Morgunblaðið - 25.11.1932, Page 3
MORGUNBL A"5'IÐ
SEasaggss^aaaBÆaEsssaBSBiag
JflorgttttMatofc
ÍJtgef.: H.f. S-rvakur, Reykjavlk.
Ritstjórar: Jón Kjartansson.
Valtyr Stefánsson.
Ritstjörn og afgreiiSsla:
Austurstræti S. — Simi 500.
Auglýsingastjórj: E. Hafberg.
Auglýsingaskrifstofa:
Austurstræti 17. — Slmi 700.
Heimaslmar:
Jón Kjartansson nr. 742.
Valtýr Stefánsson nr. 1220.
E. Hafberg nr. 770.
Áskriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánuBi.
Utanlands kr. 2.50 á mánuTil.
1 lausasölu 10 aura elntakiö.
20 aura metS Lesbók.
Úlleadar frjettir.
Frjettastofa útvarpsins,
24. nóvember.
Banniö í U. S. A.
Bannið mun koma tií umræðu í
þingi Bandaríkjanna í byrjiui des-
ember í tilefni af því að nefnd,
sem skipuð hefir verið til að at-
'huga bjórskatt, mun skila áliti
•sínu. — Telja -menn að nefndin
muni vilja leyfa bruggun áfengs
öls, en þá muni að minstu kosti
s.jö ríki í Bandaríkjitnum fara
fram á að. ljett vín verði leyfð.
Frá frlandi.
Aðstaða de Yalera í írlandi er
talin hafa versnað upp á síðkast-
iÓ. •— írskir bændur berjast á
móti stjórn lians og nú hafa járn-
brautarembættismenn örfað til
baráttu gegn stjórninni sökum
þess að hún hefir farið fram á
lækkun á launum embættismanna.
Auðug gullnáma fundin.
f Venezuela hefir nýlega fundist
óvenju auðug gullnáma í miðjum
frumskógunum og hafa gullnemar
þeir, sem fundu hana, unnið úr
henni 800 kg. af gulli á skömmum
tíma. — Stjórnin í Venezuela hefir
"gert út nefnd til þess að athuga
gullfundinn.
Innflutningshöftin í Englandi.
Enski búnaðarmálaráðlierrann
var spurður í neðri málstofu enska
þingsins í dag hvaða áhrif ráðstaf-
anirnar til innflutningshafta á
kjöti hefðu Iiaft. eða mundu hafa.
Hann svaraði því, að allar ráð-
stafanir til þess að reyna að hafa
áhrif á verðlagið hlytu aðeins að
vera bráðabirgðaráðstafanir. En
það sem nú þegar hefði verið gert,
hefði haft þau áhrif að stöðva
verðlækkunina heima fyrir, og
jafnvel hækka verðið á ýmsum
lijöttegundum.
Tollstríð Breta og fra.
frska fríríkið hefir ákveðið að
leggja innflutningstolla á kart-
öflur og lifandi blóm frá Bret-
landi og Norður-írlandi. Tollur-
inn nemur einni guineu á hverj-
um hundrað pundum á kartöflum
•en 6 pence á pundinu á blómin.
(Tlannalát.
Nýlega eru látnir tveir merkir
bændur í Borgarfirði:
Guðmundur Sigurðsson bóndi að
Sigmundarstöðum í Háls^hreppi
varð bráðkvaddur hinn 20. þ. mán.
Snorri Þorsteinsson, bóndi að
Laxfossi andaðist 22. þ. mán. eftir
langvarandi vanheilsu. Hann var
bróðir Kristleifs bónda á Stóra-
Kreppi.
5ílöarmál
Rlþýðublaðsins.
Langt er síðan að nijer datt í
hug að senda fáeinar línur til
sanngjarnra manna, um það eilífa
stag Alþýðublaðsins, um „mæli-
ker“ h.f. „Kveldúlfs“, en svo kom
hvíld, svertan var þrotin, og jeg
sem altaf les Alþýðublaðið, var
náðaður frá því að lesa meira af
þessum þvættingi, og glaður var
jeg.
En nú er Alþýðublaðið byrjað
aftur, og þess vegna vona jeg að
mjer sje ekki af almenningi lagt
það ti-1 lasts, þó jeg sendi þessar
örfáu línur til almennings.
Jeg hefi sjálfur verið við nokk-
uð yfirgripsmikla síldarfram-
leiðslu, kaup og sölu á bæði nýrri
síld og saltaðri. Enginn skal hugsa
það, að jeg hafi ekki bæði sem
kaupandi og seljandi af nýrri síld,
komist í þrætur út af „mál-
inu“. Mest bar því við síldar-
kaupmann Baekevig, sem er að
vísu dáinn. Jeg seldi honum síld,
sem var mækl í parti af síldar-
tunnu (stömpum) eins og þá gerð-
ist. Kaupandi heimtaði málið topp-
mælt og bar það fyrir sig að ekki
kæmi alt upp á bryggjuna sem í
málið væri látið um borð, eins og
rjett er, því þegar halað er upp
með eimvindunni, með hraða, eins
og ætíð er gert, kippist mælikerið
snart við og hallast og lirekkur
þá vanalega all drjúgt úr stamp-
inum, svo rekst það á leiðinni í
fiskikassa, skjólborð skipsins og
annað sem fyrir er, og við hvern
árekstur fer eitthvað út úr, sem
eftir verður í skipinu og sem aftur
er mælt. í þá daga þektist lítið
annað en geyma síldina á dekki,
en nú, þar sem síldin er einnig
látin í lest, mun bera enn meira á
því sem fer í siiginn, þar sem ílát-
in munu að sjálfsögðu rekastíum-
gjörð hinna litlu opa á lestunum,
og mun það oft ómælt eða. ótalið
hvað mikið hrynur niður í lestina
aftur, og kemur seljanda til inn-
tekta. Jeg skal í þessu sambandi
skjóta því til almennings, hvort
það sje undir svona kringumstæð-
um nokkurt aðalatriði hvort ílátið
gem mælt er í sje einum eða tveim-
ur lítrum of stórt, ef kaupandi
ekki fær í sínar hendur meira en
honum ber eftir kaupsamningi. —
Jeg fann á sínum tíma ráð við slík-
um ágreiningi, og voru báðir aðilj-
ar ánægðir. Galdurinn var sá, að
við bjuggum til mæliker sem tók
mikið meira en til var . skilið,
mældum svo frá botni upp í ílátið,
nákvæmlega sem það átti að skila
kaupanda í lítra tölu, settum svo
sveig innan í ,,málið“ nákvæmlega
þar sem síldin átti að mælast til,
og voru þá hjer um bil fimm þuml-
ungar fyrir ofan hringinn. Með
þessu móti fekk kaupandi það sem
honum var mælt, og hvorki meira
nje minna, því nú fór ekkert út úr
ílátinu af því það var ekki fult
þegar það fór á stað.
Hýort sem það er h.f. „Kveld-
úlfur“ eða einhver annar. sem
kaupir síld eftir nákvæmu máli,
sem mælt er niður í skipi og á
eftir að halast upp og alla leið
upp á bryggju, þá er jeg viss um
að allir þeir, sem sjeð hafa þessi
vinnubrögð, eða hafa meðal þekk-
ingu til slíkra hluta, munu sann-
I
færast um að „ekki komast öll
kurl til grafar“.
Með línum þessum er það ekki
ætlun mín að sannfæra þá sem
ekki vilja sjá nema svörtu hliðina
á því er andstæðinga þeirra snert-
ir, heldur sendi jeg þetta til al-
mennings til athugunar, þar sem
jeg’ þykist vera nokkur „fagmað-
ur“ á þessu sviði og lít þa.nnig á
að aðalatriðið sje það að seljandi
ekki græði á því að atvik komi
honum í vil á kostnað kaupanda,
heldur að hvor fái sitt eftir kaup-
samningi, jafnt. hvort það er síld
eða korn sem vérslað er1 með.
Reykjavík í nóv. 1932.
Hjalti Jónsson.
Úrræðalevsisvinna
og biargrðð.
Dag eftir dag og viku eftir viku
hefi jeg vænst þess að lieyra eða
s.já hina mentuðu leiðtoga þjóðar
vorrar benda á leið frá þeim vand-
ræðuim sem atvinnuleysið skapar,
en ennþá hefi jeg ekki orðið var
annars en úrræðaleysisvinnu þeirr-
ar er bærinn lætur í tje.
Flestir munu sammála um, að
óhyggilegt sje að festa það litla
fje sem þjóðin hefir handbært í
óarðberandi vinnu eins og nú á
sjer stað, því það hlýtur óhjá-
kvæmilega að enda með því, að
ekkert verði til að vinna fyrir.
Mjer skilst hin svokallaða kreppa
sýna okkur að eitthvað sje ábóta-
vant atvinnurekstri okkar, og ligg
ur þá beinast við að verja því fje
sem fyrirtækin hafa gefið í afgang
—það er bæja- og ríkisgjöld —
til endurbóta á þeim atvinnu-
rekstr’i sem fyrir er, eða til st.ofn-
unar nýrra atvinnufyrirtækja sem
veittu arðberandi atvinnu til fram-
búðar.
f þetta skifti leiði jeg hjá mjer
ao skrifa um þann atvinnurekstur,
sem fyrir er, en leyfi mjer að
vekja eftirtekt manna á atvinnu-
greinum sem við gætum og ættum
að stunda með góðum árangri.
Emmitt það, að aðalatvinnuvegir
okkar eiga örðugt, ætti að kenna
okkur að líta í kringum okkur
eftir öðrum atvinnumöguleikum,
og þá fyrst á þeim sviðum, sem
innflutningur okkar er mestur.
Við flytjum inn steinlím (cem-
ent) fyrir hundruð þúsunda ár-
lega, það er erlendur gjaldeyrir,
en hjer í nánd við bæinn er ágætis
efni i steinlím, og ekki vantar
hendur til að vinna það. f Esjunni
eru kalklög, leirlög með ca. 60%
og kalksteinn alt að 96% kalk,
sannanlega eitthvert besta kalk
sem hjer hefir verið notað. Til-
raunir hafa verið gerðar til vinslu
á því, en þær hafa lítinn árangur
borið, í fyrra skiftið vegna flutn-
ingavandræða aðallega, í síðara
skiftið vegna vanþekkingar og
kjarkleysis. Vil jeg bera það und-
ir háttvirta bæjarbúa, hvort þeim
fyndist ekki hinu svokallaða at-
Vinnubótafje betur varið til stofn-
unar slíku fyrirtæki. Jafnvel þó
þa misheppnaðist. Gæt.i komið til
mála, að einstaklingar stofnuðu
fjelag og bærinn legði fram helm-
ing fjárins sem áhættufje, á ein-
hvern hátt. sem háðir gætu vel við
unað. Til flutninga mætti nota
járnbraut hafnarinnar.
Við kaupum salt fyrir miljónir
króna — erlendan gjaldeyri —
en sjórinn hjer er saltríkur eins
og á Spáni, sólarhiti er minni hjer,
en við höfum jarðhitann í staðinn.
Hjer í Reykjavík stendur stein-
steypukassi einn mikill, sem kall-
aður er sundhöll, þó fáir hafi laug-
að sig þar, fram hjá honum rennur
heitt vatn í skolpræsi til sjávar,
engum að gagni. Komið hefir til
orða að leggja sjóleiðslu sunnan
úi Skerjafirði að þessari höll, að-
eins til að menn gæti sagt að þeir
hefðu laugast úr sjó. Væri okkur
þá ofvaxið að dæla sjó þangað,
útbúa skilvindu sem gæti skilið
saltið úr sjónum og notað síðan
heita vatnið til að þurka leðjuna'
sem kæmi frá skilvindunni, og
framleiða salt? Hygg jeg að at-
vinnubótafjenu væri þar ólíkt
betur varið.
Bændur fá styrk fyrir þúfna-
sljettun og hlandforir, og lán til
luisabygginga, sem þeir rísa ekki
undir vegna kaupgetuleysis kaup-
staðarbúa, og stöðugt gala þing-
menn og blöðin um að auka land-
búnaðinn og það er biiið að berja
þetta svo inn í þjóðina, að margir
efnamenn í Rvík eru farnir að
leggja fje sitt í landbúnað. En er
ekld framleiðsla á landbúnaðaraf-
urðum nægjanleg — önnur en
gai'ðrækt? — Alveg áreiðanlega.
Hvaða gagn er að því fyrir bónda
sem hefir 15 manns í heimili að
framleiða handa 30 ef enginn get-
ur keypt ? Hann mætti brenna af-
ga.nginum eins og Ameríkumenn
hafa gert. Það vantar ekki að
fram leiða meira af kjöti óg ull.
Það vantar að geta selt það sem
við framleiðum. Við verðum að
gera atvinnuvegi okkar fjölbreytt-
ari og tryggari, og þá fyrst að not-
færa okkur markaðinn innanlands,
og vinna sjálfir úr þeim hráefnum
sem til eru í landinu og framleiða
snyitilega og vandaða vöru. Til
dæmis væri bændum meiri styrkur
að því áð fje því sem varið er í
allskonar styrki fyrir þúfnasljett-
un, til búnaðarfjel. og fleira, væri
varið til kaupa á fullkomnum
tækjum til klæðagerðar, svo bænd
um jrnði eitthvað úr ullinni. Feg-
urðartilfinning íslendinga er það
fáguð orðin að það þýðir ekki að
bjóða þeim rudda. Við eigum ekki
að kaupa úrelt tæki sem aðrir eru
að leggja niður af því þau eru
ekki samkeppnisfær og fullnægja
ekki kröfum t.ímans. Þó við fáum
þau ódýrt sem kallað er, en sem
venjulega verður dýrast.
Við skulum hugsa okkur heimili.
Það er komið að matmálum og
eitt barnið er sent eftir brauði, á
leiðinni hittir það kunningja sína
og fer að leika sjer, brauðið gleym
ist og þegar það loks rankar við
sjer, er biiið að loka brauðbúðum
svo brauð fæst ekki það kvöldið.
Barnið er ávítað fyrir kæruleysið.
— En þjóðfjelagið — fulltíða fólk
er alveg eins, við byggjum leik-
hús, en rannsóknarstofa í þágu at-
vinnuveganna á hvergi inni, og
þjóðin líður skort fyrir óhagnýta
mentun og söngfuglalíf.
Ef við værum ekki orðnir eins
kvektir og við erum á meðferð
sjóða — þeir verða flestir nolck-
nrskonar skepnuhús — þá skyldi
jeg bera fram tillögu um að tekju-
skattur atvinnnfyrirtækja rynni í
sjerstakan sjóð til stofnunar nýj-
um atvinnugreinum og rannsókna
í þágu atvinnuveganna.
Þjóðfjelag okkar er eins og skip
sem hefir brotnað í stórsjó og
orðið lekt, mannskapurinn heldúr
að sjer liöndum og býður eftir að
skipið verði heilt af sjálfu sjer,
en er ekki nær að halda að það
sökkvi, ef þessu heldur áfram?
Árni Árnason.
ðr rfkí söslalistanna
í Hafnarfirði.
Fyrir stuttu tilkyntu sósí-
alistar í Hafnarfirði lögtak á ó-
greiddum bæjargjöldum. Meðal
annara hringdu þeir upp velmét-
inn borgara og tilkyntu honum
að lögtak jn-ði tekið hjá hontim
innan þriggja daga, ef hann ekki
borgaði innan þess tíma. Var það
allhá upphæð, sem hann átti að
greiða, eða rúmar 12000 krónur.
Tjáði liann sósíalistum að hann
mundi gera full skil innan hins
ákveðna tíma. Þessi fregn — um
þessa stóru greiðslu — flaug eins
og eldur í sinu um bæinn, og vildu
maírgir verða til að hremma aur-
ana — upp í kröfur sínar á bæ-
inn — strax og þeir kæmu á
gjaldkeraskrifstofuna. Á tiltekn-
um tíma kom borgarinn til að
greiða gjöld. sín. Var þá kominn
múgur og margmenni á skrifstof-
una, svo varla var þverfótað, til
þess að n,á í eitthvað upp í kröf-
ur sínar. Borgarinn hafði með sjer
mann er hjelt á stórri skjalatösku
er allir hjeldu vera úttroðna af
peningum. Ráku þá allir viðstadd-
ir upp stór augu og hugðu nú
gott til glóðarinnar. Er borgarinn
hafði mjakað sjer inn úr mann-
þrönginni, að borði gjaldkerans,
opnaði hann hina ferlegu skjala-
tösku og dró upp úr henni bunka
mikinn af ávísuðum reikningum á
bæinn, suma frá 1930, og sagði
gjaldkera að telja saman upphæð-
ina á reikningunum, og þegar það
hafði verið gert, vantaði aðeins 28
kr. á að full greiðsla á rúmum
12000 kr. væri int af hendi, og
greiddi borgarinn þær vitanlega
samstundis. Er hjer var komið sló
óhug miklum og ótta á mannfjöld-
ann, sem beið eftir greiðslum, og
ruddist hann samsfundis á dyr, og
sagði farir sínar ekki sljettar.
VSýnir þessi smásaga greinilega
fjárhagsástand Hafnarfjarðar und
ir stjórn sósíalista.
Málafærslan í Haag.
(Tilkynning frá sendiherra Dana).
Forseti alþjóðadómstólsins í
Konstantinopel, N. V. Boeg hóf
málfærsluna í Haag fyrir Dana.
hönd. Gaf hann yfjrlit um land-
hætti á Grænlandi og lífskjör
Skrælingja, sem eru eingöngu und-
ir veiðum komin.
Grænland yrði að teljast sem
ein heild. Náttúran gerir það nauj
synlegt að íbúarnir flytjist úr
einum stað í annan. Vegna Græn-
lendinga sjálfra verði því alt
Grænland að Júta sömu stjórn, en
þó hafi Danir leyft framandi veiði
mönnum að vera þar, sem Skræl-
ingjum er ekki bagi if.