hindenburg þess. að 48, gr. stjórnarskrárinnar verði ekki breytt. Dr. Meissner mun svara brjefi Hitlers í dag. Runciman móti tollum og höftum. Enski verslunarmálaráðherrann Runciman hefir í ræðu lýst sig mótfallinn innflutningstakmörk- unum og tollum. Kvað hann þá stefnu vera einmitt skaðlega fyrir England, sem ætti alt sitt undir því, að lieimsviðskiftin færu eðli- lega fram og eina ráðið við krepp- unni væri að afnema allar hömlur. í þágu friðarins. Forseti Tjekkóslóvakíu, Masa- ryk, lijelt ræðu á þýsku til skóla- barna í útvarpið í Prag í morgun. Lýsti hann fyrir börununum hve ægileg heimsstyrjöldin hefði verið og brýndi fyrir þeim, að elska frið inn um fram alt. Haglbylur í Afríku. f Transvaal í Suður-Afríku gerði ógurlegt hagljel og drap haglið um 2000 kindur. Eftir jelið voru' haglskaflarnir 75 sentimetr- ar á dýpt. Mjóíiisveit Reykjavíkur. Síðustu tvo vetur hefir hljóm- sveitin lítið látið til sín heyi’a. Stafar það þó ekki af því, að minna hafi verið starfað en áður, en starfsemin hefir beinst meira að öðrum viðfangsefnum en hljómleikahaldi. Aðaláherslan hef- ir verið lögð á aukna kenslu og eflingu Tónlistarskólans, sem nú er nvbyrjaður þriðja starfsár sitt. Aðsóknin að honum hefír líka farið svo vaxandi að nú í haust var, því miður, ekki hægt að taka við öllum sem óskuðu inntöku vegna skorts á kenslukröftum. — Þess ber þó að geta, að þetta staf- ar af því, að vegna fjárhagsörð- ugleika var ekki hægt að fjölga kennurum, en ekki af hinu, að þeir ltennarar, sem nú eru, liggi á. liði sínu. Meiri starfsmenn eða nýtari á sínu sviði munu varla auðfundnir, enda árangur af starfi skólans ágætur. Og það er okki ofmælt ]>ótt fullyrt sje að með sama áframhaldi skapist hjer sk.ilyrði til þess að tónlistariðkanir byggist í framtíðinni á öðrum og traustari grundvelli en verið hefir. En ,.afl þeirra hluta sem gera, skal“ — peningarnir — er mörg- um „erfiðasti hjallinn“ og svo hefir það einnig orðið hjer. En þann lijalla verður að klífa og því licfir Hljómsveitin ákveðið að stofna til fjögra hljómleika í vet- ur til þess að afla þess fjár, sem til sfarfseminnar þarf. Og þörfin er bráð og því er það að nú á að treysta á góðvilja þeirra, sem hlyntir eru þessari viðleitni, með þVí að fá þá til að kaupa aðgöngu- miða að öllum liljómleikunum í einu. Með því gera þeir tvent: styðja Hljómsveitina fjárhagslega og tryggja sjálfum sjer aðgöngu- miða fyrir nokkru lægra verð en ella. Til allra þessara hljómleika mun verða vandað svo sem kostur er á. Stjórnandi þeirra verður dr. Frans Mixa, sem nú í haust kom á ný sem kennari að skólanum og er mörgum að góðu kunnur frá fyrri veru sinni hjer. Starfs- kraftar allir verða innlendir, að undanteknum kennurum skólans, og viðfangsefni svo f jölbreytt sem geta og aðrar aðstæður leyfa. En einn þessara hljómleika verður nokkuð nýstárlegur, því hanri ann- ast að öllu leyti nemendur Tón- listaskólans. Það hefði einhvern tíma þótt tíðindi að nemendur skól ans hjeldu lijer sjálfstæða (instru- mental)-hljómleika, og það jefn fjölbrevttan og þann sem hjer um ræðir. Og þar gefst mönnum kost- ur ,á að dæma af eigin reynd hversu tekist hefir og hvert stefn- ir. — Að endingu ]ietta: Kaupið að- göngumiða að hljómleikum sveit- arinnar og þ.jer styðjið með því nauðsynlegt menningarstarf og veitið sjálfum yður ánægju. Ó. J. LeiNsýning. Eins og kunnugt er, veitti síð- asta Alþingi frú Soffíu Ouðlaugs- dóttur nokkurn styrk til sjólf- stæðra leiksýninga. Fyrsti sjón- leikur. sem leikinn verður undir stjórn frúarinnar, er Brúðuheim- ilið (Et dukkehjem) eftir Tbsen, og er frumsýningin annað kvöld. Það er óþarfi að fjölyrða um Brúðuheimilið sem er eitt falleg- asta og frægasta verk Ibsens og kunnugt öllum bókmentavinum. — Þegar leikurinn var saminn, stóðu harðar deilur í Evrópu um r.jett- indi kvenna og stöðu þeirra í mannfjelaginu, og með þessu verki tók Ibsen svari þeirra. Þó að skoðanir heimsins á hjóna- bandinu hafi gerbreyst síðan verkið fyrst kom fram (kringum 1880), þá eru mannlýsingar Tb- sens svo djúpar og sannar, og manneðlið svo eiliflega samt við sig, að leikurinn er enn í fullu gildi, enda stöðugt sýndur víðs- vegar um heim. H.jer hefir hann ekki verið leikinn síðan laust eftir aldamót, og má því búast við að leikhúsgestnm höfuðstaðarins sje þökk á að fá nú að sja hann __ og ekki síst vegna jiess. að frú Soffía Gnðlaugsdóttír leikur höf- uðhlutverkið. Önnur hlutverk leika. Gestui Pálsson. Hjörleifur H.jörleifsson, Þorsteinn Stephensen, Tngibjörg Baehmann, Nína Jónsdóttir (ung, ný leikkona) o.-fl. Silfurbrúðkaup eiga í dag Guð- rún Pjetursdóttir og Ingjaldur Þórðarson, Njálsgötu 40 B. stensl allan samanburð - ** w neð gians. Smjör: Þótt 5% af smjöri sje hnoðað saman við Hjartaás-smjörlíkið, þá finst það ekki — svo gott er það. — Ásgarður gerði fyrir nokkrum árum tilraun í nokkra mánuði með að hnoða 5% smjör í smjörlíkið (það var ekki auglýst), en enginn íann nokkurn mun — og þó var notað nýtt fyrsta flokks smjör, en ekki gamalt smjör Hjartaás-smjörlíkið er svo gott að smá bita af smjöri í því gætir ekki — og fjöldi segir að Laufás-smjörlíkið sje alveg éins og smjör. Vatn: Það er ekki 20—30% af vatni í Hjartaás- eða Laufás-smjörlíkinu eins og ein smjörlíkisgerðin gefur í skyn að sje í sínu smjörlíki. Rjómi: I Hjartaás- og Laufás-smjörlíkið er notað mátulega mikið af rjóma, svo hundraðstalan af vatni verði ekki of há — og það af besta rjómanum, sem hjer er fáanlegur — Hvanneyrarrjóma. Eggjarauður: f Hjartaás- og Laufás-smjörlíkið eru ennfremur notaðar eggja- rauður úr nýjum íslenskum eggjum (en ekki útlend efni sem eiga að gera líkt gagn). Að gefnu tilefni viljum við geta þess að líkt er ástatt með efnafræðing án rann- sóknastofu, eins og með smið án verkfæra, Á gæðunum munuð þjer þekkja að það er Hgartaás- eða Lanlás-smgðrliki. NB. Ef þjer hafið ekki bragðað báðar tegundir á sýningunni í sumar og þykir of mikið að kaupa sitt stykkið af hvoru til reynslu — þá sendum við yður með ánægju sýnishorn, ef þjer gerið okkur aðvart. Látið okkur einnig vita, ef þjer getið ekki fengið þessar tegundir í verslun þeirri, er þjer skiftið við og við munum sjá um að þjer getið fengið það framvegis. fslenskar þióðsögur. Safnað hefir Einar Guð- mundsson kennari. Kostn- aðarmáður Ólafur Er- lingsson. Þetta er lítið kver, 80. bls. að stærð í fremur litlu broti, en liið sæmilegasta að frágangi. I kver- inu eru alls 35 sögur og mega menn af því marka, að allar sjeu þær stuttar. Flestar eru sögurnar úr Vestur-Skaftafellssýslu, Hrepp- unum í Arnessýslu og af Barða- strönd. Engin af sögum þessum getur talist veigamikil að efni til, en sumar þeirra eru þó Jaglegar sögur og yfirleitt vel frá þeim sagt. Leiigstu sögurnar og um leið einna merkastar eru „Ferjukallið“ og ..í fiskiferðinni“. Jeg hefi heyrt ýmsa amast við því, hve mikið komi nú út af „þjóðsagnarusli“ hjer á landi og telja það lítið menningarmerki. — Það getur meira en verið. að þess- ir menn hafi eitthvað til sins máls. En þess er að gæta, að þjóðsögur eru nokkuð sjerstaks eðlis, sjer- stök bókmentagrein, sem á sína aðdáendur og sína föstu lesendur, og það er ekki von að allir sjeu þar eins'og sama sinnis. Jeg veit t. d. ekki leiðinlegri lesningu en „guðsorðabækur“, — jeg segi þetta ekki til að hneyksla neinn — en þó dettur mjer ekki í hug að amast við því, að menn lesi slíkar bækur, ef þeir hafa gagn eða gam- an af því. Eins vildi jeg þá líka fá að vera í friði með mínar þjóð- sögur og lesa þær mjer til ánægju. Enginn þjóðsagnavinur má láta undir höfuð leggjast að kaupa og lesa þetta nýja þjóðsagnakver. Ein ars Guðmundsson ar fremur en annað, sem út kemur af því tagi. G. J. Mll)) HfaTHM IOLSEINIC Nýkomlð: Eldspýturnar „Lelftur'*. Ef þjer viljið nota góðar eldspýtur, þá biðjið kaupmann yðar um „Leiftur“. — Veðráttan I febrúar. 1 Út er komið frá Veðurstofunni yfirlit um veðráttuna í febrúar. í Var þann mánuð einmuna tíð og hlýindi um alt land, snjólaust að 1 kalla í bygð, jörð víða farin að j grænka í mánaðarlokin, fjenaður ' gekk sjálfala, eða honum var lítið gefið. Loftvægið ' var 19.2 mm. yfir meðallag á öllu landinu, og hefir mánaðarloftvægi aldrei komist svo hátt vfir meðallag hjer á landi siðan, athuganir hófust í Stykkis- hólmi 1846. Loftvog stóð hæst á Teigarherni þ. 10. eða 785.6 mm. Er það með mestu loftþrýstingu sem mæld hefir verið hjer á landi (mest 789.5 mm. í Stykkishólmi 16. des. 1917). Hitinn var 6.6° yfir meðallag á öllu landinu. Tiltölu- lega var hlýast á Norðurlandi og norðantil á Vestfjörðum, víðast 'um 8° vfir meðallag. Er þetta hinghlýjasti febrúarmánuður, sem komið hefir, síðan byrjað vár að. mæla lofthita hjer á landi. Sjávarhitinn var 1.8° yfir með- allag. Úrkoma var fremur litil, 64% e ða tæplega % úr meðalúrkomu á öllu landinu. Suðvestan og vestanátt var lang tíðust. Logn var venju fremur oft Nýreykt kindabjúgu. Kleiu, Baldursgötu 14. Sími 73. Nýkomnarvöruf Peysur, margar teg. Drengjaföt margskonar. Drengjafrakkar, mislitir Drengjasíðbuxur, víðar skálmar. , Ullar- og Silkitreflar, hvítir og mislitir. Skinn- og Tauhanskar, dömu og herra. Kuldahúfur margar teg. skinn. Enskar húfur, f jölbreytt úrval. Nærföt, Náttföt, Man- chettskyrtur. Lífstykki, Corselett og Mjaðmabelti. Sokkar, fjöldi teg. Öll smávara o. m. m. fl. Sokkabúðin Laugaveg 42.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.