Morgunblaðið - 16.12.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.12.1932, Blaðsíða 3
MORGUNBLA'ÍIÐ i ' JRorgttttHatti Útgref.: H.f. Arvakur, Reykjavlk. Rltstjðrar: Jón KJartansson. Valtyr Stef&nsson. Rltstjórn og afgrelOsla: Austurstrætl 8. — Slmi 1600. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Simi 3700 Helma8ímar: Jón Kjartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. E. Hafberg nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlanðs kr. 2.00 á mánuOi. Utanlands kr. 2.E0 & m&nuOi. f lausasölu 10 aura elntaklO. 20 aura meO Lesbók. frá sendinefndinni Tilkynning frá forsætisráðherra. Samninganefnd sú, sem af ís- lands hálfu hefir haft með hönd- «m samninga við stjórn Stóra- bretlands, liefir nii lokið störfum, •og er komin heim. Áður en nefndin fór hjeðan hafði íslenska stjórnin sent stjórn ■Stórabretlands skýrslu um óskir stjórnarinnar. Á fyrsta fundi hinna bresku og íslensku samn- inganefnda lögðu Bretar fram ósk- ir sínar. Síðan v,pru haldnir marg- ir fundir milli samninganefnd- anna, og lauk þeim með því, að nefndirnar gerðu með sjer frum- ■drætti að samningi um þau mál- •efni er rædd' voru á fundunum. Atvik lágu þó svo til, að eigi var hægt að semja um sum þeirra mál- •efna, er miklu skifta í viðskiftum íslendinga og Breta. Báðar nefndh'nar skuldbinda *ig til að mæla mfeð því, að stjórn- Ir beggja landanna samþykki það samkomulag er nefndirnar gerðu með sjer, en vegua eindreginna óska Bretastjórnar verður ekkert. birt um efni samningariha að svo stöddu. Hins vegar er gert ráð fyfir því, að gengið verði til loka- isamninga snemma á næsta ári. íslensku samningamennirnir láta þess getið, að Bretar hafi tekið þeim með sjerstakri aliið, og tekið með skilningi á málefnum Jslendinga. TNTý stjórn í Finnlandi. Tþelsingfors, 15. des. United Press. FB. Fivimaeki prófessor hefir mynd- að stjórn. Er hann sjálfur for- sætisráðherra og einnig fjármála- ráðherra til bráðabirgða. Dr. Re- iander er fjármálaráðherra. Hack- :zell utanríkismálaráðherra, dr. Puhakka innanríkismálaráðherra og Oksala hermálaráðherra. Merkúrs-fjelagar! Munið fram- haldsaðalfundinn í Varðarhúsinu kl. 8*/, í kvöld. Gliákublinda. Út af Morgunblaðs grein Ingólfs Oíslasonar læknis, 4. "þ. m., hefir Helgi Skúlason augn- iækriir beðið oss að geta þess, að liann ha.fi nú lokið við bækling um glákublindu, sniðinn við a.l- mennings hæfi, og murii hann koma út í næsta mánuði. Sterlingspund var enn í gær í jöfnu gengi. Kauphallarviðskifti í London voru dauf fyrst, en það lifnaði yfir þeim. er frjettist um fjÖrug kauphallarviðskifti í New York. Mál Magnúsar Guðmundssonar lyiir Hæstarjetti. Málaflutningnum lnkið — Dömurinn vasntnnlegur ö mðnudag. Málflutningurinn í máli þeirra C. Behrens og M. Guðmunds- sonar hjelt áfram í Hæstarjetti í gær. Stóð hann yfir frá klukk- an 10 árd. og var ekki lokið fyr en kl. um 5 síðd.; hjelt hann svo ’að kalla viðstöðulaust áfram, nema hvað gefið var 11/2 klst. matarhlje um hádegi. Pjetur Magnússon heldu’r áfram varnarræðu sinni. Þegar málflutningnum var frestað á miðvikudag, hafði P. Magnússon lokið við að ræða um hið fyrra aðalatriði (hús- eignina á Lindargötu 14), sem undirrj.dómarinn bygði sektar- dóm sinn á, viðvíkjandi því, að C. Behrens hafi hlotið að sjá fyr- ir yfirvofandi gjaldþrot sitt, er hann gerði samninginn við Tofte. Þessu næst sneri P. M. sjer að útistandandi skuldum og ummæl- um undirrj.dómarans þar að lút- andi. Leit P. M. svoá, að eigi væri órjettmætt að draga 10% frá úti- standandi skuldum og liæmi þá um 4000 kr. til frádráttar eigna- megin á efnahagsskýrslunni. En á móti þessu kæmi svo það, að skuld Behrens við Höepfner hafi verið reiknuð um 6000 ísl. kr. of hátt. tJtkoman hefði því orðið sú, að enda þótt allar útistandandi skuldir væru afskrifaðar með 10 %, yrði þó hagur Behrens betri eftir samninginn, en áður. Tvö hugtök, sem undirrjettar- dómarinn ruglar saman. P. M. benti á, að undirrjett- rdómarinn ruglaði saman tveim óskildum hugtökum, sem sje því að vera ,,insölvent“, þ. e. eiga ekki fyrir skuldum og hinu, að sjá fyrir yfirvofandi gjaldþrot. — Undirrjettardómarinn virtist telja þetta eitt og hið sama. En þetta væri herfilegur misskiln- ingur. Gjaldþrot gæti verið „yf- irvofandi“ þótt eignir væru meiri en skuldir. Einnig þyrfti gjald- þrot ekki að vera „yfirvofandi“ þótt skuldir væru meiri en eign- ir. Til þess að skera úr um þetta hvorttveggja kæmi margt til greina, og nefndi P. M. mörg dæmi því til sönnunar. Ef það álit undirrj ettardómar- ans væri rjett, að það að eiga ekki fyrir skuldum og sjá fyrir yfirvofandi gjaldþrot væri eitt og sama hugtak, hver yrði af- leiðing þess? spurði P. M. Og hann svarar: Það eru ekki tugir — og ekki hundi'uð — heldur þúsundir manna, sem ár eftir ár eru að greiða skuldir, vitandi, það, að þeir eiga ekki fyrir skuld um. Hvað um þá níu tíundu mentamanna vorra, sem koma bláfátækir frá prófborðinu með stóran skuldabagga á herðum, en eiga ekki annað til en nokkrar bókaskruddur? Eða hvað um þann ömurlega stóra hluta ís- lenskra atvinnurekenda til lands og sjávar, sem er að brjótast í að greiða skuldir, endá þótt vitanlegt sje að þeir eigi ekki nándar nærri fyrir skuldum? Ef opna á tugthúsið fyrir öllum þessum mönnum, þá þarf ekki að kvíða atvinnuleysi næstu ár- in. Næg atvinna myndi fást við að byggja tugthús. En sannleikurinn væri sá um þessa menn, að þeir sæu alls ekki gjaldþrot sitt fyrir. Þetta hug- tak yrði að skýra með skynsemd, svo að það kæmi ekki í bág við heilbrigt viðskiftalíf. Þessu næst rakti P. M. hin önn ur minni háttar sakarefni, sem undirrj.dómarinn hefði dæmt C. Behrens fyrir. Að því loknu rökstuddi hann varakröfu sína, um skilorðsbund inn dóm; einnig benti hann á’, að ef um væri að ræða sök hjá Behrens, myndi hún vera fyrnd samkv. 67. gr. hgnl. Rannsókn málsins og dómurinn. I lok ræðu sinnar sagði P. M., að rannsókn málsins væri í mörg um atriðum mjög ófullkomin. Engin tilraun vseri gerð til að upplýsa ýms atriði, sem miklu máli skifta, og flest þessi atriði væru einmitt sakborningunum í vil. — Dómurinn líkti^t miklu meir harðvítugu og óbilgjörnu ákæru skjali en dómi. Þetta sýndi best, hve óheppilegt væri, að sami maður væri ákærandi og dómari, enda hefði ákáérandinn í þessu máli í mörgum tilfellum verið yf- irsterkari dómaranum. Vörn Jóns Ásbjömssonar. • Jón Ásbjörnsson gerði þá kröfu, að M. Guðmundsson yrði algerlega sýknaður. Fyrst rakti J. Á. tildrög máls- ins, er Behrens sneri sjer til M.. G. í okt. 1929, komu Tofte hing- að og samningsins við hann; einnig rakti hann nákvæmlega efnahag Behrens bæði fyrir og eftir samningagerðina við Tofte. Hjer verður ekki rakin ræða J. Á. viðvíkjandi þesSum atriðum, enda ekki rúm til þess. Þessu næst rakti J. Á. lið fyr- ir lið röksemdir undirdómarans fyrir því, að M. G. hafi, er hann aðstoðaði við samningagerðina við Tofte hlotið að sjá fyrir yf- irvofandi gjaldþrot Behrens. — Þessi þáttur úr ræðu J. Á. verð- ur heldur ekki rakinn hjer, enda tæki það upp of mikið rúm í blað inu. Þess skal aðeins getið, að J. Á. benti á margar villandi og jafnvel rangar frásagnir í dómi undirrjettarins. Þótti J. Á. svo langt gengið í þessu efni af hálfu undirdómarans í sambandi við álit eða umsögn N. Manscher endurskoðanda viðvíkjandi samn- ingnum við Tofte, að hann krafð- ist þess að undirdómarinn yrði víttur fyrir þetta; þar virtist und irdómarinn ekkert tillit taka til þess, sem rannsóknin hafði upp- lýst. — ísleiskar húsmæðir! Það er yður til hins mesta sóma, hve vel þjer kunnið a# meta yfirburði Lj ómasmj örlíkisius. Hyggin og samviskusöm húsmóðir lætur ekki blekkjast af skrumauglýsingum, hún velur f jölskyldu sinni þá fæðutegr und, sem er viðurkend að standa öðrum framar að hollusta og næringargildi og kaupir einungis Ljómasmjörlíki. Á JÓLUNUM ER AÐEINS ÞAÐ BESTA NÓGU GOTT. Þess vegna nota nú allar húsmæður L|ómasm|ðrlíkl — með rjómabússmjöri — í jólakökurnar og jólamatinn. LJÓMANDI kökur! --- iÍÓMANDI matur! Ljómandi og gleðileg jólf Samningaumleitanir við skuld- heimtumenn Behrens. Jón Ásbjörnsson fór ítarlega inn á þá staðhæfingu undirrj.- dómarans, að M. Guðm. hafi með samningaumleitunum við skuldheimtumenn Behrens vor- ið 1930 tafið fyrir gjaldþroti Behrens fram yfir þann tíma, að hægt yrði að rifta samningnum við Tofte. Þessi staðhæfing dómarans væri mjög villandi. Samningstil- boðið hefði ekki verið samið og sent út fyr en um mánaðamótin maí—júní, og hafi þá verið lið- inn sá tími, sem urit var að rifta samningnum. Væri því óhugs- andi, að samningstilboðið hafi verið gert í þeim tilgangi, að koma í veg fyrir riftingu. Ekki væri þvf heldur til a8 dreifa, að M. G. hafi dregið a> senda samningstilboðið fram yf- ir riftingartímann. Hann hafi ekki fengið í hendur gögnin fyr- ir tilboðinu fyr en eftir 21. maí. Hvað kom rjettvísinni til að fara af stað? Að lokum staðhæfði Jón Ás- björnsson, að málsóknin á hend- ur M. G. hafi verið gersamlega tilefnislaus. M. G. hefði ekki gert sig sekan í neinum ólög- mætum verknaði í sambandi víð gjaldþrot C. Behrens. En hváð veldur þá því, spurði J. Á., að mál í rjettvísinnar nafni er höfil- að gegn M. G.? Tildrögin vsepi að vísu kunn hverjum manrii, én þó gæti hann eigi látið hjá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.