Morgunblaðið - 24.11.1932, Side 3

Morgunblaðið - 24.11.1932, Side 3
MORGUNBLA'£>IÐ JPftorgutiHaMft í Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjórar: Jón Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Ritstjórn og afgreiSsla: Austurstræti 8. — Simi BOO. Auglýsingastjörl: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Simi 700. Heimasimar: Jón Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Áskriftagjald: Innaniands kr. 2.00 á mánuBl. Utanlands kr. 2.50 á mánuOl. 1 lausasölu 10 aura eintakiB. 20 aura meS Lesbök. Strandið fy;ir vestan. Óðinn bjargar skipinn. Skömmu eftir að Óðinn fann >«nska togarann Fiat, sem strand- aði hjá Kóp, voru skipverjar úr ‘togaranum fluttir frá borði og yfir í Óðinn til vonar og vara. Þetta var seint í fyrrakvöld í nátthríð og myrkri. Togarinn mun hafa legið innanvert við Kópsnesið 'Og í vari. Kl. rúmlega 3 í fyrri nótt. tókst Óðni að draga skipið af grunni. Ætlaði hann þá að draga það í betra var, sennilega inn á höfn í Tálknafirði, og láta kafara sinn skoða þar botn skipsins. Eftir þá skoðun skyldi ákveðið hvort Óð- inn færi með skipið til ísafjarðar eða Tteykjavíkur. Sennilegt er, að togarinn hafi ekki verið mikið brotinn, því að mjög lítill leki hafði komið að honum. Talsverður fiskur er í togaran- um. Enskur togari, sem hjer er, símaði vestur í gær til skipstjór- ans á Eiat og spurði hvort hann •ætti ekki að bíða eftir honum hjer til þess að taka úr honum fiskinn. Fekk hann það svav aft.ur, að ákveðið væri að koma hingað til 7’eykjavíkur. Skipkerra á Óðni núna er Frið- rik Ólafsson. Fiat er frá Grimsby. í gærkvöldi kom skeyti um að bæði skipin væri á leið hingað. Eftir ósk Lloyds fer fram ný botn- skoðun á Fiat hjer og viðgerð vsvo að öryggi skipverja sje borgið. Bmni í Slglufirði. Siglufirði FB 23. nóv. Eldur kom upp um tvöleytið í nótt á trjesmíðaverkstæði Guðm. •Tóakimssonar, Grundargotu 15. — Líkur benda til, að kviknað hafi út frá rafmagni. Húsið var járn- klæddur t.imburskúr. Brann hann svo að rífa. verður. Trjesmíðavjel- ar, nýlegar, eyðilögðust, einnig nokkuð af smíðatólum og hálf- smíðuðum húsgögnum, því ekkert náðist út úr verkstæðinu. Slökkvi- liðinu tókst skjótlega að slökkva. Logaði þó alt verkstæðið innan. er ]rað kom á vettvang. Hús og vjelar var vátrygt fyrir 7000 kr. hjá Sjóvátryggingarfjel. íslands, en smíðatól og smíðisgripir munu hafa, verið óvátrygt. Norðan hríðarveður. Talsvert frost. Nýi Slippurinn. Bvíist er við að hann geti tekið til starfa eftir tíu daga. Samsteypustjórnin. Þegar það vitnaðist í vor, að Sjálfstæðisflokkurinn og meiri hluti Framsóknarflokksins hefðu tekið höndum saman til myndunar samsteypustjórnar, mæltist það misjafnlega fyrir. Ymsir menn úr báðum flokkum voru talsvert óá- nægðir, en um þingflokkana eða þingmenn flokkanna er það að segja, að allir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins studdu samsteypu- stjórnina, en fáeinir þingmenn Framsóknarflokksins skárust úr leik og vildu engu eða' htlu lofa um fylgi. Forsprakki þeirra var Jónas frá Hriflu, en samt sem áð- ur hafði hin nýja stjórn öflugri meiri hluta bak við sig en títt er nm stjórnir. Samsteypustjórnin hefir nú set,- ið að völdum hjer um bil missiri. Hjer er ekki tilætlunin að meta eða gagnrýna gerðir hennar. Sjálf sagt má segja ýmislegt til með- mæla og ýmislegt til andmæla verkum hennar.En það er eftirtekt arvert, að eftir fregnum að dæma víðs vegar að utan af landi, eru menn yfirleitt ánægðir við stjórn- ina og þess fegnir, að Jónas frá Hriflú. er farinn úr valdasessi. Það er enginn efi á, að landsmenn voru orðnir sárleiðir á þeim ófriði, sem af þessum manni stafaði. Þeir óttuðust hina. hræðilegu liefnigirni hans og fordæmdu fjársukk hans að maklegleikum. Landsmenn urðu fegnir friðinum. Þeir fundu, að eina líklega leiðin til að sigrast á erfiðleikum yfirstandandi kreppu- tíma var að standa saman sem flestir. Það er engin þörf á að iýsa erfiðleikunum nú. Þeir berja að livers manns dyrum oft og þung- lega. Allir vita því, að þeir sem í landstjórn eiga sæti nú hafa erfitt hlutverk nieð höndum og eiga ekki sjö daga sæla. Fjár- skortur, verðhrun og atvinnuleysi steðja alstaðar að og allra leiðir hljóta að liggja til landsstjórnar- innar til þess að fá úr bætt. ef unt væri. En ríkissjóðurinn er fátæk- ur. Tekjur lians bregðast vegna innflutningshafta og illrar afkomu atvinnuveganna. Og ekki eru til óevddir sjóðir frá fyrri árum eins og oft hefir verið bent á. Á krepputímum eru miklar kröf- ur gerðar til stjórnanna, en þá er einmitt erfiðast að uppfylla kröf- urnar. Sú stjórn, sem getur á krepputxmum aflað sjer vinsælda og haldið þeim, hlýtur að hafa eitthvað til brunns að bera. Það er viðurkent, að haturs-, hefnda- og eyðslustjórn Jónasar frá Hriflu á undanförnum árum, bætir stór- kostlega fyrir núverandi stjórn, því að ósjálfrátt hljóta þær að vera bornar saman. Vinsældir þær, sem samsteypustjórnin óneitanlega nýtur, eru að sjálfsögðu að miklu leyti fyrir það, að hún hefir kast- að fyrir borð stjórnarskútunnar þeim ókindum og ódygðum, sem Jónas frá Hriflu bafði í skut og stafni meðan liann rjeði lögum og lofum innan borðs. Auðvitað styður það og stjórnina geisilega, að langstærsti flokkur landsins, Sjálfstæðisflokkurinn, st.yður hana með rá.ði og dáð. En sjálfsagt á hún og sjálf þátt í vinsældum sín- nm, meiri eða minni. Og margir láta hana lilutlausa vegna þess að þeir búast við, að hún leysi það málið ,sem einna stærst er talið, kjöi dæmamálið. Það má segja, að Sjálfstæðis- flokkurinn styðji stjórnina ein- liuga, þótt hann sje þar í minni hluta. Hið sama verður ekki sagt um Framsóknarflokkinn, þótt liánn hafi meiri hluta stjórnarinn- ar. Framsóknarflokkurinn er tal-. inn ráða yfir 2 þlöðum, Tíiffanum og Degi. Bæði þessi blöð hafa frá því samsteypUstjórnin tók til starfa elt Sjálfstæðismanninn í stjórninni með hinum ægilegustu svívirðingum. Blaðastyrk handa samsteypustjórninni leggur Fram- sóknarflokkurinn því ekki til. Hins vegar hafa blöð Sjálfstæðis- flokksins yfirleitt sýnt stjórninni vinsemd og gera eflaust meðan hún brýtur ekki iaf sjer í veru- legum atriðum. En því verður ekki neitað. að þessi afstaða er undar- leg og til frambúðar óþolandi. Framsóknarmenn geta tæpast bú- ifý. við, að Sjálfstæðismenn leggi til mann í stjórnina með þeim sldlmálum, að hann eigi einn að standa fyrir skotum Framsóknar- blaðanna, svívirðingum þeirra og upplognum sakargiftum. Og hvern ig eiga kjósendur Framsóknar- manna að átta sig á þessu. Þeir hljóta að verða alveg áttaviltir. Það má segja, að þetta sje inn- byrðis mál Frantsóknarflokksins, en meðan samsteypan helst hefir þó Sjálfstæðisflokkurinn fullan rjett til að átelja þetta, harðlega. Flestum kjósendum landsins mun vera það kunnugt hverjir þeir Framsóknarmenn voru, sem á síðasta þingi spyrndu fæti við samvinnu hinna stóru landsmála- flokka. Þeir voru fáir og for- sprakki þeirra var Jónas Jónsson. Þá séx mánuði, sem síðan eni liðnir, hefir hann notað rækilega til að rægja og ófrægja þessa sam- vinnu, sem er gerð til þess að reyna með sameiginlegu átaki að verjast áföllum kreppunnar. Hann hefir ferðast um landið þvert og endilangt til þess að ná sínu marki. Hvárvetna prjedikar hann ófrið. Hvarvetna svívirðir hann Sjálfstæðismenn og tranar sjálfum sjer frám. Hann getur ekki glevmt því. að hans eigin flokkur sparn við honum fæti, svo að hann varð að liröklast úr valdasessi. TTm alt þetta kennir hann Sjálfstæðismönnum, en hann gæt.ir þess ekki, að það eru hans eigin verk, sem hafa valdið þessn. Hann hafði verið ráðherra í nærri 5 ár og þá var hans eigin flokkur biíinn að fá svo nóg af honum, að í hans stað var settur í stjórn- ina utanþmgsmaður, óvanur stjórn arstörfum, þótt, að öðru leyti sje hann mörgum kostum búinn. Vitanlegt er. að þótt Jónas Jónsson kenni ófarir sínar Sjálf- stæðismönnum, þá finnur hann vel, | hvaðan aldan kom. sem skolaði honum úr valdastólnum. Og það er auðsjeð af atferli hans hvert hann stefnir. Það sem fyrir honm vakir er að sundra. Hann vill ekki beygja sig fjrrir hinum mikla meiri hluta flokks stns. sem á síð- astliðnu vori hjálpaði til að koma’ á fót samsteypustjórninni,. Hann t * ferðast um bygðir landsins til þess að vinna á móti því, er mikill ] meiri hluti haus eigin flokks hefir' ákveðið. Trýggvi Þórliallsson fyrv. for- sætisráðþerra liefir í sumar ritað fáeinar greinar um samsteypu- stjórnina og' er liann henni vin- veittur. Tíminn hefir birt þessar greinar, en með liinni mestu ólund og þannig, að sem minst bæri á. Eina slíka grein hefir hann ritað í síðasta hálf-„Tíma“ og mælir liann þar eindregið með samvinnu milli hinna stóru stjórnmólaflokka, en í sama blaði er þessi grein Tr. Þ. íifin og tætt sundur og alt gert til að spilla samvinnunni. Ekki er hægt að hugsa sjer greinilegri voit en þetta um liin tvö andstæðu öfl innan Framsóknarflokksins. En um leið og' þessa er getið ber og að geta þess. að það er alveg víst, að hið sundrandi afl er miklum mun liðfærra i flokknum. Ófrið- arstarfsemi Jónasar frá Hriflu liefir lítinn byr. Fylgið hrynur af honum daglega og snikjudýrin skríða af honum eins og lýs af líkiv * Lanöbúnaðurmn. Álit prófessor Weis um ræktunarskilyrði hjer á landi. f tilkynningu frá sendiherra Dana í gær segir svo: Eftir áskorun Metúsalems Ste- fánssonar búnaðarmálastjóra, hef- ir prófessor Weis sent honum álit sitt um ræktunarskilyrði á fs- landi, og mun það birtast x Bún- aðarritinu. Rannsóknir Weis prófessors sýna það, að jarðvegur á íslandi stendur ekki að baki svipuðum jarðvegi í Miðevrópu og á Norð- urlöndum, um næringarefni fyrir gróður. Hann er að vísu dálítið fátækari að fosforsýru. og sjer- staklega kali, en auðugri að kalki. Jarðveginum hættir ekki til þess að súrna. Köfnunarefnisinnihald jarðvegs er furðu mikið. Það má því segja að hinn íslenski jarð- vegur sje ágætur. Tíu sýnishorn, sem tekin voru eftir nýjum aðferðum, sýna það, að íslenskur jarðvegur þarfnast ekki kölkunar eða merglunar, er annars staðar er nauðsynlegt skil- vrði fyrir því að ræktun og garð- yrkja geti gefið fullan arð. Eins og íslenski jarðvegurinn er. ætti þar að vera skilyrði fyrir mjög miklu gerlalífi. Hið mikla köfn- unarefni er auðsuppspretta, ef hægt er að levsa það úr læðingi, en það er enn óráðin gáta hvernig sxi þraut, vinst best. Brófessorinn bendir sjerstaklega á Korpúlfsstaðabúið. sem talandi tákn þess hvað hægt er að fram- kvæma þegar vísindi og reynsla haldast í hendur. Hann leggur það til að tiinræktinni verði hagað á, heppilegri hátt en áður. að bændur hafi fleiri kýr, auki svína- rækt og mjólkurbúa starfrækslu. Hjálpræðisherinn. t kvöld kl. 8 verða hljómleikar og ýmsar sýn- ingar. Aðgangur 50 au. Annað kvöld samkoma „Andleg uppbygg ing“. AHir velkomnir. Hið frumlega jafnvægis To To rent úr einu stykki, er hægt að læra alla Yo—-Yo töfra með, fyrir samkepnismótið Hljöðfærahðsið, Austurstræti 10. A11 a b n ð, Laugaveg 38. „Dettiioss“ fer í kvöld klukkan 10 um Vest- mannaeyjar til Hull og Hambory- ar. — Farseðlar óskast sóttir fyr- ir klukkan 2 í dag. , .BrnarÍGSs" lestar freðkjöt á norður- og aust- urlandi til London í byrjun des- ember. Þareð hraða verður ferð Brúarfoss, þá fer hann hjeðan beint til ísafjarðar og norður um land. — Goðafoss sem fer hjeðap 29. þ. m., kemur við á öllum vi8- komustöðum Brúarfoss á Breiða- firði og Vestfjörðum í norðurleið. 0.8. lsland fer sunnudaginn 27. þ. mán. kl. 6 síðdegis til Ísafjarðftí, Siglufjarðar, Akureyrar. — Þaðan sömu leið til baka. Fylgibrjef og vörur þurfa að koma fyrir kl. 3 á laug- ardag. Farþegar sæki farseðla á morgun og laugardag. Skipaafgreiðsla Jes Zlmsen. Tryggvagötu Sími 26. Ðlómasúlur, Spilaborð og fleira nýkomið. ódýrast í bænum. Húsgagnaverstunki við Dómkirkjuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.