Morgunblaðið - 23.11.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.11.1932, Blaðsíða 3
SlORGUNBLA'iHÐ « 5enöinefnöin til Bretlanös fór í goerkuölöi. mikilsuarðanöi senðiför. Brottferð (fullfoss var hraðað svo hann fór hjeðan nm miðnætti í nótt. Burtfarardag'ur lians er í dag. Með lionum fóru sendimenn þeir, sem fengið hafa það hlutverk að vinna að samningagerðinni fyr- ir liönd íslands, um viðskifta- samninga liiilli Breta og íslend- inga. Þessir menn voru ltvaddir til fararinnar: Magnós #Sigurðsson bankastjóri. Richard Thors framkvæmdastj og Jón Árnason framkvstj. Sveinn Björnsson sendiherra verður og sefidinefndinni til að- stoðar. Hann hefir sem kunnugt ,er, verið um tíma í London, til þess að kynna sjer sem best, alla málavöxtu. Samninganefndin er kvödd til fyrsta fundar í London þ. 28. nóvember. Það var því hver síð- ,astur fyrir sendimenmna að ieggja af stað hjeðan. Eins og öllum landslýð er kunn- ugt, veltur það á ákaflega miklu fyrir atvinnuvegi vora, hvernig þessi samningagerð tekst. Fyrir sjávarútveg vorn og enn þá fremur fvrir landbúnaðinn, eru það hinar stórkostlegustu búsifj- ar, ef markaður sá teppist, sem við liöfum liaft fyrir afurðir okkar í Engiandi. Bór ætti það að vera mikil má) stað okkar, að við höfum á und- anförnum árum keypt framt að því fjórfalt meira af Bnglending- um, en þeir hafa kevpt af okkur. En enginn veit fyr en á reynir, að hve miklu leyti þessi hagstæði verslunarjöfnuður getur greitt götu okkar. Samkvæmt Ottawasamningnum á sem kunnugt er að takmarka innflutninginn á frosnu kjöti frá hverri erlendri þjóð, er selur Bret- um, og færa innflutninginn niður í 65% af því, sem hann áður var. Á ísfislcinn hafa Bretar sett 10% toll. — Og breskir útgerðarmenn krefjast þess, að sá tollur verði hækkaður upp í 33%%, m. ö. o. að ísfisksala okkar til Englands verði útilokuð. Sami tollur hefir verið settur á saltfisk tii Englands, og það enda i |)ótt fiskurinn væri þangað keypt- ur til þess að hann yrði aftur | fluttur út þaðan. Tollur þessi hef- ir því tekið fyrir sölu á saltfiski til Englands. I LTm þetta, og ýmislegt fleira eiga hinir íslensku sendimenn að ræða við Breta. Má segja að þeir , fari hjer að nokkru leyti með ^ f jöregg íslenskra atvinnuvega. — ! Enda mun samhugur allrar þjóð- arinnar fylgja þeim með ósk um, að för þeirra verði hin besta, fyr- ir þá sjálfa, og fyrir þjóðina alla. \ fjarveru þeirra Magnúsar Sig- urðssonar og Rich. Thors taka þeir sæti í stjórn sölusambands íslenskra fiskiframleiðenda, Georg Ólafsson bankastjóri og Thor Thors framkvstj. Enn um „ðóminn‘\ JftorgntiWaMft Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltstjórar: Jón Kjartansson. Valtyr Stefánsson. Ritstjórn og: afgreiósla: Austurstræti 8. — Slmi 600. Auglýsingastjóri: B. Hafberg. Auglýsíngaskrifstofa: Austurstræti 17. — Slmi 700. Helmaslmar: Jón Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. ' E. Hafberg nr. 770. Áskrif tagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuCl. Utanlands kr. 2.60 á mánuOi. t lausasölu 10 aura eintaklO. 20 aura metS Lesbók. Togari stranöar. I gær barst skeyti um að ensk- ur togari hefði strandað .á Skaga, utarlega í Dýrafirði. — Bftir því sem best hefir frjest, heitir hann ,Fiat‘, en hvaðan liann er, er blaðinu ekki kunnugt. — Sti andstaðurinn er talinn slæm- ur, fyrir opnu hafi. Slysavarnafjeiag íslands sendi þegar skeyti til Þingeyrar og bað uð senda þaðan vjelbáta,, skip- verjum til , hjálpar. Seinni liluta dagsins í gær kom þaðan skeyti um að búið væri að útvega tvo vjelbáta til fara<rinnar, en alveg •óvíst hve langt þeir gæti komist, því að blindhríðarveður væri á. Loftskeytastöðinni hjerna tókst að ná sambandi við tvo enska togara. Var annar við Látrabjarg, > en hinn inni í Dýrafirði og lögðu báðir á stað til lijalpár. — Enn fremur náðist samband við Óðinn, sem lá inni í Patreksfirði, og iagði hann þegar á stað til Dýra- fjarðar. Frá Þingeyri barst Morgunblað- ')!U seint í gærkvöldi skeyti um, að bátar væri farnir þaðan áleiðis til strandstaðarins, en mjög væri erfitt aðstöðu vegna veðurs. — Þýskur togari, sem lá þar í höfn- Inni, trejrstist ekki til þess að fara út íjt en með morgni. Mennirnir ekki í hættu. •Það var milli kl. 3 og 4 í gær, uð Stjórnarráðið sendi skeyti. til Óðins og bað hanft reyna að koma togaranum til hjálpar. Klukkan ’9 í gærkvöldi kom eftirfarandi •skeyti frá skipherranum: — Höfum nú með radiomiðun- um fundið togarann, sem hefir •strandað hjá Kópnum. Mannslíf- um engin hætta búin með sömu vindstöðu. Kópur er fjall miili Tálkna- f jarðar og Arnarfjarðar. Hefir iogarinn því verið miklu sunnar 'heldur en talið var í fyrstu og mundi ekki hafa fundist í öðru -eins myrkviðri nema með radio- miðunum. ----*----------- Frá sjómönnunum. Frá skip- verjum á Gulltoppi hefir F. B. fengið eftirfarandi skeyt-i dags. 22. nóvember. sent j7fir loftskeyta- stöðina í Þórshöfn í Færeyjum. ,.Erum á útleið. Vellíðan. — Kveðjur." Súðin fór hjeðan í gær, áleiðis t.il. Ónundarfjarðar. Línuveiðarinn Ölver á að fara hjeðan til Hornafjarðar í dag, •ef veður leyfir. Otur kom frá Englandi í fjrrra xlag. ,,Tíminn“ hefir ærið annríki um þessar mundir, við að halda uppi vörn fyrir Hermann lögreglu- stjóra. Hann sjálfur og Gísli rit- stjóri leggja höfuð sín í bleyti til þess að verja hinn örðuga mál- stað. Hermanni fer ekki hermann- Jega í vörn sinni. Hann vælir og skrækir undan höggunum. Karl- mannlegra væri að bera sig sæmi- lega, því að vita má hann það, að hann hefir verðskuldað alt þetta og miklu meira. En margt er enn í myrkrum liulið, sem sjálf- sagt á eftir að koma fram. Einhver Z, og er sagt að það sje Þórður Eyjólfsson, hefir tekið sjer fjTÍr hendur að gagnrýna grein Garðars Þorsteinssonar hæstarjettarlögmanns, sem birt var hjer í blaðinu fjrrir nokkru. En þessi höfundur hefir algerlega misskilið það hlutverk, sem G. Þ. hefir valið sjer í grein sinni. G. Þ. setur sig í þá aðstöðu að ganga inn á allar firrur Hermanns, og tekur sjer fyrir hendur að sýea fram á, að dómarirn hefir drcg- ið vitlausar ályktanir af hinum vitlausu forsendum sínum. G. Þ. sj'nir fram á, að með samniugnum frá 7. nóv. 1929 er engum skuld- licimtumanni ívilnað, en það er einmitt þetta. sem Hermann er að stritast við að sýna fram á í hin- um langa dómi sínum. Vörn Garð- ars er því ákaflega sterk. Hann tekur andstæðinginn í hans eigin vígi án þess að sundra því og fer með hann þaðan halakliptan og spjeskorinn. Hermann misskilur algerlega af- stöðu þessa blaðs, ef hann heldur að því sje illa við að dómurinn yfir M. G rar birtur. Það er ekki þetta, sem skiftir máli, heldur aðferðin að lauma strax afriti dómsins í prentsmiðju þá, sem Tímann prentar. Það er þetta, sem varpar ljósi yfir tilgang dómsins. Og svo þessi fyrirhygggja að hafa ti) nægilega mörg afrit af dóm- inum, 20 blaðsíðna ritverki, sam- tímis og hann er kveðinn upp, en þá aðeins handa áslrrifendum, sem fyr'ir fram höfðu gefið sig fram. Ritstj. þessa blaðs hlustaði á M. G. biðja um útskrift af dóm- inum og heyrði lögreglustjóra svara því, að útskriftina gæti M. G. ekki fengið strax, og þetta var einmitt um sama leyti og Tím- anum.var send útskriftin. Þet.ta svar lögreglustjóra hlýtur margt manna. sem var þarna við. að hafa heyrt, en vel má vera, að lög- reglustjóri hafi sjeð ,sig um hönd og sent M. G. dóminn innan skams. Dómurinn sjálfur ber það með sjer, að húseignin Lindargata 14 er alls ekki talin meðal eigna Behrens 28. okt. 1929 og það er viðurkent, að á þeim tíma átti Behrens alls ekki þessa eign. — Allar bollaleggingar dómsins um tap á þessari eign þegar hún var séld löngu siðar, koma því þessu máli ekkert við. Hermann Jónasson segir, að það sje M. G. að kenna hversu seint Behrens varð gjaldþrota, vegna þess, að hann hafi leitað sanminga yið skuldheimtumennina. En lög- g'jöfin heimilar að leita samninga og vitaskuld gat hver skuldheimtu maður sem vildi krafist gjaldþrots Enginn rjettur hefir því verið tek- inn af nokkrum manni. Það er hlægilegt að sjá einn af dómurum landsins halda því fram, að skylt sje að birta samn- ing eins og samninginn frá 7. nóv. 1929. Hvert fermingarbarn veit að svo er ekki, en sakamáladómar- inn í Reyltjavík veltir vöngum yf- ir hvort hann eigi að sakfella fyrir þetta og hælir sjer um leið yfir sínu góða lögfræðisprófi. Um skyldmennaskuldirnar hefir Herm. J. gefið upp alla vörn. Hermann viðurkennir það rjett, að skuldir Behrens hafi verið oft- taldar um 5000 danskar krónur. En af hverju er þess ekki getið í dóminum að. þetta sjeu danskar krónur? Af hverju er látið líta svo út, að þetta sjeu íslenskar kr. ? Þetta. munar þó jrfir 1000 kr. Af hverju er þetta, Hermann Jón- asson? Af hv'erju? Það er ný upplýsing, að Be- hrens hafi skuldað meira en efna- hagsreikningur sýndi, en hvernig átti M. G. að vita um það? — Hvernig stendur á, að M. G. er þá dæmdur fyrir að nota efnahags reikninginn, en sá, sem bjó hann til — eftir þessu rangan — er sýknaður? Vill ekki lögreglustjórinn svara því, hyernig á því stendur, að álit N. Manchers á samningnum frá 7. nóv. 1929 er rangt tilfært í dóminum ? Vill ekki lögreglustjórinn jrfir- leitt skýra frá hvernig stendur á rangfærslum í dóminum, einhliða frásÖguum og beinum ósannind- um ? Honum verður að vera það ljóst, að hann á að bera ábvrgð á dómi sínum. Honum verður að skiljast, að verkefni hans nú er ekki að þjóta um stræti og prjedika hálf- kjökrandi á gatnamótum um hversu mikill kjarkmaður hann hafi verið að þora að dæma M. Guðmundsson. Verkefni hans er að sýna fram á, að dómur hans sje bjrgður á landslögum. Þetta getur hann ekki og því velur hann þá aðferð að reyna að gera sig að píslarvotti. En hvað er það, sem Iíermann Jónasson hefir oi’ðið að þola? — Það er ekki annað en gagnrýni á röngum dómi og gagnrj'ni á aumlegri stjórn hans á lögregl- unni hjer í bænum. Og þó að hon- um yrði vikið úr stöðunni, þá er það ekkert, annað en það, sem vofir yfir hverjum embættismanni. Enginn mundi telja hann píslar- vott fvrir það. Hann á að góðu að hverfa. Tekjurnar af Garða- landinu, sem Jónas skenkti hon- um, geta orðið eins miklar og af 1 ögr e glust j ór aemb ættinu. Lögreglustjórinn kvartar vfir hótunum. sem sjer hafi borist bæði frá Rjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum. Af liverju notar hann ekki vald sitt til þess að koma fram ábyrgð á hendur þeim mönnum ? Og hverjir eru þessir menn? Fram með nöfnin, herra lögreglustjóri. Verði þau ekki dregin fram mun almenning- ur líta svo á, að þetta sjeu ósann- indi eins og ýms mikilsverð atriði í dóminum. Hermann Jónasson verður elrki í almennings augum talinn óhlut- drægur dómari i máli gegn M. G. Um það getur hami verið alveg viss. Menn muna, að það er stutt síðan hann var formaður Fram- sóknarfjel. hjer í bænum. Menn vita hver veitti honum lögreglu- stjóraembættið. Menn skjmja livers virði 80 dagsláttur eru í ííand við Reykjavík. Hitler vill myitda Nazistastjórn. Berlín, 22. nóv. United Press. FB. Hindenburg forseti hefir svarað fj’rirspurnum þeim sem Hitler sendi honum skriflega, mjög sátt- fúslega. Hinsvegar hefir U. P. frjett í kvöld, að Hitler muni hafna því að taka að sjer að mynda þingræðislega stjórn, þareð það sje ógerlegt fjrir Hitlerssinna að taka þátt í slíkri stjórn, eins og ástatt sje og með því fengist ekki lieppileg lausn á núverandi öngþveitisástandi. Hinsvegar mun Hitler áforma að bjóðast til þess að taka að sjer mvndun ríkis- stjórnar, er Hindenburg forseti geti fallisý á, þ. e. mj’ndun ríkis- stjórnar, sem fái svipuð völd, og Papenstjórnin hafi nú. Dagbók. Veðrið í gær: Stormsveipur er nú við A-strönd Islands, enda er illviðri á öllu svæðinu frá Norð- ursjónum og norðvestur í Græn- landshaf. Hjer á landi er N-stormur um allan Vesturhluta landsins og mun brátt skella á austan lands. Norð- anlands er stórhríð. Frost er um 3 stig á Vestfjörð- um en í öðrum landshlutum er hiti um frostmark. Veðurútlit í dag: N-hvassviðri, fiam eftir deginum. Urkomulaust. Nokkurt frost. Gullfoss fór hjeðan í gærkvöldi ti) útlanda. Meðal farþega voru sr. Fr. Friðriksson. Hjalti Jónsson framkvstj., Sig. Arnalds verslun- armaður, ungfrú Jólianna Knud- sen. ungfrú Erla Benediktsson, ungfrú Þuríður Þorsteinsdóttir, ungfrú Margrjet Þórarinsdóttir, Sig. Schram, Halldór Kr. Júlíus- son sýslumaður. Símabilanir miklar urðu í of- viðrinu sem geisaði yfir landið í fjrrinótt. Ekkert talsimasamband var við ísafjörð í gær og slæmt samband til Akureyrar. Á suður- línunni náðist ekki samband lengra en til Hóla í Hornafirði. Verslunarmannafjelagið Merkúr heldur skemtifund á Vífli í kvöld. Þar syngur Kristján Kristjánsson einsöngya, svo eru gamanvísur, upplestur og dans. Iðnaðarmannafjelagið heldur fund í Baðstofunni í kvöld. Þ.ar verða ræddar tillögur Tímarits- nefndar. Guðm. Jónsson flytur er- indi um brúna jrfir Litlabelfci og sýnir sknggamyndir þaðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.